Vísir - 26.02.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 26.02.1934, Blaðsíða 2
VÍSIR OPALS-OPACOL kaldir litir eru fallégir og tærir sem litir náttúrunnar. — Þola sólskin og þvott, án þess að upplitast. — O PALS-OPACOL litir eru einu litirnir, sem fullnægja al- gjörlega kröfum tiskunnar og hinna vand- látu. — Kaupið því OPALS-OPAÓOL liti, ef þér viljið vera viss um að fá það besta. Sildarverksmiðja Ríkisins Verkakaupssamningur fyrir komandi síldarvertíð undir- skrifaður. Samningar hafa nú tekist á milli stjórnar Síldarverk- smiðju rikisins og Verka- mannafélags Siglufjarðar um kaupgjald í verksmiðjunum á komandi síldarvertíð. Voru samningarnir undirskrifaðir s.I. laugardag. Samkomulag um uppkast að samningunum, eins og gengið var frá þeim, náðist á fundi, sem stjórn Síldarverksmiðju ríkisins átli með stjórn og kauptaxtanefnd Verkamanna- félags Siglufjarðar. Var sá fundur á Siglufirði miðvikud. 21. þ. m. og sátu hann af liálfu vérksmiðjustjómarinnar þeir Sveinn Benediktsson, Jón Þórðarson og Þormóður Eyj- ólfsson, en gf hálfu Verka- mannafélags Siglufjarðar þeir Gunnar Jóhannsson, Kristján Hallgrimsson, Jóhann Gari- baldason, Óskar Garibaldason, Páll Ásgrímsson, Guðlaugur Sigurðsson og Gísli Sigurðsson. Samkvæmt samningnum er kaupgjald í verksmiðjunum það sama og i fyrra og önnur atriði samningsins svipuð eða eins og áður. Nýmæli er það, að samningurinn skuli gilda áfram óbreyttur, ár frá ári, ef honum er ekki sagt upp fyrir 1. febrúar ár hvert. Visi hefir tekist að fá samn- inginn til birtingar og er hann svohljóðandi: Verkakaupssamningur. Stjórn Verkamannafélags Siglufjarðar og stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins, Siglufirði, gera með sér svofeldan samn- ing: Stjórn Síldarverksmiðja rik- isins felsl á að greiða kaup- taxla Verkamannafélags Siglu- fjarðar eins og hann var birt- ur 29. mars 1933, með þeim breytingum að taxtinn gildi frá 1. mai 1934 til 1. mai 1935 og að verkamenn verksmiðjanna, sem ganga fastar vaktir, skili 6 dag- og 6 næturvöktum eða samtals 54 kl.st. yfir vikuna upp i mánaðarkaupið og sunnudagshelgin reiknist 24 kl.st. í stað 36 kl.st., sem greið- ist með kr. 3,00 — þrjár —> fyr- ir kl.st. Verkamönnum verksmiðj- anna sé trygð tveggja mánaða föst atvinna. Ráðningaskrif- stofa verkamannafélagsins staðfesti væntanlega vinnu- samninga milli verkamanna verksmiðjanna og stjórnar Síldarverksmiðja rikisins, og verður vinnusamningsformio eins og báðir aðilar hafa kom- ið sér saman um í uppkasti, sem hvor aðili heldur eintaki af. Þeir verkamenn, er unnu við verksmiðjurnar s.l. ár, sitja fyrir vinnu. Eins og áður sitja Siglfirðingar, að öðru jöfnu, fyrir vinnu í verksmiðjunum og hefir forstöðumaður ráðn- ingarskrifstofu Verkamanna- félags Siglufjarðar, rétt til þess að koma með u])páslungur við ráðningu nýrra almennra verkamanna i verlcsmiðjurnar. Kauptaxtinn frá 29. mars 1933, sem vilnað er í hér að framan, leiðréttist að þvi leyti, að þar sem rætt er um skipa- vinnu, skal þriðja málsgrein hljóða svo: Einnig uppskipun á kolum, salti, timbri etc., og útskipun á síldar- og beina- mjöli, síldaroliu og olíu. Vilji annarhvor aðili eigi framlengja samning þennan ó- breyttan eftir 1. maí 1935, skal hann segja honum upp með 3ja mánaða fyrirvara eða fyrir 1. febrúar ár hvert, ann- ars gildir samningurinn ó- breyttur yfir næsta starfsár. Rísi mál út af samningi þess- um, skal það rekið fyrir gesta- rétti Siglufjarðarkaupstaðar. Samningurinn er gerður í tveim samhljóða eintökum og heldur hvor aðili sínu. Siglufirði, 24. febrúar 1934. Stjórn Síldarverksmiðju ríkisins. Stjórn Verkamannafélags Siglufjarðar. Flestum munu þykja það gleðitíðindi, að samningar um kaupgjald í Síldarverksmiðju rílcisins skuli nú hafa tekist svo greiðlega. Tvö undanfarin ár liefir verið vei’kfall í verk- smiðjunni i byrjun síldveiði- tímans og samningar ekki náðst fyrr en um 10. júlí. Hafa allir aðilar orðið fyrir tjóni sökum þess, hve seint samn- ingar hafa tekist. Nú hefir snúist til hetri veg- ar. Verksmiðjan getur tekið ó- hindrað til starfa sti’ax og síld- veiði lxefst, og fá þá verkamenn meiri vinnu og sildveiðiskipin hetri afgreiðslu en áður. •n a r . * * r' «•' ' N«ti6 ísleukir férír <• oj isieufc skif. Utan af landi. Gunnólfsvík 20. febr. FB. Sly s. í gærmorgun var frú Guörúnar Jónsdóttur frá Lindabrekkú viö Bakkafjör'ö saknaö af heimilinu. Leit var þegar hafin og fanst lík hennar nokkuru sí'ðar rekið á fjöru þar stutt frá. Eigi er kunnugt með hverjum hætti hún hefir drukkna'ð. — Guðrún heitin lætur eftir sig eiginmann og þrjú upp koniin börn. Akureyri 25. febr. FÚ. íHöfuðbólið Svalbarð selt. Þorsteinn M. Jónsson bóksali á Akureyri hefir nú keypt höfuð- bólið Svalbarð á Svalbarðsströnd á 41,200 kr. af ekkjunni Berthu lúndal. Byrjar hann þar búrekstur með vorinu, en heldur þó áfram bóksölu og útgáfustarfi á Akur- eyri. Björn heitinn Líndal keypti Svalbarö árið 1908. Hús jarðar- innar voru þá léleg og tún þýft og gaf af sér aðeins 200 töðu- besta. Líndal slétti túnið og færði það svo mikið út, að nú gefur það aí sér 1000 hesta töðu. Hann girti og tún, engjar og haga og bygði upp öll hús jarðarinnar úr steini, íbúðarhús hið vandaðasta, 2 hæð- ir auk kjallara, fjós yfir 24 naut- gripi, fjárhús yfir 300 fjár, hest- hús yfir 10 hesta og hlöður 'yfir 600 hesta héys. Auk þess gerði Líndal mjög mikil mannvirki á Svalbarðseyri, er þá fylgdi eign- inni, þar á meðal stórt og vandað íshús, en þær eignir keypti Kaup- félag Eyfirðinga í fyrra. Topr! sekknr Mannbjörg. Þýski togarinn Essen frá Cux- haven kom i rnorgun með áhöfn- ina af togarapum Wodan frá Geestemilnde, sem sökk undan Reykjanesi í nótt. Voru bæði skip- in þar að veiðum. Veður var gott. Segja skipsmenn, að mikill leki hafi konxið að skipinu mjög skyndilega. Sökk það á skörnrn- um tíma. Skipsmenn komust í bát- ana og tók Essen þá og flutti hingað. Úr Borgarfjarðarhéraiij. Stóra-Kroppi 25. febr. F.Ú. Aftakaveður. Skriðufall. Sunnudaginn 4. þ. m. var aftaka veður, stormur og rigning. Þann dag féllu fimm skri'Öur á land jarð- arinnar GullberastaSir í Lundar- reykjadal. Þess var getiÖ í vitvarps- fréttum í sumar, að þar féll skriða á túnið 7. sept. Sú skriða íéll um endilangt túnið og fór yfir nær því tíu dagsláttur. Nú féllu tvær skriður á túnið og steyptust þær fram beggja megin vi'ð íbúðarhús- ið og er nú á anna'S hundraS hesta völlur af túninu hulinn stórgrýti, sandi og mold. SkriÖur þær, er féllu utan túns, skerndu einnig talsvert. „Bræðurnir". „BræSurn:r“ nefnist karlakórs- flokkur sem Bjarni bóndi á Skáney hefir stjórnaS síÖastli'Sin átján ár. Flokkinn skipa nú tuttugu menn og hafa nokkrir þeirra veriS í hon- um frá byrjun. Elstu félagamir eru nú flestir bændur sem dreif'Öir eru um fleiri sveitir beggja megin Hvítár. Hefir þaS oft veri'S harS- sótt og mikið á sig lagt, aÖ sækja æfingar í vetrarbyljum eSa rosa- veSrúm, en þa'S liafa þeir löngum gerk. — Laugardaginn 9. þ. m. efndu þeir til skemtisamkomu í Reykholti, til ágóSa fyrir leikfimis- hús skólans, sem bygt var fyrir lánsfé. Á skemtiskrá var söngur „BræÖranna“, einsöngur Magnúsar Ágústssonar læknis, „Eiginmenn- irnir“ gamanleikur í einum.þætti, upplestur og dans. Skemtunin var f jölmenn, eftir þvi sem vænta mátti, og fór hiS besta fram. Útvarpsnotendum fjölgar. Útvarpsnotendum fjölgar ár frá ári í öllum sveitum BorgarfjarSar. Af 28 bæjum í Reyklioltsdalshreppí hafa nú 20 útvarpstæki. Lík hlut- íöll eru í fleiri sveitum Borgar- íjarSar. Mestum erfi'Sleikum veld- ur það, aÖ konxa rafgeymum í hleSslu, og ver'Sa flestir aÖ senda þá til Borgarness. Hnngurgangan i London fór* friðsamlega fram. London 26. febr. Unitcd Prcss. — FB. Hungurgangan fór friðsamlega fram. Giskað er á, að um 50,000 manna hafi safnast saman í kring- um ræðupallana, en þeir voru tíu talsins. — Stúlka og þrír menn meiddust lítils háttar, er lögregl- an gerði árás á menn nokkra, ekki úr hópi hungurgöngumanna, sem reyndu að velta um bifreið. — Þrjátíu og fjórir hungurgöngu- mantia voru fluttir á sjúkrahús. Voru þeir kaldir, litt búnir klæð- um og hafði slegið að þeim. Hungurgöngumenn gengu úr garðinum skipulega og friðsam- lega. O’Ðuffy, höfuðmaður irsku blásta k kanna held- ur ræðu i Kildare. Kildare 26. febr. United Press. — FB. O'Duffy, foringi þjóðvamarliös- ins írska, hélt ræðu hér í gær í viðurvist feikna mannfjölda. Lét hann m. a. svo um mælt, að þjóð- ræknissinnaðir írar myndi nota bláu einkennisskyrturnar og sam- einast undir einu og sama flaggi, hvað sem De Valera og banná- formum hans liði. „Og svo mun verða,“ bætti O’Duffy við, „löngu eftir að De Valcra og hinn erlendi óaldarlýður, sem saínast hefir í kringum hann, hefir verið hrakt- ur úr landi fyrir fult og alt.“ — Hávaðasamt var á fundinum um tíma og stimpingar, en til alvar- legra óspekta kom ekki. Veðrið í morgun. í Reykjavík — 5, ísafirði — 1, Akureyri — 3, Seyðisfirði — 5, Vestmannaeyjum — 2, Grítnsey — 2, Stykkishóhni — 3, Blöndu- ósi —• 7, Raufarhöfn — 6, Hólum i Flornafirði — 7, Grindavík — 4, Færeyjum — 4, Jan Mayen — 12, Tynemouth — 2, Kaupmannahöfn 4 stig. Mest írost hér í gær 7 stig, minst 2 stig. Sólskin í gær 5,5 st. : Yfirlit: Hæð yfir sunnanverðu ís- ! landi. Lægð að nálgast suðvestan ' af hafi. Hörfur: Suðvesturland, 1 Faxaflói, Breiðafjöröur, Vestfirð- ; ir: Vaxandi sunnan og suðaustan- : átt. Hvassviðri, þegar líður á dag- inn með slyddu og síðar rigningu. Norðurland, norðausturland, Aust- firðir, s’uðausturland : Kyrt og þurt veður í dag, en vaxandi sunnan- átt og sumstaðar úrkoma í nótt. Togarastrandið í Höfnum. Nokkurar líkur eru taldar til, að takast muni að ná út Hull-togaran- um Kingston Peridot, ef veður helst gott. Er nú stækkandi straumur og mun varðskipið Óð- inn gera tilraun til þess að ná tog- aranum út á flóðinu í kveld. Ensk- , ur togari er og á strandstaðnum og mun aðstoða varðskipið, ef þörf krefur. I Skipafregnir. Gullfoss kom að vestan og norð- an í gærmorgun. Fer héðan 1. mars áleiðis til Leith og Kaupmanna- hafnar. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss fór frá Léith á laugar- dagskveld. Er degi á eftir áætl- un og mun koina hingað á mið- vikudag. Dettifoss fór í gær áleið- is vestur og norður. Lagarfoss er i Kaupmannahöfn. Selfoss er hér. Á saltfiskveiðar fóru á laugardag: Belgauni Snorri goöi, Baldur, Tryggví gamli, Kári Sölmundarson, Karls- etni, Otur og Gulltoppur. Hjónaefni. Trúlofun sína, liafa opinberaS ungfrú Aldís Alexandersdóttir, Þórsgötu 26, og Þorsteinn Hannes- son, málari. . Enskunám. Mr. Howard Little auglýsir enskukenslu í blaðinu í dag. Hann hefir starfað lengi við kenslu hér í bæ og er ágætur kennari. Ólafur kom frá Austfjörðum og Eng- landi i gær. Max Pemberton kom af saltfiskveiðum í morg- un með 65 tn. E.s. Uuras, finskt skip, kom hingað i morg- un með saltfarm. Heimdallur. Félagið lieldur fund á mið- vikudagskvöld kl. 8V2 i Varðar- liúsinu. Fánalið sjálfstæðismanna. Æfing á miðvikudag kl. 8. Fjölmennið. Gengið í dag. Sterlingapund ......kr. 22.15 Dollar ............. — 4.37% 100 ríkismörk þýsk. — 171.81 — frankar, frakkn.. — 28.78 — belgur ............— 101.65 — frankar, svissn. . — 140.91 j — lírur.............. — 37.85 — mörk, finsk .... — 9.95 — pesetar ..........— 59.67 — gyllini ..........— 293.19 — tékkósl. kr.....— 18.42 — sænskar kr.....— 114.41 — norskar kr.....—■ 111.44 — danskar kr.....— 100.00 Gullverð isl. lcrónu er nú 50.80, rniða? við fraklcneskan franka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.