Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						........—;--------------------------------------:--------------------    '¦ Ritstjórar:
j Kristján  Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiöjan  (3. hæð)
Ritstjórar
Blaðamenn
Auglýsingar
Gjaldkeri
Afgreiðsla
Slmh
1660
5 llnur
33. ár.
Reykjavík, þriðjudagin 20. júlí 1943.
162. tbl.
Orustan um Sikiley ræður
San Lorenzo-kirkjan
eyðilögð, segja ítalir
Mussolini var í þann veg-
inn að setja stjórnarfund,
þegar árásin hófst.
Árdegisblöðin í London
gera ráð fyrir því, að amer-
ísku flugvélarnar hafi að
minnsta kosti varpað 1000
smál. sprengja á Róm í
gærmorgun.
Það hefir verið tilkynnt i
Kairo, að flugvélar þær, sem
fóru frá Libyu, hafi varpað nið-
ur um 300 smálestum, en að
auki voru þrír flugvélahópar
sendir í árásina. I tveim voru
eingöngu flugvirki, en þeim
þriðja flugvélar af miðstærð.
Árásin stóð í tvær og hálfa
klukkustund og var beint að
járnbrautarstöðvunum San Lo-
renzo og Littoria og flugvellin-
um Champino fyrir utan borg-
ina.
í fregn frá Rómaborg í morg-
un segir, að amerisku flug-
mennirnir hafi gereyðilagt
Lorenzó-basilikuna, sem er ein
af sjö höfuðkirkjum heims.
Segir i þessum fregnum, að
flugmennirnir hafi flogið
tvisvar yfir hana, svo að rústir
einar sé eftir af þessari frægu
og fögru kirkju.
San Lorenzokirkjan er raun-
verulega tvær sambyggðar
kirkjur. Sú yngri var reist ein-
hverntíma á árunum 432—440
og i henni er grafinn Pius páfi
IX, sem lézt árið 1878. Eldri
kirkjan var reist árið 337- af
Konstantin keisara.
Pius tólfti páfi horfði á eld-
ana ,í borginni fyrst eftir að
árásin hófst og sendi jafnframt
menn út um hana, til þess að
komast að þvi, hversu mikið
tjón hefði orðið. Síðar um dag-
inn fór páfi sjálfur á þá staði,
sem höfðu orðið fyrir árásinni
og heimsótti fyrst San Lorenzo-
kirkjuna.
Rómafréttaritari Dagens Ny-
heter í Stokkhólmi símar í
morgun ,að rétt fyrir miðnætti
hafi verið gefið merki um yfir-
vofandi loftárás, en 15 minút-
um eftir miðnætti var hættan
liðin hjá. Fréttaritarinn segir, að
hann hafi ekki getað gengið úr
skugga um það, hvort árás hafi
raunverulega verið gerð á borg-
ina. Hann segir, að í árásinni í
gærmorgun hafi engin sprengja
fallið í miðhluta borgarinnar,
en ýmsar byggingar hafi enn
staðið í björtu báli, þegar kveld-
aði.
Daily Express birtir þá fregn
frá „landmærum ítalíu", að
Mussolini hafi einmitt ætlað að
fara að setja aukafund í rikis-
stjórninni, þegar merki var gef-
ið um árásina. Hann flýtti sér
þá niður í loftvarnabyrgi það,
sem hann hefir látið útbúa fyr-
íp- sig, ásamt með Umberto
krónprins og Badoglio mar-
skálki.
úrslitum stríðsins,
segir ítalskt blað.
Fran§ka útvarpið segir Italíu hafa ieiigið
allt það varalið,  §em hægt sé að s já af.
Fallhlífarhermönnum þakkað.
Bandaríkjamenn  næstum  komnir
hálfa leið til norðurstrandar
Sikileyjar.
Fallhlífahermenn hafa verið notaðir mikið af bandamönnum
i bardögunum á Sikiley. Þessi mynd sýnir Eisenhöwér kanna
sveit brezkra fallhlifahermanna, sem gekk mjög vel fram í
bardögunum i Norður-Afríku. Náðu þeir m. a. flugvöllum á
vald sitt. Það er 'ekki ósennilegt að þeir hafi tekið þátt í bar-
dögunum á Sikiley.                                *
Brezkar flugvélar gerðu í gær
árás á þýzká skipalest undan
den Helder í Hollandi. Tvö
þetrra löskuðust.
Rússlaxid.:
Memta  varoar-
orustan að byrja.
Þjóðverjar segja, að nú standi
fyrir dyrum einhver mesta
varnaorusta, sem þeir og banda-
menn þeirra hafi nokkuru sinni
háð á austurvígstöðvunum, þvi
að það megi sjá þess merki fyrir
norðan Orel, þar sem kyrrt hef -
ir verið til þessa, að Rússar
hugsi sér til hreyfings.  .
Samkvæmt frásögn talsmanns
herstjórnarinnar í Berlin birtir
Berlinarútvarpið frásögn af
því, að Rússar hafi dregið að
sér ógrynni hergagna allt til
Leningrad. Áður skýrðu Þjóð-
verjar frá þvi, að Rússar væri
byrjaðir sóknaraðgerðir á Don-
etz-vígstöðvunum suður undir
Azovshafi og á Kuban-vígstöðv-
unum, en gætu ekki , unnið
neitt á. í fyrradag eyðii^gðu
Þjóðverjar 337 skriðdreka og
liai'a því eyðilágt rúmlega 4000
siðustu vikur.
Sókn Rússa hjá Orel heldur
áfram, en þó mun hægar en
áður, eftir þvi sem hersveitirn-
ar nálgast kjarna varnanna um-
hverfis borgina. í gær segjast
Rússar hafa sótt fram 6—10
km. og tekið ineðal annars járn-
brautarstöðina Malo Archan-
gelskoje, sem er miðja vegu
mlili Kursk og Orel.
Loftárásir voru gerðar á Orel
og borgina Navla, sem er fyrir
sunnan Bryansk.
í' vikunni sem leið lauk níu
daga svifflugmóti við Aalborg.
Aðalflugkennari mótsins setti
nýtt met í langflugi, flaug meir
en 300 kílómetra.
S V-Ky rraliafid:
Bandaríkja-
menn vinna á
vid Munda.
Bandaríkjamenn á Nýju-
Georgiu hafa enn þokazt nær
Munda-flugvellinum.
Tilkynning MacArthurs i
morgun segir frá því, að her-
sveitir hafi gengið á land
skammt bak við víglínu jap-
önsku hersveitanna, svo að þær
neyddust til undanhalds og
amerísku hersveitirnar hafa náð
heidur stærri strandlengju á
sitt vald.
Miklar loftárásir eru gerðar
dag og nótt á flugvöllinn. Flug-
vélar hafa lika sökkt flutninga-
skipi hjá Bougainville-eyju, og
laskað 2 tundurspilla og flutn-
ingaskip.
í fyrrinótt fóru Liberator-
vélar frá Ástralíu í 3200 km.
leiðangur til Macassar við sam-
nefnt sund milli Celebes og
Borneo.
Japanir segjasl hafa skotið
niður 77 amei'ískar flugvélar,
sein gerðu árásir á tvær eyjar
í Vestur-Salomonseyjum þ. 5.
og 7. þ. m.
Breytíng á ferðum
þýzkra  hermanna
um Svíþjóð.
Fréttaritari United Press í
Stokkhólmi símar, að menn sé
þeirrar skoðunar þar, að sænska
stjórnin muni gera breytingu á
þeirri heimild, sem þýzkir her-
menn hafa haft til að ferðast
um Svíþjóo' á leið i orlof eða úr.
Þetta mál hefir oft verið mikr
ElNKASKEYTI TIL VÍSIS.
LONDON í MORGUN.
Eftir því sem bandamenn sækja lengra og lengra
inn á Sikiley og ekkert virðist geta stöðvað
framsókn þeirra, grípur svartsýni og ótti æ
meira um sig meðal Itala. Kemur betta greinilega fram
í blöðum og útvarpi og eitt af blöðunum í Rómaborg,
Popolo di Roma, segir afdráttarlaust, að orustan um
Sikiley muni ekki aðeins ráða örlögum eyjarinnar held-
ur alls heimsins.
Önnur blöð reyna að telja kjark í þjóðina og segir eitt þeirra,
Tribuna, að þótt ótti ttala sé á rökum reistur, þá verði menn
samt að hafa hemil á sér og megi ekki láta hann hlaupa með
sig i gönur. Allt sé komið undir því, að menn geti á hverri
stundu hugsað rólega um þau vandamál, sem leysa þarf.
Talsmaður hermálaráðuneyt-
isins í Rómaborg hefir látið svo
um mælt, að allt velti á því,
hversu fljótt og fullkomlega sé
hægt að láta varnasveitir Ev-
rópu hefja gagnsókn á hendur
bandamönnum. Síðan sagði
hann, að það væri ekki enn farið
að beita öllum styrk möndul-
veldanna til varnar Sikiley.
Þessi ummæli eru talin sönn-
un þess, að ítölum finnist Þjóð-
verjar ekki sýna nægilega mik-
inn áhuga fyrir vörnum eyjar-
innar, og játning þess, að Italir
geti ekki varizt án aðstoðar
Þjóðverja.
Vichy svarar
fyrir Þjóðverja.
Það er eftirtektarvert i sam-
bandi við þetla, að útvarpið í
Vichy segir, að allt það hð, sem
möndulveldin geti af séð eins
og nú standa sakir, hafi verið1
sent Itölum. Þetta virðist eins
og óbeint svar til Itala um það,
að þeir geti ekki vænt neinnar
frekari hjálpar frá Þjóðverjum,
um sinn að minnsta kosti.
Þýzka blaðið Múnchener
Neueste Nachrichten ritar um
þetta i sama anda og virðist
gera ráð fyrir þvi, að banda-
mönnum muni takast að ná Sik-
iley á vald sitt, en þá sé eftir að
vita, hvort þeir leggi næst í
Sardiníu eða fari yfir á tána á
Italíu.
Meðan ýms blöð bollaleggja
þannig, segir eftir sem áður í
tilkynningum möndulveldanna,
að bandamönnum miði lítið sem
ekkert áfram.
Á vígstöðvunum.
Sóknin heldur jafnt og þétt
áfram á'öllum hlutum vígstöðv-
anna á Sikiley. Þegar herstjóm-
artilkynningin var gefin  út á
ið rætt víða um heim, en það er
mjög viðkvæmt í Svíþjóð.
Bandamenn telja þessar leyfis-
fei'ðir heyra undir herflutninga,
en sænska stjórnin hefir aldrei
viljað fallast á þá skoðun. Sum
blöð hafa deilt harðlega á hana
fyrir að bahna ekki ferðirnar."
hádegi í gær, átti 8. herinn um
5 km. ófarna til Catania og all-
' ar tilraunir til að stöðva hann
liöfðu farið út um þúfur.
I   Sókn  Bandarikjamanna  er
jafnvel enn hættulegri. Þeir eru
! komnir næstum hálfa leið  til
¦ norðurstrandarinnar  og  eiga
| aðeins  stuttan  spöl  etir  til
] Enna,  aðailsamgöngumiðstöðv-
! arinnar á eynni. I gær áttu þeir
, svo skamma leið ófarna, að þeir
gátu 'skotið á vegi við borgina.
j   Montgomery  hefir  farið  i
heimsókn til Kanadamannanna,
sem eru hluti af áttunda hern-
um. Kvaðst hann vera þvi mjög
f eginn, að f á þá i her sinn, því
að  þótt  hann  hefði  áður  átt
hraustmennum á að skipa, þá
hefði hann sjaldan séð hraustari
hersveitir en hinar kanadisku.
Hætta á óheftri
dýrtíð í U.S.
Aðvðrun verkalýðsfor-
t ingja.
Willard Green, forseti verka-
mannasambandsins American
Federation of Labor, spáir
kauphækkunarkröfum af hálfu
verkamanna, ef dýrtíðin verður
ekki stöðvuð.
Green hélt ræðu í Detroit i
gær. Sagði hann, að ef verð á
matvælum og öðrum lifsnauð-
synjum yrði ekki fært niður, þá
gæti verkamenn ekki lengur
setið aðgerðalausir, þeir yrði að
fara fram á kjarabætur. Ástand-
ið færi dagversnandi í landinu
og sú hætta færðist æ nær, að
óstöðvandi verðþensla flæddi
yfir landið og færði allt þjóð-
lífið úr skorðum.
Green kvaðst vera fylgjandi
Boosevelt í þeim aðgerðum, sem
hann hefði gripið til, í því skyni
að hafa hemil á dýrtíðinni, eri
það væri sér mikil vonbrigði,
hvað þeim mönnum, sem hann
hefði falið að framkvæma
stefnu sína, hefði misheppnazt
að ná árangri i starfi sinu.
Gistihús stofnað
á StokkeyrL
Um þessar mundir er verið
að opna gistihús á Stokkseyri,
sem hefir hlotið nafnið Hótel
Stokkseyri.
Það er hlutafélag, sem heitir
sama nafni og gistihúsið, sem
hefir ráðizt í þetta fyrirtæki.
Hefir nú um skeið verið mikil
þörf fyrir gistihús á þessum
stað, vegna þess hvað samgöng-
ur við Vestmannaeyjar fara
mikið um plássið, en fólk, sem
hefir beðið eftir bilferð eða báts,
ekki getað leitað neinsstaðar i
skjól, til að fá sér hressingu eða
gistingu, ef svo hefir borið und-
ir.
Nokkrir framtakssamir menri
mynduðu því með sér félag um
að stofna gistihús' og eru þessir
í stjörn þess: Páll Guðjónsson
bílstjóri, Jón Magnússoh kaup-
maður og Pétur Daníelsson hó-
telstjóri. Hafa þeir ráðið Axel
Björnsson matsvein, til að veita
gistihúsinu forstöðu.
I kjallara hússins eru átta
herbergi fyrir einn og tvo menn,
en auk þess er þar snyrtiklefi,
miðstöðvarherbergi, þyottahús
og geymsla. Uppi er svo stór
salur (8, 6x9,3 m.), sem rúmar
um hundrað manns og annar
minni, sem er ætlaður fyrir
minni veizlur. Húsbúnaður all-
ur er fábrotinn en vandaður og
laglegur.
Matur verður fyrst um sinn
eldaður að mestu á koláeldavél,
en ef unnt verður mun notazt
við rafmagn frá dieselmótor,
sem gistiliúsið hefir keypt og
verður notaður til lýsingar.
Stofnun gistihússins er mikið
ánægjuefni fyrir alla, sem þurfa
að ferðast um Stokkseyri.
Bifreiðaslysið
í fyrrinótt.
Fjórir farþegar voru í bif-
reiðinni, tvær dætur Þórarins
Árnasonar bónda á Stóra
Hrauni, Hnappadalssýslu, Einar
Nikulásson, eigandi bifreiðar-
innar og Árni Pálsson frændi
systranna. Voru þau að koma
f rá Stóra Hrauni, er slysið varð,
rétt innan við Múla. Amerísk
herbifreið sveigði til hægri inil
á afleggjara og varð þá árekst-
urinn. Allir farþegar meiddust
nokkuð, Lára Þórarinsdóttir
mest. Hún lærbrotnaði og
skaddaðist á höfði. Einar fót-
brotnaði. Hin systirin, Kristin,
meiddist einnig nokkuð, en
Árni minnst. Gat hann þegar
farið heim, en hitt fólkið fékk
læknishjálp á herspítala, og
munu Lára og Einar þurfa að
liggja þar um hríð.
SíðnsÉu  fvéttiv
Tilkynning herstjórnar banda-
manna segir, að Bandaríkja-
menn, sem eru í vinstra fylk-
ingararmi hersins hafi haldið
áfram sókn sinni og sé lítil mót-
spyrna veitt. Fangar eru teknir
í hundraðatali á degi hverjum
og mörg merki þess eru sýnileg,
að ítalskar hersveitir, sem eru
undir stjórn þýzkra foringja,
geri uppreist gegn þeim og
skjóta þá, til þess að geta gefizt
upp.
Hjá Catania hefir verið um
Iitla breytingu að ræða, en átt-
undi herinn býr sig undir ioka-
þátthm í barðögunum um hana.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4