Vísir - 11.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR
Ms. Eldborg hlekkist á.
Ljóslaust, pólskt skip siglir á hana.
Um klukkan 3 >/2 í fyrrinótt sig-Jdi ljóslaust, óþekt skip á mó-
torskipið „EIdborgina“ um 30 sjómílur suðVestur-suður af
Vestmannaeyjum með þeim afleiðingum, að stefni frá sjólínu
og upp Iagðist út af og rifnaði frá beggja megin. Boltar sprungu
og lífbátur brotnaði, að því er segir í skeyti, sem Friðrik Þor-
valdssyni útgerðarstjóra í Borgarnesi barst í gær.
^ýkomið:
Lífstykki og Mjaðmabelti — Brjósthaldarar,
Teygjubandabelti — Teygjubandabuxur,
Ullarsokkar — Flauel.
Versl. Dyngrja, Laugav. 25
I skeytinu segir ennfremur,
að norðaustan stormur hafi
verið á er áreksturinn varð, en
skip það, sem sigldi á Eldborg-
iná nam ekki staðar -og hvarf
það út í næturmyrkrið án þess
að númer eða nafn næðist af
þvi.
Eldborgin var á leið til Eng-
lands með fiskfarm er keyptur
hafði verið á ísafirði. Hún lagði
um liádegi s. 1: laugardag af
stað héðan, en í býti í gær-
morgun barst Friðriki Þor-
vadssyni skeyti um ásigling-
una og jafnframt að skipið
ræki hjálparlaust undan veðri
og sjó, en alt hefði verið
gert til að þétta skipið í svip
gegn leka. v
Sneri Friðrik sér þegar í stað
til Pálma Loftssonar fram-
kvæmdai-stjóra Skipaútgerðar
ríkisins og bað liann um aðstoð.
Varðskipið Ægir lá þá hér á
höfninni og var hann þegar í
stað sendur Eldborginni til
lijálpar.
Um hálf fimm leytið í gær
barst Friðriki nýtt skeyti frá
skipstjóra Eldborgarinnar, þar
sem segir, að veður fari batn-
andi og að skipið muni kom-
ast hvort heldur til Vestmanna-
eyja eða Reykjavíkur.
Varð það að ráði að Eldborg-
in færi til Eyja og að bráða-
birgðaviðgerð fari þar fram á
henni, svo hún komist nxeð
farminn til Englands. Meiðsli
hafa ekUi orðið nein á mönn-
um.
Eldborgin er nýlegt skip,
bygð árið 1932 og er 280 brúttó-
smálestir að stærð. Eigandi er
S.f. Grímur í Borgarnesi, en
skipstjóri Ólafur Magnússon.
Fréttaritari Vísis í Vest-
mannaeyjum náði tali af 1.
stýrimanni á Eldborginni, og
hefir fengið lijá honum svo-
hljóðandi frásögu um árekstur-
inn:
Kl. 3.25 á aðfaranótt sunnu-
dagsins vorum við á siglingu 79
sjómílur SSA af Reykjanesi.
Höfðum við uppi full siglinga-
ljós og löglega siglingavakt og
voru tveir menn í gluggum.
Norðaustan stormur var á, 8
vindstig, skipið mjög hlaðið, en
sjór mikill og sjórok. Skyndi-
lega sást rautt siglingaljós fyrir
aftan stjórnborðsvant og var þá
vélin stöðvuð, en tveir menn
stukku á stýrið og reyndu að
leggja Eldborginni það hart á
stjórnborða, að komist yrði hjá
árekstri og aftur fyrir hitt skip-
ið. Þetta tókst ekki og var á-
rekstur óumflýjanlegur. Skip-
in rendu saman og það svo fast,
að 1. vélstjóri, sem staddur var
í vélarúmi, kastaðist flatur og
lá }>ar sem liann var kominn,
en raknaði þó skjótlega við.
Orsökina til árekstursins telur
skipsliöfnm á Eldborginni, að
skip það, sem er pólskt, er sigldi
á Eldborgina, liafi verið Ijós-
laust, og ekki brugðið upp ljós-
um fyrri en nokkrum sekúnd-
um áður en áreksturinn varð.
Eftir áreksturinn varð uppi fót-
ur og fit í Eldborginni, og
bjuggust básetar við að skipið
myndi sökkva þá og þegar. Við
áreksturinn liafði björgunar-
báturinn brotnað, stögin slitn-
að, sem héldu honum niðri, en
við það slóst báturinn inn á
bátadekkið og varð ekki um
þokað, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir.
1. vélastjóra var falið að fara
í framlest skipsins og athuga
Iivort sjór liefði komist í fiski-
leslina, en þótt furðulegt megi
heita reyndist það ekki, og telur
skipshöfnin að það hafi orðið
skipinu til bjargar, — annars
hefði það sokkið og engri björg-
un orðið víð komið. Við athug-
un á skemdunum kom í ljós að
stefnið hafði bognað og press-
ast inn í forstafnstanka, og plöt-
urnar við stefnið rifnað og
klofnað frá á stóru svæði. Skips-
höfnin tók þegar til óspiltra
málanna við að troða í rifurn-
ar og steypa í götin, og var
skipið látið reka, en jafnframt
athugað livort og hvar leki
hefði komist að því.
Skipið náði sambandi við
loftskeytastöðina í Reykjavik
og bað skipstjóri um bráða að-
stoð og var þá Ægir sendur af
slað liéðan til liðveislu. Skipin
Iiöfðu samhand sín í millum og
með miðunum gekk greiðlega
að finna Eldþorgina, og var Æg-
ir kominn henni samhliða kl. 19
—20 í gær og sigldu skipin
þannig inn til Vestmannaeyja.
Pólska skipið nam ekki stað-
ar að neinu ráði eftir að árekst-
urinn hafði orðið, en sigldi inn
til Vestmannaeyja og liggur þar
á ytri höfninni. Hafa sjópróf
farið fram í morgun og standa
þau enn yfir.
M.b. Hegri
talinn af.
M.b. Hegri, sem fór þriðju-
daginn 29. október frá SauÖár-
króki áleiöis til Hafnarfjarðar,
hefir ekki komið fram og ekk-
ert til bans spurst.
Hegri var 10 smál. brúttó að
stærð, bygður i Hrísey árið
1929 úr furu. Báturinn mun
hafa vei-ið seldur til Hafnar-
fjarðar og var formaðurinn að
líkindum meðal eigenda.
F|imm manna áhöfn var á
bátnum. Vísir hefir ekki gelað
fengið upplýsingar um nöfn
þeirra, sem voru á bátnum.
D AGSBRÚN ARFUNDURINN.
Frh. af 1. síðu.
inu, úrsögn Dagsbrúnar úr
landssambandinu og sjóðþurð-
armálið. Þar sem liér er um ó-
skyld mál að ræða ákvað fund-
arstjóri að taka málin fyrir eftir
röð, og var þá mál sexmenning-
anna fyrst. Var Jóni Rafnssyni
boðið að taka til máls, en æskti
þess ekki.
Kom fram tillaga frá Guðm.
Ó. Guðmundssyni um að vísa
máli þessu frá félagsfundi fyrir
fult og alt, og var hún samþykt
sem dagskrártillaga. Út af þessu
kom til æsinga og óeirða á
fundinum. Höfðu kommúnistar
sig mjög í frammi og létu dólgs-
lega, og var þá fundi slitið, eftir
ítrekaðar tilraunir fundarstjóra
til þess að koma friði á.
FTTVI :1.1
« 11
Esja
Hraðferð til Akureyrar 14.
þ. m. kl. 9 síðd.
Kemur á Patreksfjörð, ísa-
fjörð og Siglufjörð báðar
leiðir.
Háskólafyrirlestur.
Dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson
flytur erindi á morgun kl. 6.15 i
3. kenslustofu háskólans. Efni:
Sefjun og dáhrif.
Ólafur Jóhannsson, læknir,
hefir opnað lækningastofu i
Kirkjustræti 10. Viðtalstími 5—6.
Ólafur hefir undanfarin 4 ár starf-
að á spítölum í Danmörku og lagt
aðallega stund á handlækningar og
auk þess kvensjúkdóma og fæð-
ingarhjálp.
Háskólahljómleikar.
Björn Ólafsson, fiðluleikari og
Árni Kristjánsson píanóleikari ætla
að halda sex hljómleika í Hátíðasal
Háskólans i vetur, og verða fyrstu
tónleikarnir á föstudaginn kemur.
í dag byrjar sala aðgöngumiða að
öllum hljómleikunum sex í einu,
en eftir miðvikudag verða miðar
seldir að 'hverjum «einstökum
hljómleikum.
HúsmæSrafél. Rvíkur
heldur fund í kvöld kl. 8/2 í Odd-
fellowhúsinu. Konur, f jölmennið!
Félag til hjálpar lömunarsjúklingum
verðu stofnað annað kvöld kl.
Syí í Kaupþingssalnum. Þess er
fastlega vænst, að allir, sem áhuga
hafa á málinu, mæti.
Næturlæknir.
Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiriks-
götu 19, sími 2255. Næturvörður
í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykja-
víkur apóteki.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Hljómplötur: Harmón-
íkulög. 20.30 Um daginn og veg-
jnii (Sigfús Halldórs frá Höfn-
um). 20.50 Hljómplötur: Létt lög.
20.55 Útvarpssagan: „Kristín Laf-
fransdóttir", eftir Sigrid Undset.
21.20 Útvarpshljómsveitin : Lög eft-
ir isl. höfunda. Kvæði kvöldsins.
Einsöngur (Gunnar Pálsson) : Ljóð
eftir Matthías Jochumsson: a)
Lýsti sól (Jónas Helgas.) ; b) Skín
við sólu Skagafjörður (Sig. Helga-
son) ; c) Eitt er landið ægi girt
(Bj. Þorst.); d) Hátt eg kalla
(Sigf. Einarsson).
De Gaulle sendir her-
Uð til Libreville.
Fregn frá Leopoldville í
Belgiska Kongo hermir, að De
Gaulle hafi sett herlið á land
i Libreville i Gaboon, nýlendu
Fralcka í Vestur-Afríku. Lítið
viðnám var veitt og manntjón
var sáralítið á hvoruga hlið.
Ekkert breskt herlið var sett
á land þama og engin bresk
herskip aðstoðuðu við landsent-
ingu liðsaflans.— Nýlenda þessi
liggur að Belgiska Kongo.
Sökum sívaxandi eklu
á skiftimynt
skorar s júkrasanilagið á meðlimi sína að hafa
með sér smápeninga er þeir greiða iðgjöld sín.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.
Mýkomið:
UUargarn
Káputau
Laxfoss
fer til Vestmannaeyja á
morgun kl. 10 síðdegis.
Flutningi veitt móttaka til
kl. 6.
Laxfoss
fer til Breiðafjarðar fimtu-
daginn 14. þ. m.
FLUTNINGI veitt móttaka
miðvikudag.
Laxfoss
Áætlunarferðir til Borgar-
aess eru framvegis:
Frá Reykjavík mánudaga
og föstudaga.
Frá Borgarnesi þriðjudaga
0g föstudaga.
vantar strax í verslunina
Baldur, Framnesvegi 23.
Eiiisk
fataefni
nýkomin.
Sparta
Laugaveg 10.
Nýkomid:
Sokkabandabelti,
Brjósthaldarar.
Korselett.
Einnig stærstu fáanleg
númer í
lífstykkjum.
Laugavegi 23.
Bidjidur
BlflNDRHlS úaffi
Tek i\ moti sjúkllnguni
í lækniiigastofuiKiii
Kirkjnsfræti ÍO
Viðtalstími daglega kl. 5—6. Sími 5459.
Heimasími 2490 fyst um sinn. Siðar 5979.
ÓLAFUR JÓHANNSSON,
læknir.
Árni Kristjánsson
og Björn Ólafsson
halda 6 hljómleika í vetur í Hátíðasal Háskólans.
verða föstudaginn 15. nóvember kl. 9 síðd.
FRÖNSK TÓNLIST.
Aðgöngumiðar að öllum 6 hljómleikunum verða seld-
ir i dag, þriðjudag og miðvikudag i Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar og H1 jóðfærahúsinu. Eftir þann
tirna verða seldir aðgöngumiðar að einstökum hljóm-
leikum.
§ímaskráin
1941
Handrit að Símaskrá Reykjavíkur fyrir árið 1941
liggur frammi i afgreiðslusal landssímastöðvarinnar frá
mánúdeginum 11. þ. m. til miðvikudagsins 13. þ. m., að
báðmn dögum meðtöldum. Þer, sem ekki þegar hafa
sent breytingar við skrána, eru beðnir að gera það þessa
daga.
Hjartlcær faðir okkar og lengdafaðir,
JEinar G. Einarsson
Laugavegi 85, andaðist að heimili sínu i gærkveldi.
Böm og tengdabörn.
Konan min og móðir okkar,
Jenný M. Helgadóttir
verðnr jarðsungin þriðjudaginn 12. þ. m. fró frikirkjunni.
Atliöfnin liefst með liúskveðju á heimili hinnar látnu,
Bræðraborgarstíg 4, kl. 1% e. h.
Steindór Nikulásson og börn.
Hjartkær móðir, tengdamóðir og amma okkar,
Jónína Jönsdóttir,
frá Sandi verður jarðsungin frá þjóðkirkjunni þirðjudag-
inn 12. j>. m.
Húskveðja verður á heimili hennar, Mýrargötu 5, kl. 3.
Guðrún Georgsdóttir. Þórarinn Vilhjálmsson.
Jón Gíslason. Karen Jónsdóttir.
Sigríður Gísladóttir og barnaböm.