Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

							Ritstjórar:	
Kristj	án  Guðlaugsson	
Hersteinn Pá		Isson
	Skrifstofur:	
Félagsp	rentsmiðjan	(3. hæð)
Ritstjórar Blaðamenn Augtýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla	Slml: 1660 5 llnur
33. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 1. júlí 1943.
146. tbl.
Bandamenn á Kyrrahafi
ráðast á Japani á 5 stöðum
Japanskir fangar i N.-Guineu
Ráðast á þá ú, $alomonseyjuni, á og*
ílu-^iiiiieii.
við
Sa Ioiiioii sey ja r
A.   "6
Ci Klinailau /s.
B
"7iuuls.
158
jfcUKA       !
ig^ BKka Passaáe
•>l»~Te(v> Kbr.
*".BQUGA1NVILLE
wai)|p
GANONGGAIý «!,
162
I
>.0n tong Java
.Ci
orrf Howo /s.)
'Paei/ic
Ocean
ciRoncsrfor Reef
CHOISfUL.Httl6»».
aiV/"e*ata Baij
SANTA ISABEL
£strt/a Bau ,Ndai U6owtfl
NIW
GEORGIA
3»    SAN JOROE
X'öi*N4UNU
*'  i ^eatukai        <
Buraku*   *•., $AVÍ
RUSSEU /S.
I
Stewori Í5,
HENDER50N FIEtD
GUADALCANAl>
,MARArWS/KE
Þetta kort af Salomonseyjunum sýnir allar helztu eyjarnar,
meðal annars Guadalcanal, Rendova og Nýju-Georgiu.
Martinique:
Robert landstjóri biður
Washington ásjár.
Til að forða blóðbaöi.
Wyj1
Robert, Vichylandstjórinn á
Martinique, hefir beðið stjórn-
ina í Washington um að rétta
sér hjálparhönd.
Útvarpsstöð eyjarinnar hefir
sagt frá því, að Robert hafi sent
tilmæli um það til Washington,
að þaðan verði sendur stjórn-
arfulltrúi,- til þess að sjá um
það, að skipt verði um land-
stjóra. Sagði útvarpið, að hann
hefði farið þessa leið, til þess
að hindra blóðblað, sem virt-
ist yfirvofandi, ef ekki yrði að
gert.
Það er vitað, að hagur manna
er mjög þröngur á Martinique,
sem er i Vestur-Indium, og
eyjarskeggjar kunna svo illa
stjórn Roberts, sem tekur skip-
anir sinar frá Vichy, að um 100
manns flýja þaðan hvern dag.
1 Washington segja opinber-
ir talsmenn, að þeir hafi ekk-
ert heyrt um þessa málaleitan
Roberts flotaforingja. Stjórn-
málasamband hefir ekki verið
milli stjórnarinnar í Washing-
ton og landstjórans á Martin-
ique síðan í aprílmánuði, er
Bandaríkjamenn kölluðu heim
I.ofíáiiís á Orel.
Fátt eitt gerist markvert í
Rússlandi þessa dagana. Ein-
göngu loftdrásir rjúfa kyrrðina.
Rússar hafa enn gert árás á
Orel og virðist þeim standa
stuggur af stöðvum Þjóðverja
þar, vegna þess að þeir eru þar
austast. Þjóðverjar halda líka
uppi víðtækum njósnaleiðöngr-
um, og gera árásir að baki rúss-
nesku víglínanna, en þær eru
á lítinn mælikvarða. Þeir haí'a
einkum látið til sín taka hjá
Leningrad að un'danförnu.
Þýzku skipi var sökkt á Finn-
landsflóa í gær, að sögn Rússa.
fulltrúa þann, sem þeir höfðu
haft á eynni um nokkurt skeið.
Martinique er eina franska
nýlendan, sem lýtur enn stjórn
Vichy.
Einkatúlkur
Hitlers í fangelsi
Kanadiskur herforingi, sem
var tekinn til fanga í Dieppe, en
slapp úr haldi, segir frá því, að
Paul Schmidt, einkatúlkur
Hitlers sé hafður í fangabúðum.
Foringinn átti einu sinni tal
við Schmidt, i ágústmánuði, og
barst talið að striðinu eins og
vænta mátti. Sagði Schmidt, að
ef Þjóðverjar tæki ekki Stalin-
grad og Rommel gæti ekki brot-
izt i gegnum varnir Breta aust-
ur til Kairo, þá væri Þjóðverjar
búnir að tapa stríðinu og gæti
aðeins haldið áfram að berjast,
þangað til þeir fengi frið.
Tveir njósnarar tekn-
ir í Bandaríkjunum.
1 New York hafa verið hand-
teknir tveir njósnarar síðan um
helgi.
Annar þeirra hafði sent upp-
lýsingar um skipaferðir og her-
flutninga í pósti til Evrópu og
var hann handtekinn á sunnu-
dag. Hinn, sem er af hollenzk-
um ættum, gaf sig þá á vald lög-
reglunni. Hann hafði bæði afl-
að hinum samskonar upplýs-
inga, en auk.þess náði hann í
teikningar af flugvélum, sem
var verið að framleiða í verk-
smiðju í New York.
Víðast hefir orðið lítið um varnir
enn. — Sóknin ákveðin í apríl.
Hersveitir bandamanna á suðvesturhluta Kyrra-
hafsins hafa byrjað hernaðaraðgerðir, sem
eiga að vera upphaf þess, að Japanir verði
reknir af þessu svæði og jafnframt undirbúningur að
allsherjarsókn gegn veldi þeirrá. Hafa hersveitir undir
stjórn MacArthurs gengið á land á ýmsum eyjum fyrir
norðan Ástralíu.
Það var tilkynnt seint í gærdag, að amerískar hersveilir hefði
gengið á land á Rendova-eyju í Salomonseyjaklasanum með
aðstoð herskipaflota. Nánari fregnir voru ekki um það, hvernig
gengið hefði. Þær fregnir komu hálfum sólarhringi síðar, en um.
sama leyti bárust fregnir um það, að bandamenn hefði eiimig
gengið á land á Nýju-Georgiu og loks væri þeir farnir á stúfana
á Nýju-Guineu og við hana.
Japamr hafa farið halloka fyrir bandamönnum á Nýju-
Guineu að undanförnu og þessi mynd er frá fyrri bardögum
þar. Fremst á myndinni eru þrir niðurlútir japanskir fangar,
sem tveir Ástraliumenn gæta.
Þar réðust bandamenn á land
hjá einni mikilvægustu bæki-
stöð Japana, Salamaua. Auk
þess gengu hersveitir á land á
tveim eyjaklösum við austan-
verða eyjuna.
Rendova.
Rendova-eyja er um 200 km.
norðvestur frá Guadalcanal og
er þannig sett, að frá henni er
aðeins 8 km. sund yfir til
Munda — stærstu flugstöðvar
Japana i nágrenni Guadalcanal.
Eyjan er fjöllótt og mjög skógi
vaxin.
Japanir veittu þegar mót-
spyrnu, er ' Bandarikjamenn
gengu þar á land, en hún var
ekki mikil. Þó var enn barizt
þar, þegar seinast fréttist.
Ef bandamenn geta komið
sér fyrir á Rendova-ey, þá verða
þeir þannig settir, að þeir geta
skotið á Munda-flugvöllinn.
Nýja-Guinea.
Sóknin á Nýju-Guineu hófst
ekki fyrr en skömmu eftir mið-
nætti í nótt og áður hafði verið
haldið uppi miklum loftárásum
á þá staði, sem ætlunin var að
ráðist á. Japanir snérust þegar
til varnar og er barizt enn hjá
Salamaua.
Bandamenn hafa haldið uppi
svo strangri loftsókn gegn Sala-
maua að undanförnu, að Jap-
anir eru orðnir mjög aðþrengd-
ir þar. Hafa þeir orðið að flytja
allar birgðir þangað landveg
því að hvert það skip, sem
hætti sér þangað í björtu, var
samstundis sent niður á marar-
botn af sprengjuflugvélum
MacArthurs. Kafbátar hafa líka
verið notaðir i flutningum þang-
að. —
Nýja-Georgia.
Þegar tilkynningin var gefin
í gær um landgönguna á Ren-
dova-eyju, var ekkert minnzt á
það, áð jafnframt hefði verið
ráðizt á Nýju-Georgiu. Það er
á þeirri eyju, sem Munda flug-
stöðin er og eyjan er öll vel
viggirt af Japönum. Lögðu þeir
kapp á að tryggja aðstöðu sína
þar, þegar þeir urðu að hrökkl-
ast burt af Guadalcanal.
Einu fregnirnar, sem hafa
borizt af bardögunum á Nýju-
Georgiu eru á þá leið, að Banda-
ríkjamenn hafi lagt til atlögu
við  víggirðingar  Japana.
Við Nýju-Guineu.
Eyjarnar, sem bandamenn
réðust á við Nýju-Guineu eru
við austurodda hennar. Annar
cyjaklasinn, sem þeir réðust á,
heitir Trobriand-eyjar, en hinn
er Woodlark-klasinn. Þær
eru í norður og norðaustur frá
Milne-flóa, sem hefir komið við
sögu. Trobriand-eyjarnar eru
um 440 km. vestur af Guadal-
canal, en Woodlark-eyjar eru
aftur 225 km,. suðaustur af
þeim.
Engar fregnir hafa borizt af
bardögum þ'arhá, en þeir munu
hafa verið smávægilegir.
Undirbúningurinn.
I fregnum frá Ástraliu segir,
að það hafi verið ákveðið fyrir
tveim mánuðum, að leggja í
þessa sókn. í lok apríl-mánaðar
kom Halsey flotaforingi til
fundar við MacArthur í Mel-
bourne og þá lögðu þeir á ráðin
um þetta.
Það er skýrt frá þvi i fregn
frá Bandaríkjunum, að hernað-
araðgerðirnar á og við Nýju-
Guineu sé undir beinni stjórn
MacArthurs.
LOFTÁRÁS A DARWIN.
Japanir hafa gert enn eina
árangurslausa tilraun til að ráð-
ast á Port Darwin í Norður-
Ástralíu.
I gær sendu þeir þangað 27
sprengjuflugvélar og 21 orustu-
vél. Átta af árásarvélunum
voru skotnar niður, en tvær
þeirra voru auk þess laskaðar.
Tjón varð að þessu sinni óvenju-
lega mikið meðal verjendanna,
þvi að 6 Spitrire-vélar voru
skotnar niður. Tveir flugmann-
anna komust af.
Skemmtiíerð Hvatar.
Sj álf stæðiskvennaf élagið
Hvöt fór skemmtiferð í gærdag.
Haldið var af stað frá Rvík á
Kambabrún og var staðnæmst
þar til að skoða hið fagra út-
sýni. Haldið var áfram til
Hveragerðis og kaffi drukkið,
en síðan haldið að Sogsvirkjun-
inni og virkjunin skoðuð. Á
Þingvöllum neyttu konur mið-
degisverðar og undir borðum
voru ræðuhöld, söngur og
upplestur. Ferðanefndin og fé-
lagskonur hafa beðið blaðið að
færa veitingamanninum á
Þingvöllum sipar beztu þakkir
fyrir hina framúrskarandi
framreiðslu þar.
Mjög margar konur tóku
þátt i þessari ferð félagsins og
skemmtu þær allar sér hið
bezta.
Hermenn stela þvotti,
1 nótt er leið gerðu amerískir
hermenn sig seka um þvotta-
stuld á Kringlumýrarvegi.
Mennirnir voru tveir og hafði
lögreglan hendur í hári þeirra.
Atvik til þessa máls voru þau,
að laust f yrir kl. 5 í morgun var
kært á lögreglustöðina að út-
lendir hermenn væru að stela
þvotti af snúru við Kringlumýr-
arveg.
Er íslenzka og erlenda lög-
reglan kom á staðinn voru
mennirnir farnir þaðan, en
lögreglunni var gefin visbend-
ing um hvert hermennirnir
hefðu farið. Veitti lögregan
þeim eftirför og náði þeim
fljótlega. Voru mennirnir tveir,
báðir ölvaðir og var farið með
þá á lögreglustöðina. Við leit
hjá þeim fannst hjá öðrum
þeirra karlmannsnáttföt og
kvenbuxur, . sem horfið hafði
af snúrunni.
Chester Davies, sem var yfir-
maður matvælafrarnleiðslunnar
í Bandaríkjunum, heí'ir sagt af
sér. Gerði hann það vegna þess,
að' þingið felldi að greiða upp-
bætur á landbúnaðarafurðir.
Nýr maður hefir þegar lekið
við, Marvin Jones, dómari, sém
var forseti maívælaráðsteí'n-
unnar í Hot Springs.
Daily Telegraph birtir þá
fregn frá Stokkhólmi, að ýmis
þýzk fyrirtæki, t. d. i Wupper-
tal, Essen og Berlín hafi orðið
að tilkynna sænskum viðskipta-
vinum sínum, að þau geti ekki
staðið við skuldbindingar sínar
um afgreiðslu pantana. Sama er
um Phillips-verksmiðj'urnar í
Eindhoweu.
•
Til London hefir borizt ein-
íak af blaði, sem gefið er út
á laun i Torino á Norður-Italiu.
Það heitir Italia Libera —
Frjáls Italía.
Aðalfundur Tann-
læknafél. íslands.
Tannlæknar skora á ríkisstjórn
að auka innflutning ávaxta.
Tannlæknafélag Islands hélt
aðalfund sinn á Ákureyri að
þessu sinni, og stóð hann dag-
ana 25.—26. júní. Á fundinum
voru mættir allir íslenzkir
tannlæknar.
Voru tekin til meðferðar ýms
fagleg efni. I stjórn voru kosn-
ir Hallur L. Hallsson formaður,
frú Thyra Loftsson gjaldkeri,
Tlieodor Brynjólfsson ritari.
Voru þau öll endurkosin. Vara-
maður í stjórn var kosinn
Björn Br. Björnsson. Sam-
þykkti fundurinn og sendi ríkis-
stjórninni eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Tannlæknafé-
lags Islands haldinn á Akureyri
dagana 25.-—2,6. júní 1943, leyf-
ir sér að skora á hæstvirta ríkis-
stjórn íslands að hún leyfi ó-
hindraðan innflutning á ávöxt-
um til landsins, eftir þvi sem
kringumstæður leyfa. Jafn-
framt skorar fundúrinn á ríkis-
stjórnina að fella niður hina
háu tolla, sem verið hafa á þess-
ari fjörefnariku og heilsusam-
legu fæðu, eða færa þá niður að
miklum mun."
Óverkaður
saltfiskur
hækkar.
Fisksölusamningurinn milli
íslendinga og Breta frá 27.
júní 1942 hefir verið fram-
lengdur til næstu áramóta.
Breytingar hafa nær engar
verið gerðar frá því sem áð-
ur var. Eina verðbreytingin
er fólgin í því, að óverkaðus
salfiskur hækkar um SV2%,í
kr. 1.27 pr. kg. frítt um borð,
miðað við fyrsta flokks salt-
fisk, og aðrar tegundir-hlut-
fallslega.
Saltfiskbirgðir í landinu
eru mjög litlar.
VerðJækkun saumalauna,
Verðlagsstjóri auglýsir í dag
lækkun saumalauna á karlmanna-
fötum í 300 kr. (einhneppt) og 310
kr. (tvíhn.). Lækkun nemur 7 kr.
Um svipaða lækkuti er að ræÖa á
kvenkápum og drögtum. Saumalaun
á hraÖsaumu'Öum karlmannafötum
verða 254 kr. Þá hafa um leið ver-
ið lækkúð saumalaun á kápum og
drögtum hjá kjólasaumastofum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4