Vísir - 17.07.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 17.07.1933, Blaðsíða 2
V I S 1 K Sími: 1234. Málarar I Gætið þess, að á hverri dós, sem þér kaupið af málningu og lökkum, standi nafn A.S. SADOLIN & HOLMBLAD Það besta er ætíð ódýrast. ZHF"’ Best að auglýsa í Vísi. Símskeyti Rómaborg, 18. júlí. United Press. - FB. Fjórveldasamþyktin. Fullna'ðarundirskrift fjór- veldasamþyktar Ítalíu, Stóra Bretlands, Frakklands og Þýskalands, hefir farið fram. Montreal, 1G. júlí. United Press. - FB. Þegar ítölsku flugvélarnar lentu í Chicago. Fyrstu flugvélarnar i flota Balbos Iögðu af stað kl. 11,14 (Austurfylkja sumartími). Detroit, 16. júlí. United Press. - FB. ítalski flugvélaflotinn flaug yfir Detroit á Jgið sinni til Chi- cago. í fylgd með ítölsku flug- vélunum voru 42 flugvélar úr hernum. (Bandarikjaher). Cliicago, 16. júlí. Unitcd Press. - FB. Fyrstu flugvélarnar lentu kl. 5 e. li. (Chicagótími). Veður Var hið fegursta, glaða sólskin og heiðrikja, er flugvélaflotinn rtaug i hring yfir alla borgina. Hátt uppi yfir ílölsku flugvél- unum voru flugvélar Banda- ríkjahers á sveimi. ChieagóÍmar voru viðstaddir í tugþúsunda- tali til þess að fagna komu flug- mannanna, auk þess sem borg- arbúar alment liorfðu á flug þeirra yfir borginni. — Yfir Michiganvatn flugu ítalirnir í 2000 feta liæð, i tveimur flokk- um. Flugvél Balbos lenti fyrst. Seinasta flugvélin í flotanum íenti kl. 5,31. New York, 16. júlí. Unitcd Press. - FB. Hnattflug. Wiley Post lagði af stað í morg- un kl. 5,10 f. h. (N.-York-timi) í hnattflug einn sins liðs. Lagði hann upp af Floyd Bennett flugvellinum. — Post notar sömu flugvél, sem hann flaug i með Harold Gattj% er þeir settu met i hnattflugi árið 1931. — Wiley Post flýgur um Berlín, Novosibirsk, Kabarovsk, Al- aska, Edmonton (Alberta, Can- ada) og lýkur fluginu þar sem það hófst, á Floyd Bennet flug- velilnum við New York. Einnig eru lagðir af stað í hnattflug tveir Lithaugalands- búar, Stephen Darius flugkap- teinn og Stanley Girenas. Þeir áforma að fljúga án viðkomu til Kovno. FlugN’él Jieirra er af þeirri gerð, sem kölluð er „Bell- anca monoplane“. Flugvélina kalla ])eir Lithuanica. Kúgun. Foringjar jafnaðarmanna svifta menn atvinnu og reyna að svelta þá til hlýðni. —o— Komrnúnistar og jaínaðar- menn svo nefndir tala mikið um frelsi. En i reyndinni er það svo, að enginn óbreyttur mað- ur í liði þeirra má um frjálst lröfuð strjúka. Þeir verða að sitja og stfinda eins og for- sprakkarnir heimta og eru þvi i raun réttri algerlega ófrjálsir menn. Þetta vita allir, sem nokkur kynni hafa af forsprökkum þessum og háttalagi þeirra. Þess hefir hvað eftir annað orðið vart hér i bænum, að for- sprakkar jafnaðarmanna taki fyrir einstaka menn í liði sínu og leggi þá í einelti fyrir litlar sakir eða engar. Munu það eink- um hinir betri menn í liði þeirra, er fyrir þessu verða, þeir er mestan þroskann sýna og metnaðinn og kunna ekki við, að láta fara með sig' cins og skynlausar skepnur. — Hefir of lítið verið að því gert hing- að til, að taka svari þeirra manna, er fyrir ofsóknum verða af hendi alþýðu-böðlanna, sakir skoðana sinna eða annars þess, er því veldur, að þeir geta ekki sætt sig við það, að lúta boði og banni allskonar „foringja", sem lireykja sér hátt yfir liinn vinnandi lýð og þykjast hafa rétt til þess, að vikja lronum til hægri eða vinstri að vild sinni. Fyrir skömmu kom á fund „Vísis“ einn þeirrra manna, sem orðið lrafa fyrir miskunnarlaus- um ofsóknum af hench Héðins Valdimarssonar og annara „for- ingja“ þar i sveit. Sakir munu ekki — svo blaðinu sé kunn- ugt — aðrar en þær á hendur þessum manni, að hann tók að sér starfa nokkúrn, án þess að skýra „liinum liáu herrum“ frá og biðja levfis. En þegar svo er komið, að menn eru taldir ófrjálsir að því, að bjarga sér og sínum með lieiðarlegri vinnu, er þeir taka að sér sem frjáls- ir menn. og fullvalda yfir vinnu- afli sinu, þá er kúgunar-andinn orðinn magnaðri en svo, að við sé unandi i frjálsu þjóðfélagi. Sagðist manni þessum svo frá, að þau væri tildrög máls- ins — þess rnáls, að hann var sviftur atvinnu og atvinnuvon sem bifreiðarstjóri í lögsagnar- umdærai Rcykjavíkur ævilangt, nema ef til vill því að eins, að hann gengi til fullrar hlýðni við Héðin Valdimarsson og fé- laga hans —, að hann hefði tek- ið að sér bifreiða-akstur (vöru- flutninga eða annað þess liátt- ar), án þess að tilkynna það eða biðja unr leyfi. Þyldr nú rétt að láta biíreið- arstjórann segja sjálfan frá og er skýrsla lians á þcssa leið: „Veturinn 1931 var stofnuð vörubílastöð hér í Reykjavik, eins og mörgum mun kunnugt og henni settar reglur, sem þeir (þ. e. stofnendurnir) kölluðu lög. En ekki mátti ræða þau á stofnfundi og þá auðvitað engu breyta. Stöðin tók ekki til starfa í'yrr en siðari hluta aprílmán- aðar, og ekki var hrifningin meiri en það lijá vörubílastjór- um og eigöndum, að langur tími leið, þar til búið var að tína saman alla þá bíla, sem að lokum komust unclir urnráð stöðvarinnar, eða hvað eg á nú að kalla það. Nú var altaf verið að halda fundi, einhverskonar stjórnar- fundi, að því er þeir sögðu, og senda út miða til bílstjóranna. Var á þá lelrað liitt og annað. Þótti mörgum .þetta nokkuð kreddukent, en okkur var gef- ið í skyn, að ráðlegasl mundi að lilýða, því að annars kostar yrðunr við reknir frá atvinnu okkar. Eg er einn þeirra manna, sem fyrir því urðu, að vera reknir úr atvinnu, umsvifalaust og skilyrðislaust. Þegar þeir ráku mig, vissi eg ekki til þess, að eg liefði neitt til saka unnið, annað eu það, að taka vinnu, sem mér bauðst, án þess að tilkynna það á stöð- inni eða biðja um leyfi. Þessar voru sakirnar, að því er eg þóttist vita þá þegar og mér var frá skýrt síðar. Kom nú maður úr stjórn „Dagsbrún- ar“ og svifti mig vinnunni, bæði fyrir sjálfan mig og bifreið mína. Jafnframt var komíð nneð aðra bifreið og bifreiðar- stjóra tilkynt, að þá bifreið mætti nota, en hvorki mig né minn vagn. Eg væri nú þannig settur, sakir framferðis mins (eg var að bjarga mér með heiðarlegu móti), að eg skyldi hvergi fá vinnu með bifreið í öllu lögsagnarumdæmi Reykja- víkur. Dagsbrúnarmaðurinn var þá spurður að því, hvernig á þessu stæði, en hann svaraði því þannig, að eg væri eitllivað brotlegur við stöðina, en ekki kvaðst hann vila um það nán- ara. Skömmli síðar kom eg með vagn iriinn niður á stöðing, stöðvaði lrann og lokaði lionum. Kemur þar þá að Héðinn Valdi- marsson við annan mann og vildi opna bílinn. En hann var þá lokaður, eins og eg sagði áð- an. Gerðu þeir sér þá lílið fyr- ir og brutu upp bilinn og rifu af honum merki, sem eg liafði keypt af stöðinni. Bað eg þá um lögregluvernd, en var neit- að um hana. Þá bað eg Héðin um fund eða samtal, svo að liægt væri að liðka þetta til og miðla málum, en við það var ekki komandi. Hafði eg þá ekki önnur úrræði, en að stefna Héðni fyrir lögreglurétt og þar var málið i 8 mánuði og skild- ist mér einna helst, að engra úrslita væri að vænta. Hafa svo sagt mér fróðir menn, að það mundi svipað og húsbrot, að ráðast á lokaðan bil og brjóta hann upp. Þykir mér því harla skrítið, ef þetta er rétt, að ekki skuli liafa gengið dómur í máli mínu gegn Iléðni. Eftir því sem eg hefi konrist næst, erum við nú orðnir fjór- ir vörubilastjórarnir, sem rekn- ir höfum verið með vagna okk- ar af stöðinni og sviftir allri vinnu og vinnuvon hér í lög- sagnarumdæminu. Þykir okkur hart að búa við það ófrelsi, að mega ekki sæta þeirri vinnu fyrir okkur og vagnana, sem hér er að fá. Það er erfitt og kostnaðarsamt að leita i önnur héruð eftir slíkri vinnu, enda óvíst, að lrana sé þar að fá.“ Þannig sagðist honum frá, bifreiðarstjóranum. Hann tók það fx-ain, að hann færi ekki með annað en það, sem satt væri og rétt í öllum greinum. Frásögn hans liefir verið stvtl litils liáttar og niður feld smá- atriði, sem ekki þóttu rnáli skifta. Kosningamar. Úrslit. —o— Vestmannaeyjar. Þar hlaut kosningu Jóhann Jósefsson (S.) með 667 atkv, ísleifur Högnason (K.) fékk 338 atkv. og Guðm. Pétursson (J.) 130 atkv. (Við síðustu kosningar fékk Jóhann Þ. Jósefsson 753 at- kvæði, frambjóðandi komm- únista 220, jafnaðarmanna 235 og framsóknarmanna 34. Kjör- fundur var betur sóttur í Vest- mannaeyjum þá en við kosn- ingamar í gær). Akureyri. Guðbrandur ísberg (S.) hlaut kosningu með 650 atkv. Einar Olgeirsson (K.) fékk 523 atkv. og Stefán J. Stefánsson (J.) 335 atkvæði. (Við kosningarnar þar á und- an fekk Guðbrandur ísberg 598 atkv., Einar Olgeirsson 434, Er- lingur Friðjónsson 158 og Ivr. Guðmundsson 305). Seyðisfjörður. Haraldur Guðmundsson (J.) hlaut kosningu með 221 atkv. Lárus Jóhannesson (S.) fékk 184 atkvæði. (Við kosningarnar þar á und- an fékk H. G. 274 atkv., en Sv. Árnason (S.) 145). ísafjörður. Finnur Jónsson (J.) lriaut kosningu með 439 atkv. Jóhann Þorsteinsson (S.) fékk 382 atkv. og Jón Rafnsson (Iv.) 54 atkv. (Við kosningarnar þar á und- an hlaut Vilm. Jónsson 526 atkv., en Sig. Kristjánsson (S.) 339). ^ Merkir menn látnir. —o--- Ove Rode, ritstjóri danska blaösins ..Poli- tiken‘‘ og fyrverandi innanríkis- málaráðherra, er nýlega látinn, tæpra 66 ára að aldri. (Sendiherrafregn). Ove Rode var fædclur 1867, son- ur Godtfred Benjamin Rode, rit- höfundar og dr. phil. (1830—1878) en bróðir Helge Rode, rithöfundar. — Móðir Jreirra Irræðra giftist norskunr manni og fluttist til Nor- egs eftir dauöa fyrra manns síns. Ove Rode lauk stúdentsprófi í Kristianía (Osló) 1885 og prófi í forspjallsvísindum eöa heimspeki ariö eftir. Fór því næst utan og feröaöist um Þýskaland, Sviss og Austurríki', en settist svo aö í Danmörku og' geröist blaöamaður. — Mun hann fyrst hafa skrifaö þ,,Politiken“, en varð bráölega rit- stjóri að frjálslyndú vikublaöi (Piraten) og ritstjóri blaðsins Bidjid jafnan um TEOFANI Cigarettup. Fást hvarretDa. 20 stk. 125 „Köbenhavn" var hann 1889— 1892. — Um þessar mundir mun bann hafa orðið fastur starfsmaö- ur við- „Politiken", en stjórnnrála- ritstjóri iblað^ins varð hann árið Í905 og þótti taka sér Hörup mjög til fyrirmyndar. Ove Rode fékst eitthvað við skáldska]) og' hefir meðal annar.s skrifað leikritið „Harlekins Om- vendelse“ og- var það sýnt á Dag- marleikhúsinu í Höfn. — En smám saman drógu stjórnmálin hug hans allan til sín og bauð hann sig fram til þings i fyrsta skifti 1898. Þegar flokkur vinstrimanna klofnaöi (1905) fylgdi hann frjáls- lyndari hlutanum að málum. Árið 1909 bauð hann sig fram í Holbæk-kjördæmi og náði kosn- ingu, en féll þegar á næsta ári. Skömmu síðar náði hann kosningu í Kalundborg-Samsö kjördæmi og hélt því þingsæti síðan. Hann varð innanríkismálaráöh. í öðru ráðuneyti Zahle’s áriö 1913 og var löngum talinn meðal helstu manna í flokki sínum. Á ófriðar- árunurn stóðu allmiklar deilur um ýmsar skoðanir Ove Rode, sérstak- lcga að því er snerti fjármálin og lenti hann þá oft í hörðum senn- um, innan þings og utan. — Hanu var talinn frábær ræðumaður, rök- vís og fylginn sér og óvæginn 4 cleilum, ef því var að skifta. Frederik Weis, prófessor við landbúnabarháskól- ann danska, er látinn fyrir skömmu. Hann hafði legið sjúkur um þriggja vikna skeið í illkynjuðu fótarmeini (hnémeini), — Hljóp bólga í fótinn og varð að skera i hann oftar en einu sínni. Siðar fékk hann æðastíflu og varð hún banamein hans. (Sendiherrafregn). Fr. A. Weis var fæddur 1871. Las fyrst gömlu rnálin, en síðar náttúruvísindi, einkum plöntulíf- fræði, og tók próf i þeim fræðurn 1897. Varð aðstoðarmaður á rann- sóknarstofu Carlsbergs-stofnunar- innar sama ár. Hlaut doktorsnaín- bót 1902. Var um tima samverka- maður J. Schmidt, prófessors. Hef- ir skrifað fjölda tímaritsgreina og blaðagreina um vísindaleg efni. Dvaldist urn tíma i París og viðar crlendis. Árið 1905 varð hann pró- fessor í plöntulíífræði við búnað- arháskólann í Kaupmannahöfn. H.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.