Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Rítstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan  (3. hæð)
Ritstjórar Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla	Slml-. 1660 S.ílriur
33. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 15. júlí 1943.
159. tbl.
Herskip skutu [á Cataniu
og Porto Empedocle í gær.
Bretar aðeins um 30 km. írá Cataniu.  .
Frakkar taka þátt í bardögum. — Herteknir
flugvellir aftur í notkun. — ítölskum hrað-
bátum sökkt á Messinasundi.
Meðan hersveitir bandamanna héldu jafnt og þétt
áfram göngu sinni til norðurs og vesturs á
Sikiley í gær tóku létt herskip að skjóta á
Cataniu og Porto Empedocle. Það er til þessara borga,
sem bandamenn stefna sókn sinni og enn hefir ekki
orðið vart við það, að möndulherinn hafi komið sér
upp neinum stöðvum, sem geti stöðvað þá til langframa.
Herskipin skutu bæði á höfnina og flugvöllinn í Cataniu, en
Porto Empedocle er hafnarborg Agrigento og var einkum skot-
ið á höfnina þar. Brezkar og kanadiskar hersveitir voru í nótt
sagðar aðeins um 20 km. frá Cataniu, en Bandaríkjamenn eru
heldur lengra frá Agrigento og Porto Empedocle.
Sóknin til Cataniu er miklu
hættulegri fyrir möndulherinn,
þvi aðef bandamenn há henni,
þá eru þeir búnir að ná meira
en hálfri austurströnd eyjarinn-
ar á vald sitt og hafa jafnfr'amt
opna leið eftir sléttunni, sem
heitir eftir borginni og nær inn
á miðja eyjuna.
Flugmenn, sem hafa flogið
yfir sléttuna, skýra frá því, að
óslitinn straumur farartækja og
herflokka streymi niður úr f jöll-
unum, sem eru sunnan *áð
hana. Fyrir vestan þá eru mönd-
ulhersveitir, sem verið hafa
vestan til á eynni, en þær eru
enn svo langt í burtu, að þær
munu ekki geta hindrað það, að
bandamenn flæði yfir hana.
Játa ítalir það líka, að banda-
menn muni gela komið svo
miklu lði á sléttuna, áður en
meginlið þeirra sjálfra komist
þangað, að það sé óvíst, hvorir
hafi meira lið þar.
Harðari bardagar.
Það hefir nú frétzt til öflugra
sveita Þjóðverja i námunda við
Augusta. Hafa þeir gert árásir á
Breta og Kanadamenn, en þeir
hrundu árásunum.
Er búizt við allhörðum árás-
um bráðlega á Cataniusléttunni.
Sókn til Messina.
Sertorius höfuðsmaður, sem
er hernaðarsérfræðingur þýzku
fréttastofunnar, sagði i gær, að
það væri augljóst, hvað fyrir
bandamönnum vekti. Þeir ætl-
uðu bersýnilega að sækja fyrst
norður með austurströndinni til
Messina, til að loka leiðinni yfir
sundið fyrir möndulveldunum
og sækja síðan vestur eftir
eynni.
Frakkar eru með.
Yfirherstjórn Frakka í Alsír
hefir skýrt frá því, að franskt
lið sé farið að berjast á Sikiley.
Þess er ekki getið, hvort Frakk-
ar hafi verið meðal fyrstu inn-
rásarsveitanna, en svo mun
ekki hafa verið, því að ekki yar
sagt frá þeim i fyrstu tilkynn-
ingu Eisenhowers.
Flugvellir teknir
í notkun.
Flugsveitir bandamanna eru
farnar að nota þá flugvelli á
Sikiley, sem þeir náðu fyrst og
höfðu ekki orðið fyrir svo mikl-
um skemmdum, að þeir væri
ónothæfír. Hafa bandamenn nú
alls um tíu ítalska.flugvelli á
valdi sínu og sá síðasti bættist
við í gær. Var það flugvöllur-
inn hjá borginni Ponte Oliva,
sem var tekinn í gær. Hann er
tæpa tíu kílómetra inni í landi
fyrir norðan Gela, sem Banda-
ríkjamenn tóku.
Meðal þeirra flugvéla, sem
bandamenn nota, eru amerískar
Mustang-vélar af nýrri gerð.
Eru þær steypivélar og segja
flugmenn þeirra, að þeir hafi
eyðilagt um 700 flutningabíla
fyrir Itölum og Þjóðverjum.
Hraðbátar á
Messinasundi.
Brezkir hraðbátar hafa farið
alla leið norður undir Messinu.
Fóru þeir þangað í fyrrinótt og
béldu ítalir, þegar þeirra varð
vart, að þar væri þeirra eigin
hraðbátar á ferð. Loks mættu
Bretarnir tveim ítölskum hrað-
bátum og var þeim báðum
sökkt.
Annars hefir orðið vart við
allmikið af ítölskum kafbátum
við strendur Sikileyjar, en
árásir hafa verið gerðar á þá og
telja bandamenn. að þeir hafi
sökkt tveim þeirra.
Loftsóknin.
1 lof ti haf a bandamenn aldrei
verið eins athafnasamir, því að
síðan þeir byrjuðu að nota
flugvelli á' eynni sjálfri geta
orustúflugvélar þeirra farið á
hvern stað á henni, enda er það
gert. Flugvélar frá Malta taka
líka þátt í sókninni og eru þær
mikið á ferli á næturþeli. í
fýrrinótt skutu þær niður ellefu
flugvélar.
Heillaskeyti.
Þeir Montgomery og Cun-
ningham hafa sent kanadisku
hersveitunum á Sikiley heilla-
skeyti fyrir það, hversu vel þær
gengu fram í landgöngunni.
Sagðist Montgomery hafa vitað,
hvernig Kanadamenn mundu
standa sig, því að þeir væri af-
bragðs hermenn, en Cunning-
ham lagði áherzlu á það, hversu
mikilvæg taka Sikiléyjar væri,
ekki sízt vegna samgangna
bandamanna um Miðjarðar-
liafið.
Munda:
Bandaríkjamenn fast
.   við völlinn.
Bandamenn hafa enn mjak-
azt í áttina til Munda-flugvallar-
ins á Nýju-Georgiu.
Fregnir, sem bárust frá
eynni í gærkveldi, voru á þá
leið, að ameríska liðið væri á
einum, stað "aðeins eina mílú,
rúmlega hálfan annan kílóm.,
frá vellinum. Flugliðið veitir
fótgönguliðinu stuðning, en
Japanir eru gjörsamlega án
flugvélaverndar.
Blaðamaður einn símar, að
Bandaríkjamenn hafi gengið á
land á örlitilli klettaeyju við
Kolombangara. Er hún lítið
annað en kóralrif, en getUr
komið að notum sem fallbyssu-
stæði.
Nimitz flotaforingi lét svo
um mælt i gær, að nú bærist
skip, flugvélar og menn til
Kyrrahafsins í nægilega ríkum
mæli, til þess að Bandaríkin hafi
ávallt frumkvæðið.
Mikilvæg herstöð
tekin á N.-Guineu.
Bardagar hafa blossað upp á
Nýju-Guineu. Hafa hersveitir
bandamanna hjá Mubo lagt til
atlögu og tekið vel víggirta her-
stöð í varnakerfi Japana þar.
Með því móti háfa þeir um-
kririgt allmikið japanskt lið.
Búizt er við því að banda-
menn hefji lokasókn til Sala-
maua bráðlega.
Kvenfél. Hallgrímskirkju
fer skemmtiferð á þriðjudaginn
kemur til Þingvalla og Sogsfossa.
Upplýsingar í símum 2338, 4740 og
3169.
Þjoðverjar
kvaxta um
stórrigningar.
Bardagar lágu niðri að mestu
í gær á vígstöðvunum milli
Kursk og Orel, eins og í fyrra-
dag. Hinsvegar er barizt af
sama kappi þar fyrir sunnan,
en engar breytingar hafa átt
sér stað svo að tel jandi sé.
Það eru nú liðnir tiu dagar
frá því að bardagar blossuðu
upp aftur umhverfis Kursk, en
hvorir sem hafa átt upptökin,
þá er það vist, að um land-
vinninga hefir ekki verið að
ræða. Að minnsta kosti hafa
herstjórnirnar ekki getið þess.
Þjóðverjar sögðu frá þvi í
gær, að brugðið liefði til mik-
illa rigninga, sem geri það að
verkum, að erfitt er að flytja
þting bergögn til. Áður höfðu
þeir minnzt á það, að hersveitir
þeirra ætti við erfiðleika að
síríða vegna þess, hvað larids-
'agið væi'i erfitt og vegir yfir-
leitt í vondu ásigkomulagi.
Síðan farið var að berjast
hefir yfirleitt dregið heldur úr
loftárásurh á borgir langt að
baki víglinanna. í fyrrinótt
byrjuðu Rússar þó á nýjan leik
l>essar árásir með því að varpa
sprengjum á Orel. Segjast þeir
bafa hæft flutningalestir á
brautarstöðinni þar. •
Japanir hefja sókn,
Japanir hafa byrjað sókn í
Shansi-fylki, segir í tilkynningu
frá Chungking.
Þeir hafa mikið lið og það nýt-
ur stuðnings aragrúa flugvéla.
Geta .Kínverjar ekki stöðvað
Japáni, en þeir eru öruggir um
að geta neytt þá til undanhalds,
þegar flutningaleiðir þeirra
fara að lengjast um of.
Amerískar flugvélar i Kina
hafa gert árás á Haiphong í
Franska Indo-Kína. Skip i höfn-
inni urðu fyrir sprengjum.
Járnbraut rofin í
Jugoslaviu.
Skæruflokkar í Jugoslaviu
hafa rofið járnbraut frá Sara-
jevo á mörgum stöðum á 30
km. svæði.
Með því að rjúfa samgöngur
um brautina gátu þeir yfirbug-
að setuliðið í smáborg einni, en
þar var mikil birgðastöð braut-
arinnar. Meðal herfangs þess, er
skæruflokkurinn náði voru
tvær smálestir af dynamíti og
mikið af allskonar skotfærum.
Ný pólsk stjórn.
Pólverjar eru nú búnir að
mynda nýja stjórn í London.
Forsætisráðherra er Mikola-
jczky, én varamaður hans Kara-
pinski. Taddeus Roníér, sem var
sendiherra Pólverja i Moskva,
þegar Rússar slitu stjórnmála-
sambandi við Pólverja, verður
utanríkisráðherra.
Þrettán menn eru í stjórn-
inni og eru þeir úr f imm f lokk-
um.
Síðustu  fréttir
Miklar lof tárásir á
Frakkland í gær.
Flugvirki réðust á flUghöfn Parisar.
Bandamenn héldu meðal annars upp á þjóðhátíðardag
Frakka í gær með því að fara til árása á marga staði í
Frakklandi. Voru bæði amerískar, brezkar, franskar og pólsk-
ar flugsveitir sendar frá Bretlandi, auk flugsveita frá samveW-
islöndum Breta.
Flugvirkin fóru til þriggja
staða, meðal annars til Le
Bourget við Paris, sem var
stærsti flugvöllur Frakklands
fyrir stríð. Sprengjum var látið
rigna yfir flugsýli vallarins og
flugvélar á honum. Mjög harðir
bardagar voru háðir við þýzkar
orustuflugvélar og segir brezk-
ur blaðamaður, sem var i einu
virkinu, að á 25 minútum hafi
að jafnaði verið gerðar þrjár
árásir á það. á hverri mínútu.
Þau réðust líka á viðgerðar-
skýli fyrir Focke-Wulf-vélar,
sem er í Villa Coublet skammt
fi-á París og flugvöllinn við
Amiens
Frönsk flugsveit, sem var
stofnuð fyrir nokkuru og hefir
verið nefnd Lorraine-sveitin
réðst á flugvellina í Abbevile og
Triqueville. Auk þess fóru or-
ustuvélar til árása á járnbrautir
og pramma á skipaskurðum.
Átta af sprengjuflugvélunum
voru skotnar niður og f jórar or-
ustuvélar. Skytturnar i flug-
virkjunum telja sig hafa skotið
niður 45 vélar og orustuvélar
bandamanna grönduðu sex að
auki.
Jaas&ri" seoir ekki
f
! 1 siðasta mánuði biðu 201
manns bana af völdum loftárása
á Bretlandi, þar af 82 konur og
börn. Á sama  tíma  slösuðust
j 283 manns svo mikið, að það
varð að flytja þá í sjúkrahús.
Tilkynning Eisenhowers: 1
gær sóttu hersveitir banda-
manna talsvert á. 8. herinn sótti
fram nokkrar.milur frá Agusta
og amerískar hersveitir, sem
sækja fram hjá Gela hafa tekið
^ar flugvöll og nokkrar mikil-
vægar hæðir umhverfis hann.
Fangatalan er komin upp í
12.000 og hafa 8000 þegar verið
f luttir á brott.
Messina hefir síðustu 36
stundir orðið fyrir meiri loft-
urásum en nokkru sinni. I
íyrrinótt gerðu kanadiskar
Wellington-vélar árás á hana, í
gær fóru um 200 flugvélar frá
Tunis þangað og síðar um dag-
jnn Liberator-vélar frá Lýbiu.
Loks skýra ItaUr frá því, að enn
ein árás hafi verið gerð í nótt.
Þjóðverjar tilkynna: Rússar
halda áfram árásum sínum hjá
Byelgorod, en vinna ekki á. Þeir
misstu í gær 330 skriðdreka og
70 flugvélar. Þessi orusta er
mesta orusta Rússlandsstyrj-
aldarinnar.
1 loftárásum á Frakkkmd í
gær voru 23 flugvélar skotnar
uiður, þar af 14 4-hreyfla.
En krefst endurskoðunar
ví sitölureiknings.
Trúnaðarráð Dagsbrúnar hélt
f und í gærkvöldi til þess að ræða
um það, hvort segja skyldi upp
kaupsamningum við atvinnu-
rekendur að þessu sinni.
Samþykkti fundurinn að
leggja fyrir félagsfund, sem
væntanlega verður haldinn
næstu daga svohljóðandi álykt-
un um þessi mál:
„Verkamannafélagið Dags-
brún ákveður að segja ekki
upp samningum sínum við at-
vinnurekendur að; þessu sinni,
þar sem félagið telur að önnur
meira aðkallandi verkefni liggi
fyrir eins og sakir stalida, svo
sem endurskoðun vísitöluút-
reikningsins eins og lofað var,
þegar samningar voru gerðir, en
sem ekki hefir verið efnt, en
félagið telur að vísitalan gefi
ranga hugmynd um raunveru-
legan vöxt dýrtiðarinnar.
Ennfremur vill félagið beita
sér af alefli fyrir því, að foa-
dráttur skattaframtals verði
bækkaður a.m.k. i samræmi við
aukna dýrtíð og að séð verði
fyrir nægilegum og hagnýtum
verkefnum fyrir verkamenn
næsta vetur, svo að komið verði
i veg fyrir atvinnuleysi". •
Svifflug æft á Sandskeiði
3 próf tekin í gær.
TUTTUGU OG FJÓRIR PILTAR úr Svifflugféiagi lslands,
23 úr Reykjavík og 2 af Akureyri hafa verið að æfa svifflug á
Sandskeiði siðan á mánudag. Métið, sem er sameinað æfinga-
mót, prófamót og sumarfrí, mun standa til næsta mánudags.
Þessa viku hafa þeir fengið
marga góða flugdaga, þar á
meðal voru skilyrði ágæt í gær,
en þá var flogið samtals 24 flug-
líma á tveim æfingavélum, og
stóðu flugiri frá 15 til 80 mín-
útur hvert.
í gær voru tekin 3 próf, eitt
A-próf, eitt C-próf og 1 AC-próf,
en það gengur næst hinu endan-
lega svifflugprófi. Aðeins tveir
menn hafa fullnaðarpróf, en til
þess útheimtist, að fljúga i 1000
metra hæð, 50 km. ákveðná
stefnu yfir landi og að halda sér
á lofti i minnst fimm klukku-
tima. Þessir tveir menn, Agnar
Kofoed-Hansen lögreglustjóri
og Helgi Filippusson svifflug-
kennari, hafa fullnæg\ öllum
skilyrðum fullnaðarprófs, nema
að fljúga 50 kilómetrana.
Áhugi er nú mildll fyrir svif-
flugi um land allt, og getur fé-
lagið ekki nærri því annað eft-
irspurn eftir flugkennslu, enda
á það ekki nema þrjár æfinga-
vélar. Það komast þvi miklu
færri en vilja myndu á þessi
námskeið.
\
Prófum er hagað eftir fyrir-
mælum Féderation Aéronautiq-
ue Internationale, sem hafði að-
setur sitt í Paris fyrir stríðið og
var miðstöð alls sportflugs. —
Reglugerð um svifflug er ekki
til hér á landi, en þess mun
skammt að bíða að hún verði
staðfest og byggð á reglum FAI
um svifflug og próf. En sam-
kvæmt þessum reglum er A-
próf veitt fyrir flug beint áfram,
B-próf fyi-ir beygjur og G^próf
fyrir lágmarkstima á lofti og
lendingu á sama stað. AC-próf
er veitt fyrir 5 flug er standi
samtals að minnsta kosti i kl.-
stund og silfur-C-próf er hið
endanlega svifflugpróf, eins og
að ofan getur.
Svifflugfélag íslands er með-
limur í Flugmálafélagi Islands,
sem aftur er meðKmur i Al-
þjóðafélaginu, FAI.
Nokkrir  unglingsr
hafa verið dæmdir í 50 króna
sekt hver fyrir að. ganga á gras-
inu á Austurvelli og spilla blóma-
beðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4