Vísir - 11.09.1935, Blaðsíða 3

Vísir - 11.09.1935, Blaðsíða 3
VISIR Bretap og Frakkar reiðu- búnir til þess aö aö fram- fylgja sáttmála þj óöabanda— lagsins. Búist er við, að Hoare, utanríkismálaráðherra Bretlands, lýsi yfir því í ræðu sinni á banda- lagsfundi í dag, að Bretland sé reiðubúið til þess að taka þátt í sameiginlegum ráðstöfun- um bandalagsþjóðanna gegn þeirri þjóð, sem byrjar árásarstríð. Búist er við, að Frakkar gefi samskonar yfirlýsingu. Genf ii. sept. Tilraunir ráðs Þjóðabandalags- ins til þess að leiða deilur ítala og Abessiniumanna friðsamlega til lykta hafa raunverulega farið út um þúfur, þar eð Aloisi hefir neit- að samvinnu við fimm þjóða nefndina, sem samkomulag náðist um á ráðsfundinum, að tækí að sér að leggja fram nýjar tillögur til Íausnar deilunni. — Þeir Hoare ut- anríkismálaráðherra Bretlands, Anthony Eden og Laval hafa í gærkveldi og í morgun setið á löngum viðræðum. Hoare flytur ræðu í dag á fimdi Þjóðabanda- lagsins og er búist við, að hann muni tilkynna, að Bretland sé reiðubúið til þess að standa við allar skuldbindingar sínar gagn- vart Þjóðabandalaginu og taka þátt í sameiginlegum ráðstöfunum Þjóðabandalagsins friðinum til verndar. Að ræðu Samuels Hoare lokinni er búist við, að Laval gefi samskonar yfirlýsingu. (United Press—FB) Vanþ akka ð pannsókna- verk. Leitt þótti mér að sjá grein þá í Vísi 7. þ. in., sem G. B. stendur undir. Er þar um megn- án misskilning að ræða. Þvi að það er vissulega ekki ástæðá til annars en að fagna því, að einn af mik,ilhæfrustu jarðfræðing- um sem nú er uppi skuli fara að taka þátt. í að rannsaka ís- íand, og síst furða, þó að maður sem mjög hefir kannað Græn- land, vilji einnig kynnast ís- landi af eigin sjón. Ög um hinn ágæta. Svía, próf. Bácklund, sem dr. Lauge Koch hefir féng- ið til með sér, þarf í rauniími ekki að vita meira en það, að hann er eftirmaður Högboms í Uppsölum, því að það má telja vist, að til að taka við af slík- um manni, hafi verið valinn maður mjög. Um liina mennina sem eru með dr. Iíoch, er mér minna kunnugt, en efast þó ekki um, að einnig þar er um valda menn að ræða. Þá má minna á, hvilíkur skóli það hlýt- ur að reynast jarðfræðinemend- um, að vera með mönnum eins og þessir eru. Og allir sem nokkurn skilning hafa á þýð- ingu jarðfræðinnar, mega vera dr. Lauge Kocli þakklátir fyrir það þrekvirki sem liann hefir unnið með því að breyta eins og raun sýnir, hugsunarhættinpm gagnvart því, liversu leggja skuli fram fé til slikra rann- sókna. 9. sept. Helgi Pjeturss. Ritfregn. Ólafur Jóh. Sigurðsson: Um sumarkvöld. Barnasögur með myndum. Útgefandi Ólafur Erlingsson. Reykja- vík 1935. Höfundur þessarar bókar mun vera kornungur sveitapilt- ur. Honum er bersýnilega mjög létt um að skrifa' og sögur hans eru flestar laglega sagðar. Hann hættir sér elcki út í viðfangsefni, sem hann ræður ekki við. Eins og að líkindum lætur um svo ungan höfund, er sumstaðar nolckur viðvaningsbragur á frá- sögninni, en þess líáttar mun liverfa með meiri þroska og leikni. — Ó. S. er ekki með öllu ókunnur höfundur, þó að ungur sé, því að áður hafa komið út smásögur, við barnahæfi. Hét sú bók: „Við Álftavatn“ og var svo vel tekið, að fyrsta prentun seldist á skönnnum tíma og var bókin þá prentuð öðru sinni. í bók þeirri — Um sumar- kvöld -— sem hér um ræðir, eru 9 sögur, fiestar mjög stuttar, nema hin síðasta. Hún er all- löng og skift í átta kafla og er liver um sig með sérstakri fyr- irsögn.r Söguheitín eru sem hér segir: „Fólkið í Svarlagili“. — „Sættir.“ — „I ruslakomp- unni.“ — „Stóðrekstur.14 — „Hreiðrið.“ -— „Bernharð gamli frændi.“ — „Um sumarkvöld.“ — „Úlfhildur“ og „Góðir dreng- ir.“ Sú saga er léngst og að mörgu leyti einna best. Myndir eru í bókinni allmarg- ar til skýringar atburðum þeim, sem frá er sagt. — Óhætt mun að gera ráð fyrir því, að bók þessi seljist vel, ekki síður en fyrri bók höfundarins. — Virð- ist margt benda til þess, að Ólaf- ur Jóh. Sigurðsson sé efni í ágætan rithöfund. Frásagnar- háttur hans er allur með þeim blæ og brag, að full ástæða er til að ætla, að þar sé á ferð höfund- ur, sem mikils megi af vænta með tíð og tíma. — Er skylt að taka vel slíkum unglingum og greiða götu þeirra eftir föngum. Bókin er prentuð með stóru og fallegu letri og ytri frágang- ur hinn myndarlegasti. Verkfall. Húsgagnasmiðasveinar lögðu niður vinnu í morgun. Félag. húsgagnasmiðasveina í Reykjavík sendi húsgagnasmiðum 30. f. m: kröfur um kauphækkun og aukin fríðindi. Samkomulag var reynt, en náðist ekki. Höföu sveinarnir tilkynt, aS verkfall yrði hafið í dag, ef samkomulag næðist ekki fyrir þann tíma, og var þaS samþykt á fundi félagsins í gær, me’ð mjög litlum atkvæðamun. Komu sveinarnir ekki til vinnu í morgun. Frekari samkomulagstil- raunir verða vafalaust gerðar næstu daga. Hlaup í j ökul- ánni Súlu. 10. sept. FÚ. Jökuláin Súla sem kemur undan Skeiðarárjökli vestanverðum og fellur í Núpsvötn hljóp í nótt. Vatnsflóð mikið og jakaburöur var kominn frarn á sandinn í dag, og síðast er fréttist hafði þriðji símastaur austan Núpsvatna brotn- að og simasamband slitnað. — Seinustu fréttip. Hannes bóndi Jónsson á Núps- stað skýrSi útvarpinu frá því í morgun aS jökulhlaupið í Súlu wstan Skeiðarárjökuls væri altaf að vaxa. KvaS hann bæSi vatnsflóð og jakaburS hafa aukist að mun í nótt. SkeiSará hafSi aftur á móti ekk- ert vaxið, er síSast fréttist. Póst- og símamálastjóra barst í gær siSdegis svohljóSandi sim- skeyti: Engin breyting á .vötnum hér austur á söndum sjáanleg aS heim- an. Stöðvarnar Svínafell og Skaftafell, — —i. msstr/ ■ ---- Veðrið í morgun. í Reykjavík 11 stig, Bolungar- vík 7, Akureyri 7, Skálanesi 7, Vestmannaeyjum 11, Sandi 10, Kvígindisdal 9, Hesteyri 6, Gjögri 5, Blönduósi 5, Siglunesi 5, Gríms- ey 5, Raufarhöfn 6, Skálum 6, Fagradal 7, Papey 9, Hólum í IiornafirSi 9, Fagurhólsmýri 11, Reykjanesi 11, Færeyjum 10. Mestur hiti hér í gær 16 stig, minstur 10. Úrkoma 0.1 mm. Yf- irlit: Grurin lægS fyrir sunnan óg suSvestan larid. Horfur: SuS-vest- urland, Faxaflói: Breytileg átt og hægviöri. SumstaSar smáskúrir. BreiSafjörSur: Hæg austanátt. Úr- komulaust. VestfirSir, NorSurland, norSausturland, AustfirSir, suS- austurland : Breytileg átt og hæg- viSri. Þoka víSa, einkum í nótt, en úrkomulaust aS mestu. Sýning Kjarvals er opin í dag fyrir skólafólk. Nemendur í öllum skólum öðrum en barnaskólum fá ókeypis að- gang. Varðskipið Þór kom af síldveiSum í gær. Aflasölur. Leiknir hefir selt 1260 vættir af ísíiski í Hull fyrir 1390 stpd., en Baldur seldi ísfisk í Cuxhaven í gær fyrir 22,173 rikismörk. Hávarður ísfirðingur íer innan skámms. á karfaveiSar. Síldveiðarnar. S. k laugardag var búið aS salta 82.133 tn..síldar, en á sama tíma i fyrra 206.692 tn. Skip Eimskipafélagsins. Dettifoss fer vestur og norður í kveld kl. 8. Goðafoss er væntan- legur til Hamborgar í dag. Selfoss fór héSan á miSriætti síSastliSnu áleiSis til útlanda. Brúarfoss fór héðan í gærkveldí áleiSis til út- landa. Gullfoss er á ieiS til Vest- mannaeyja frá Leith. Lagarfoss er á leiS til Kaupmannahafnar írá AustfjörSum. Bifreið hvolfir. Laust eftir hádegi í gær fór bif- reiSin R.Á. 2 út af veginum skamt fyrir neSan Lögberg. Hvolfdi henni og meiddust 10 lömb, af 59, sem í henni voru, svo mjög, að þaS varð að lóga þeim þegar í staö. BifreiSin er eign, Kaupfélags Rangæinga og stýrði henni Helgi Hannesson kaupfélagsstjóri. Taliö KonungsveldLi verðup eud- upreist í Grikklandi. - Fop- seti lýöveldisins biöst lausnap og Pericles, innanríkisráðherra, sem er lýð- veldissinni. — Tsaldaris var kúgaður til þess að mæla með endurreisn konungsveldisins, en það leiddi til lausnarbeiðni Zaimis. — Lýð- veldissinnar ætla ekki að taka þátt í þjóðarat- kvæðinu. Aþenuborg 11. sept. Zaimis, forseti gríska lýðveldis- ins, hefir ákveðið að biðjast lausn- ar, vegna þeirrar yfirlýsingar Tsaldaris forsætisráðherra, að hann teldi rétt að leggja til, eins og komið væri, að konungsvaldið væri endurreist í landinu, en Tsald- aris var raunverulega knúður til þess að gefa þessa yfirlýsingu, af konungssinnum með Kondylis í! broddi fylkingar. Pericles, ráð-j herra innanríkismála, hefir einnig beðist lausnar, en hann er lýðveld- issinni. Kondylis hefir hinsvegar afturkallað lausnarbeiðni sína. — Lýðveldissinnar hafa ‘tilkynt, að l þeir ætli ekki að taka þátt í þjóð- aratkvæðinu. (United Press). "’ZÁIMIS er, að framfjöður hafi brotnað, og þessvegna hafi bifreiðin farið út af veginum. Lömbin fóru öll út í aöra hliöina og við það livolfdi henni. BifreiSin skemdist allmik- íS. í bifreiðinni voru 4 menn. SkrámuSust sumir þeirra, en eng- inn meiddist alvarlega. B. v. Gullfoss býst á veiöar. M. s. Eldborg fer tíl BreiSaf jarðar í kveld. Kristniboðsfélag kvenna ., heklur íund á morgun kl. 4 Gengið í dag: Sterlingspund ...... kr. 22.15 Dollar , ,—• 4.4914 100 ríkismðrk.......... — 180.02 ----pesetar ......... ■-*— 29.71 — gyllini............. — 75.75 — tékkósl. krónur .. — 146.10 — belgur '............ — 37.15 — svissn. frankar .. — 9.93 — lírur .............. — 62.12 — finsk mörk....... — 303.33 — franskir frankar . — J8-93 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — m.44 — danskar krónur .. — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 49.21. Farþegar á Brúarfossi til Leith og Kaupmannahafnar: Helga Markúsdóttir, Þorbjörg Ingólfsdóttir, frú L. Aridersen, Hjalti Jónsson, Unnur Óíáfsdóttir, frú Ásta Paulsén, Unriur Hlíf Hildiberg, ' Lóa Jórisdóttir, • Ása Jórisdóttir, Óskar Magnufeori, Sig. GuSmundsson, Vilhjálmur : LúS- vígssori, Tómas TfyggvaSori, FriS- rik Möller, Brödcli ■Jóhánnésson, ASaÍsteinn Richtér og riöickfir út- lendingar. ■ ■ Katla fór í gærkveldi’ frá Port Talbot, áleiSis til Ítalíu. S. P. R. Læknareikningar veröa greiddir annað kveld kl. 6—7 á SkólavörSu- stig 38. Frú Ásta Jónsdóttir Sólvallagötu 22 á 40 ára af- mæli í dag. ísland í erlendum blöðum. í „News“, blaöi sem gefiS er út í New Glasgow, N. S. birtist þ. 3. ágúst grein, sem nefnist „Stamps of Iceland“. Grein þessi er allítarleg og hefir inni aö halda talsverSan fróðleik. Er í greininni lokið lofsoröi á islensk frímerki, t. d. AlþingishátíSarfrímerkin, sém eru tal'in einhver hin fall- egustu, sem nokkur þjóð hefir gef- ið út, — í Svenska dagbladet“ 3. agúst birtist viðtal við Guömund J. GuSjónsson kennara um skóla- mál á íslandi. (Island har barn nién' hehöver skolor. En islandsk deltager við skolmötet om sitt lands skolproblem). I Tidens Tegn 14. ágúst birtist grein um IslandsferS, eftir Bokken Lasson. (Paa íslands-ferd. Annet reise- brev frá Bökken Lasson). — í þýskum bloöum hefir birst mergö greina og frásagna um Þýska- landsför íslensku knattspyrnu- mannanna. ('FB) Áðalfundur Karlakórs K. F. Ú. M. var hald- inn í gærkveldi. Stjórnin var end- urkosin, en í henni eiga sæti Guöm. Ólafsson, bakarameistari, fonnaSur og meSstjórnendur þeir SigurSur Waage, forstjóri, og Magnús Vigfússon, verslunarmaS- ur. Kórinn byrjar nú tuttugasta starfsár sitt undir stjórn sama söngstjóra, Jóns Halldórssonar, skrifstofustjóra. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pétursson, Freýjugötu 24. Sími 1611. — Næt- urvörSur í Reykjavíkur apóteki og LyfjabúSinni ISunni. Útvarpið í kveld: 19,10 VeSurfregnir. 19,20 Tón- leikar (plötur).: Ýmiskonar söng- lög. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Eyjan Kúba (Ein- ar Magnússon mentaskólakenn- ari). ‘21,10: 'Tónleikar: Frá ,,Largo“ ' aö „Presto“ (plötur; dæmi um ítölsku hraöatáknin). Bóndi nolckur í afskektri sveit i Kansas fann dag nokkurn vasa- spegil, sem ferSamaður hafSi týnt. „Sér er nú hvaS“, sagði hann um leið og hann leit í spegilinn, „þaS er þá hann pabbi. Ekki vissi eg, aS hann heföi látiö: taka rnynd af sér.“ Hann fór heim meS vasaspegil- inn og lét á afskektan stað,' en kerling hans sá til hans og þótti hann haga sér grunsamlega. Þegar hann var sofnaður fór hún aS leita og fann spegilinn. „A-ha!“, sagSi hún, þegar hún leit í hann, „svona lítur hún þá út, drósin, sem hann er aö draga sig eftir.“ (Úr amerísku blaði). Skáldkonan Ólína Andrésdöttir. Vagga þín stóS þar sem vogar og sker og víSsýniö auganu mætir. Þar aldan í faöminum eyjarnar ber„ og útvörður tímanna gætir. Á vinstri hönd jökullinn veglegur rís, i vafur-blæ sagna og drauma. En Látrabjarg stendur gegn ejdi og ís, og ágangi fallandi strauma. Þar fanst þú þinn mátt gegrium særoksins són, er svalviörin herjuðu eyna. M áttir í hörpunni indælan tón, sem ei þurfti aS skýra’ eSa greina. Þinn óöur var þrunginn af guö- anna gjöf* og GuSsrirú í orði og verki. Hann flutti til löndin, hann flutti til höf, var friöar og kærleikans merki. Þú áttir í trúrini svö ómældan sjóö,‘ Og ákveðní, hyggju og mildí. Því enginn fær neitaS, 'sem les öll þín ljóö, þó letrað sé færra en skyldi. Því betri er gimsteinn, er lýsir sem ljós, og leysir upp helmöru-þunga. En þyrnar, sem stinga, þó reifi þá rós, og rækti þá almennings-tunga. Til dagsins mót sólu þú svifin ert brott, með söngvana styrku og mjuku.. | ðFú öölast þú ált, serri er göfugt og.gott, ; sem græðilyf hjartanu sjúku. ■ Þar bíSun þín alt sem þér æðst er- og best, aS ósk þinna drauma og vona. Þar hittir þú eflaust þinn æSsta prest, þú ágæta móðir og kona. Þú settir þaö æösta í öndvegið fyrst, en almennings mattir ei hylli. í lotningu tignaSir kærleilcans Krist, og kvaSst honum andlegri snilli, Og þaS var þinn máttur, þitt megin, þitt afl, sem mótaSi trúna og þrána. Já, það var þinn sigur, þín sókn, og þitt tafl, er sýnir þig lifandi, dána. Af efnisheims-fjötrunum önd þín er Íeyst, og álaga-þunganum skilin. Og höll þinna vona í hásölum reisti og horfin öll sjón-hyarfa-bilin. Á braut ert .þu, gengin, en gróandi voy ,mun. græSa upp sárin.og undir. t En þver vill ei, Ólína, eiga þín-, ; spor —• um ókomnar framtíðarstundir ? Ásgeir H. P. Hraundal. Hitt og þetta. Einkennileg spá, sem rættist. . BlaÖiS) Daily Mail skýrir frá því í fyrra mánuSi, aS maður að nafni Joseph Middleton í Prud- hoe, Northumberland, 80 ára að aldri hafi sagt viS ættingja sinn: „Eg dey fyrst, svo Jack Scott, en þvi næst Margaret Dixon“. Jo- seph Middleton, tengdasonur hans, John Scott, 67 ára aS aldri og Margaret Dixon, frænka Middletons, 64 ára, voru öll látin innan sólarhrings frá því, er Middleton spáSi dauöa þeirra, og þau létust í þeirri röð, sem hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.