Vísir - 03.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 03.10.1940, Blaðsíða 3
1 Vígsla Félagsheimilis V. R.: s Vistlegustu samkomu saliF í bæuum. í gærkveldi fór fram vígsla hins veglega félagsheimilis V. R. í Yonarstræti 4 og var þar fjölmenni samankomið. Félagið hefir varið allmiklu fé til þess að gera þenna aðsetursstað sinn sem best úr garði og er húsnæði alt og húsbúnaður hið vandaðasta. Er vart of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að hér sé vistlegustu samkomusalir bæjarins. Á vígsluhátíöinni í gær tók A. Björnsson fyrstur til máls og bauð gesti velkomna, en næstur talaði Sigurður Árnason og rakli sögu húsbyggingarsjóðs frá því er liann var stofnaður 27. jan, 1922 með kr. 700, Hefir bonum verið aflað drjúgra telcna síðan. . f Þa talaði Frímann Olafsson og skýrði frá því, hvers vegna var lagt i þessi húsakaup, en Fríðþjófur Johnson skýrðirfrá til- ætluðu rekstrarfyrirkomulagi Félagsheimilisins. Tilkynti hann að Sigurður Ámason liefði verið kosinn heiðursfélagf. Hallgrim- ur Benediktsson flutti stjórn V. R. kveðju frá Verslunarráðinu, en skeyti og blóm bárust félaginu viðsvegar að. Aðalsalurinn veit úl að Von- arstræti og nær næsium því eftir allri lengd hússins (slærð 5x12 m.), en í framhaldi af honum í vestur, er selystofa eða lesstofa. Ráðgert er að fé- lagsfundir verði haldnir í aðal- salnum og geta -um 100 manns selið fundi þar, en 120 manns, ef liaft er opið fram í setustof- una. í aðalsalnum er hægt að veita 60—70 manns í einu. Auk þess er þarna allstórt herbergi fyrir stjórnarfundi, en á milli þess og lesstofunnar er spilaherergi. Er ættunin að lialda spilakvekí og koma af stað tafldeild innan félagsins. Húsgögnin eru öll hin vönd- uðustu og smekklegustu. Þau, sem eru í aðalsalnum hefir Hjálmar Þorsteinsson smíðað, en Þorsleiiín Sigurðsson þau sem eru í setustofunni. Áklæði á liúsgögnin hefir frú Karolína Guðmundsdóttir ofið. Veggir cru skreyttir með málverkum sem Markús ívarsson, forstjóri, liefir góðfúslega lánað félaginu. Á hann gríðarstórt og gott mál- verkasafn. Forstöðukona „Félagsheim- ilisins", en svo heitir þessi að- setursstaður V. R., er frk. Ragn- heiður Bjarnadóttir frá Húsa- vík. Salirnir verða framvegis opnir kl. 3-^-1 IV2 fyrir félags- menn og nánustu gesti þeirra. Setustofan. Slökkviliðið var um síÖastl. miðnætti kvatt a'Ö verksmiðjuhúsi Sanitas við Lindar- götu. Hafði kviknað þar smávægi- Iega í rusli í hesthúsi, én það var strax sökt og skemdir urðu engar. Nýtt kvennablað, 2. tbl. 1. árg., er nýkomið út. Flytur það m. a. „Konur í lögreglu- litSi Reykjavíkur“ eftir Maríu J. Knudsen. Ræðir greinarhöf. þar um hlutverk kvenlögreglu, undirbún- ingsmentun og starfsaðferðir, sem og siðferðiástandið í bænum og umræður þær, sem út af því hafa spunnist síðustu mánuðina. Er þetta lengsta grein ritsins, en af öðrum ritgerðum mætti nefna: Þórunn Magnúsdóttir: Úr bréfi frá Laug- arvatni, smágrein um Ástu Magn- úsdóttur ríkisféhirði, Soffía M. Ól- afsdóttir: Heimilisþankar, Margrét Jónsdóttir: Þótt skorti sólskin, mjög laglegt ljóð, eins og önnur þau, er höfundur þessi lætur frá sér fara. Eigum við að hætta að búa i sveit?, framhaldsgrein, og segir titillinn til efnis, Stefnulýsing Alþjóðakvenréttindasambandsins, I Burneystræti, framhaldssaga eftir A. W. Hawkins, smælki ó. fl. Rit þetta hefir farið myndarlega af stað og á erindi til kvenþjóðarinnar, ef rétt verður á haldið, sem engin á- stæða er til að efast um, ef dæma á eftir þeirn blöðum, sem út eru komin. VtSIR Eiga kostakjöpin á fóð- urbæti eingöngu að koma bændum til góða, - en ekki neytendum? itsíittöaotiöíjiitstsíiíiotititítiötsíieíiíiíiíiatvGíitiOötitiötiíitítstttiOíiotiööötsoo « « ;? Þakka sýndan heiður og vináttu á sjötugsafmæli mínu. Ivrislinn Jónsson, vagnasmiður. JtSOOOOOOOOOOaOOOOíSOtiOOÍÍOOOOÍJOOOOOOtÍOÍiOtSOOOOOOtiOtÍOOOOOQ Hverjap líkup eru á því að vepðlag hækki ekki úr þessu. . Þeir, sem ferðuðust um sveit- ir landsins í sumar urðu þess varir að bændur báru fyrir þvi mikinn kvíðboga, að fóðurbæl- ir myndi ekki fáanlegur, nenia með okurverði. Höfðu þeir orð á því sérstaklega, að af þeim sök- um þyrftu afurðir landbúnaðar- ins að hækka mjög í verði. Ríkisstjórnin hlutaðist til um það, að bændur fengju fóður- bæti með lægra verði en nokkur maður hafði gert sér vonir um eða á kr. 25.00 tunnuna. A er- lendum markaði var verðið kr. 18.00 áð svo miklu leyti, sem hann entist. Nú hefðu menn búist við að þessi koslakaup kæmu ekki eingöngu bændunum til góða, heldur og neytendunum, með því að verðlagsnefnd tæki tillit lil þess er verð á landbúnaðar- afurðum var ákveðið. Fyrir því virðist ekki óeðlilegt, að mjólk- ursölunefnd og kjötverðlags- nefnd geri grein fyrir því opin- berlega að hve miklu leyti þær hafa tekið tillit til þessa er þær skömtuðu neytendunum verðið, og á hverju liið háa verð inn- lendra afurða byggist vfirleitt miðað við kaupgjald og verð er- lendra nauðsynja. Páll Zoplioníasson lætur Al- þýðublaðið hafa það eftir sér i fyrradag, til þess að gera neyt- endurna ánægða, að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi vilj- að hækka verð mjólkurafurða miklu meira, en raun varð á, en svo segir blaðið af sameiginleg- um vísdómi þess og Páls: „Allmiklar umræður urðu um þetta mál á fundi nefndar- innar í gær, og lýsti formaður nefndarinnar Páll Zophonías- son því yfir, sem sinni skoðun, að dýrtíðin hefði nú náð, há- marki sínu, — og myndi verð- lag varla fara hækkandi úr þessu.“ Lítið var og lokið er. Af hverju vildi Páll hækka mjólk- urafurðirnar miklu meira en raun varð á, ef hann telur „verð- lag varla fara hækkandi úr þessu“. Er Alþýðublaðið og Páll að reyna að friða alrnenn- ing með þessum vísdómi? Yfirleitt verður ekki séð við hvað er miðað þegar verð á inn- lendum afurðum er ákveðið, en svo virðist, sem um hreint handalióf sé að ræða. Af þeim sökum er engin trygging fyrir því, nema síður sé, að verðlag á afurðum þessum hækki ekki hér eftir, nema því að eins að fram- vegis verði reiknað með stað- reyndum pegar vöruverðið er ákveðið. 1.0.0. F. 5 = 122103872 = 3520 er símanúmer félagsheimilis V.R. Starfsmannablað Reykjavíkur, sem gefið er út af Starfsmanna- félagi Reykjavíkurbæjar. í því er þetta efni: ‘ Eftirlaunasjóður bæj- arins (L. S.), Frístundir í stað yf- irvinnutíma (Spectator), Hjálpar- starfsemi St. Rv. (Ág. Jósefsson), Skjalasafn bæjarins (L. S.), Mari- us Ólafsson.(m. mynd), Sjósókn (brot úr kvæÖi eftir M. Ó.), Jón Rafnsson (Á. J.), Ólafur Jónsson (dánarminning), Gasstö'ðin 30 ára, Tillögur um hlaÖiÖ, Jón frá Laug, Tveir forvigismenn, K. Zimsen og G. Ásbjörnsson, Samþykt um laun fastra starfsmanna Reykjavíkur- kaupstaðai' o. fl. Heimdallur heldur annaÖ skemtikvöld sitt á þessum vetri næstk. laugardags- kvöld í Oddfellowhúsinu, og verð- ur vel til þess vanda'ð. Sigur'Öur Eggerz, bæjarfógeti, og Gunnar Thoroddsen, lögfræöingur, flytja ræ'Öur, Gunnar Kristinsson skemtir meS einsöng og ungfrú Sif Þórs- sýnir dans. íslendingar einir fá a<5- gang. AðgöngumiÖar fást í af- greiðslu Morgunblaðsins i kvökl og á morgun kl. 5—7. Sprantnmálningarvél með mótor er lil sölu. Uppl. í síma 5332. MÍKOMIÐ JBómullargarn i mörgum litum. Dúnhelt og Fiður- lielt léreft. Damask. Flúnell. Tvisttau. Léreft hvítt og F. U. S. HEIMDALLUR heldur Skemtikvöld í Oddfellowhúsinu láugardaginn 5. okt. n. k. kl. 9 síðd. Ræður: Sigurður Eggerz bæjarfógeti og Gunnar Thoroddsen lögfræðingur. Danssýning: Sif Þórz. Einsöngu.r: Gunnar Kristinsson. D A N S. Aðgöngumiðar seldir í dag og á morgun kl. 5—7 á afgreiðslu Morgunblaðsins. — Heimdellingum er ráð- lagt að trygg ja sér aðgöngumiða í dag! ÍÉ^ Leikfélag Reykjavíkur: f SMin n sMn ekki 9 Sýnlng í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir k3. 1 í dag. Tilky nning. Samkvæmt reglugerð um skömtun áfengis, er gefin var út í gær, hefst afgreiðsla áfengis- bóka hjá sakadómaranum í Reykjavík og bæjarfógetanum í Hafnarfirði í dag. Áfengisbækur kosta eina króniu. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ. TaDfélag Reykjavlknr 40 ára. Taflfélag Reykjavikur heldur afmælisfagnað í Odd- fellowhúsinu sunnudaginn 6. okt., er hefst með borð- haldi kl. 19.30. Félagar og skákunnendur, er taka vil ja þátt í fagnaðinum, riti nöfn sín á lista í Oddfellowhús- inu, Sportvöruhúsinu eða hjá Eymundsen. Aðgangur kr. 10.00. Sama dag kl. 13 fer fram kapptefli milli Vestur- og Austurbæjar í Oddfellowhúsinu. Aðgangur kr. 1.00. — Vetrarstarfsemi félagsins hófst 2. október, í Aðal- stræti 12. STJÓRN T. R. mislitt. Gardínutau. Leggingar á kjóla. Stoppugarn o. fl. v Versl. DWGJA Laugaveg 25 Ný framleiðsla. Höfum fyrirliggjandi fína ullar-karlmanna- sokka, sem unnir eru í mjög fullkomnum, sjálfvirkum vélum. Einnig nokkuru grófari tegundir s. s. golfsokka og sportsokka. Frágangur allur er m jög vandaður. Hælar og tær úr f jórþættu bandi. Sokkarnir eru með margvíslegum, smekklegum litum. Sokkarnir fást í smásölu í inörgum vefnaðar- vöruverslunum bæjarins og í heildsölu hjá SAMBANDI ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA. Það tilkynnist hér með, að konan mín elskuleg, Jóhanna Gísladóttií\ andaðist á Landspítalanum í gær. h. li. barna okkar, fjarstaddrar móður og annara að- standenda. Guðbrandur Guðjónsson. Elsku litli drengurinn okkar, Ólafup, andaðist á heimili okkar i gær. Jóhanna Sæmundsdóttir, Erlendur Ólafsson, Barónsstig 21. Jarðarför móður minnar, Kirstinap K. Pétursdóttur, fer fram frá dómkirlcjunni föstudag 4. okt., kl. 2% miðdegis. F. h. vandamanna. Pétur Lárusson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.