Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1954, Blaðsíða 1
44, érg. Mánudagjim 5. júií 1954 148. ibi< Tvö slys á Hellisheiði. Fiiiim manns slasast. Áforin á döfinni um að smíða stál-fiskibáta hér. Hoilendingar hættir að smíða fískibáta úr tré. Nægileg rerkefiú framnndan hjá §tálsmiðjunm. Tvö umferðarslys urðu á Hell isheiðarvegi um helgina, annað á laugardagskvöldið og í því slösuðust þrír útlendingar, en hitt seint í fyrrinótt og þar slös uðust tvær konur. Slysið sem átti sér stað í fyrrakvöld varð miðja vegu milli Kolviðarhóls og Skíða- skálans í Hveradölum. Þar varð bifreið frá þýzka kvik- myndafélaginu Rotofilm á ferð, en á eftir henni kom bifreið úr Keflavík og ók aftan á þýzku bifreiðina. Að því er Vísir hefur fregn- að mun dyraumbúnaður þýzku bifreiðarinnar hafa opnast við áreksturinn og menn sem í henni voru kastast út. Slösuð- ust þrír Þjóðverjnna mikið, m. a. hlaut einn þeirra höfuðkúpu brot og annar skurð á höfði. Var gert aðvart um slvs þetta í Skíðaskálann í Hveradölum og þaðan var símað eftir lög- reglu og sjúkrabifreið úr Rv.ík og slösuðu mennirnir fluttir á Landsspítalann. Um hitt sysið var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt laust fyrir kl. 5 í fyrrinótt. Maður, sem var þar á ferð um nóttina sá hvar bifreið lá á hvolfi utan við veginn á Sandskeiði. Gerði hann lögreglunni þegar í stað aðvart .um atburðinn og tjáði henni jafnframt að einhverjir farþeg- anna myndu hafa slasast. Við athugun kom í ljós að slysið hafði orsakast með þeim hætti að sprungið hafði á fram- hjóli bifreiðarinnar og hún far- ið við það út af veginum og hvolft. Tvær konur slösuðust og voru fluttar í sjúkrabifreið til læknisaðgerðar. Hér í bænum munaði litlu að slys yrði er telpa varð fyrir bifreið á Reykjavíkurvegi á laugardagskvöldið. Dregið hjá Land- græðslusjóði. Dregið var í fyrsta sinn í Happdrætti Dvalarheimilis aldr aðra sjómanna á laugardag. Upp kom nr. 19372, en sá miði var seldur í Hafnarfirði, og mun eigandi hans vera Böðv ar Sigurðsson bóksali, Austur- götu 4, þar syðra. Ferð til Veiðivatna á morgun. Guðmundur Jónasson bifreið arstjóri efnir til 4 daga ferðar til Veiðivatna, austan Tungnár á morgun. Farið verður kl. 2 e. h. og k-omið aftur í bæinn n.k. föstu- dagskvöld. Þessi ferð er fyrst og fremst ætluð veiðimönnum og geta menn keypt veiðileyfi ef þeir fara í þeim tilgangi austur. Veiðivötn eru fiskisæl mjög, en auk þess er náttúrufegurð- inni á þessum sóðum viðbrugð- ið. Um leið og telpan, sem er 9 ára gömul, varð fyrir bifreið- inni, kastaðist hún upp á vél- , arhús bílsins og að því búnu ! í götuna aftur. En sem betui' fór varð ekki séð að telpunni yrði neitt meint við höggið eðá áreksturinn og taldi hún sig hvergi kenna meins. Affí Breta hér víð land vex. Enska fiskiblaðið „The Fish- ing News“ hefur birt upplýs- ingar, sem sýna vaxandi afla brezkra togara á íslandsmiðum. Hafa brezkir útgerðarmenn þó haldið því fram, að stækkun landhelginnar mundi hafa í för með sér minni afla og baka þeim tjón, en þessar upplýsingar Fishing News benda til hins gagn- stæða, því að blaðið sýnir fram á, að á langflestum lönd öðrum miðum hafi afli rýrn* að á þessu tímabili. ■+ Telur blaðið alls um 14 mic| og veiðisvæði. Á þrem varð nokkur aukning, þrjú stóðu $ stað, en afli minnkaði á öllum hinum, og til mikilla muna sums staðar. Alls öfluðu brezk- ir togarar nærri 530 þús. vættir á s.l. ári, og nam aukningin meira en 40 þús. vættum. 192 síldveiði- leyfi útgef iii. Umsóknir enn aö berast. Samkvæmt upplýsingum, sem málaráðimeytinu eru umsóknir Vísir lékk í morgun frá atvinnu- um leyfi til síldveiða enn að berast og hafa nú verið gefin út leyfi fyrir 192 báta. Má gera ráð fyrir, að eitthvað kunni enn að foerast af umsókn- um. Horfir því svo, að þátttaka í síldveiðunum verði talsvert meiri en í fyrra, en þá stunduðu 163 skip og bátar síldveiðar. Veður heldur hlýnandi. Veður fer heldur hlýnandi hér á landi eftir kuldakastið undan- farið. þó má ekki búast við gagn- gerum breytingum á veðrinu næsta sólarhringinn eða svo, að því er Veðurstofan tjáði Vísi í morgun. Kaldast var á Austur- landi í morgun, víðast 5 stig, en norðan lands og vestan voru 8—9 stig, en hér í bænum 9 stig snemma í morgun. Norðanátt- in er gengin niður og búast ma við, að nokkuð hlýni í veðri. í nágí’ánnálöndum okkar er veður frekar svalt miðað við þenna árstíma. í Osló var 12 stiga hiti í morgun, 13 í Kaup- mannahöfn og sama hitastig i London. Þetta er sýnishorn af bað- strandatízkunni úti um heim um þessar mundir. Fyrsta sildut! Viirður fra Grenivik fékk 150 tn. Síldar varð vart í gær ut- arlega á vestursvæðinu og fékk einn bátur 150 tunnur, en aðrir lítið. Var það Vörður frá Greni vík, sem fékk þenna afla, og er fréttin um afla hans og hinna bátanna í rauninni fyrsta fréttin á sumrinu um síldarafla. Þar sem norðanáttin er nú gengin niður og veður hlýn- andi, vona menn að horfur fari nú að batna. • í Kanada hafa 5 centa pen- ingar verið notaðir úr stáli seinustu 3 ár til þess að spara nikkel. Ellefu manna fjallgönguleið- angur frá Argentínu hefur gef- izt upp við að klífa 26,795 feta háan tind í Himalaja, Daula- giri. Reykvíkitigar á ' norðuríeið með 200 til teiðar. 20—30 hestamenn með um 200 hesta lögðu af stað héðan úr bænum á föstudag og laug- ardag, og var förinni heitið á landsmót hestamanna, sem háð verður á Akureyri. Sjálft landsmótið verður á Akureyri laugardag og sunuu- dag, 10. og 11. júlí, en næst i þrjá dagana á undan verður dæmt um hross, og hafa verið skráð um 150 til keppninr.ar. Reykvisku hestamennirnir munu fara Kjöl og Eyfirðinga- veg (austur með Hofsjökli) og Vatnahjallaveg ofan í Eyjaf jörð og síðan eins og leið liggur til Akureyrar. Sennilega fara þeir sömu leið til baka, nema surnir, sem munu slást í för með Ár- nesingum, sem ætla Sprengi- sand suður aftur. Gert er ráð fyrir, að hestamennirnir verði komnir norður á morgun eða á miðvikudagsmorgun. Ferðaskrifstofa ríkisins efn- ir til sérstakra ferða á ",nds- móti, sem verður með svipuðu sniði og landsmótið á Þingvöll- um 1950, er þótti takast mjög vel. • Fregn frá Br. Guiana herm- ir, að frú Jagan hafi verið sökuð um að hafa óleyfileg rit í fórum sínum, -svo sem „Sovét News“. Nægileg verkefni eru fram undan ‘hjá Stálsmiðjunni, að því er skipasmíðar varðar, a. m. k. til ársloka 1955. Eins og Vísir hefur áður greint frá, er nú unnið að smíði dráttarbáts fyrir Reykjavíkur- höfn, og má skrokkurinn heita fullgerður, og verður skipinu hleypt af stokkunum í næsta mánuði. Vísir átti sem snöggvast tal við Ben. Þ. Gröndal verkfræð- ing forstjóra í Hamri, en það fyrirtæki rekur Stálsmiðjuna í félagi við Héðin. Tjáði Gröndal blaðinu, að þegar væri búið að setja niður eithvað af hjálpar- vélum og koma fyrir ýmsum innréttingum í skipinu. Næst liggur þá fyrir að setja aðal- vélina í skipið, en það verður gert, eftir það er komið á flot. Þá verður skipið aftur tekið á land og komið fyrir í því öxli og skrúfu. Allar vélar í skipinu verða þýzkar, frá hinu kunna fyrirtæki Deutz. Aðalvél skips- ins er 1000 ha. dieselvél, en til samanburðar má geta þess, að Magni hefir 250 ha. vél. Drátt- arbáturinn verður um 200 lest- ir að stærð. Þá er byrjað á varð- og björg- unarskipi, sem verður af svip- aðri stærð, og verður kjölur lagður að því jafnskjótt og drátarbáturinn er kominri á flot. Nokkra athygli mun það vekja meðal sjómanna og út- vegsmanna, að Stálsmiðjan hef ur á prjónunum áform um að hefja smíði fiskibáta úr stáli. Stál-vélbátar hafa verið reynd- ir í Noregi og gefizt afbragðs vel, og í Hollandi má heita, að nýir fiskibátar séu allir úr stáli. Óvíst er, hvort slíkir bát- ar séu dýrari en trébátar. Líklegt er, að útvegsmenn við Faxaflóa vilji helzt stálbáta um 50 lestir að stærð, en Vest- mannaeyingar heldur stærri, eða um 70 lestir, en slíkum smíðum gæti Stálsmiðjan auð- veldlega annað. Má búast við stöðugri og áframhaldandi vinnu skipasmiða hjá Stálsmiðj unni. 50 ára kafbáta- afmæli Svía Um þessar mundir eru 50 ár liöin, síðan Svíar smíðuðu fyrsta kaí'oát sinn. Frakkland, Ítálía, Rússland, Bretland og Bandaríkm voru þá einu ríkin, er smíðuðu slík skip. Hann var búinn íafmótor, sem knúði hann bæði ofan- og neðan- sjávar með átta og sjö hnúta liraða. BAturinn var notaður tii 1922. , Á myndinni sést, er knötturinn skellur í netinu í marki Norð- manna í landskeppninni i gærkveldi, en þetta var eina markið, sean skorað var, og gerði það pérður pórðarson, en hann sést á miðri myndinni í hvitri peysu. (Ljósm,: Ingi Magnússon).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.