Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Ritstjórar:
| Kristján  Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan  (3. hæð)
Ritstjórar   ! Blaðamenn Auglýsingaf Gjaldkeri Afgreiðsla	i Simt: 1660 S llnur
33. ár.
Reykjavík, föstudaginn 23. júlí 1943.
165. tbl.
PALER
Bandamenn ná fótfestu á
norðurströndinni.
r
Ir. Schacht.
Sækja hratt fram til Mar-  Ráð9Jafi Hitlers
sala og Trapani
HÆGRI FYLKINGARARMUR' Bandaríkjahers-
ins tók i morgun Palermo, aðalborg Sikil-
eyjar.
1 nótt haf ði hernum miðað svo vél áfram, að hann var
aðeins um 20 kílómetra frá borginni, og var því búizt
við að skothríð á borgina myndi hef jast þegar þungar
fallbysur hefði verið fluttar á vettvang. Vinstri fylk-
ingararmurinn sækir til vesturs og ógnar Marsala og
Trapani á vesturströndinni. Meðal þeirra borga, sem
féllu í gær, eru Castelvetrano og Sciacca, báðar á suð-
urströndinni. Castelvetrano skiptir járnbrautarlínum.
Liggur önnur til Marsala en hin til Castellamare á norð-
urströndinni.
Það virðist þegar komið í ljós, að möndullinn leggur enga
áherzlu á vörn vesturhluta eyjarinnar, heldur safnar öllu liði
sinu — og hergögnum, 'eftir því sem flutningar leyfa — til
norðausturhluta eyjarinnar.
7. her Bandaríkjanna undir
stjórn Pattons hershöfðingja,
tók Palermo herskildi í morg-
un gegn lítilli sem engri mót-
stöðu óvinanna. Borgin er
stundum kölluð höfuðborg Sik-
ileyjar. íbúar eru 400 þúsund og
héraðið umhverfis borgina eitt
fi jósamasta á eynni.
Talið er víst, að Marsala og
Trapani falli í dag.
Alexander hershöfðingi hefir
lokið lofsorði á 7. her Banda-
rikjamanna.
Möndulherínn hörfar til norð-
austurs.
Bandamenn hafa komizt yfir
dagskipan, sem Conrad hers-
höfðingi, foringi Hermann Gör-
ing herdeildarinnar gaf út fyrir
skemmstu. Fer hershöfðinginn
þar smánarlegum orðum um
hermenn s|na, ávítar þá fyrir
hugleysi og taugaæsing og fyrir
að dreifa staðlausum fréttum.
Segir í lok dagskipanarinnar,
að öllum þeim, sem geri sig seka
um slíkt athæfi og aumingjá-
skap framvegis, muni tafarlaust
verða refsað.
Bandaríkjaherinn hefir hlotið
gifurlegt herfang i sókn sinni,
eftir því sem Patton hershöfð-
ingi hefir skýrt frá. Fyrstú 10
daga sóknarinnar féllu 248 fall-
byssur í hendur hernum, 84
skríðdrekar (þar af 14 stórir
,,tígris"drekar), á 3. þúsund
léttar byssur, yfir 500 farartæki
og 160 flugvclar, og Joks yfir 10'
milljónir skota. Italir hafa lítið
sinnt um að eyðileggja herstöðv-
ar og flutningalínur, og léttir
það sókn bandamanna að mun.
)
CATANIA.
Sókninni  til  Catania  miðar
hœgt áfram, enda harðnar mót-
staðan við hvern kílómetra, sem
fram er sótt. Tefla Þjóðverjar
sí og æ fram óþreyttu liði og
skeyta hvorki um manntjón né
hergagna i þvi skyni að tefja
sókn 8. hersins brezka, meðan
möndulherirnir búa um sig a
íiorðausturhorni  Sikileyjar  og
George  S. Patton  hershöfðingi
— stjórnar 7. Bandaríkjahernum.
draga að sér nýtt varnarlið. 8.
herinn tók i gær Ramacca,
skammt suðaustan við Catania.
Altl þykir benda til að Þjóð-
verjar ætli að reyna að verja
héraðið næst „tánni" á Italíu-
skaga í lengstu lög. Flytja þeir
liðsauka til eyjarinnar bæði á
sjó og i lofti.
En bandamenn auka lika lið
sitt, enda eiga þeir sízt óhæg-
ara um vik. Enskur fréttaritari
ferðaðist nýlega um mikinn
hluta suðurstrandarinnar í bíl
og varð tæplega var við þýzk-
ra flugvéla. Sá hann aðeins til
nokkurra flugvéla skammt frá
Augusta, norðan við Sýrakus.
Um alla suðurströndina rikir
liinn mesti friður, bætir hann
við. Úti fyrir ströndinni eru
fiskiskip að veiðum og hafa
engin bæjarstjórnaryfirvöld
færzt undan samvinnu við her-
stjórnina.
\
Þjóðverjar segja að kafbátar
þeirra hafi sökkt tíu skipum
bandamanna á einum sólar-
hring, frá kl. 3 á sunnudag til
jafnlengdar á mánudag. Skip
þessi voru samtals 62.000 smá-
lestir að stærð.
Auk þess segjast Þjóðverjár
hafa sökkt brezkum kafbáti við
Noreg.
Er sagður í ónád.
Bandamenn háfa verið varað:
ir við því að trúa þeim sögum,
sem berast frá Þýzkalandi um
að dr. Schacht sé í ónáð hjá naz-
istastjórninni.
Það er þýzka blaðið i London
„Die Zeitung", sem hefir birt
þessa aðvörun. Segir það, að
þessar sögur sé tilbúnar af
Göbbels, til þess að hægt verði
að nota, Schacht fyrir milli-
gongumann við bandamenn, ef
nauðsyn krefur.
Sögur þær, sem að ofan getur
eru á þá leið, að Schacht sé ann-
aðhvort í Sviss eða hafður í
stofufangelsi á búgarði sínum í
Tyrol, hann hafi verið rekinn úr
nazistaflokknum og rekinn úr
stjórninni, þar sem hann var
ráðherra án sérstakrar stjórn-
ardeildar.
Þetta er allt tilbúningur segir
„Die Zeitung", því að ef Schacht
væri í raun og veru ósáttur við
nazistaforingjana, þá væri hann
of hættulegur maður fyrir þá
til að íá að halda lífi, hvað þá
að' fara til Tyrol. ÞJóðverjar
ælla sér eingöngu að láta banda-
menn halda, að Schacht sé að-
eins „óbreyttur borgari", sem
hafi engin afskipti af þeim, til
þess að þeir geti hagnýtt sér þá
skoðun síðar, ef þeir þur-fi að
ná sambandi vhVmenn erlendis.
Enda þótt Schacht væri ekki
einn af hinum gömlu meðlim-
um flokksins var hann samt
gerður að heiðursfélaga 30.
janúar 1937.
Órói í Þýzkalandi
Stokkhólmsblöðin skýra frá
óróa'með þýzku þjóðinni út af
hernaðaróförunum á Sikiley og
í Rússlandi. Svenska Dagbladet
segir að i Berlin ríki nú almenn-
ur óhugur, svipaðaStur þeim,
sem rikti um það bil, sem ósig-
urinn varð við Stalingrad.
Socialdemokraten skýrir frá
því, að Þjóðverjar sé nú að
missa sterkasta vopn sitt: ag-
ann. Bendir ,blaðið á i þessu
sambandi, að á líkari veg hafi
farið 1918. Þá er einnig frá þvi
skýrt, að Þjóðverjar boði nú
aukinn kafbátahernað með nýj-
um aðferðum og nýjum vopn-
um. Til samanburðar má geta
þess, að slík sókn var einnig
boðuð í júní 1918, en varð minni
en ætla mátti.
Flotafræðingur brezka út-
varpsins segir um þessar fregn-
ir, að Bethmann Hollweg ríkis-
kanzlari Vilhjálms II. Þýzka-
landskeisara hafi um þetta atr-
iði hitt naglann á höfuðið, þeg-
ar hann sagði: „Kafbátahern-
aður verður alltaf siðasta neyð-
arúrræðið."
Vichy óttast
TJtvarpið í Vichy birti aðvör-
un í mprgun þess efnis, að ekki
væri loku fyrir það skotið, að
bandamenn freistuðu landgöngu
í Vestur-Evrópu, áður en bar-
dögum á Sikiley væri lokið.
Kvað útvarpið viðureignirnar á
Sikiley vera lítilfjöz-legar hjá
þeim árásum, sem bandamenn
myndu geta gert á Frakkland.
Síðustu  fréttir
Palermo var varin af úrvals
herdeild, ítalskri, og var hún
vel vopnum búin. Marasala og
Trapani eru nú sambandslausar
við aðrar borgir á Sikiley, síð-
an Palermo f éll.
*
Bandamannaflugher    hefir
hafið mikla loftárás á Sardiniu.
Sex flugvéla er saknað.
Fregnir, sem taldar eru áreið-
anlegar, 1 herma  að  Rommel
marskálkur  hafi  setið á  ráð-
stefnu með Hitler og herráði
hans á mánudag og haldið síðan
beint til Grikklands.
*
Ógurleg sprenging varð i dyna-
mil-geymshi  þýzka 'hersins  á
Þelamörk fyrir skemmstu, og er
ætlað að um skemiridarverk sé
að ræða.
Dagens Nyheter birti i vik-
unni sem leið crein um sumar-
námskeið i ensku i Sigtúna, sem
British Council liefir efnt til.
Nemendur víða úr Sviþjóð taka
þátt i námskeiðinu, ])eirrn á
meðal kennarar, arkitektar, lög-
fræðingar o. fl. Blaðið bætir
þvi við, að áhugi fólks í Svíþjóð
fyi'ir Englandi og enskri tungu
fari mjög í vöxt.
BRETUM FAGNAÐ í TUNIS.
Or fréttamynd, sem Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir.
Italskir stríðsfangar Bandaríkjahers i Túnis.
umkriDgja Orel
Tóku Bolkov í gæx og sóttu fram 6-8 krn.
RÚSSAR SÓTTU I G^R FRAM 6^8 kílómetra til Orel
úr öllum áttum og hafa nú lokað opi því, sem Þjóð-
verjar höfðu til undankomu. Mikill árangur er tal-
inn munu verða af töku ígulvirkisins Bolkov, 70 km. norðan
við Orel og 50 km. norðvestan Mtsensk, sem féll i fyrradag,
þvi að Bolkov var sterkasti þátturinn í virkjakerfi Þjóðverja
á þessum slóðum. Járnbrautin milli Bríarisk og Orel er nú
rofin  og hringurinn lokaður.
Rússar hafa tekið 6000 fanga
á tíu dögum í orustunum um
Orel, en fellt um 50.000 Þjóð-
verja. Hafa þeir tekið 300 byss-
ur, 700 skriðdreka (þar af 400
lítt skemmda), skotið niður eða
eyðilagt 900 flugvclar.
Á Bielgorodvígstöðvunum
hafa Rússar bætt aðstöðu sína
eftir harða bardaga.
Þjóðverjar tilkynna, að Rúss-
ar hafi hafið sókn á Leningrad-
vígstöðvunum, en Rússar nefna
ekki þessa sókn i tiUcynningum
sínum.
Á Kursk-vígstöðvunum eru
Þjóðverjar á undanhaldi milli
Kursk og Bielgorod.  .. •
Rússar hafa gert vel heppnuð
áhlaup við Izium og Vorösjilov-
grad og bætt herstöðu sína til
muna.
Kyrrahafið:
Loftárás  á  Surabaja,
Frá aðalbækistöðvum Mac
Arthurs hershöfðingja er til-
kynnt, að stórar sprengjuflug-
vélar bandamanna hafí gert lof t-
árás á japönsku herstöðvarnar
í Surabaja á Java, 1000 mílum
frá Astralíu. Loftárásin kom,
.lapönum algerlega á óvart, og
varð lítið um varnir. Eldar
kviknuðu í oliuhreinsunar-
stöðvum, skipakvíum og vöru-
geymsluhúsum. Margar sprengj-
ur hittu mark. Flugleiðin, sem
farin var frá bækistöðvum báð-
ar leiðir, var alls tæplega 4 þús-
und kílómetrar.
Júgóslafar taka 3 borgir
Á Balkanskaga stendur þýzki
herinn um þessar mundir i
taugasfríði. Að þessu sinni eru
það föðurlandsvinir, grískir og
júgóslavneskir, sem herja á
Þjóðverja og verður mikið á-
gengt.
Serbneskur her hefir þrjár
borgir norðan Sarajevo á valdi
sínu, Zenica, Srebrenica og
Cedanie. í Króatíu eflast skæru-
flokkar með hverjum deginum.
I Grikklandi hafa flokkar föður-
landsvina rofið jái*nbrautina
milli Saloniki og Aþenu.
Innrásin á Sikiley hefir fært
Balkanbúum nýja von og auk-
inn kjark, enda eru Þjóðverjar
farnir að óttast svo skyndiárásir
þeirra, að þýzkir hermenn eru
teknir að gei-ast liðhlaupar hvar-
vetna um hernumdu löndin.
Þýzku blöðin i Póllandi hafa
birt nöfn 10 nazista, sem pólskir
föðurlandsvinir hafa myrt, svo
að það er yíðar en á Balkan, sem
hernumdum þjóðum hefir auk-
izt ásmegin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4