Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						1 Ritstjórar: J Kristján  Guðlaugsson Hersteinn Pálsson	
Skrifstofúr: Félagsprentsmiðjan	(3. hæð)
Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingaf Gjaldkeri Afgreiðsla	Siml: 1660 5 linur
33. ár.
Reykjavík, laugardaginn 3. júlí 1943.
148. tbl.
er
Fréttabréf frá George E.
Jones, fréttaritara U. P. á
Guadalcanal,   ritað   á
þriðjudag.
Guadalcanal, eyjan sem var
„heitasti" depillinn á öllum
Salomonseyjum fyrir fáeinum
mánuðum, er nú einna likust
borg á gullfundarsvæði.
Amerískar hersveitir eru önn-
um kafnar við að leggja vegi,
ryðja flugvelli, koma upp hafn-
armannvirkjum, reisa herhúðir
og safna birgðahlöðum, svo að
eyjan verði óvinnandi vigi og
bækistöð fyrir frekari sóknar-
aðgerðir á hendur fjandmönn-
unum i Suðurhöfum.
Þegar eg fór frá Guadalcanal
í byrjun desember, skömmu eft-
ir siðari orustuna við Savo-eyju,
þá var þegar hægt að sjá fyrir
úrshtin, en þó var barizt
grimmilega aðeins örfáa kíló-
metra frá Henderson-flugvell-
inum. Á hverri nóttu heyrðist
hóstið í fallbyssum Japana og
snarkið í vélbyssum þeirra.
Eg er nýkominn aftur til
Guadalcanal og einu hernaðar-
aðgerðirnar ,sem nú eru fram-
kvæmdar á sjalfri eynni, eru
njósnaferðir inn i frumskógana,
þar sem örfáir japanskir her-
menn — flóttamenn væri rétt-
ara að segja —• reyna að draga
fram lífið þótt þeir sé bæði þjáð-
ir af mýraköldu og hungri. Þeir
gefast alltaf upp bardagalaust,
þegar þeir finnast og nú er varla
meira en tugur af þessum vesl-
ingum, sem leikur lausum hala.
Það er auðveldara að sofa um
nætur á Guadalcanal núna. Við
fáum sjaldan flugvélaheim-
sóknir og þegar dagur er á lof ti
sjást aðeins fá merki hildar-
leiksins, sem var háður þarna
fyrir skemmstu.
En eðlurnar, flugurnar og
mýbitið er hið sama. Samá er
að segja um rotturnar, sem á-
sóttu allt og alla.
Hetjurnar, sem ruddu braut-
ina þarna, eru líka farnar.
Hermennirnir, sem nú eru
hérna, fá betri mat en þeir, sem
bjuggu i haginn fyrir þá. Þeir
búa flestir í tjöldum, enda þótt
hermannaskálar sé nú sem óð-
ast að rísa upp.
En þótt Guadalcanal sé ekki
vígvöllur, þa er hún þó ekki
nein „draugaborg". Það þarf
ekki að geta annars en að hún
er að verða einhver sterkasta
flugstöð þessa hjara heims og
ágætt stökkbretti frekari að-
gerða gegn eyjum Japana i
norðri og vestri. Flugvélar okk-
ar eru sífellt á flugi og hinar
f jölmörgu ferðir þeirra eru tákn
þess, að nú skortir ekki fremur
á fjölda þeirra en kosti.
Japanir höfðu tækifæri til
þess að gera eyna að bækistöð
öflugrar sóknar suður á bóg-
inn, en þeir voru svo fullir fyrir-
litningar á andstæðingunum, að
þeir héldu, að það væri engin á-
stæða til að hraða sér. Banda-
ríkjamenn hafa hinsvegar sýnt
það, að þeir skilja það, að það
þarf að flýta sér og þeir munu
sýna Japönum að það borgar
sig.
Gunder Hagg og Rice keppa
Þessi myríd er tekin á fýrsta kappmóti þeirra Hággs og Rice.
Hágg er lengst til vinstri á myndinni, en Rice lengst til hægri.
Eftir yfirlýsingu Edens er
Rómverjum kennt að haga
sér í loftárásum.
300,000 Þjóöverjar til ítalíu eftir töku Tunis
Eftir yfirlýsingu Edens í neðri málstofu brezka þingsins
um daginn, um að Bretar muni gera geigvænlegar á-
rásir á Róm, ef þeir telji þess hernaðarlega þörf, hefir
mikill felmtur gripið ítölsku stjórnina.
Blpðin í Rómaborg hafa nú
í fyrsta skipti birt leiðbeiningar
til almennings um hegðun
manna, ef til loftárása kemur.
Áður haf a blöð í öðrum borgum
birt slíkar leiðbeinirígar, en
ítalir hafa alltaf vonazt til þess,
að litið yrði á Róm sem óvíg-
girta borg.
I
Herflutningar til Italíu.
Þjóðverjar halda áfram her-
flutningum sínum' suður á
ítalíu og fer hver herflutninga-
lestin af annari suður um
Brennerskarð, full af hermönn-
um og allskonar hergögnum og
nauðsynjum.
Hermálaritari Lundúnablaðs-
ins Daily Express segrr um
þetta, að Þjóðverjar hljóti að
veikja sig tilfinnanlega í öðrum
löndum Evrópu til þess að
styrkja aðstöðu sína þar suður
frá. En það er ekki við þvi að
búast, að þeir vilji láta ítali
eina um að verja þessar mikil-
vægu vígstöðvar.
Fregnir frá Istanbul herma,
að til Italíu muni hafa komið
um 300.000 þýzkir hermenn,
eftir að Tunis féll í hendur
bandamönnum.
!
Loftárásir bandamánna.
Það  hefir  orðið  litið  lát  á
loftsókn bandamanna við Mið-
jarðarhaf, nema á miðvikudag-
inn,  þegar nær eingöngu var
farið í njósna- og eftirhlsflug.
Annars  hefir  verið  ráðizt  á
Messina,   Palermo,   Reggio,
Cagliari og fleiri borgir,  auk
margra stórra flugvalla á Sikil-
ey og Sardiniu.
Tennisvölllur.
Bæjarstjórnin samþýkkti í gær
tillögu Gunnars Thoroddsens a'Ö
veita T.B.R. 4000 kr. styrk til bygg-
ingar tennisvallar á Iþróttavellinum.
Roosevelt
kúgar þingið
Roosevelt hefir unnið mikils-
verðan sigur í baráttunni gegn
vaxandi dýrtíð, sem hann hefir
alltaf háð, frá því að hergagna-
framleiðslan hófst fyrir alvöru
vestan hafs.
Það var sagt frá því í blöð-
um, fyrr í vikunni, að þjóðþing-
ið hefði samþykkt lagafrum-
varp um að banna forsetanum
að verja fé úr rikissjóði til þess
að bæta upp verð á landbúnað-
arafurðum.
Þegar að því kom, að Roose-
velt ætti að staðfesta þessi lög
með undirskrift sinni, neitaði
hann að gera það. Sendi hann
þinginu orðsendingu um þetta
afrek þess og hefir hann aldrei
verið harðorðari í nokkurri orð-
sendingu þau rúmlega 10 ár,
sem hann hefir verið við stjórn
og hefir hann þó synjað um
staðfestingu á einum 600 frum-
vörpum.
Sagði forsetinn, að þessi lög
mundu gefa dýrtíðinni lausan
tauminn og draga svo úr mat-
vælaframleiðslu, að það mundi
geta haft ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar.
Þegar þingið fékk þenna boð-
skap forsetans, var strax gengið
til atkvæða um það í fulltrúa-
deildinni, hvort hafa skyldi
synjun forsetans að engu. Þeir,
sem voru á öndverðum meiði
við forsetann voru 228 að tölu,
en hinir 154. Roosevelt sigraði
þvi, af þvi að til þessaðgera
synjun forseta að engu þarf tvo
þriðju hluta atkvæða.
BANDJyVIENN hjá Mubo
og  við  Nassau-ílóa  taka
höndum saman.
Mesti sigur sóknarinnar
Bandamenn  vona.  að  japanski
flotinn gefi færi á sér.
Hersveitir MacArthurs hafa nú unnið mesta sig-
ur sinn í sókninni til þessa, þær hafa nefni-
lega getað náð höndum saman milli Mubo og
Nassau-flóa. Þegar ameríska liðið var komið á land yið
flóann á þriðjudaginn fóru Ástralíumenn, sem voru
við Mubo, á stúfana til þess að reyna að ná sambandi
við þær og það hefir nú tekizt.
Ástralíumenn sóttu niður eftir fljóti einu, sem rennur i
Nassau-flóa og á leið sinni þangað lentu þeir aðeins í litlum
bardögum við Japani, en þeir létu jafnan undan siga fljótlega,
því að þeir óttuðust bersýnilega, að amerisku hersveitirnar
gæti komið af tan að þeim.     .
Það   hefir   annars   vakið
nokkra eftirtekt, hvað lítið hef-
ir orðið um varnir hjá Japön- ' flugvélar að koma til árása. En
Loftárásir.
Þegar dagaði fóru japanskar
um við Nassau-flóa og er það
sönnun þess, að landgangan
hefir komið þeim alveg á óvarl.
Litlar fregnir frá
öðrum vígstöðvum.
Enn berast ekki nákvæmar
fregnir af bardögunum austur á
Sakomonseyjum, en þó má ráða
það af ýmsu, að báðir búa sig
undir næstu lotu, sem hefst þá
og þegar, er Japanir gera fyrstu
verulegu gagnárás sína.
Loftárásum og stórskotahríð
er haldið uppi á Munda, en þó
stafar flugvellinuni mest hætta
af því, ef ameríska liðið á Wiru
gæti brotizt gegnum. skógana
norður, til Munda.
Talið er að Japanir hafi um
30.000 menn á þessum slóðum.
Herskip bandamanna fara
allra ferða sinna um eyjasvæðið
fyrir norðan Nýju-Georgíu. Hafa
þau skotið víða á stöðvar Jap-
ana. Herfræðingar bandamanna
láta í ljós þá von, að japanskur
floti hætti sér suður á bóginn,
svo að fluglið og floti banda-
manna geti sýnt honum i tvo
heimana.
Sjónarvottur segir frá.
Nú hefir borizt fyrsta frásögn
sjónarvotts af sókn banda-
manna á suðvesturhluta Kyrra-
hafs. Hún er frá Henry Keyes,
íréttaritara Daily Express.
Hann segir, að Japanir hafi
enga hugmynd haf t um það, að
bandanienn hafi verið að fara að
þeim, því að fyrstu sveitirnar,
sem fóru á land á Rendova-
ey komust þangað án þess
að eftir þeim væri tekið.
Þær voru settar á land af tund-
urspillum, sem áttu að ryðja
brautina upp að ströndinni, ef
einhver japönsk varðskip væri
þar á vakki. En ekkert skip var
sjáanlegt og' Japanir hófu ekki
skothríð, fyrr en langt var kom-
ið að setja aðalliðið á land.
Rrátt streymdu innrásarbát-
ar að landi, sumir beint inn i
höfnina í Rendova, þar sem þeir
urðu að þræða svo mjótt og
hlykkjótt sund, að það hefði
verið betra að mæla það i senti-
metrum en metrum,. Tundur-
spillar ösluðu úti fyrir, því að
það hafði orðið vart kafbáta.
Þeir gátu þó aðeins sökkt einu
skipi, en ekki fyrr en það var
búið að losna við lið sitt.
jafnskjótt var aragrúi amer-
ískra orustuflugvéla kominn á
vettvang og tókust óðir lof tbar-
dagar. 'Hver japanska flugvélin
af annari hrapaði brennandi til
jarðar, ýmist eftir einvígi við
amerískar flugvélar eða þær
féllu fyrir skotfimi loftvarna-
skyttanna á amerísku skipun-
um.
Það voru gerðar margar á-
rásir og í einni þeirra skutu
loftvarnaskytturnar     hvorki
meira né minna en 12 flugvélar
niður á 10 minútum. Sumir jap-
önsku flugmannanna reyndu
að steypa vélum sínum á skot-
mörkin, en varnirnar voru of
góðar til þess að þær kæmist
nokkuru sinni alla leið.
Þegar komið var fram, að há-
degi var mótspyrna Japana brot-
in á bak aftur og yfirráð amer-
íska liðsins tryggð á eynni.
Markmiðið.
Það er almenn skoðun, að
bandamenn ætli sér að hrekja
Japani burt af Salomonseyjum
og framkvæma tangarsókn það-
an og frá Nýju-Guineu, til þess
að ryðja þeim burt af Nýja-
Rretlandi, þar sem þeir hafa
öflugustu bækistöð sína. Hitt
er annað mál, hvort þeir telja
sig hafa styrk til þess að fram-
kvæma það i þessari lotu, eða
ætla sér að fara það með hvíld-
um.
þjófnaður
Aðfaranótt miðvikudags, 30.
júní, var stolið skúr, sem stóð
við Sogsbrúna. Skúrinn var
settur saman úr flekum og all-
rammbyggður. Þjófarnir tóku
skúrinn á bíl og óku með hann
burt, eftir því sem upplýst var
af þeim, sem sáu til þeirra,
enda höfðu þeir á leið sinni slít-
ið símalinu í Ölfusi.
Nokkrir menn munu hafa að-
stoðað við þetta, og þykir ekki
ósennilegt, að einhverir þeirra
hafi verið í góðri trú — ög talið
allt með felldu. Þeim væri viss-
ara að gefa sig sem fyrst fram
við rannsóknarlögregluna í
Reykjavík, sem hefir rnáhð til
meðferðar, ella eiga þeir á
hættu að sæta dómi jafnt og
hinir seku.
Koladeilan i U.8.A.
£nn eru margir
í verkfalli
Enn er fjöldi amerískra
námaverkamanna ekki snúinn
aftur til vinnu, enda þótt þeinr
fari jafnt og þétt fækkandi.
. Ickes, innanríkisráðherra,
hefir skýrt frá því, að þeir
námamenn, sem vinna við
vinnslu „mjúkra kola", streymi
til vinnu, en þeir fari sér hæg-
ara, sem vinna við „hörð kol".
í gærmorgun höfðu 83 af hverj-
um hundrað hinna fyrrnefndu
teldð upp vinnu af tur, en aðeins
39 af hundraði hinna áður-
nefndu.
Roosevelt hefir útlilutað Iekes
tiu milljónum dollara til kola-
vinnalu hins opinbera.
100,000 nýjar
herflugvélar
Roosevelt udirritaði í gær lög
um eina mestu f járveitingu sem
sögur fara af til ameríska hers-
ins.
Á f járhagsári því, sem er að
hefjast, á að verja sem næst
14.000 milljónum sterlings-
punda til hersins. Meðal annars
er ætlunin að smíða 100.000
flugvélar fyrir þetta fé, en
miklu verður varið til að finna
upp ný vopn og endurbæta þau
sem fyrir eru.
15.000 smálestir aí
sprengjum  á Þýzka-
lánd í júní
1 mánuðinum sem leið varp-
aði brezki flugherinn hvorki
meira né minna en 15,000 smá-
lestum sprengja á Þýzkaland.
Megnið af þessu spréngju-
magni var kastað niður tuttugu
siðustu daga mánaðarins, er
hinar geigvænlegu árásir voru
gerðar á borgirnar í Ruhr.
Sprengjumagnið hafði vaxið
talsvert frá því i maí, þegar
varpað var piður 12.500 smálest-
um en i apríl var aðeins varpað
niður 10.000 smálestum.
Messur á morgnn:
Dómkirkjan. Kl. 11 f. h. sr.
Sveinn Víkingur.         ,    ;.
Hallgrímssókn. Kl. 2 í Austur-
bæjarskóla, sr. Sigurbjörn Einars-
son.
' Nesprcstakall. Messað í kapéllu
háskólans kl. 2 á morgun. Robert
Jack stígur í stólinn.
Fríkirkjan í Reykjavik. Kí. 2 e.
h. sr. Árni SigurÖsson.
Frjálslyndi söfnnðurinn. Kl. 5 e.
h. sr. Jón Auðuns.
Kaþólska < kirkjan. Kl. 10 í
Reykjavík og kl. 9 í Hafnarfirði.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 2
e. h. sr. Jón AuÖuns.
Bessastaðir. Kl. 2 e. h. sr. Hálf-
dán Helgason,
Silfurbrúðkaup
eiga á mánudaginn kemur Ranr
veig Sigurí5ardóttir og Hallgrímur
Jónsson I. vélstjófi á Dettifossi, til
heimilis a'Ö Borgarholti vi?S Kapla-
"skjólsveg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4