Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						1	Ritstjórar:	
Kristj	án  Guðlaugsson	
Hersteinn Pá B		Isson
1	Skrifstofur:	
¦   Félagsp	rentsmiðjan	(3. hæð)
»- V
*>,
33. ár.
**JB£    *V   ,-fTi
Reykjavík, laugardaginn 10. júlí 1943.
Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla	Slml: .1660 5 Un'ur
1  —*•«•- T-	154. tbl.
jrqr"*' —nrai 6— —""
iivrivr
OPU
Amerískar, brezkar og kanadískar her-
sveitir réðust í nótt á land á Sikiley.
eru undir yflrstjórn Eisen-
howers.
Kl. 3 í mopgun eftir Norðup-Afpíku-tfma hóíu
liersveitir bandamanna þap hepnaðaradgerðir þaei% sem
allur heimurinn heflr beöið eftir undaniarna mánuði,
innrás. — f nótt vopu blaðamenn skyndílega kallaðir á
fand Eisenhoweps í hinum nýju aöalbækistöðvum hans
sem hann mun hafast viö í meðan á innrásaraðgerðum
stendup, og þeim tilkynnt aö amepiskap, bpezkap og
kaiiadiskar hersveitir, undir stjórn hans hetðu gengid
á land á Sikiley.
Tilkyhning Eisenhowers um þetta var stuttorS og
hljóðar á þessa leið:
„Hersveitir bandamanna hófu innrásaraðgerðir á
Sikiley snemma í morgun, eftir að á undan voru gengn-
ar miklar loftárásir á stöðvar möndulhersins á eynni.
Herskíp bandamanna vörðu innrásarflotann og meðan
herinn gékk á land hélt hann uppi látlausri skothríð á
strandvirki f jandmannanna."
Til að byrja með eru litlar
fregnir af þessum hernaðarað-
gerðum, þangað til séð er
liversu öflugir Italir og Þjöð-
verjar eru, en samkvæmt fyrstu
fregnum, sem blaðamenn hafa
getað sent frá hinum-nýju bæki-
stöðvum Eisenhowers þá gekk
allt eins og til var ætlazt.
Eins og að ofan getur, hófst
landgangan í myrkri um klukk-
an þrjú eftir Norður-Afríku-
tima, en mun vera kí tvö hér.
Veður. var hið bezta og var
gengiS á land á vesturodda eyj-
arinnar, i námunda við Trapani,
•en þangað er svo stutt frá NorS-
ur-Afríku, aS skip geta skropp-
ið þar yfir á örfáum, klukku-
stundum.
Einu fregnir, sem borizt hafa
af bardðgum eru á þá leið, aS
flugher möndulveldanna veiti
hina harðvítugustu mótspyrnu
og standi yfir grimmilegustu
loftbardagar yfir vesturhluta
¦eyjarinnar, en flugherir banda-
manna geri miskunnarlausar
árásir á alla flugvelli hennar.
Flugmenn þeir, sem veriS hafa
í leiSöngrum yfir eynni skýra
frá þvi, áð möndulherinn vinni
nú að því aS sprengja upp hafn-
armannvirki hingað og þangaS
á henni, til þess aS koma í veg
fyrir.það, að bandamenn geti
hagnýtt sér hafnirnar.
Frakkar aðvaraðir.
Um líkt leyti og innrásin
hófst byrjaSi útvarpiS i Alsír
aS útvarpa til Frakklands. Var
lesin upp tilkynning. til allra
Frakka frá Eisenhower hers-
höfSingja. SagSi hann, aS m'eð
ínnrásinni á Sikiley væri stigið
fyrsta skrefið til að frelsa
meginland Evrópu undan
möndulveldunum. Áður en þvi
yrði lokið, mundi verða barizt
af mikilh heift vog mörgum
mannslífum fórnað, en Frakk-
ar ætti að vera hinir rólegustu,
þangað til þeim yrði gefið
merki um að rísa upp gegn
kúgurum sínum og berjast við
hlið hinna gömlu bandamanna
sinna.
Loftárásirnar.
Það þótti nokkurnveginn sýnt
fyrir einni viku, að bandamenn
mundu fara að leggja i innrás,
því aS þá tók flugher Coning-
hams aS gera loftárásir á flug-
vellina á Sikiley. Hlutverk þess
flughers hefir jafnan verið aS
ryðja landhernum brautina, en
flugher Doolittles hefir jafnan
verið sendur til marka, sem
hafa verið lengra á brott og
árangurinn af árásum hans
hefir heldur ekki komiS eins
fljótt i Ijós.
Þá var þaS líka sönnun þess,
að eitthvað mikið mundi á
seyði, þegar loftárásirnar voru
hertar um allan' helming um
miðja viku. Þá voru gerðar !
árásir nætur og daga á suma
flugvellina, svo að einn varð til
dæmis fyrir 19 árásum á einum
sólarhring.
Þýjzka útvarpið birti í gær
fregnir um aukinn herskipa-
styrkleika bandamanna á Mið-
jarðarhafi.
Voru fregnirnar um þetta
á þá leið, að tvö orustuskip af
flokkinum, sem kenndur ev við
King George V. hafi sést halda
austur Njörvasund inn á Mið-
jarðarhaf. Aðrar fregnir herma,
að alhnörg amerísk herskip hafi
komið til Miðjarðarliafsins, þar
á meðal nokkur beitiskip og
flugstöðvarskip.
Vegna hinna miklu loftárása
bandamanna á Sikiley og mann-
virki þar er orðinn mikill skort-
ur á neyzluvatni á eynni. Vatn
er  víða  mjög  af  skornum
skammti á eynni ,en árásir
bandamanna hafa eyðilagt
vatnsveitur og leiðslur. Segir i
fregn, sem LundúnablaSið
Daily Mail birtir, að ströng
vatnsskömmtun hafi verið tek-
in upp víðsvegar á eynni.
Síðiisiu  fréttir
Italir hafa viðrkennt innrás-
ina og segja, að fallhlíf ahersveit-
um hafi verið beitt.
Herstjórnartilkynning Eisen-
howers gaf engar upplýsingar
um þá staði, sem innrásin var
gerð hjá né heldur, hversu mjög
bandamönnum hefði orðið á-
gengt. Hinsvegar var sagt frá
því ,að gerðar hefði verið lát-
lausar árásir á flugvélli í gær
og fyrrinótt og meðal annars
ráðizt á aðalbækistöðvar mönd-
ulhersins í Taormina á Sikiley.
Bretar gerðu í nótt harða
írás á Gelsenkirkchen. Tíu
flugvélar þeirra voru skotnar
niður.
Næturlæknir.
Slysavarðstofan, sími 5030.
Helgidagslæknir.
Bjarni  Jónsson,  Reynimel  58,
sími 2472.
Næturvörður  næstu  viku.
Ingólfs apótek.
Hjúskapur.
I dag verÖa gefin saman í hjóna-
band af sr. Helga Sveinssyni aö"
Arnarbæli, ungfrú Ingibjörg
Sveinsdóttir og Þorgrimur Magn-
ússon, á Bifrei'Öarstöð Reykjavik-
ur. Heimili þeirra veröur á Kjart-
ansgötu 5.
Ríissland:
Þjóðverjum enn
haldið í skeí jum.
Kn næsti §olarhring;nr mun ráda
úrsiIiÉum.
Æðisgengnir bardagar geisa nú viS Byelgorod, þar
sem Þjóðverjar reyna að víkka fleyg þann,
sem þeir hafa rekið í varnarlínu Rússa, en
Rússar berjast eins og l.jón að því að loka línunni að
baki Þjóðverjum og umkringjá þá.
Það er ekki talinn neinn efi á því lengur, að hér er um að
ræða upphaf að öflugri þýzícri sókn, en svo virðist einnig sem
Rússar Iiafa haft öflugan viðbúnað. Þjóðverjar gera víða
leiftursnöggar árásir annarsstaðar á vígstöðvunum í þvi skyni
að kanna viðbúnað Rússa þar og reyna að finna staði, sem illa
eru varðir.
Enn halda Rússar Þjóðverj-
um í skefjum, og eru fregnir að
öðru , leyti af skornuiii
skammti. Er talið að a þessum
sólarhring muni endanlega
verða úr því skorið, hvort
Þjöðverjum tekst að brjótast í
gegn, eða hvort Rússum tekst
að eyðileggja sóknaráform
þeirra.
Þjóðverjar halda þvi fram,
að sókninni sé beint gegn liði
og birgðastöðvum Rússa, sem
átt hefði að nota til sóknar
gegn þýzka hernum. Einnig
fullyrða þeir, að' það varalið,
sem nú streymir til vígstöðv-
anna, hefði átt að nota annars-
staðar til árása, en á þessum
slóðum fái flugher ÞjóðverJH
'kærkomið tækifæri til að ráð-
ast á varaliðsflutninga að baki
víglínu Rússa.
Útvarpsfyrirlesari i London
benti á það í morgun, að þetta
sé í fyrsta skipti, sem það hafi
tekizt í nútíma-hernaði, að
stemma stigu við einbeittri á'
rás vélahers. Renti hann á, íéS
ávallt áður hefði vélaher tekizt
að brjótast í gegn, að minnsla
kosti á takmörkuðu svæfíi, cn
hér væri engu sliku til að,
dreifa. Það, sem Þjóðverjar
hefðu á unnið, hefði kostað þá
dæmalausar fórnir, en þéir
hefði hvergi brotizt í gegn um
víglínur Rússa.
SIKILEY
Frá Ron-höfða í Túnis eru innan við 160 kílómétrar til flug-
vallarins við Marsala á vesturströnd Sikileyjar og um 240 km.
til Palermo, herskipahafnarinnar á norðanverðri eynni. Það er
vitað, að Þjóðverjar hafa notað Sikiley fyrir aðal-birgðastöð
sína í öllum viðureignunum um Tripolis og Túnis, og þaðan hef-
ir loftárásum þeirra gegn Malta verið bejnt. Að eynni Pantellariu
tekinni, virðist það augljóst, að Sikiley hlýtur að vera girnilegt
mark.
Innrás á Sikiley hlýtur að
vera fyrsta skrefið að allsherj-
ar innrás i ítaliu, því að þótt
hægt 'sé fyrir bandamenn að
halda Sikiley einni og láta aðra
hluta Italíu i friði, þá liggur
leiðin til Italíu í fléstum tilfell-
um um Sikiley. Það eru liðlega
300 km. frá Palermo til Neapel,
og flugleiðin þaðan til Róm er
aðeins um 480 kílómetrar.
Hafnirnar í Sýrakúsu, Kataniu
og Messínu eru veigamiklar
fyrir árásir á Kalabriuskagann,
„tána" á Italíu, enMesssínusund,
sem skilur eyna frá skaganum,
er ekki riema 3 km. á breidd.
Sikiley er eitthvert náttúru-
auðugasta hérað ítalíu. Þar eru
framleiddir tveir þriðju hlutar
af öllu víni landsins, þar á með-
al hiS nafntogaða Marsala-vín,
einn sjöundi alls hveitis, næst-
uíri allur brennisteinn og mikill
partur þess litla járngrýtis, sem
ílalía á aðgang að.
Þáð kannast allir við eyjuna
af kortinu. Hún líkist fótbolta
fyrir framan „tána" á Italiu-
skaga. Eyjan er stærsta, frjó-
samasta og fjölBýlasía eyja
Miðjarðarhafs, enda hefir hún
löngum verið þrætuepli og í
margra höndum í hinni róstu-
sömu sögu Miðjarðarhafsins.
Þúsund árum fyrir Krists burð
var hún fönísk nýlenda, síSar
grísk hjálenda. Karþagómenn,
sem höfSu höfuSborg sína
skammt frá þeim staS, þar sem
Túnisborg er nú, lögSu hana
undir sig, en létu hana af hönd-
um viS Rómverja áriS 210 f. Kr.
að afloknu fyrsta Púnver]astrið-
inu. Eftir hnignun Rómaveldis,
lögðu Frankar og Gotar eyna
undir sig, en siðar Serkir. Á
efleftu öld réðust Normannar
inn á eyna, siðai- varð hún af tur
hluti hins heilaga Rómaríkis.
Spánn og Austurriki áttu hana
um skeið, en frá 1713 réðu Sa-
vojagreifar eynni, en seldu hana
fyrir Sardiníu 1720. Um 1860
hóf Garibaldi frelsisbaráttu ít-
ala á Sikiley suður, en Viktor
Emanúel fyrsti var, eins og
kunnugt er, Sikileyjarkonung-
ur, áður en ítalía var sameinuð
í eitt ríki.
Sikiley er um 25 þúsund fer-
kílómetrar að stærð, eða sem
svarar f jórðungur íslands. Hún
er hálend mjög, hæst að norð-
an við Týrenahaf, en ,haUar
suður að Sikileyjarsundi. Mest-
ur hluti eyjarinnar er háslétta,
um 1000 metrar að hæð yfir
sjávarfleti, en að norðvestan
rís eldfjallið Etna hátt yfir há-
lendið í 32740 metra hæð. Á
eynni er fátt góðra hafna. Bezt
er flotahöfnin Palermo að
norðanverðu og hafnirnar að
austan, meðfram Messínasundi.
Árnar renna aðallega til suð-
urs. Þær eru grunnar, misjafn-
ar að vexti og ekki skipgengar,
vaxa i leysingum, en þorna á
hitatímanum. Loftslagið er
mjög hlýtt, en rigningaleysi
veldur stundum tjóni, vor og
haust.
Fjórar milljónir ibúa lifa
mestmegnis á akuryrkju, en
Sikiley er eitthvert þéttbýlasta
hérað ítaliu. Moldin er frjósöm,
einkum í hlíðum Etnu, Rækta^ð
er hveiti, bygg og rúgur, mais,
olívur, ávextir, möndlur, baun-
ir, fíkjur, ferskjur og vinviður.
Qft er erfitt um áveitu vatns
og viða eru notaðar frumstæðar
ræktunaraðferðir, svo sem
plógar úr trjágreinum. Kornið
er stundum þreskt með því að
troSa þaS fótum. Bæjarhús eru
sjaldséS, því aS stórbændur búa
ekki á jörSum sínum, en yerka-
fólk lifir i þorpum eSa borgum.
ASal-námagröfturinn er brenni-
steinsvinnsla, um 2 millj. smá-
lesta á ári. Brennisteinn er graf-
inn hjá Galtanisetta á miSri
eynni og hjá Agrigento á suSur-
ströndinni. Járnsteinn er graf-
inn á nokkurum stöSum. Á Li-
pari-eyjum að norðan er graf-
inn pimpsteinn, og asfalt er
unnið nálægt Sýrakúsu.
Palermo er stærsta borgin
(420 þús. íb.), fögur borg og
vel í sveit sett. Á norðvestur-
ströndinni eru Trapani og Mar-
sala (vinrækt). 1 Trapani er
unnið salt úr sjó. Næst Palermo
að stærð er'Catania (250.000).
Sýrakúsa' að sunnan er forn
grisk borg. Þar átti snillingur-
inn Arkimedes heima og varði
borgina fyrir umsátri Róm-
verja. Þar eru merkar rústir
grískra og rómverskra leik-
Frh á 3. sðu..
4f
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4