Vísir - 19.06.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 19.06.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson r ’ v . Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. La'usasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Sporin eiga að hræða. JE^LÞINGI varð sammála um nauuðsynlegar ákvarðanir í sjálfstæðismálinu, og er svo var komið að málið skyldi lagt undir úrskurð þjóðarinnar, livöttu þingmenn allra flokka, þjóðina til að standa saman, sækja kjörstað og greiða þar atkvæði á þann veg, sem góð- um íslendingum sæmdi. Á Þjóðhátíðinni, sem nú er af staðin, og haldin var að nokkru á Þingvöllum, en að öðru leyti hér í Reykjavík, gerðu þing- menn sig þó sjálfir seka um yfirsjón, sem verður að teljast með ölluu ósæmileg, — ósam- boðin lilutaðeigandi þingmönn- um, sem þroskuðum mönnum og einhverja me§tu móðgun sem unnt var að sýna þjóð- inni. 15, — segi og skrifa fimmtán þingmenn, — stóðu á því þroskastigi að greiða ekki atkvæði við forsetakjör, og virðast þar hafa látið stjórn- ast af persónlegum viðhorfum sínum til þess forsetaefnis, sem vitað var fyrir fram að meiri hluti þingmanna studdi. Hvað myndu þingmenn hafa sagt, ef hlutfallslega jafnmargir kjós- endur hefðu látið sér sæma að skila auðu við þjóðaratkvæða- greiðsluna? Ætli að þá hefði ekki þotið í „tálknunum á hon- um Tudda“. Þingmönnum bar sama skylda til að kjósa for- seta og kjósendum að greiða atkvæði um stjórnarskrána og lýðveldisstofnunina. Fyrr höfðu þeir fyrir sitt leyti ekki skilað málinu sér úr höndum. Það var ekkert við því að segja, þótt þingmenn greiddu öðru forsetaefni atkvæði, en hitt var gikksþáttur einn, barnalega einfeldnislegur, að skila auðum seðlum við forsetakjörið. Það minnir á er börn „fara í fýlu“, sem kallað er. Slíkt er þing- mönnum ósamboðið að dómi almennings, og jafnvel þótt þeir liafi af persónulegum á- stæðum, — fyrir metnaðar sak- ir, eða vegna brostinna valda- drauma, — eitthvað við for- setaefnið að athuga, sem hefir tryggan meirililuta þings að baki sér, hafa þessir menn svo oft talað um að einstaklings- hagsmunir ættu að víkja fyrir almenningsheill og almennings- kröfum, að þeir hefðu átí sjálf- ir að hafa lært að beygja sig fyrir slíku virtu þeir þjóð sína að nokkuru. petta framferði þingmanna olli slíkri gremju meðal hátíða- gesta á Þingvöllum, — sem gerðu sér þess Ijósa grein að framferði þeirra var gersneitt, allri ábyrgðartilfinningu og ó- samboðið þessari örlagaríku stund,— að mjög skyggði það á gleði alls almennings. Hins- vegar tóku áhorfendur til sinna ráða. að forsetakjöri fram , förnu, og hylltu forsetann vel og innilega á íslenzkan mæli- kvarða og þó enn betur við ' (stj órnarráðsli úsið í gær, og sýndu með því hverju fylgi hann á að fagna með þjóðinni og hvert traust hún ber til hans. Mátti því segja að vel væri við unandi, en hlutur þingmann- anna verður á engan hátt betri, OOOO maiiiis á vegum lýðveldii' hátídamefndarinuar Engin slys urðu á vegunum. ■pftir nær óslitinn tveggja mánaða góðviÖriskafla fór veSur aS verSa ískyggi- legra, þegar líSa tók fast aS þjóÖhátíSinni. En það munu aðeins hafa ver- ið fáir, sem létu veðrið aftra sér frá að fara til Þingvalla, til að standa þar á helgri jörð hið dýrðlega augnablik, er lýðveldi yrði endurreist á fslandi og þjóðin yrði að nýju alfrjáls, eft- ir nærri sjö alda erlend yfirráð. Strax á fimmtudaginn fór fólkið að fara til Þingvalla í einkabifreiðum, en aðalflutn- ingarnir hófust þó ekki fyrr en á föstudag. Fyrirhugað hafði verið að rikið tæki stöðvarbif- reiðar leigunámi á föstudaginn, en er til kom þótti sýnt, að hin- ar stóru langferðabifreiðar, sem undirbúningsnefnd hátíðarhald- anna hafði á sínum vegum, myndu komast yfir fólksflutn- ingana á föstudaginn og var því horfið frá því, að taka stöðvar- bifreiðarnar leigunámi þann dag. Reyndist það og rétt vera. Alls voru farnar 3 ferðir austur á föstudaginn, og tvær ferðir á laugardagsmorguninn. I öllum þessum ferðumvar sam- tals flutt um 9000 manns aust- ur. Það olli miklum erfiðleikum, að gamli Þingvallavegurinn, en eftir honum áttu tómar bifreið- ar að fara til Reykjavíkur, varð ófær vegna votviðra á laugar- daginn. Þrátt fyrir það tókst þó að afstýra öllum vandræðum á nema því aðeins dð af þessu hafi þeir lært betri siðu. Æski- legt væri að í Ijós kæmi, hvaða þingmenn það eru, sem telja sér sæma að gera sig seka í slíkum yfirsjónum á örlaga- stundum, enda mætti þá svo fara að sporum þeirra fækk- aði innan þingsalanna. Fam- ferði þeirra er ekki móðgun við ríkisforsetann, en stór móðgun við þjóðina alla, og sannast mun á sínum tíma, að hún finnur hvað að sér snýr. — Feigðarganga fimmtán menninganna mun lengi í minnum liöfð, en nöfn þeirra þyrfti að skrá á fagurlega gerða töflu í þingsölunum, engu síður en þátttöku almennra kjós- enda í einstökum héruðum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki skal standa á fé, vilji þeir gefa sig fram, — þjóðin mun sjá fyrir því. 1 gær ávarpaði forseti tug- þusundir manna, sem safnást höfðu í skrúðgöngu tíl að hylla hann sérstaklega og síðar til að hlýða á ræðu hans. Að því loknu ávörpuðu forystumenn flokkanna mannfjöldann við frekar daufar undirtektir. Kom þar fram óánægja almennings vegna atburðarins við forseta- kjörið. I ræðum sínum lögðu þeir ipka áherzlu á, að þjóð- in stæði saman, — væri ein- buga og léti af óþörfum ágreiningi um smámuni. — En halda þessir menn að fordæmið frá Lögbergi sé bein- línis fyrirboði þess, að þeir eigi auðvelt með samstarf í framtíðinni, er þeir geta ekki komið sér saman um-forseta- kjör eða forsetaefni og greiða því ekki atkvæði. Verða það ekki fleiri, sem skerast úr leik, þegar að þeim kemur. Dæmi þerra verður þó voúandi til viðvörunar, — sporin geta hrætt, þannig að enginn vilji fylgja þeim á feigðargöngunni. leiðinni, fyrir mikinn dugnað þeirra, sem stjórnuðu umferð- inni. Tókst þeim að beina einka- bifreiðum, er heimkeyrsla hófst á laugardaginn, eftir Sogsveg- inum og heim um Suðurlands- braut. Þrátt fyrir það varð að setja tvöfalda keyrslu á Þing- vallaveginn yfir Mosfellsheiði, þegar flutriingarnir hófust heim á laugardagskvöldið með bif- reiðum á vegum hátiðarnefnd- arinnar. Eins og áðúr hafði ver- ið skýrt frá höfðu allar stöðv- arbiðreiðar verið teknar leigu- námi af ríkinu samkvæmt bráðabirgðalögum á laugardag- inn, þann 17. júní. Sýndu bif- reiðastjórar sérstakan dugnað við aksturinn á laugardaginn, og þó aðallega við heimkeyrsl- una um kvöldið. Fóru flestir þeirra 3 til 4 ferðir og tókst þannig að flytja flest það fólk til bæjarins, sem hafði verið flutt til Þingvalla á föstudag og laugardag, eða um 9000 manns. Engin slys komu fyrir á öllum þessum flutningum. Má það þó vissulega teljast merkilegt, þar sem vegurinn um Mosfellsheiði er raunverulega allt of mjór til að hafa tvöfalda keyrslu á hon- um, eins og var á laugardags- kvöldið. Á Þingvalla leiðinni urðu engin slys. Tvær tómar bifreið- ar fóru út af veginum á frem- ur liægri ferð og varð ekkert slys af. Yiðgerðar- og hjálpar- stöðvar voru víðsvegar á leið-' inni og liðsinntu íveglfarend- um eftir beztu getu. Á Þingvöllum. Á laugardagsmorguninn var mikill mannfjöldi saman kom- inn á Þingvöllum. Gizkuðu sumir á að þar væri jafnvel fleira fólk saman komið en á Alþingishátíðinni 1930, en þar var talið að hefði verið saman komin um 30 þúsund manns. Þrátt fyrir veðrið var einkenn- andi hversu fólkið var glatt og hrifið af hinum söguríka at- burði sem þarna átti sér stað. 1 bifreiðaþvögunni við gjár- endann, mátti heyra margar raddir þessu til staðfestingar, þegar verið var að leggja af stað heim um kveldið. „Eg vildi gjarna endurtaka þetta ferða- lag allt saman þótt veðrið væri helmingi verra.“ „Þetta var stórkostlegt, þótt veðrið væri eltki sem bezt.“ Setningar eins og þessar lieyrðust hvaðanæfa frá mannfjöldanum, og enn- fremur: „Við erum ekki fær um að stofna lýðveldi, ef við þurfum sólskin til þess.“ í öllú var hrifning fólksiris augljós og auðheyrð. Það sem einna mest var til umkvörtunar var hversu lítið rúm var fyrir fólk í skjóli, ann- að hvort í tjöldum eða húsum. En fólk skildi þó að mjög hefði verið erfitt að fara að setja upp slíkt búsaskjól fyrir allan þenna mannfjölda og þess ekki heldur verið þörf, ef veðrið liefði verið gott. Á hinn bóginn gekk fólk ekki að því gruflandi hvernig veðrið var um morg- úninn og hafði enda búið sig að heiman í sambandi við það, að minnsta kosti margt af því. Skreyting Þingvalla. Þingvellir höfðu verið fagur- lega skreyttir fyrir hátiðina. Á Lögbergi hafði verið komið fyr- ir séstökum palli fyrir þing- heim, ríkisstjórn og gesti henn- ar, svo sem sendimenn erlendra ríkja og fleiri. Alls rúmaði pall- urinn um 130 manns. Var hon- um mjög vel fyrir komið og fóðraður með brúnu efni. Fór hann afar vel við landslagið í kring. Á þessum palli fór fram sjálf lýðveldisstofnunin. — Þá hafði verið reistur sérstakur pallur fyrir íþróttasýningar, söng kóranna og fleira inni á völlunum. Var hann um 600 fer- metrar að stærð. Þá höfðu og verið reistar flaggstengur viðs- vegar um vellina, að Lögbergi, við Valhöll, í gjánni, á brúm, vegum og víðar. Uppdrátt að þessu gerði Hörður Bjarna- son arkitekt í samráði við und- irbúningsnefnd hátíðarhald- anna. Pallarnir voru mjög hag- anlega gerðir og þeim vel fyrir komið. Tjaldbúðirnar munu hafa orðið til muna stærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Voru tjöld- in númeruð niður og tjaldborg- in skipulögð í götur, sem merkt- ar voru bókstöfum. Hátíða- nefndin hafði sérstaka tjald- stjórn á Þingvöllum, til að leið- beina fólki og hjálpa því að koma sér fyrir, og setja niður tjöldin. Einstaldingar, er höfðu leyfi frá nefndinni, sáu um veit- ingar á Þingvöllum og höfðu bækistöð sína í þar til ætluðum tjöldum. Kveðjur, sem bárust forseta íslands til Þingvalla. Forseta Islands bárust eftir- farandi kveðjur til Þingvalla þ. 17. júní: Frá Gretti Jóhannssyni, ræð- ismanni í Winnipeg, Thor Thors sendiherra í Washington, Pétri Benediktssyni, sendiherra 1 Moskva, Sverri Paturssyni í Færeyjum, Birni Halldórssyni i Minneapolis f. h. íslenzku náms- mannanna þar, Valdimar Ey- lands, f. h. íslenzkra félaga í Winnipeg, L. H. Thorlaksson vararæðismanni, f. h. isl. félags- ins í Vancouver, Kitty Cheat- ham, New York, Dr. Holbek Montreux, Sviss, Ben. G. Waage f. h. I.S.Í. Fyrsti ríkisráðsf undur lýðveldisins. Fundur var haldinn í ríkis- ráði á Þingvöllum 17. júní. — Voru þar staðfest lög um þjóð- fána Islands og gefinn út for- setaúrskurður um skjaldar- merki hins íslenzka lýðveldis. Ennfremur var gefin út að nýju embættisskilríki handa sendiherrum íslands í London, í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum, svo og veitingabréf fyrir aðalræðismann Islands í New York. Staðfest voru nokkur lög. Gefin yoru út aldursleyfi til vígslutöku handa þrem guð- fræðikandídötum. Sendiherrar og fulltrúar er- lendra ríkja gengu á fund for- seta íslands, á Þingvöllum þ. 17. júní og færðu lionum árnaðar- óskir sínar. Tvær afmælisgreinar verða að bíða næsta blaðs. Eru þær um Lárus Rist, eftir Sveinbjörn Jónsson og um Guð- mund Guðjónsson, eftir Stef- án A. Pálsson. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Aug- lýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöld Kvenréttindafélags Islands: Ávörp, ræ'ður og tónleikar. Næturakstur: B. S. í. Sírni 1540. Næturvörður í Laugavegs apóteki. fslandsmótið heldur áfram annað kvöld með leik K. R. og Víkings og er það næst síðasti leikur mótsins. RÆÐA ÞINGFORSETA, Frh. af 1. síðu. engum gat tjóað að spyrna í gegn. Og líkt má segja um eðli- lega og réttmæta frelsisþrá allra þjóða, sem aldrei verður kæfð. Slíkt er eins og straumþung elf- an, sem ómótstæðileg fellur um langan veg í hafið. Og „hver vill banna fjalli frá fljóti tás til sjávar hvetja?“ .... .... Hver siðmenntuð þjóð skal sínum stjórnarháttum ráða. Um það ber eigi lengur að efast. íslendingar hafa nú að sjálfráðu og trúir frumeðli þjóðar sinnar valið einum rómi það stjórnarform, er þeir telja bezt hæfa frjálsri þjóð i frjálsu landi, — lýðveldið. Nú er að gæta þess vel, sem réttilega er aflað. Ábyrgðin er vor og störf- in kalla, störf, sem oss ber að vinna sameinaðir og með það eitt fyrir augum, sem í sann- leika veit til vegs og gengis og blessunar landi og lýð. I dag heitstrengir hin íslenzka þjóð að að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekni og dyggð, og á þessum stað votta fulltrúar hennar hinu unga lýð- veldi fullkomna hollustu. Til þessa hjálpi oss Guð Drottinn. % Forsetakjör. Er forseti hafði lokið máli sínu var tekið fyrir annað mál- ið á dagskránni, sem var: Kosning forseta íslands fyr- ir tímabilið frá 17. júní 1944 til 31. júlí 1945. Fór atkvæðagreiðslan fram svo sem tíðkast um forseta- kjör Alþingis, en ajtkvæði féllu þannig, að Sveinn Björnsson ríkisstjóri var kjörinn forseti með 30 atkvæðum, Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi, skrif- stofustjóri Alþingis fékk fimm atkv., en 15 seðlar voru auðir. Lýsti þingforseti yfir því, aö Sveinn Björnsson væri rétt kjörinn forseti Islands tilskilið timabil. Þingforseti lagði því næst eiðstafinn fyrir hinn nýkjörna forseta, samkvæmt 10. gr. stjórnarskrárinnar, en eiðstaf- urinn hljóðar svo: „Eg undiritaður, sem kos- inn er forseti íslands, heiti því að viðlögðum, drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá ríkisins.“ Skrifstofustjóri Alþingis lagði eiðstafinn fyrir forsetann til undirritunar, — í tveim ein- tökum, — en afhenti því næst þingforseta, er lýsti yfir því að athöfninni væri lokið. Reis þá úr sæti aldursforseti Alþingis, Ingvar Pálmason, þingmaður Sunn-Mýlinga og mælti: Lengi lifi forseti Islands. Þingheimur tók undir með fer- földu húrrahrópi, og mann- fjöldinn gerði slíkt hið sama og hyllti forsetann innilega. Hinn nýkjörnu forseti ávarp- aði því næst þingheim á þessa leið: ÁVARP FORSETA ÍSLANDS. Herra alþingisforseti! Háttvirtir alþingismenn! Eg þakka fyrir það traust, sem mér hefir verið sýnt, með því að kjósa mig forseta Is- lands nú. Er eg var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skipti fyrir réttum 3 árum síðan, lýsti eg því yfir, að eg liti á það starf mitt fram- ar ÖIlu sem þ j ó nus t u við heill og hag íslenzku þjóðar- innar. Og bað Guð að gefa mér kærleika og auðmýkt svo að þjónusta mín mætti verða Is- landi og íslenzku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin þrjú ár, sem hafa verið erfið á ýmsan hátt. En hugur minn er óbreyttur. Eg tek nú við þessu starfi með sama þjónustuhug og sömu bæn. Á þessum fornhelga stað, sem svo ótal minningar eru bundn- ar við, um atburði, sem mark- að hafa sögu og heill þjóðar- innar, vil eg minnast atburð- ar, sem skeði hér fyrir 944 ár- um. Þá voru viðsjár með mönn- um sennilega meiri en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóð- veldið hafði staðið þá. Og á- greiningsefnið var nokkuð sem er öllum efnum viðkvæmara og hefir komið á ótal styrjöld- um í heiminum. Það voru trú- arskoðanir manna. Forfeður vorir höfðu haldið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem flutzt hafði með ■ þeim til landsins. Nú var boðaður annar átrún- aður, kristindómurinn. Lá við fullkominni innanlandsstyrj- öld milli heiðinna manna og kristinna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hér á Lög- bergi. — Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu livár- irtveggja til Lögbergs, ok nefndu hvárir vátta, kristnir menn og heiðnir, ok sögðust hvárir úr lögum annara. Ok varð þá svo mikit óhljóð at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut ok þötti öllu horfa til inna mestu óefna.“ Forystumaður kristinna manna fól nú andstæðingi sín- um, hinum heiðna höfðingja, Þorgeiri Ljósvetningagoða að ráða fram úr vandræðunum. IJann gerhugsaði hálið. — Um málalok segir m. a. svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sér hljóðs ok mælti: „Svá lýst mér sem málum várum sé kom- it í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum, ok mun eigi við þat mega búa.“ Heiðinginn Þorgeir Ljósvetn- ingagoði * segir því næst svo: „Þat er upphaf laga várra at menn skuli allir vera kristnir hér á landi." Undu allir þessum málalok- um með þeim árangri að af leiddi blómöld Islands, unz sundurþyklcið varð þjóðveld- inu að fjörtjóni. Nú á þessurr, fornhelga stað og á þessari hátíðastundu bið eg þann sama eilífa Guð, sem þá hélt verndarhendi yfir ís- lenzku þjóðinni, að halda sömu vendarhendi sinni yfir Islandi og þjóð þess á þeim timum sem vér nú eigum fram uiidan. Var því næst þingfundi slit- ið. Hófst þá flutningur lcveðja af fulltrúum erlendra ríkja. Bíll veltur í Kömbum. Engin meiðsli á mönnum. Það slys vildi til að kveldi /iins 17. júní, að stór vörubíll með farþegabyrgi á vörupalli, valt í Iiömbuni, en engin meiðsl á mönnum áttu sér stað, enda þótt byrgið væri fullt af fólki. Bílstjórinn segir sjálfúr svo frá, að vél bifreiðarinnar hafi er nfinþst varði fstainzað og „bremsurnar“ bilað, er hún var á ferð upp Kamba. Við þetta rann bíllinn aftur á bak og út af veginum. Skemmd- ist bíllinn mjög mikið; enda fór hann þrjár veltur, eftir þvi sem sjónarvottur hermir. j Fólkið, sem í bilnum var | slapp ómeitt með öllu og má j það teljast hin mesta mildi'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.