Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 1

Vísir - 07.01.1955, Blaðsíða 1
45. arg. Föstudaginn 7. janúar 1955 4 tbl. Á 2. hundrað millj. kr. ó- veðurstjón í Bretlandi. M|c<g .sácriiiaisaiiii fyrir London 20. des. Undaníarnar sex vikur hefur hver stormurinn af öðrum gengíð yfir Bretland, og tjón orðið gífurlegt. Blöðin, sem um þetta skrifa, skýra frá því, að vátrygginga- félögin áætli, að tjónið sé næstum hálf önnur milljón steiiingspunda (um 115 millj. króna), og. verði matsmenn félaganna að vinna næstum nótt með degi til að meta tjónið. Það hefur einnig komið í ljós við þetta, að fjölmargir —• meirihlutinn — hafa tryggt eigur sínar langt undir sann- Virði, svo að þær greiðslur, sem félögin munu greiða, nægja engan veginn til að bæta skaðann. Sérstaklega er það áber- attdi, að menn tryggja fyrst og fremst gegn eldi, en þeir fá engar bætur, þegar tjónið N.-Kórea hefir nú 75 flugvelii. Kommúnistar í Norður-Kóreu verður af völdum veðurs. Undantekning eru þeir, sern hafa tryggt eigur sínar gegn hverskonar tjóni, og getið .ertii dæmis um verzlunáíeiganda, sem varð fyrir tjóni, er nam 80,000 sterlingspundum (ca. 3,7 millj. kr.). Hann hafði að- eins tryggt fyrir f jórðung þeirrar upphæðar. (Síðan fréttabréf þetta var ritað, gekk fárviðri enn einu sinni yfir England, rétt fyrir jólin, og olli miklu tjóni þar. þótt það væri meira fyrir sunnan og austan Norðursjó). Vilja ekki ai05tur-þýzkan her. Fregnir frá Prag herma, að áform Rússa uni varnarbandía- lag Austur-Evrópuþjóða, fái itiið- ur góðar undirtektir hjá Pólvprj- um og Tékkum. Hvorug þessara þjóða óskar eftir því, að Austur-Þýzkaland vígbúist meira en þegar er orðig. og livorug er hrifnari af þýí, að Austur-Þýzkaland vigbúist, en Frakkar af þvi, að Vestur-Þýzka- land fái sinn eigin her. Það er þýðingarmikið atriði fyrír aðstöðu íslands á Norður-Atlants- hafsflugleiðinni. Frá'sögk Agnars K«i|oed-H|aiiscii a. a£ þissgi S.C.A.0. Svisslendingar kjósa sér for- seta árlega, og sá sem tók við íam áramótn er dr. Max Petit- pierre, sem liér birtist mjuid af. Venjutega er varaforsetinn kjörinn forseti, en núverandi varafórseti hefir hætt afskipt- manm af opinberum málum vegna vamheilsu. ísland verður með hverju árinu sem líður þýðingarmeira íá fiugleiðinni milli Vesturheims og Norðurálfu, en okkur ber í ví skyni nauðsyn til að koma ípp öruggum millilandaflug- /elli á Norðurlandi og þá er Æelrakkasléttan hvað Iheppi- egasta flugvallarstæðið. Frá þessu skýrir síðasta hefti ímaritsins Flugs í viðtali við Agnar Kofoed-Hansen flug- tnálastjóra, en hann var fyrir- liði þeirra fulltrúa íslands, fimm að tölu, er sóttu ráðstefnu um flugöryggismál Norður- Atlantshafssvæðisins og haldin var í Montreal í haust. Auk flugmálastjóra sóttu ráðstefnu þessa af íslands hálfu þeir Sigfús Guðmundsson full- trúi, Björn Jónsson yfirflug- umferðarstjóri Einar Pálsson skrifstöfustjóri og Hlynur Sig- tryggsson veðurfræðingur. svæði, sem nær t. d. alla leið héðan suður fyrir Hvarf og til nyrztu hluta austurstrandar Grænlands, austur undir Noreg og suður að Hjaltlandseyjum. jVið erum ábyrgir fyrir alla , flugumferð á þessu svæði, en I af stærð þess er auðsætt, að frá Jíslandi koma gildustu þættirn- ir í þeim öryggsböndum sem tengd hafa nú verið milli ríkj- anna tólf á Norður-Atlants- hafssvæðinu, og eigum við vit- anlega mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Póst- og símamálastjórnin íslenzka annast í umboði flug- málastjórnarinnar, fjarskipta- þjónustu, sem fólgin er í að koma boðurn, eigi aðeins milli flugumferðastjórnarinnar og flugvélanna á þessu svæði, heldur einnig milli íslands og Frh. á 11. s. hafa byggt eða endurbyggt 40 flugvelli og þau með freklega brotið vopnahlésskilmálana. Frá þesum flugvöllum hefur veriS gengið þannig, að þeir eru nothæfir sem bækistöðvar þrýsti- lofts-orustuflugvéla. Þegar vopna hléssamningarnir voru undirrit- aðir 1953 höfðu kommúnistar 34 flugveili og gátu þrýstiloftsvélar aðeins lent á sjö þeirra. Nú liafa þeir samtals 75 flugvelli. Bandaríkjaför Scelba undírbúln. Líkur eru fyrir, að Mario Scelba, forsætisráðherra Italía, fari í opinbera heimsókn ti 1 Bandaríkjanna, innan tíðar. Sagt er, að viðraeður fári fram um þetta milli sendiherra Banda ríkjanna í Rómaborg og ítalska u laitríkisráðuneytisins. Verkfalti aflýst á járn- brautmn Bretlands. Samkomulagsumleitanir hafnar af nýju milli aðila. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Til verkfalls kemur ekki á brezkum járnbrautum, a. m. k. ekki að sinni. Laust fyrir kl. 11 í gærkveldi tóku ieiðtogar járnbrautarmanna þá ákvörðun í lok. fundar, sem stóð um 3 klst., að leggja til að verkfallið, sem boðað hafði ver- ið frá miðnætti aðfaranótt mánu- dags, skyldi afturkallað, og var öllum 'félögum járnbrautarstarfs- manna þegar tilkynnt þetta, og cinnig var hringt í skyndi til Churchills forsætisráðherra og Moncktons verkamálaráðherra, sem lýstu ánægju sinni yfir þess- um úrslitum. Monckton kvað þungum á- liyggjum létt af allri þjóðinní, því að ef til verkfalls hefði koni- ið hefði það bakað þjóðmni marga og mikla erfiðleika. I tilkynningunni um að aítúr- kalla verkfallið var sagt, að ineS loforðum Flutningaraðsins væri fenginn samningsgrundvöllúr til viðunandi samkomulágs um deiluatriðin. Einkanlega er tal- ið mikilvægt, að Flutningaráðið liefur fallist á endurskoðun á grunnkaupi. Viðræður um sam- lcomulag áttu að hefjast eigi síð- ar en 12 klst. eftir afturköllun verkfallsins. Á fundirium réði einfaldur meirihluti. Náist ekki samkoinu- lag, segir í liikynningunni, verð- ur að boða til verkfalls að nýju. Banaslys í Silfurtúni. I gærkveldi varð banaslys í Silfnrtúni við Hafnarfjörð, en þar varð sex eða sjö ára gömul telpa fyrir bíl og beið bana. Slysið varð ú sjöunda tímari- nm i gær og skeði á veginum er liggur frá Reykjanesbrautimii og inn á milli hús.anna í Silfurtúni, eða riánar tiltekið gegnt trésmíða verksmiðjunni Akri. Er talið' að slysið háfi orsak- ast með þeim liætti að telpari liafi lilaupið framundári bíl og út á götuiia, en þa bar að bifreið sem var að fara af stað og varð telp- an undir honum. Telþan hét Helga Kristjáns- dóttir bg átti heima í Silfurtúni. Minsikandi alvinnu™ Ms bp* t b« t rmnlandr. Eínkaskeyti frá AP. Helsinki í morgun. Ákveðið hefur verið að verja 592 miilijónum marka tii at- viimubóta, aðaliega til vegalagn- inga í ýmsum héruðum landsins. Atvinntileysingjar í landinu eru nú 12.681 talsins og! stunda 8.924 atvinnubótavinnu. Um sama leyti í fvrra var tala útvinnu- leysingj.a ýfir 45 þús. og stund- uðu yfír 33 þús. atvirinubóta- yinnu.- Flugvöllur á Norðurlandi. Skýrði flugmálastjóri svo frá í viðtali sínu við „Flug“ að það hafi komið greinilega fram á ráðstefnunni að ísland myndi verða æ þýðingarmeira á flug- leiðinni um Norður-Atlants- hafið, einkum ef við berum gæfu til þess að koma hið fyrsta upp öruggum flugvelli fyrir millilandaflugvélar á Norðurlandi, en kröfur um það hafa aldrei verið háværari en nú. Hafa nokkrir staðir komið til. greina, en landfræðilega hefur Melrakkasléttan mesta kosti, aðallega fyrir þá sök að engin fjöll eru þar í námunda. Ekki taldi flugmálastjóri líklegt að Alþjóðaflugmála- stofnunin myndi leggja fram fé í þessu skyni heldur yrðum við að gera það af eigin dáð, en þetta væri orðið býsna aðkall- andi, því við mættum ekki sleppa þeirri aðstöðu sem okk- ur stæði til boða og værum þegar búnir að fá. Framlag okkar til Alþjóða- flugmálastofnunarinnar hefur numið 350—600 þús. kr..á ári, en í staðinn fyrir þetta fá ís- lendingar 6—9 millj. kr. —• í erlendum gjaldeyri •— fyrir þjónustu þá sem við veitum á Flug- umférðarstjórnin. Norður- Atlantshaf sleiðin ni. Við önnumst umferðastjórn á Sex bátar róa frá Grafarnesi. Frá fréttaritara Vísis. Grafarnesi í gærmorgun. Héðan munu róa sex vélbátar á vertíðinni, sem nú fer í hönd. Þrír' þeirra eru albúnir að fara á veiðar, „Runólfur“, „Geys- •ir“ og „Gunnbjörn". Tveir bátar eru fypir sunnan og verið að skipta um vél í þeim, „Páll Þor- leifsson“ í Reykjavílt og „Far- sæll“ í Hafnarfirði. Þú er von á Sigiufjarðarbátnum ,,Björgu“, sem verður gerður út iiéðan. Tíð er hér einmuna góð, og ak- fært um allar nærsveitir. Bíða meriri þess með óþreyju að geta liafið veiðar. M.-Franc® hvihst fyrir rtýjar vlðræBur. Einkaskeyti frá AP. París í morgun. Mendes-France kom til Napolí í gær og dvelst þar nokkra daga sér til hvíldar og hressingar. Þaðan fer liann lil Rómahorg- ar og i’æðir ýmis vandamál við Mario Sceíba forsætisráðherra. Munu þær viðræður snúast um éfnahagslega samvinnu Vestur- Evrópulandi og varnir þeirra, Schumannsstofnunina o. fl. Frá Rómaborg fer Mendés-Fránce til Vestui’-Þýzkalands og er svo ráð fyrir gert, að hann og Adcnauer ræðist við i Baden-Badén. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.