Vísir - 29.04.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 29. apríl 1941. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar i 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla 96. tbl. Ástralska þjóðin búin undir að heyra tíðindi um mikið manntjón. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fadden, settur forsætisráðherra Ástralíu, sagði í morgun, að brottflutningi brezka herliðsins frá Grikklandi væri haldið áfram, og væri margar ástralskar hersveitir jægar lagðar af stað þaðan. Fadden sagði, að ekki hefði verið unnt að koma í veg fvrir, að manntjón yrði við brottflutning hersins, en ekki væri hægt að segja nánara frá þvi að svo stöddu. Hann bætti því við, að áströlsku þjóðinni yrði sögð öll sagan, undir eins og fært þætti, og er eg sannfærður um, að hún mun taka þeim tíðindum af hugrekki og still- Inffu. Þessi ummæli Faddens eru skilin á þann veg, að ver- íð sé að búa þjóðina undir að heyra tíðindi um mikið manntjón í liði Ástralíumanna. Bandamenn flytja Brott lið sitt frá Grikklandi. London í morgun. I morgun snemma liöfðu engar nýjar fregnir borist til London frá Grikklandi, sam- lcvæmt grískum eða brezkum heimildum, en i gær skýrði Spender liermálaráðherra Ást- raliu frá því, að brottflutningur hersveita Breta væri hafinn, og hefði hann gengið að óskum, til þessa. Ekki var minnst á brott- flutning leifa gríska hersins, en talið er víst, að þær verði einn- ig fluttar á brott, ekki sízt þar sem gríska stjórnin á Krít hefir lýst yfir því, að barist verði á- fram á grisku eyjunum. I Þjóðverjar segjast hafa sökkt mörgum flutningaskipum. Þjóðverjar segjast hafa sökkt 11 herflutningaskipum fyrir Bretum, á laugardag, samtals 48.000 smálestum, en ekkert er um þetta sagt i grískum tilkynn- Mikla eftirtekt vakti, að Mac- Kenzie King sagði, að gera yrði ráð fyrir þeim möguleika, að gerð yrði samtímis árás á Gi- braltar, Suez og Singapore.^ Minntist hann á för Matsuoka 1 þessu sambandi og þótt ekki væri hægt að segja neitt með vissu um hvað rætt hefði verið umfram það, sem kunnugt er, væri ekki ólíklegt, að rætt hefði verið um sameiginlegar hernað- araðgerðir þríveldanna gegn Bretaveldi. Japanir reyna að draga úr kvíða Ástralíumanna. Japanir leitast við að draga ingum. Að undanförnu liafa Þjóðverjar tilkynnt daglega, að þeir hafi sökkt fleiri eða færri herflutningaskijýum, og fjölda flugvéla. Undanhaldið var mjög erfitt. Ástralskur blaðamaður skýr- ir svo frá, að undanhaldið liafi verið feikna erfiðleikum bund- ið, ekki sízt vegna þess, að Þjóð- verjar höfðu margfalt fleiri flugvélar en Brétar, og notuðu þær til steypiárása á hersveit- irnar á undanhaldinu. Urðu þær að halda kyrru fyrir að mestu á daginn og iðulega að leita skjóls fyrir árásunum. — Lýsti blaðamaðurinn mikilli að- dáun sinni á hinum tiltölulega fámennu hersveitum, sem vörðu undanhaldið. Ástralíu- menn veittu lið bæði Grikkjum og Nýsjálendingum, heilt lier- fylki hvorum, er mjög kreppti að þeim, og sagði blaðamaður- inn ennfremur, að í sumurn hersveitum Ástraliumanna, sem undanhaldið vörðu, hefði næst- •um hver maður verið með sára- hindi. úr ölium ótta Ástralíumanna, og sagði sendilierra Japana í Melbourne í gær, að Japanir ætluðu ekki að hreyfa sig neitt gegn Ástralíumönnum, og um þríveldasamninginn sagði sendi- herrann, að hann miðað að þvi, að tryggja friðinn, einnig á Kyrraliafi. Sendiherrann ræddi einnig, við Curtin, leiðtoga ástralskra verkglýðsflokksins. Stóð við- ræðan í fulla klukkustund og sagði Curtin, að liann og sendi- herrann hefði rælt alþjóðahorf- ur í fullri hreinskilni. Dessie var tekin án j þess að til bardaga kæmi í borginni sjálfri. London í morgun. Það var tilkynnt í London i gærkveldi, samkvæmt fregnum frá Nairobi, að borgin Dessie í Abessiníu liefði verið tekin án þess til bardaga kæmi í borginni sjálfri. Mótspyrna Itala virðist liafa verið brotin gersamlega á bak aftur, með sigri þeim, sem Suður-Afrikuliersveitir unnu í fjallaskörðum fyrir sunnan hana. Ekki er enn kunnugt hvort Itölum tókst að eyðileggja birgðir þær, sem i Dessie voru, en líkur eru ekki til, að allar birgðirnar hafi verið eyðilagð- ar, þar sem -ítalir vafalaust bjuggust við að geta varist þarna lengur. Dessie var eitt af þremur liöfuðvirkjum þeim, sem liertoginn af Aosta ætlaði að nota í vörninni. Hafði liann safnað þarna miklum birgðum, matvælum og Iiergagnahirgðum, að minnjsta kosti til þriggja mánaða, til þess að hersveitir lians þvrftu engum skorti að kvíða, en áform her- togans var að verjast þarna, í von um, að hernaðaraðstaðan breyttist annarstaðar og ef til vill yrði þá unnt að rétta hlut íala í Aljessiníu. En þetta liefir farið á annan veg. Nú eru að- eins tvö höfuðvirki ófallin, Gondar og Gimma. Bardagar eru þó liáðir annal’staðar, en með falli Gondar og Gimma verður vart um teljandi mót- spyrnu að ræða annarstaðar í Abessiníu. Undirbmúningur í Addis Abeba undir komu Haile Selassie. I Addis Abbeba er mikið um að vera vegn fyrirhugaðrar komu Haile Selassie þangað. — Ihúarnir mála liús sín i þjóðlit- unum, segir í fregn þaðan, og borgin verður fánum skreytt, er Ilaile Selassie sezt aftur í valda- stól í höfðuðborg lands síns. ítalir í Abes^iníu verða nú flutt- ir í sérstakar bækistöðvar. Það er nú hafinn úndirbún- ingur að þvi, að flytja ítalska borgara í Abessiníu i sérstakar bækistöðvar og verða fyrst fluttir 250 lielztu menn ítala í Addis Abeba, og þar næst 1000 manns vikulega. Verður fólkið haft í gæzlu í þessum bæki- stöðum, þar til samkomulag næst um bi’ottflutning þess, en náist það ekki, verður það að dúsa þarna til styrjaldarlolca. Fangar verða sennilega fluttir til Suður-Afriku og látnir vinna þar að vegagerð. SANDSTORMURINN BJARG- AR? — EL SOLLUM FALLIN. London i morgun. Fréttastofufregnir, sem bár- ust til London frá Kairo i gær, hermdu, að hersveitir Þjóðverja og ítala liefði tekið E1 Sollum, sem er i Egiptalandi i’étt við landamæri Lábyu. Áður liafði verið tilkynnt, að vélahersveit- irnar, sem, komust inn yfir McKenzie King flytnr ræflo nm strlflshorfnrnar Árás á Singapore, Gibraltar og Suez samtímis EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. McKenzie King forsætisráðherra Kanada flutti ræðu á þingi í gær og gerði að umtalsefni horfurnar í stjTjöldinni. Þrátt fyrir erfiðleika þá, sem nú er við að stríða lýsti hann bjai’gfastri trú sinni á sigur Breta. Ennfremur ræddi ráðherrann mikilvægi samvinnu Banda- ríkjanna og Kanada. Siglmgarnar: Samningar undir- ritaðir í morgun. Samningar um siglingar á kaupskipum og togurum voru undirritaðir í morgun. Samningurinn hefir inni að haida margskonar ákvæði um frekari öryggisútbúnað, svo sem á björgunarbátum, stjórnpalli, flekum o. s. frv. Þá náðist og samningur unx nýja áhættuþóknun. Fær hver skipverji greidda á- hættuþóknun frá því að skip leggur úr höfn hér, þar til það kemur til hafnar í öðru landi, svo sem hér segir: Yfir- menn kr. 60 á dag, en undir- menn kr. 40. Fá allir yfir- menn jafna áhættuþóknun og allir undirmenn sömuleiðis. K. R. vann Drengj ahlanpið Þýzk flugvél skotin niður fyrir sunnan land. ÉTT fyrir helgina kom hingað brezki togarinn Denbara. Var skipstjórinn særð- ur og var lagður hér í sjúkra- hús. Þegar skipið var statt 120 sjó- niílur suðaústur af Vestmanna- eyjum gei’ði stór þýzk sprengju- flugvél árás á það. Gerði flugvélin árásina á tog- arann frá stjórnborða úr lítilli hæð og skaut úr vélbyssum á togarann. Skipverjar svöruðu skothríðinni með tveim vélbyss- um, annari á stjónxpalli en hinni aftur á skipinu. Flugvélin flaug þvert yfir skipið, en úm leið kviknaði i henni og féll hún í sjóinn um þrjár mílur frá skipinu. Togai’inn beygði í áttina til flugvélarinnar, en þar eð flug- vélin féll í sjóinn úr svo lítilli liæ^ð, töldu skipvei’jar togarans ólíklegt, að nokkur flugmanna hefði komizt lífs af. Var svo tekin hin fyrri stefna og farið eins greitt og hægt var, því að skipstjórinn liafði særst í árásinni. Munið Heimdallar- fundinn. I kveld kl. 8 !/2 verður aðal- fundur Heimdallar haldinn í Varðarhúsinu. — Áður en venjuleg aðalfundarstörf hefjaát flytur Jóhann G. Möller, alþingsmaður, erindi um starfsmannahlutdeild í atvinnurekstri. Ungir sjálfstæðismenn.! — Fjölmennið á fundinn og komið stundvíslega. Hlaupasveit K.R., er vann Drengja- hlaujj Ármanns á sunnudaginn. Frá vinstri til hægri: Haraldur Björns- son, Friðgeir B. Magnússon, Ósk- ar Guðmundsson. Drengjahlaupið fór fram í fyrradag í 19. sinn. Veður var ágætt, stillt og hlýtt. Keppendur voru með fæsta móti, aðeins 14, frá þremur félögum. r landamærin á laugai’dag, hefði lítið getað sótt fram. Nú herma fregnir í morgun, að mikill sandstormur geysi i sandauðniimi og sé ekki auðið að sjá lengra en 50 yards. Háir þetta mjög hernaðaraðgerðum liersveita óvinanna, segir í fregn frá Kairo. Sandstormurinn var að færast í aukana. Sandstornxarnir geisa oft dög- um saman og sennilegt ei*, að Bretum komi vel, að fá nokurt hlé, til þess að treysta varnir sinar í nánd við landamærin. Hlaupin var ný leið: Vestur Vonarstræti, suður Suðurgötu að Háskólanunx, þá yfir túnin fyrir sunnan Hljómskálagarðs- girðinguna, Sóleyjarg. og Frí- kirkjuv. að Amtnxannsstíg. Leið þessi er nolckuð lengri og erfið- ari en sú fyl'ri, en skenxmtilegri. Úrslit hlaupsins urðu þau, að K.R. bar sigur úr býtum nxeð 11 stigum (átti 2., 4. og 5. mann). Ármann var næst með 14 stig (átti 1., 6. og 7. mann). B-sveit Árnxanns hafði 27 stig fátti 8., 9. og 10 mann), en Í.R. 28 stig (átti 3., 12. og 13. mann). Fyrstur i mark varð Árni Kjartansson úr Ármanni, á 8 nxin. 24.2 sek. Annar var Frið- Bílstjórarnir höfðu upp á bílþjófnum. t Kl. 23.14 í gærkveldi var Chevrolet-bíl stolið frá bifreiða- stöð Steindórs. Hafði bílstjórinn skroppið inn í stöðina til þess að sþyrja hvert hann ætti að fara, og þegar hann kom út aftur var bíllinn horfinn. Sá er bílinn tók heitir Guð- nxar Jónsson, Bræðraborgarstíg 49. Ók liann út úr bænum, eftir veginum til Áláfoss, en er hann var konxinn að Lanxbhaga- brúnni ók hann bílnum á grjót: hrúgu og stórskemmdi hanli. Þegar bílsins var saknað fór , sonur Steindói’s sti’ax að leita hans — ók upp að Baldursliaga og suður fyrir Hafnarfjörð, en bíllinn fannst Ixvergi. Þá konx einn af bílunx Steiix- dórs ofan úr sveit, eftir Álafoss- veginum og liafði ökumaðurinn tekið vegfaranda upp í á leið- iixni og ekið nxeð hann til bæj- ax’ins. Þegar bílstjórinn lieyrði um þjófnaðinn, setti hann hann sti’ax i samand við nxanninn, sem' hann hafði tekið upp í, enda þótt hann hefði ekki komið auga á bílinn, sem var fyrir utan veginn. Var fai’ið upp eftir og faixnst bíllinn strax. En bilstjórinn hafði gefið svo góða lýsingu á þjófnum, að þeg- ar nokkrir stai’fsnxanna Stein- dórs voru á heimleið stáu þeir mann, sem lýsingin passaði á, meira að segja livað snerti mold- ai’klessu, er var á fötum lxans. Tveir mannanna gættu hans svo, en sá þriðji sótti Iögregluna. Þrætti maðux’inn fyrst, en játaði síðan. geir B. Magnússon úr K.R. á 8:31.2. Þx-iðji Sigui’gisli lýigurðs- son úr I.R. á 8:31.5. Fjórði var Óskar Guðmundsson, K.R.. Fimnxti Har^ldur Björnsson, K. R. Sjölti Hörður Hafliðason, Á. og sjöunci PétuL- Snæhjöi-nsson, Á. Keppendur komu allir að marki. Hlaupið var nokkuð jafixt og spemxandi frá upphafi. Friðgeir tók þegar foi’ystuna og hljóp geyst suður Suðurgötu, og hélt henni suður að Háskóla, en þar tók Sigui’gisli við. Fi’iðgeii’. tók forystuna aftur á túnuix- um og hélt lienni niður á Frí- kírkjuveg, er Árni fór fram úr lionmn og spretti í mai’k. Frið- geir hljóp-of lxart á Suðurgöt- unni til að geta þaldið vel út, en Ái’ni var svo stei’kur, að hann hefði líklega sigrað, livernig sem hlaupið hefði' verið. Hlaup þetta lxefir nú fai’ið fram 19. sinnum. Hefir K.R. sigrað 14 sinnum, en Ármann 5 sinnum. Önnur félög hafa ekki komizt á blað. Sá bikar, senx nú er keppt um, var gefinn af Egg- ert Kristjánssyni 1939, og hefir K.R. unnið liann tvisvar, en Ár- mann einu sinni. — Er þetta fimnxti bikarinn, sem unx er keppt í hlaupinu og hefir K.R. unnið hina fjóra til eignar. Tvö félög, sem oft hafa keppt í þessu hlaupi, hafa nú heltst xxr lestinni. Eru það Fimleikafélag llafnai’fjax’ðar og íþróttafélag Kjósarsýslu. Vonandi konxa þau aftur að ári, og nxættu þá hin félögin vera fjölmennari, og er þá sérstaklega átt við K.R. og Í.R. Sólon. 1. maí. Félög sjálfstæðismanna í Bvik halda verkalýðsdaginn, 1. maí, liátíðlegan, eins og undan- fax-in ár. Að þessu sinni verður þó ekki útisanxkoma, þar sem þær eru bannaðar. En skemmt- anir verða í báðum kvikmynda- liúsunum kl. 22/2, með fjöl- breyttri dagskrá — og verður skemmtuniii i Nýja Bíó fyrir börn. Um lcvöldið verður samkoma að Hótel Borg. Blaðið Lýðfi'elsi kemur út í tilefni dagsins, ásamt fylgirit- inu „Stétt með stétt“, sem, verð - ur fjölbreytt að efni. Þess ber að vænta, að sjálf- stæðismenn fjölmenni á þessar skemnxtanir og leggi sitt af nxörkum til að gera daginn að sannkölluðum hátíðisdegi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.