Vísir - 12.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 12.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIF? ÐACBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlangason, Herstcinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Simar: 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. FráiararatriðL porsætisráðherra lýsti yfir því við útvarpsumræðurnar í gærkveldi, að ef sýnt þætti að flokkarnir fengjust ekki til að samþykkja fullnægjandi lausn á dýrtíðarmálunum, myndi rík- isstjórnin leggja fram lausnar- beiðni sína. Stjórnin hefði heit- ið því, að gera allt sem gert yrði til að leysa þau vanadmál, en hinsvegar hefði hún ekki heitið því, að sitja áfram tækist henni ekki að ná nauðsynlegri sam- vinnu við flokkaná um af- greiðslu málsins. Ekki var annað á flokkunum að heyra, en að þeir teldu til- lögur ríkisstjórnarinnar ófull- nægjandi. Kvörtuðu þeir að vísu yfir því, að í tiliögunum fælist ekkert nýtt frá því, sem flokkarnir hefðu áður rætt sín á milli. Veittust einstaka menn allharkalega að tillögunum, og virtust ekki gæta þess, að flokk- arnir höfðu áður tekið afstöðti í málinu ,og sumir hverjir lýst sig tillögunum fylgjandi í öllum aðalatriðum. Nú var ekkert slíkt á þeim að heyra. Efst 'á teningnum virtist vera að ná samningum við Kommúnista rnn 2ja ára vinnufrið, á þeim grundvelli þó, að kaup lækkaði ekki frá því sem nú er, og ein- hverjar sambærilegar hömlur yrðu reistar gegn því, að afurða- verð hælckaði. Allt var þetta þó meira og minna talað út í blá- inn, enda nauðalítil líkindi til að slíkir samningar geti tekist, — þótt ekki sé sú hlið málsins tekin til athugunar, að þýð- ingarlaust er að semja við kommúnista, einfaldlega af þeim sökum, að þeir halda enga samninga og rjúfa gefin heit eins og þeim býður við að horfa. Kommúnistar virtust hvetja mjög til kosninga, enda er vit- að að fyrir þeim hefir vakað frá upphafi að gera rikisstjórninni ómögulegt að sitja að völdum og stjórna með sæmilegum ár- angri, og til þess er fyrst og fremst stofnað til þeirra verk- falla, sem nú hefir verið efnt til. Kommúnistar telja heppilegt að efnt verði til kosninga þegar á þessu hausti, og ýmsir samn- ingamenn hinna flokkanna telja það ekki úr vegi, með því að meiri og betri árangur muni nást af væntanlegum samning- um, ef fjögra ára þingsetutíma- bil sé framundan, en nú er far- ið að styttast í því, svo sem vit- að er. Það eitt er víst, að stjórnin segir af sér, en hitt er eftir að vita, hvort hún situr áfram og hvort kosningar fara fram í haust eða ekki, — enda engan yeginn útilokað að láta þær dragast fram á vorið. Dr þessu fæst vafalaust skorið næstu daga. Kommarnir rannu. J^ommúnistar hugðust að setja Reykvíkinga í svelti um óákveðinn tíma, til þess að koma kröfum sínum fram í verkföllunum. Hugsuðu þeir sér að meina sjúklingum, ung- börnum og gamalmennum að njóta venjulegra og nauðsyn- legra lífsþæginda. Syndíkalist- 6^.108 Idendingfar bjng’gn í kanpstöðnm í lok 1043. Haföi fjölgað um 2235 á einu áxi. Fækkaði á ísafirði og Seyðisfirði s. 1. ár. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem Vísir liefir aflað sér, skiptist þessi mannfjöldi svo sem hér skal greina: Reykjavík 44,089 íbúðar Akranes 2004 — ísafjörður 2874 Siglufjörður 2841 — Akureyri 5842 — Seyðisfjörður 831 — Norðfjörður 1159 — Vestmannaeyjar 3524 — Hafnarfjörður 3944 — Fólksfjölgun hefir orðið í öllum kaupstöðum landsins nema tveim frá því á árinu 1942. Fækkun liefir orðið á ísa- firði og Seyðisfirði, en hún hef- ir verið svo lítil, að fjölgunin í öðrum kaupstöðum er marg- föld á við fækkunina. Árið 1942 reyndist mann- fjöldi á ísafirði 2897 og hefir því fækkað um 25 á síðasta ári, en Seyðfirðingum fækkaði um 19 á sama tíma, voru 850 árið 1942. í þessu sambandi má geta þess, að fólki hefir fælckað stöðugt á Seyðisfirði síðustu ár- in. Þar voru t. d. 915 íbúar árið 1940. Viðar fækkaði fólki árin 1940—42, svo sem á Siglufirði, Norðfirði og Vestmannaeyjum, en þar hefir aftur orðið breyt- ing í fjölgunarátt. Fjölgaði um 2235 manns. íhúum í kaupstöðum fjölgaði samtals um 2235 árið 1942—43. Megnið af fjölguninni kom í lilut Reykjavikur eða 1794 manns, en Akureyri bættist stærsti liópurinn af því, sem þá er ótalið. Þar fjölgaði ibúum um 198 , manns. Norðfirðingum fjölgaði um 77 og eru þeir í þriðja sæti hvað fjölgunina snertir, en Akranes í fjórða sæti með 75 manna fjölgun. Sé gerður samanburður á ár- inu 1941, þegar kaupstaðarbúar töldust samtals 61,398, þá kem- ur það til greina þar, að þá er Akranes ekki komið í tölu kaup- staða. Á tímabilinu 1941—43 hefir kaupstaðarbúum því f jölg- að um samtals 5710 manns og hefir þó ekki alls staðar verið um stöðuga fjölgun íbúa að ræða, svo sem sagt hefir verið liér að ofan. arnir innan kommúnistaflokks- ins töldu þetta heppilega leið og trúnaðarmannaráð Dags- brúnar, — sem að vísu kafnar undir nafni, — hafði samþykkt hana. En er til framkvæmdanna kom greip þá beygur, — enda beygðu þeir hjá. Kommarnir mættu minnast þess, að árið 1920 var ástandið í Kaupmanna- höfn ekki ósvipað því, sem hér er nú. Syndikalistar höfðu náð meiri hluta innan verkalýðs- hreyfingarinnar og efnt til verkfalla og allsherjarverkfalls. Borgararnir risu upp og tóku völdin i sínar hendur. Þeir unnu sjálfir þau verk, sem vinna þurfti. Syndikalistar ultu úr völdum og hafa aldrei náð neinum teljandi áhrifum í Dan- mörku síðar. Slík verður raun- in einnig hér, er á reynir. Kommúnistar verða ekki fram- tíðarflokkur verkalýðsins, en til þess að sannfærast um slíkt þurfa sumir verkamenn vafa- laust að reka sig á staðreynd- imar, sem þeir sjá ekki nú, og það getur orðið fyrr en varir. Verkfallið í Hafnarfirði. Reynt að stöðva frystihúsið. Einkennilega verkfallið í Hafnarfirði heldur enn áfram. Fundur var haldinn í Hlíf í gærkveldi og mætti þar Jón Rafnsson og Jón Sigurðsson af liálfu Alþýðusambandsins. Voru þeir sendir til Hafnarfjarðar til j>ess að reyna að friða verka- menn, sem átta sig ekki á aö frambærileg rök geti réttlætt verkfallið eins og til þess er stofnað. Traustsyfirlýsing fékkst sam- þykkl sljórn Hlífar til handa og stóðu að þeirri samþykkt aðal- lega verkamenn, sem enn halda áfram vinnu, — þeir sömu menn, sem samþykkt hafa að verkfallinu var skellt á. Þótt kommúnistar hrósi sigri í bili, endar þessi leikur ekki nema á einn veg, og þann veg að verka- menn sjá sig um hönd og láta ekk ’kommúnista hafa sig að leiksoppi til langframa. Formaður Hlífar gerði sér ferð i gær inn í frystihús Jóns Gíslasonar, þar sem geymd er beitusíld og frystur fiskur fyr- ir mörg liundruð þúsund krón- ur og krafðist þess af vélamanni að hann stöðvaði vélarnar. Hefði þessari skipun verið framfylgt hefði hún valdið óhemju tjóni, ekki sízt fyrir fiskiflotann á komandi vertíð. Vélamaðurinn neitaði að verða við fyrirmæl- um þessum, þrátt fyrir hótanir formannsins um viðeigandi refsiaðgerðir. En þeir munu reynast fleiri um það lýkur, sem ekki munu taka formann- inn alvarlega. Dauðaslys norður á Höfðaströnd. Á fimmta tímanum síðastl. sunnudag vildi það slys til norð- ur á Höfðaströnd, að Reykvík- ingur, Sigurbjörn Steinsson að nafni, féll út úr bifreið og beið' bana af. Var Sigurbjörn á leið á skemmtun á Hofsósi, þegar slysið bar að höndum. Andað- ist hann D/2 klst eftir fallið og hefir rannsókn leitt í ljós, að blætt hafði inn i heilann. Þorstelnn Bannesson efnir til sðngskemmt- nnar. Þorsteinn Hannesson söngv- ari er nýlega kominn til bæjar- ins frá London, þar sem hann hefir dvalið undanfarna 10 mánuði við söngnám í Royal College of Music, sem er fræg- ur sönglistarskóli. Hyggst Þor- steinn að dveljast hér aðeins stutta stund, en mun síðan hverfa aftur til Lundúna og stunda áframhaldandi nám við stofnun þá, sem fyrr var nefnd. Þrátt fyrir hina skömmu við- dvöl, sem Þorsteinn hefir hér að þessu sinni, sér hann sér fært að efna til söngskemmtunar sem fram fer í Gamla Bíó kl. IIV2 e. h. annað kvöld. Mun liann syngja þar ýmis íslenzk og erlend lög, m. a. þekktar ó- peruaríur úr Tosca, Rigoletto, Faust og Die Meistersinger von Nurnberg. Aulc þess mun Þor- steinn taka til meðferðar lag úr tónverkinu Iliáwa thas Wedd- ing Feast eftir enska tónskáld- ið Colleridge-Tailor; hefir eldcert verið flutt úr því tón- verki hér á landi áður. Undir- leik á söngskemmtuninni annað kvöld annast Dr. von Urbants- chitsch. Eins og fyrr getur er Þor- steinn aðeins í stuttri heimsókn og er óvíst, að hann endurtaki söngskemmtunina. Þorsteinn er bæjarbúum að góðu kunnur fyrir söng sinn. Söng hann hér oft opinberlega áður hann fór utan og fékk jafnan liinar beztu undirtektir áheyrenda. Ekki getur sennilegt talizt, að Þorsteini hafi farið aftur í söng- mennt sinni við utanförina, en hitt mun sönnu nær, að hann hafi enn tekið framförum og munu allir unnendur sönglistar bíða þess með eftirvæntingu, að heyra til hans nú. 1500 Reykvíkmgar hafa nú matjnrtagarða til afnota. Á þessu ápi lithlutaði bærinn 180 nýjum görðum. plægt að haustinu og lierfað og svo plægt og herfað aftur í vor áður en sett var riiður. — í sambandi við Tungu- garðana vil eg geta þess — seg- ir Jóhann, — að stofnað var fé- lag, sem allir, er garða hafa á þessu svæði eru félagar í. Til- gangur félags þessa er m. a. að gera félögunum liægra fyrir t. d. um útvegun verkfæra, áburð- ar, útsæðis o. fl. Þá er einnig ætlazt til að félagið sjái um sameiginlega vinnslu allra garð- anna á hverju vori. Garðarnir hafa verið skipulagðir með þetta fyrir augum, þannig að skúrbyggingar þær, sem hverj- um garðleigjanda er leyfilegt að reisa verða næst götu, svo að hitt svæðið allt má óhindrað vinnan með stórvirkum garð- yrkjuvélum. Ræktunarráðunautur bæjar- ins, Jóhann Jónasson, bauð blaðamönnum í ferðalag um leigugarða bæjarins nýlega. Eru garðarnir nú um 1500 að tölu og ná yfir 90 ha- land. Fyrstu görðunum var úthlut- að árið 1933, segir Jóhann, og eru þeir garðar rúml. 80 að tölu. Garðarnir liggja nú í hálf- liring um bæinn frá Sundlaug- unum að norðan um Kringlu- mýri og Fossvog vestur á Mela. Garðarnir eru nú liafðir undir ströngu eftirliti og gefnar ein- kunnir fyrir hirðingu þeirra. Er talsverður munur á umgengni og hirðingu garðanna og fróð- legt að fylgjast með þeim breyt- ingum til bóta er oft verða á garðinum þegar nýr leigjandi tekur við lionum. En stundum erum við lílca óheppnir með þá, sem taka við og garðurinn verður sizt betri hjá þeim en fyrirrennurum þeirra. j Erlent útsæði reynist illa. Á síðastliðnu vori bar á út- sæðisskorti þrátt fyrir innflutn- ing á erlendu útsæði. Erlenda útsæðið reyndist yfirleitt illa, enda margt af því sýkt og væri vonandi að við þyrftum ekki oftar á erlendu útsæði að halda. Bærinn hefir látið úða garð- ana tvisvar á þessu sumri til varnar gegn myglu og hefir hún hvergi látið á sér bæra þar sem úðað Iiefir verið. Aftur á móti hefir borið mikið á stöng- ulsýki í nokkurum görðum, einkum þar, sem settar voru innfluttar „Eyvindar“-kartöfl- ur í vor. ! Góðar uppskeruhorfur. Uppskeruhorfur munu vera með bezta móti í ár og voru margir farnir að taka upp kart- öflur síðast í júlímánuði. Tvær frostnætur í ágústmánuði gerðu þó nokkurn skaða á kartöflu- grasi og má búast við að það dragi nolckuð úr uppskerunni. < Nýjustu garðarnir. — Á þessu ári hefir verið út- lilutað 180 nýjum görðum. Af þeim eru 125 i Tungutúni en hinir í Fossvogi og vestur af Grímsstaðaholtinu. Galðar þessir voru vel undir- búnir, grafin í þá lokræsi með 10 m. millibili þar sem því varð við komið, auk nauðsjmlegra opinna skurða. Landið var Verðlaun fyrir góða hirðingu. Þá er einnig ætlun félagsins er fram líða stundir, að veita ár- lega verðlaun þeim, sem bezt liirða garða sína og er það mjög mikils um vert, ef hægt væri að vekja heilbrigðan metnað manna i þessu efni. t 1 Skjólgarðar. Fram með Laugarnesvegin- um lét bærinn planta þrefalldri röð af trjáplöntum, aðallega víðiplöntum, í vor og er ætlazt til, að þarna vaxi upp skjólbelti til að skýla görðunum fyrir norðannæðingnum.Viðirinnhef- ir þrifizt vel i sumar og er nú eftir að vita hvernig bonum reiðir af yfir veturinn. Jóhann Jónasson tók við þessum starfa vorið 1942 og hef- ir starfað af mikilli elju að skipulagningu garðanna og ýmsum endurbótum. Rauðióíui Guliætui. Veizlunin Vísir h/f Laugavegi 1. — Sími 3555. Fjölnisvegi 2. — Sími 2555. L Scrutator: © V. JZjcudjdix ajthnjWHMfyS Golf. Golfíþróttin hefir rutt sér tals- vert til rúms hér á landi síðustu árin. Þessi íþrótt hefir átt miklum misskilningi að mæta, hér sem annars staðar. En sannleikurinn er sá, að golfiþróttin er hvorki neitt milljónamæringa-„sport“ né heldur eingöngu fyrir gamalmenni, sem ekki geta hreyft sig nema mjög varlega. Golfið krefst mikillar þjálfunar svo að segja allra vöðva líkamans og sagt er að það taki 5 ár að læra að leika golf vel. En höfuðkostur þessarar íþróttar er sá, að byrjandinn hefir nálega jafn gaman af henni eins og sá, sem Iengra er kominn. Kostnaðurinn við að iðka golf er mun minni en iðk- un sumra annara íþrótta eins og t. d. skíðaferða. Golfið krefst ekki sérstaks fatnaðar eða fótabúnaðar, svo að ekki sé nú minnzt á kostn- aðarsamar og þreytandi bilferðir. Og eitt er ennþá, sem vert er að minnast á: golfið gefur ekki tæki- færi til hins óheilbrigða metabrjál- æðis, sem oft vill bera við um iðkvm annara íþóttagreina. Óeigingjarnt starf. Golfklúbbur Islands hefir átt þvi láni að fagna, að njóta aðstoðar golfkennara fá Bandaríkjunum, sem hefir verið hér í setuliðinu sið- an Bandaríkin tóku við hervernd íslands. Maður þessi heitir Robert Waara og hefir hann helgað golf- íþróttinni hér nálega allar frístund- ir sinar án nokkurs endurgjalds. Waara er af finnskum ættum og hefir lengi unnið hjá einum af frægasta golfleikara heimsins, Walt- er Hagen. Á Waara miklar þakkir skilið fyrir starf sitt. Hver stjórnar? Þessum pistlum er ekki ætlað að vera um stjórnmál og þó mun sum- um finnast að farið sé út fyrir takmörkin með því að birta þær línur, sem hér fara á eftir. En það, sem bréfritarinn brýtur upp á, er einungis mál, sem nú er ofar- lega í huga flestra manna og í þessum dálkum eru slík mál jafn- an tekin til umræðu. Bréfritarinn, kemst svo að orði: „Já — hver stjórnar þessu landi? Svo spyrja menn nú margir. Allt logar í verkföllum, sem hrundið er a fstað að yfirlögðu ráði, af mönn- um sem vilja núverandi þjóðskipu- lag feigt. Þingið er sundrað og máttvana og stjórnin, sem leitast við að1 halda í horfinu og hindra vandræði, fær engu áorkað. Þingið getur það eitt, að standa í vegi fyr- ir öllu, er til heilla mætti verða. Og ef nú svo vildi til, að meiri hluti þings sameinaðist um eitthvað, er til bóta mætti teljast — hvað þá? Jú, kommúnistar reiða hnef- ann og segja: Við brjótum þessi lög. Boðum allsherjarverkfall um allt land og það stendur, piltar góð- ir, þangað til þið hafið numið lög- in úr gildi. (Þrælalög mundu þau heita á kommamáli). — Já, hver stjórnar eiginlega í þessu landi ? — Hér er Alþingi, sem getur sett lög. Við höfum forseta, sem stað- festir þau. En hvar er framkvœmda- valdið, sem getur séð um að lög- unum sé hlýtt? — Spyr sá, sem ekki veit." 2 systui. báðar í fastri atvinnu, vantar herbergi nú þeg- ar. — önnur útlærð saumakona. Hjálp við saumaslcap eða smáveg- is húshjálp getur komið til greina. Einnig fyrir- framgreiðsla ,ef óskað er. Hvorug í „ástand- inu“. — Uppl. í síma 3107. Nýkomnar þverröndóttar p e y s u r. H.T0FT Skólavörðust. 5. Sími 1035. I Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Bankastræti 7 Sími 5743 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.