Vísir - 19.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR
■TOO'ftAg«ji>^a«g?ao«www»w»faiiitvaa3WJ*K>
. I
DAGBLA0
Otgefandi:
blaðaCtgáfan vísir h/f.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Fclagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hveifisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377.
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Á Dagsbrún
að vera
Terijoki?
j^ÚSSNESKA útvarpið birtir
þessa dagana hroðalegar
fregnir frá Danmörku. Eftir
þeim frásögnum að dæma log-
ar alt í uppreist í sambands-
landi okkar, verkamenn eru
hneptir í fjötra eða teknir af
lífi — ef þeir eru þá ekki rekn-
ir með harðri hendi til vígstöðv-
anna í Finnlandi til þess að
falla þar fyrir hinum „sigur-
sælu vopnum“ kommúnista.
Hefir Stalin það við orð að
leysa verði hina „kúguðu
dönsku þjóð“ undan oki böðla
sinna.
Þegar Rússar réðust inn í
Finnland var það vitanlega til
þess eins að frelsa hina „kúg-
uðu þjóð“ undan böðulsokinu.
Það hefir nú komið í ljós, að
þessi þjóð litífir unað oki sínu
svo vel, að hún berst af þeirri
hreysti, sem altaf mun uppi
vera gegn þeim, sem buðu hina
frelsandi hönd í baráttu hennar
gegn kúguninni.
Hér á landi eru pienn, sem
skipa sér í fullum trúnaði við
hlið Rússa i he'rfci'ð þeirra gegn
smáþjóðunum. Þessum mönn-
um er það hið eina fagnaðar-
efni, að sem flestir verði „inn-
limaðir undir kommúnismann“
—- eins og Halldór Kiljan orð-
aði það í haust, þegar Rússar
lögðu undir sig hálft Pólland.
Þessir menn telja alt heilagan
sannleika, sem framgengur af
munni föður Stalins. Þeir trúa
því, að Rússar séu að frelsa
finsku þjóðina frá hennar eig-
in böðulstjórn með því að ráð-
est inn í land hennar. Og þeir
mundu á sama hátt leggja
hlessun sína yfir það, að Stalin
tæki nú rögg á sig og skakkaði
leákinn í Danmörku!
Þeir hafa ekki ennþá sagt það
berum orðum, að þeir óskuðu
þess, að Rússar legðu ísland
undir sig til þefss að frelsa hina
kúguðu alþýðu þessa lands frá
hennar böðlum. En þegar sýnt
er, að þeir líta islenska valdhafa
nákvæmlega sömu augum og
valdhafa þeirra landa, sem
Rússar eru nú að frelsa undan
okinu, væri hinum sanntrúuðu
kommúnistum beinlínis gert
rangt til, ef talið væri að þeir
efuðust um að rússnesk yfirráð
yrði okkur fyrir bestu. Það eru
landráð í þeirra augum, að
vinna gegn því, að íslendingar
verði „innlimaðir undir komm-
únismann“.
Það er sárt að þurfa að við-
urkenna, að svona sjúkur bugs-
unarháttur skuli vera til í þessu
þjóðfélagi. Ennþá sárara er þó
að verða að játa, að menn með
slíkan hugsunarhátt skuli enn-
þá hafa hér nokkur áhrif með-
al almennings. Er það hugsan-
legt, að íslenskur verkalýður
vilji hafa þá menn til forustu,
sefm biða þess með óþreyju, að
rússneska útvarpið fari að hafa
í samskonar hótunum við Is-
lendinga eins og þeir hafa áður
liaft við Finna og eru nú teknir
að liafa í frannni við Dani?
Verkamenn í Dagsbrún bafa
þessa dagana tækifæri lil þess
að marka afstöðu sína til binna
kommúnistisku oftrúarmanna.
Þeir sem greiða þeim atkvæði,
eru þar með að lilaða undir ís-
lenska Terijokimennina, menn-
ina, sem svíkja sína eigin þjóð
á örlagastundu, opna hliðin
fyrir óvinunum og gerast vald-
hafar í skjóli þeirra.
Ekkert verður ennþá sagt
um úrslit þessara kosninga. En
ef íslenskir verkamenn þekkja
sinn vitjunartíma, þá eiga þeir
að lýsa andstygð sinni á hugs-
unarhælti Terijoki-liðsins með
því að neita að kjósa nokkurn
mann af lista þeirra.
a
Frá hæstapétti
sviiíir
ikiieyfi iifngL
Þ. 15. þ. m. var haxin
sviftar því í 6 mán.
I dag var í hæstarétti kveð-
inn upp dómur í málinu Vald-
stjórnin gegn Þorsteini Guð-
mundssyni bifreiðarstjóra, með
þeim úrslitum, að hann var
sviftur ökuskirteini æfilangt
og dæmdur til þess að greiða
kr. 600.00 i sekt til ríkissjóðs.
En með dómi hæstaréttar 15.
þ. m. var þessi sami maður
jsviptur ökuskírteini í sex mán-
uði. í þessu máli var það sann-
að með játningu kærða og öðr-
um gögnum, að hann var ölv-
aður við bifreiðarakstur 24.
júlí 1938, og ók hann þá fólki
af skemtisamkomu að Vega-
mótum í Miklaholtshreppi. —
Voru um 25—30 farþegar með
bifreiðinni, sem var hálfkassa-
bifreið. Af þeim voru 8 eða 10
í yfirbyggingunni, en liinir á
pallinum. Laulc ökuferð þess-
ari þann veg, að kærður ók
bifreið sinni út af veginum og
hvolfdi henni niður í skurð við
veginn. Lentu flestallir farþeg-
arnir undir bifreiðinni. Voru
þeir losaðir með aðstoð manna
er að komu í þessum svifum.
Manntjón varð þó ekki, en 4
farþeganna meiddust nokkuð.
Sækjandi málsins var hrm.
Pétur Magnússon, en verjandi
hrm. Eggert Claessen.
Dómur fyrir van-
efnt hlutafjárlof-
orð.
Með dómi hæstaréttar i dag
var Jón E. Waage Seyðisfirði
dæmdur til þess að greiða Síld-
arbræðslunni h.f. á Seyðisfirði
kr. 1000.00 og 425 kr. í málsk.
fyrir undirrétti og hæstarétti.
Eru málavextir þeir, að 1937
skrifaði Jón sig fyrir 1000 kr.
sem ldutafé, ef stofnuð yrði
síldarbræðsla á Seyðisfirði. Er
Jón var krafinn um hlutaféð,
samkv. loforði hans, neitaði
hann greiðslu. Kvaðst hann
hafa gerl þann munnlega fyri'r-
vara, þegar hann lofaði fram-
laginu, að ef Seyðisfjarðarkaup-
staður gengi í ábyrgð fyrir
rekstri slíkrar verksmiðju,
mundi bann ekki leggja fram
neitt fé til þess. Þessi mótbára
hans var þó ekki tekin til greina
og leit hæstiréttur svo á, að eigi
skifti máli hvaða ummæli Jón
kynni að hafa haft um skilyrði
fyrir hlutarloforði sínu, með
því að hann liefði ekkert gert,
er þýðingu hefði, til þess að
aðrir, er hlutafé lofuðu, eða við-
semjendur síldarbræðslunnar
á Hvannej'ri dagana 3.-6. Jan.
Eftip fréttaritara Vísis í Borgarfirði.
Eins og áður befir verið skýrt
frá i blaðinu, bófst bændanám-
skeið við Bændaskólann á
Hvanneyri þ. 3. þ. m. og stóð
yfir í 4 daga. Þessir ræðumenn
fluttu fyrirlestra á námskeið-
inu: Runólfur Sveinsson skóla-
stjóri, Guðmundur Jónsson
kennari, Haukur Jörundsson
kennari, síra Eirikur Alberts-
son, ráðunautar Búnaðarfé-
lagsins, Páll Zophoniasson,
Pálmi Einarsson, Halldór Páls-
son og H. J. Hólmjárn, svo og
Ásgeir Ólafsson, dýralæknir í
Borgarnesi.
Tilhögun námskeiðsins var
sú, að á daginn voru fluttir
fyrirlestrar um búfræðileg efni
aðallega, en á kvöldin voru
rædd ýms áhuga- og liagsmuna-
mál bændastéttarinnar.
Starfskrá námskeiðsdaganna
var á þessa leið.
Fyrsti dagur námskeiðsins:
1. Runólfur Sveinsson setti
námskeiðið með ræðu.
2. Guðmundur Jónsson flutti
fyrirlestur um búreikninga.
3. Pálmi Einarsson flutti fyr-
irlestur um árangur íslenskra
tilrauna.
4. Halldór Pálsson flutti fyr-
irlestur um dilliakjötsfram-
leiðslu.
5. Ásgeir Ólafsson flutti fyr-
irlestur um mjólkuifram-
leiðslu.
6. Síra Eiríkur Albertsson
flutti erindi um sjálfstæðismál-
ið.
Um kvöldið kl. 8.30 hófust
svo umræður um sjálfslæðis-
málið. Urðu um það mál mjög
langar, ítarlegar og fjörugar
umræður. Töldu sumir ræðu-
manna íslendingum stafa heill
mikil að sambandinu við Dani.
En óhætt er að fullyrða, að lít-
inn byr fékk sú skoðun meðal
fundarmanna í heild, og í lok
fundarins var svohljóðandi til-
laga samþykt alveg samhljóða:
„Fundurinn ályktar að lýsa
yfir því, að hann er samþykkur
því áliti, er fram hefir komið á
Alþingi 1928 og 1937, að vinna
beri að uppsögn dansk-íslensku
sambandslaganna.“
Annar dagur námskeiðsinS:
1. Pálmi Einarsson: Um
árangur íslenskra tilrauna.
2. Runólfur Sveinsson: Um
heyverkun.
3. Halldór Pálsson: Um sauð-
fjárrækt.
4. Guðmundur Jónsson: Verk-
færi.
5. Halldór Pálsson: Um sauð-
fjárrækt.
Um kvöldið kl. 8.30 flutti
Guðmundur Jónsson bóndi á
Hvítárbakka framsöguerindi
um Landssamband bænda. —
Rakti hann sögu þessa sam-
bands, skýrði frá tildrögum að
stofnun þess, verkefnum þess
og nauðsyn þess, að bænda-
stéttin ætti með sér slikt lands-
samband, er stæði á verðinum
fj’rir bag og menningu bænda
og væri áhrifaríkt vald til þess
að koma málum þeirra fram.
Þólti framsögumanni að stjórn
Landssambandsins hefði verið
um of tómlát í þessum efnum
og hvatti hana lögeggjan til
nýrra og stórra dáða.
Urðu um þetta mál hinar
mættu fá vitneskju um skil-
yrðið.
Hrm. Gunnar Þorsteinsson
flutti málið af hálfu Jóns en
hrm. Einar B. Guðmundsson af
hálfu Síldarbræðslunnar.
meslu umræður og að fundar-
lokum var samþykt í einu liljóði
eftirfarandi tillaga, er fram-
sögumaður hafði borið fram
við umræðurnar:
„Þátttakendur bændanám-
skeiðs á Hvanneyri 1940 skora
á stjóm Landssambands bænda
að gefa út á næsta vori rit um
áliugamáJ Landssambandsins
og lialda Iandsfund næsta ár.
Þriðji dagur náskeiðsins:
1. Pálmi Einarsson: Vatns-
miðlun.
2. Guðmundur Jónsson: Um
áburð.
3. Runólfur Sveinsson: Hey-
verkun.
4. Páll Zophoníasson: Naut-
griparækt.
5. H. J. Hólmjárn: Fóðrun
refa.
Um kvöldið kl. 8.30 liófst
liinn venjulegi umræðufundur.
Hafði Jón Steingrímsson sýslu-
maður framsögu i rafmagns-
máli héraðsins. Rakti bann
sögu þess, að fyrir um 20 árum
befði verið til þess hugsað að
virkja Andakílsfossa og leiða
þaðan rafmagn til Akraness og
Borgarness og síðan eins fljótt
og unt yrði út um sveitir hér-
aðsins. Hefði þá verið gerð
áætlun um þessa virkjun, en af
framkvæmdum hefði þá ekki
orðið. Nú fyrir nokkurum ár-
■
um hefði svo áhugi vaknað
með héraðsbúum að nýju um
þetta mál. En nauðsyn hefði
verið á því að gerð yrði ný á-
ætlun um mannvirki þetta. En
framkvæmd þeiiTar áætlunar
hefði tafist alt of lengi vegna
þess, að sérfræðingar í raf-
magnsmálum hefðu sveigst á
móti vilja og láformum Borg-
firðinga um þessa virkjun
Andakílsfossanna og haldið því
fram, að nota ætti rafmagn úr
Sogsvirkjuninni handa Borg-
firðingum. Að lokum hefði þó
fengist framkvæmd áætlunar-
innar og lægi nú áætlunin fyrir.
Gerði hann síðan grein fyrir
henni í aðaldráttum og skýrði
frá niðurstöðum hennar um
liversu liagfeldara og ódýrara
yrði raforka frá Andakilsfoss-
um en Soginu. Iivatti liann í
framsögulok Borgfirðinga að
halda nú málinu fram af alhug,
cnda þótt hinn mikli dráttur á
því að áætlunin liefði komist
í framkvæmd myndi hafa þær
afleiðingar, að bíða yrði nú eitt-
hvað um framkvæmdi hennar,
vegna þeirrar verðhækkunar
sem Norðurálfustyrjöldin hefði
að sjálfsögðu á alt hið mikla er-
Ienda efni, sem flytja þyrfti inn
til rafvirkjunarinnar og raf-
taugalagninganna.
Urðu mjög miklar umræður
um málið og kom fram hinn
mesti áhugi fundarmanna um
að máli þessu yrði hrundið í
framkvæmd sem allra fyrst að
kostur væri á.
Að umræðum loknum var
samþykt í einu hljóði svohljóð-
andi tillaga:
„Þátttakendur i bændanám-
skeiði á Hvanneyri lýsa yfir því,
að þeir séu fylgjandi því að
Andakilsfossarnir séu virkjað-
ir og lagðar frá þeim raftaugar
til Akraness, Borgamess,
Hvanneyrar og nærliggjandi
bændabýla, og skorar á sýslu-
nefndir héraðsins og þingmenn
að hrinda því i framkvæmd
svo fljótt sem verða má.“
Mjög gætti þeirrar skoðunar
á fundinum að nauðsyn bæri
til þess, að ríkið greiddi fyrir
því, á einn eða annan hátt, að
unt yrði eins fljótt og auðið
yrði, að virkjuninni lokinni að
leiða raftaugar út um stjálbýl-
ið svo að liin dreifðu býli
fengju aðgang að rafmagni sem
fyrst.
Þegar umræðum um raf-
magnsmálið var lokið var
klukkan orðin 11. En þá var
tekið fyrir til umræðu annað
mál, er ræða átti kvöldið áður,
en vanst þá ekki tími til. En það
var:
Þegnskyldumálið.
Framsögumaður þess var
Tómas Hallgrímsson bóndi á
Grimsstöðum.
Urðu um það mál langar og
fjörugar umræður. Vom skoð-
anir fundamanna talsvert skift-
ar og voru ýmsir eða jafnvel
allir fylgjandi vinnuskólum,
enda þótt þeir væru andvígir
þegnskylduvinnunni sjálfri.
Tillaga kom fram af liálfu
Runólfs skólastjóra Sveinsson-
ar og Tómasar Hallgrímssonar,
er var á þessa leið:
„Þátttakendur i bændanám-
skeiði í Hvanneyri 1940 lýsa
sig fylgjandi þvi að sett verði
lög um vinnuskóla ríkisins, og
síðan þegnskylduvinna svo
fljólt sem verða má.“
Breytingartillaga frá Guð-
mundi Jónssyni kennara, að
orðin „og síðan þegnskyldu-
vinnan svo fljótt sem verða
,má“, falli aftan af tillögunni,
var feld með 36:23 atkv. Til-
lagan óbreylt var samþylct með
38:25 atkvæðum.
Hinn fjórði dagur námskeiðs-
ins:
1. Ásgeir Ólafsson: Um hesta.
2. H. J. Hólmjárn: Ástand og
horfur um refarækt.
3. Halldór Pálsson: Sauðfjár-
rækt.
4. Páll Zophoníasson: Naut-
griparækt.
5. H. J. Hólmjáx-n: Þangmjöl.
6. Haukur Jörundsson: Gai’ð-
í’ækt. — í sambandi við fyrir-
lestui’inn sýndi liann kvikmynd.
Þá var verkefni dagsins lok-
ið, því að um kvöldið gat ekki
verið um umræðufund að ræða,
því að þá hafði verið auglýst
hin ái’lega aðalskemtun IJvann-
eyrarskólans.
í lok námskeiðsins flutti Páll
Zophoníasson ávarp til bænd-
anna og Runólfur Sveinsson
flutti stutta ræðu og sleit nám-
skeiðinu.
Þátttakendur námskeiðsins,
er dvöldu á Hvanneyri allan
tímann voru um 30 er fæstir
voru, en um 40, er þeir vox-u
flestir. En bændur munu þó
alls hafa vex’ið oftast um 70—
80 er hlustuðu á erindin og fyr-
irlestrana, því að allmargir
bændur úr nágrenninu fóru
heim á kvöldin eða á nóttunni,
en komu aftur að morgni.
Var gerður hinn besti rómur
að námskeiði þessu og á skóla-
stjói’inn, Runólfur Sveinsson,
hinar bestu þakkir skyldar fyr-
ir það að bafa koinið námskeiði
þessu á og hversu honum fórst
úr hendi stjórn þess og tilhög-
un.
Um kvöldið kl. 9 hófst svo
hin ' ái’lega skemtisamkoma
Hvanneyrarskólans. Var hún
mjög fjölmenn, þvi að staddir
voru þá á Hvanneyri um 400
manns. Setti skólatsjórinn liana
með stuttri ræðu. Því næst var
leiksýning, er tókst mjög lag-
lega. Þá flutti Pétur Ottesen
aljnngismaður ræðu. Þá söng
all-fjöhnennur kór skólapilta
nokkur lög. Því næst talaði
stutta stund aldursforseti sam-
Kosningin í
Um hádegi höfðu
kosiö um 821 menn
Kosningar hófust í Dagsbrún
kl. 3 síðd. í gær, eins og til stóð,
og var kosningin fast sótt þegar
í upphafi. Frá kl. 3—6 kusu
rúmlega 400 manns, þannig að
kosningin hefir gengið greið-
lega, þrátt fyrir þröngt húsnæði.
Kl. 4V2 sd. höfðu lýðræðis-
sinnar boðað til fundar í Nýja
Bíó og var fundurinn fjölsóttur.
Mátti heita fult hús niðri, en
auk þess voru allmargir á svöl-
um. Á þeim fundi töluðu Einar
Bjöi’nSson, Sigurður Halldórs-
son, Torfi Þoi’bjarnarson,
Sveinn Sveinsson, Sigurbjörn
Maríusson og Arngrímur Krist-
jánsson. Stóð fundux’inn yfir til
kl. 5% og var áliugi mikill. Var
þá húsið rýmt með því að kl. 6
liöfðu kommúnistar boðað þar
til fundar.
Um kl. 6 kom Héðinn á vett-
vang með liði sínu, en voru þá
lýðræðissinnar fyrir í ytra gangi
lxússins. Kröfðust kommúnistar
að þeir færi út, en af því varð þó
ekki, og fyltu þeir húsið mikið
til áður en kommúnistar kom-
ust inn. Setti þetta svip sinn á
fundinn, og vai’ð Héðni og fé-
lögum hans strax ljóst, að leik-
ur þeirra liafði mishepnast, og
urðu þeir þá hógværir og til-
tölulega hljóðir.
Héðinn Valdimarsson talaði
fyrstur og lýsti andúð sinni og
viðurstygð á kommúnistum.
Kvaðst liann aldrei liafa nálægt
þeim komið í sljórnmála-
sjcoðunum og afneitaði þeim
með öllu. Hafði honum þó bæst
nýr liðsmaður fyrir fundinn,
Jón nokkur Rafnsson, ættaður
úr Neskaupstað, en liefir und-
anfarið verið á flækingi í Vest-
mannaeyjum og viðar, en flutt-
ist hingað^s.l. ár. Veitti Jón lion-
um brautargengi á fundinum
og nokkurir fleiri. Af hálfu lýð-
ræðissinna töluðu Einar Björns-
son, Sigurður Halldórsson,Torfi
Þorbjarnarson, Sigurbjörn
Maríusson, Sveinn Sveinsson og
Arngrímur Kristjánsson.
Skemtu menn sér vel á fund-
inum, en engar tillögur voru
bornar upp eða samþyktir gerð-
ar, enda var Iiéðinn og hans lið
í algerum minnihluta og treyst-
ust því ekki að koma þeim mál-
um fram, sem í upphafi var ætl-
ast til að fram yrðu borin.
Kosning liófst að nýju kl. 8
sd. og stóð til kl. 11, en þá liöfðu
659 félagar kosið, af liðlega
1700 meðlimum, sem á kjör-
skrá eru.
í morgun kl. 9 hófst kosning
enn að nýju og urn liádegisbil-
ið höfðu kosið 821 maður.
I dag rekur nauðsyn til að all-
ir lýðræðissinnar leggi fram
krafta sina, og allir verða að
neyta atkvæðisréttar sins, sem
standa kommúnistum öndverð-
ir. Það getur oltið á atkvæði
hvers einstaklings, liver úrslitin
verða, og enginn má gera sér of
miklar vonir, þótt vænlega horfi
i bili.
Dagsbrúnarfélagar!
Minnist þess, að enginn má
sitja heima. Kjósið eins fljótt
og því verður við komið
„DANMARK“ HEFIR LIÐAST
SUNDUR.
Olíuflutningaskipið Danmark
er nú að liðast sundur og hinn
verðmæti bensinfarmur tapað-
ur. — NRP—FB.
komunnar, Hallgrímur Níels-
son bóndi á Grímsstöðum. Og
að lokum var sýnd íslensk
glíma. — Skólapiltar ghmdu. —
Síðan var stiginn dans fram
Undir morgun.