Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						42. árg.
Föstudaginn 2. maí 1952
87. tbl.
Þátttaka í samskotum ti!
Arnasafns miöq ah
Sí©a*liaiii.pKB.eiasa Iiaffa gefi© 1©»©@@ Iks*.
Það er nú greinilegt, að þátttakan í samskotuntim til bygg-
ingar húss yfir handritin verSur eins almenn og sjálfsagt er,
þar sem hér er um mál allrar þjóðarinnar að ræða.
Eins og getið hefir verið í
blöðum, ætlaði þjóðminjavörð-
ur að veita samskotunum yið-
töku fyrst um sinn, en nú er
þegar komið á daginn, að hann
getur ekki annað því með öðr-
um störfum sínum, því að
gjafir streyma inn héðan úr
bænum og nágrenninu — 10,
50  og  100  kr.  rignir  yfir
hann — og;er þó skriðan ut-
an af landi ekki byrjuð.
Þetta hefir orðið til þess; að
Stúdentafélag Reykjavíkur hef-
ir ákveðið að leita til þriggja
víðtækra samtaka — Vinnuveit
endasambands íslands, Alþýðu-
sambands íslands og Stéttarsam
bands bænda — og óskað eftir
því við þau, að þau tilnefni hver
sinn fulltrúa, er hafi á hendi
stjórn samskotanna með full-
trúa frá Stúdentafélaginu. Þarf
ekki að ef a, að samtök þessi til-
nefni fulltrúa sína þegar í stað.
Stærsta gjöfin.
Félag íslenzkra stórkaup-
manna reið á vaðið með stór-
gjöf, sem ákveðin var á aðal-
fundi þéss fyrri hluta vikunn-
ar. Bar formaður félagsins, Eg-
ill Guttormsson, fram tillögu
kr. í samskotin til Árnasafns,
og var tillagan samþykkt í einu
hljóði.
Visir átti tal um þessa stór-
gjöf í morgun við Egil Guttorms
son og komst hann svo að orði:
„Þegar eg hlustaði á kvöld-
vöku stúdenta, varð eg þegar
mjög hrifinn af tillögunni um
Árnasafn, og fannst vel til fall-
ið, þar sem aðalfundur okkar
stóð fyrir dyrum, að við sýnd-
um gott fordæmi með því að
styðja tillöguna með þessu fram
lagi. Tillögunni var svo vel tek-
ið, að engin meðmæli þurfti
raunar með henni.
Sjálfur er eg ekki í vafa um,
að handritin verði afhent fyrr
eða síðar. En til þess tíma mætti
benda Dönum á, er hingað
koma eftir að byggingin er kom
in upp, að vel verði búið að
handritunum, þegar þeir skilá
þeim. Mætti safnið gjarnan
standa autt á meðan."
Nú  hefir  verið  farið  svo
myndarlega af stað, að ekki má
hætta sókninni fyrr en safnhús-
byggingin verður komin upp.
um það, að félagið gæfi 10,000
ijtharflia®
ÖIIi
Bandaríkianna kkað.
Truman boðar iðjuhölda og fulltrúa
stáliðnaðarmanna á sinn fund.
Washington (AP). —
Truman Bandaríkjaforseti
símaði Philip Murray, leiðtoga
stáliðnaðarmanna, í gærkvöldi
og bað hann um að aflýsa verk-
falli þeirra, en í því taka nú
þátt 650 þús. menn og hefir öll-
um stærstu stálsmiðjum lands-
ins verið lokað.
Truman hefir boðað Murray
. og fulltrúa 6 helztu stáliðju-
fyrirtækja í landinu, að koma á
sinn fund á morgun. Verður þá
gerð ný tilraun til þess að ná
samkomulagi um deiluatriðin.
Öngþveiti
yf irvof andi.
. Trumán sagði að  því  færi
"fjarri að sér væri áð skapi að
taka sér nokkurt úrskurðarvald,
það, sem hann teldi sér skylt,
, væri að halda öllu gangandi í
landinu, því að ella kæmi til
sögunnar öngþveiti í efnahags-
'. og atvinnulífinu, sem hefði ótal
hættur í för með sér, og stöðv-
xux stálsmiðjanna tefldi í voða
-varnarviðbúnaði N.A.-ríkjanna
og hinrá gagnkvæmu öryggis-
aðstöð.
Hlítir boði
hæstaréttar.
En Truman kvaðst mundu
hlíta úrskurði hæstaréttar um
gerðir sínar í málinu, en til-
kynnt var í gær, að stáliðju-
höldar myndu skjóta til hæsta-
réttar úrskurði yfirréttarins,
sem ógilti undirréttardómínn
um, að stáliðjufyrirtækin
skyldu afhent eigendum sínum.
Fimm af níu dómurum yfir-
réttarins voru samþykkir
dómsniðurstöðunni.
HiMi
Höf<
24
don  ©g|
gar  á
lclisí.
London <AP). — í dag hefj-
ast í fyrsta skipti í sögu heims
skipulagsbundnar áætlunar-
flugferðir í þrýstiloftsknúniim
farþegaflugvélum.
Þykir þetta sögulegur við-
burður og eru það Bretar, sem
í þéssu hafa tekið forystuna.
Flogið verður milli London
og Höfðataorgar i de Havilland
Cometflugvélum, einni fyrst í
stað, en brátt verða þrjár í för-
um. Áformað er að koma á sáms
konar áætlunarflugferðum til
Ástralíu.
Flogið verður í 11—-13. kíló-
metra hæð. Flugleiðin til Höfða-
borgar er um 10.700 km. og éi
ráðgert að fljúga þangað á sól-
arhring, en raunverulegur flug
tími verði tæpar 19 klst..
Gin- og klaufaveiki
London (AP). — Gin- og
klaufaveiki er nú komin upp í
Skotlandi.
Hefir verið gripið til venju-
legra   varúðarráðstafana,   en
Skotland hefir sloppið við gin
og klaufaveikina þar til nú.
Oofnarastarfið
hættulegt.
&&ia vantav
vinnuafh
Fólk vantar enn til landbún-
aðarstarfa í Suður-Svíþjóð
einkum á Skáni og Kalmarléni.
Málmiðnaðinn hefir til þessa
vantað inðlært folk. Þess má
geta að þeir sem kynnu kð hafa
í hyggju að leita sér atvinnu í
Svíþjóð, þúrfa að snúa sér til
sænska sendiráðsins Fjólugötu
9 hér í bæ, ef þeir yilja njóta
sérstakrar fyrirgreiðslu í sam-
bandi við Svíþjóðarfarðir.
er
B. Aires (UP). — Knatt-
spyrnudómarar í Cordoba-hér-
aði hér í landi mega vara sig
framvegis.
Þar hefir verið sett lögreglu-
samþykkt, sem kveður á um
það, að ef dómarar sé svo hlut-
drægir, að uppþot verði af þeim
sökum, skuli þeim stefnt fyrir
rétt, og má dæma þá í viku
varðhaid.
Sinwíkweikgur
nnalinaa,
Nokkur brögð hafa verið að
því að krakkar hafi gert sér
leik að því að kveikja í sinu hér
í bænum eða næsta nágrenni
hans.
Af þessari ástæðu var lög-
reglan kvödd inn á Sigtún til að
slökkva þar sinueld sem krakk-
ar höfðu kveikt. ••
í gær höfðu einhverjir kveikt
í sinu í Vatnsmýrinni, rétt hjá
flugvellinum og var slökkvilið-
ið kallað þangað til að slökkva
eldinn.
Emir Feisal Saud, sohur Ibn Sauds, konungs Saudi-Arabíu, er
um þessar mundir í heimsókn á ítalíu, en hangað fór hann, sem
utanríkisráðherra lands síns. Hann sést hér vera að skoða
fornar rústir bæjar, er eldfjallið Vesuvíus lagði endur fyrir
löngu í eyði.
:Vegir aSlir að opnast, en @m
¥íða illfærir vegsia aurbleytu.
AliiireyrítrfeSðiiR liefrar vea*id opnnð.
Leiðin allt norður á Akureyri
er nú opin til umferðar, en veg-
ir víða allslæmir vegna aur-
bleytu.
í fyrrakvöld var lokið við að
ryðja af veginum yfir Holta-
vörðuheiði, en það var nokk-
urra daga verk, og þá haf ði ver-
ið lokið við að ryðja snjó af veg-
unum yfir Hrútafjarðarháls,
Miðfjarðarháls og Öxnadals-
heiði.
Víða í Húnavatnssýslunum,
Skagafirði og einkum í Eyjaf.,
eru slæmir kaflar vegna aur-
bleytu, og má búast við smáerf-
iðleikum yfirleitt meðan klaka
er að leysa úr vegum. Er ósk-
að eftir, að menn leggi ekki í
bílferðir norður eins og sakir
standa, því að nauðsynlegt er
að hlífa vegunum við umferð
VISIR
kemur út árdegis á morgun,
laugardag, og mun svo verða
framvegis á laugardögum til
hausts. Þeir, sem þurfa að koma
einhverju efni í laugardags-
blöðin í sumar, verða að haia
samband við ritstjórn blaðsins
fyrir kl. 7 síðdegis á föstudog-
um.
eins og hægt er í bili, ekki að-
eins á norðurleiðinni heldur yf-
irleitt.
Ýtur hafa verið að verki á
Höfðabrekkuheiði og Mýrdals-
sandi og leiðin austur opin, en
einnig þar má búast við að
hvörf myndist í vegum næstu
daga. Slæmir kaflar eru viða
austanfjalls vegna aurbleytu, t.
d. í Selvogi, á vegum til Eyrar-
bakka og Stokkseyrar og víðar.
Óeirðir í Tokyo.
London (AP).----1 maí há-
tíðahöldin fóru friðsamlega
fram víðast, en þó urðu óeirðir
í nokkrum borgum, einkanlega
í Tokyo, þar sem á að gizka
2—3 hundruð búsund söfnuð-
ust saman.
Tókst kommúnistum að æsa
menn upp tii árása á aðalstöð
Ridgways, en bandarískir her-
menn, vopnaðir kylfum og tára
gasi, flæmdu burt múginn, og
vernda nú bandarískir hermenn
líf og eignir útlendinga í borg-
inni. Þegar þessi árás fór út um
þúfur, var haldið til keisara-
hallarinnar og reynt að komast
inn í hana, en japönsk lögregla
íxrakti æsingamennina buxt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8