Vísir - 08.06.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Þriðjudaginn 8. júní 1954 125. tbf. Myndir þessar voru teknar, er komið var með bandarísku þrýstiloftsflugvélina, sem fórst við Stapa, tll Keflavíkur. — Á annari myndinni sást flugvélin hanga við skipshlið, en á hinni á hafnarbakkanum. Lögreglumenn sendir utan til framhaldsnáms Þrír eru nú í Bandaríkjununi og aÚrír þrír fara til Bretfands í sumar. Á bæjarstjórnarfundi nýlega var samþykkt að veita þrem- ur íslenzkum lögregluþjónum styrk til þess að sækja lög- reglunámskeið : Bretlandi. Vísir hefur átt tal um þetta við lögreglustjórann í Reykja- vík, Sigurjón Sigurðsson. En hann kvaðst fyrir nokkuru hafa sett sig í samband við umboðs- menn British Council hér á landi með það fyrir augum að senda íslenzka lögreglumenn til náms í Bretlandi. í Bretlandi er lagt mikið kapp á að mennta lögregluna sem mest og m.a. eru öðru hvoru haldin þar stutt nám- skeið í hverskonar lögreglu- fræðum sem eru ekki aðeins sótt af Bretum sjálfum heldur af lögreglumönnum fjölmargra annarra landa. Umboðsmenn British Council tóku málaleitan lögreglustjóra vel og var ís^endingum gefinn kostur á að 'sækja slikt nám- skeið ef þeir vildu. Fór lög- reglustjóri þá fram á það við bæjaryfirvöldin að þau veittu styrk í þessu skyni og fellst bæjarráð á að þremur lög- regluþjónum skyldi veittur styrkur til fararinnar, kr. 2500 hvorum. Ekki kvað lögreglustjóri vera búið að velja menn til fararinnar, en þeir fara utan í siunar og verða á 4—5 vikna námskeiði, sem haldið er bæði í London og víðar í Bretlandi. Fá þátttakendur námskeiðsins þar yfirlit yfir ensk lögreglu- störf kynnast aðferðum brezkra lögreglumanna m. a. hinni frægu Scotland Yard lögreglu og auk þess ýmsum nýmælum eða nýjungum í lögreglumálum. Lögreglustjóri sagði að þáð væri á fullkomnum misskiln- ingi byggt að halda því fram að íslenzkir lögregluþjónar væru menntunarsnauðir eða ekki stöðu sinni vaxnir. Hann sagði að íslenzkir lögreglumenn væru yfirleitt vel menntaðir og kynnu vel til starfa sinna. Auk þess væri lögð á það áherzla að kynna þeim starfshætti og lögreglumál annarra þjóða lög- reglu eftir því sem við yrði komið og senda íslenzka lög- reglumenn til framhaldsmennt- unar erlendis. Þannig starfa t. d. núna þrír íflenafcir lögreglu- þjónar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem voru ráðnir. þangað til eins árs starfa. — Þessir menn eru Haukur ,Bjarnson, Rúnar Guðmunds- son og Þorsteinn Jónsson og eru þeir nú um það bil hálfn- aðir með starfstíma sinn er- lendis. Hörmulegt slys a£ völdam eldsvoða í E^jafirði. Þrfú börn hrunnu inni og fvær konur hlutu mikil brunasár. Fljúgandi bændur. Flugfélag íslands flytur í dag 60 bændur austan af Héraði til Kirkjubæjarklausturs á Síðu, á bændaþing, sem þar verður haldið næstu daga. Að þinginu loknu koma bænd urnir hingað til Reykjavíkur og í næstu viku flytur Flugfélag íslands þá aftur austur að Eg- ilsstöðum á Héraði. Mikið var um ölvun bæði hér í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina og töluverf um slysfarir og meiðsli • sambandi við það. Á hvítasunnumorgun var geysi mikið um ölvun á al- mannafæri hér í bænum. — Drukknir menn söfnuðust sam- an í hópa, bæði í miðbænum og víðar, eigruðu þar til og frá og varð lögreglan að hafa meiri eða minni afskipti af þeim. Einni veitingastofu varð að loka hér í bænum vegna þess hve drukknir menn hópuðust þangað inn. Slys af völdum ölvunar varð aðfaranótt laugardagsins á mót- um Túngötu og Aðalstrætis. Var lögreglubíll á ferð hjá Herkastalanum um hálf fimm leytið á laugardagsmorguni-nn. Komu þá tveir menn, sinn á hvoru bifhjólinu niður Túngöt- una og einkum fór sá, sem á undan var, með ofsahraða. Skipti það, engum togum að maður þessi lenti á lögreglu- bílnxun, kastaðist af hjólinu og í götuna. Hann var fluttur meðvitundarlaus á Landspítal- ann og kom þar í ljós að hann var brotinn á báðum kjálkum, auk þess talsvert skrámaður á höfði og var talið að hann hefði fengið snert af heilahristingi. Bifhjólið stórskemmdist. Á laugardagskvöldið fann lögreglan dauðadrukkinn mann liggjandi niður við höfnina. Var læknir fenginn til þess að Hagslæiur vöruskipta- jöfnuöur i apríf. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd í apríl s.l. reyndist hag- stæður um 6.4 millj. króna. Útflutt var fyrir 62.933.000 krénur, en innflutt fyrir 56,- 501.000 krónur. Á tímabilinu janúar—apríl var jöfnuðurinn hins vegar óhagstæður um rúmar 20 millj. króna. í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn hins vegar óhagstæður um hvorki méira né minna en 38 millj. króna rúmlega. Akureyri í morgun. Það hörmulega slys vildi til að Sandhólum í Eyjafirði í gær, að þrjú börn Iétu lífið í hús- bruna, en tvær konur hlutu al- varleg brunasár. Sandhólar eru innarlega í Eyjafirði og tilheyra Saur- skoða manninn, en læknirinn taldi ekkert athugavert við hann nema ölvun og var hann þá fluttur í fangageymslu. Þá um nóttina var lögregl- unni tilkynnt um konu sem lægi ölvuð og slösuð í Hlíðarhverfi. Sjónarvottur skýrði svo frá að kona þessi hafi hangið í bíl og siðan kastast í götuna. Hlaut hún við það stórt sár á höfði og blæddi mikið úr. Hún var flutt til læknis og gert að sár- um hennar. Málið er í rann- sókn. Á laugardaginn varð að fá lögregluna til þess að stilla til friðar milli tveggja ölvaðra bræða og stúlku sem börðust úti á götu. Hafði missætti þeirra sprottið út af peningamálum. Auk þessa var lögreglan kvödd á veitingastofu vegna ölvaðs manns sem ráðizt hafði á afgreiðslustúlku og í öðru til- felli var leitað aðstoðar lóg- reglunnar vegna manns, sem hafði misséð sig á peningum sem hann hafði verið trúað fyrir til vínfangakaupa. Mikill viðbúnaður við komu Gullfaxa Þegar Gullfaxi kom úr Norðurlandaför sinni á hvíta- sunnudag var mikill viðbúnað- ur á Reykjavíkurflugvelli, vegna þess að búist var við að vélin myndi þurfa að nauð- lenda. Þegar Gullfaxi hóf sig til flugs í Osló á sunnudaginn og nefhjólið var dregið upp heyrðu flugmennirnir smell og töldu líklegt að sprungið hefði á því. Þótti því vissara að hafa allar öryggisráðstafanir í gangi. Var lögregla, slökkvi- lið og sjúkrabílar mættir á Reykjavíkurflugvelli áður en flugvélin lenti. Lendingin tókst með prýði án þess að nokkuð væri reynt á nefhjólið, en þegar það var at- hugað, reyndist það með öllu ósprungið og í hinu fullkomn- asta lagi. bæjarhreppi. Húsaskipan var þannig, að tvílyft framhús úr timbri var byggt áfast við gamlan torfbæ, en bæinn var að mestu búið að rífa. Bóndinn að Sandhólum er Sigtryggur Sveinbjörnsson, en kona hans heitir Helga Jóhannesdóttir. Fjögur börn þeirra hjóna voru heima og inni í húsinu þegar eldurinn kom upp í gærmorg- un og sömuleiðis var móðir húsfreyju, Kristjana Guðlaugs- dóttir inni. Höfðu hjónin farið út til mjalta í gærmorgun, en börnin voru þá sofandi og voru þau, ásamt göml'u konunni, uppi á lofti. Eldurinn mun hafa komið upp um níuleytið í gærmorgun, en með hvaða hætti er enn ekki vitað. En húsið varð alelda á fáum mínútum og brann tií kaldra kola á örskammri stund. Sjö ára gamall drengur, son- ur hjónanna, komst óskaddað- ur út, en gamla konan hlaut al- varleg brunasár á leiðinni nið- ur og út úr húsinu. Þrjár dæt- ur þeirra hjóna brunnu inni. Sú elzta þeirra, Hulda, sem var tæpra 14 ára að aldri, hafði verið fermd daginn áður. Næst að aldri var Hrafnborg, 10 ár& og Sigrún yngst, aðeins 4 ára. Þegar móðir barnanna vartS eldsins vör mun hún hafa ætlað: að gera tilraun til þess acS bjarga börnunum, en hlaut við það mikil og alvarleg bruna- sár. Voru þær Helga húsfreyja og Kristjana móðir hennar báð- ar fluttar á sjúkrahús Akur- eyrar í gær. Höfðu þær hlotiS mikil brunasár á höfði, höndumi og handleggjum. Slökkvilið Akureyrar kom á vettvang strax og fréttist umi brunann og sömuleiðis korrr fjöldi fólks að úr sveitinni til björgunarstarfa, en bærinn var* þá brunninn í rúst og hruninn. Hins vegar tókst að verja gripa- hús, hlöðu og hey sem var; norðanvert við íbúðarhúsið. Um nánari atvik er enn ekkii vitað þar eð ekki er farið að! taka neinar skýrslur af heim- ilisfólkinu, því sem af komst. Fréttaritari. Hérmenn ganga berserksgang. Einkaskeyti frá A.P. Tveir brezkir hermenn hafat verið handteknir fyrir að skjóta Austurríkismannn til bana„ særa þrezkan hermann og fjóra Austurríkismenn. Gengu menn þessir berserks- gang, náðu í byssur, brutust útt úr Schönbrunn-fangabúðunumi og skutu á hvern, sem þeir komu auga á. Náðust þeir ekki fyrr en þeir höfðu unnið verkn- aði þá, sem að farman getur. Geysímíkil ölvun á almanna- færi um hvítasunnuna. Slysfarir, átök og stympingar af völdum ölvunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.