Vísir - 10.11.1955, Blaðsíða 5

Vísir - 10.11.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 10. nóvember 1955 VISIR tfilicoll Jakob Möller mun jafnan verða talinn einn fjölhæfasti og' gáfaðasti stjórnmáíamaður sinnar samtíðar. í rneira en aldarþriðjung stóð hann í fylk- ‘ingarbrjósti í stjórnmálabarátt- unni. Á því tímabili hafði hann mikil áhrif á gang ýmissa þjóð- mála, enda gegndi hann um skeið mikilvægustu trúnaðar- störfum fyrir þjóð sína. Þegar •slíkir menn falla í valinn, er harmur í hugum margra. Jakob Möller var fæddur 12. júlí 1880 að Stóra-Bergi á Skagaströnd. Voru foreldrar .hans Óle Chr. Möller, kaup- maður í Hólanesi og síðar á Hjalteyri, og kona hans Ingi- •björg Gísladóttir, Jónssonar, bónda að Neðri-Mýrum. Bæði -voru þau hjón vinsæl og vel -metin. Jakob var snemma settur til 'mennta og lauk hann stúdents- 'prófi árið 1902. Árið eftir lauk hann heimspekiprófi í Kaup- mannahöfn og stundaði jafn- framt verkfræðinám við há- skólann þar til ársins 1905. Sneri hann þá heim og stundaði hér læknisnám á árunum 1906—1909. Hvarf hann frá því námi og gerðist starfsmaður Landsbanka íslands og vann þar í fimm ár. En það átti ekki fyrir honum að liggja að eyða ævinni við toankastörf, þótt hann væri allra manna gleggstur á tölur og reikningsfærslur, enda var hann talinn einn bezti stærð- •fræðingur í skóla. Á skólaár- iim hans kom fljótt í ljós, að hann hafði mikinn áhuga á landsmálum og þótti einna skeleggastur í þeim málum af ungum mönnum, sem honum voru samtíða. Stóð hann fram- arlega í flokki þeirra, sem heimtuðu fullt sjálfstæði þjóð- inni til handa. Hann gerðist • landvarnarmaður, þegar sá flokkur hófst,-* enda var hann jafnan síðan þar í flokki er lengst var gengið um réttar- 'kröfur landsmanna. Þegar Jakob hvarf frá starfi - í Landsbankanum, hófst nýr þáttur í lífsstarfi hans, þáttur sem leiddi til virkrar þátttöku . í opinberum málum, sem hug- ur hans frá æsku hafði stefnt að. Árið 1915 keypti hann dag- tolaðið Vísi og gerðist ritstjóri þess. Stjórnaði hann því í tíu ár. Á því tímabili voru mikii umbrot í íslenzkum stjórnmál- um. Deilurnar við Dani hjöðn- uðu mjög eftir 1918 en í þess stað fór þjóðin að skipa sér í flokka um innanlandsmálin. [Var ekki líklegt, að slíkur á- liugamaður um landsmál sem iJakob var, léti sig' engu skipta þá þjóðfélagsþróun, er fram fói í skjóli þess frelsis, sem fékkst itneð sambandslögunum 1918. Hann var ritfær í bezta lagi, ígáfaður og ágætur ræðumaður. Hann hafði því öll skilyrði til sð hasla sér völl á sviði þjóð- ímálanna, enda stóð ekki lengi á því, að penni hans og rökfimi á mannfundum drægi að hon- jum athygli alþjóðar. Saga þess- arrá ára verður ekki sögð í etuttu máli. En á þessum árum var honum eittrijóst. Hann ætl- Sði sér að komast á þing, þar KveBja frá formanni Sjáifsfæðisílokksins. Jakob Möller mnn seint gleymast þeim sexn íyltjilust með al- þingiskosningunum í Reykjavik haustið 1919. Með eldmóði og ílug- mæísku vann hann þá svo glæsilegan ltosningasigur, að ekki verð- ur til jaínað siðustu áratugina. Hann reri þá að heila má einn á báti og lagði til orustu við liðsterkan, mætan on velmetinn höíð- ingsmann. Jakob MöIIer sigraði ekki aðeins þenna höfuðandstæðing sinn heldur vann hann oy hylli okkar margra, sem þá börðumst gegn honum. Hann hafði þá um árabil haft ríkan stjórnmálaáhuga og eftir að hann settist á þing, árið 1920 lét hann æ meir að sér kveða, svo að telja má, að um aldarf jórðungsskeið haíi haun verið meðal hinna áhriíarikustu í hcpi íslenzkra stjórnmálamanna. Við vinir Jakobs Möiler dáðum mjög viísmuni hans, lökíimi og ræðumensku, en vænst þótti okkur um yfirlætisleysi hans, réttsýni og góðgirni. Sjálfstæðisflokkurrnn kvcður nú einn sinn bezla baráttumann og þjóðin, öll mætan son c-g mikilhæfan. Honuci fylgir blessun margia en einskis manns óvild. sem þjóSxnálin voru rædd og tli lykta leidd. Og árið 1919 var hann kosinn á þing með sögu- legum hætti. Hann bauð sig fram til þingsetu í Reykjavik á móti manni, sem studdar var af stærsta stjórnmálaflokknum og talinn alveg yiss um að ná kosningu. Þessi maður var Jón Magnússon ráðherra, gáfaður og vinsæll stjórnmáiamaður. Það var söguleg kosning. Jakob hafði fjölda ungra. og harðsnú- inna stuðnigsmanna og í marga daga bergmálaði bærinn af herópi þeirra: „Jakob skal á þing“. Hann komst á þing og átti sæti á alþingi til ársins 1927, en síðan frá 1931 til 1945. Hófst þá fyrir alvöru ferill hans sem stjórnmálamanns og má segja að frá 1924, þegar hann lét af ritstjórn Vísis, hafi hann, helgað starfskrafta sína opinberum málum um 25 ára skeið. Á.-þessu tímabili voru honum falin fjölmörg trúnaðar- störf. Auk þess að vera þing- maður fyrir Reykjavík á 28 Ólafur Thors. þingum átti hann sæti í bæjar- stjórn í 16 ár, jirá 1930 til 1945, og étti.sæti í bæjarráði. Hann var eftirlitsmaður með bönk- um og sparisjóðum í 10 ár og framkvæmdarstjóri sjukra- samlags Reykjavíkur var hann jum langt skeið. Hann átti sæti ,í mör.gum mikilvægum nefnd- um og í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins var 'hann í mörg ár. Hann var rnjög áhugasmur um bihdindismál og starfaði í ! góðtemplarareglunni síðari hluta ævi sinnar. I Jakob var ekki mikill fram- kvæmda- eða fjáraflamaður fyrir sjálfan sig. En í hinum efnahagslegu viðfangsefnum I bæjarfélagsins og þjóðarinnar komu vitsmunir hans og glögg- skyggni í góðar þarfir. Hann var ráðhollur og fljótur að brjóta viðfangsefnin til mergj- ar. Þetta og hin meðfædda ljúf— mennska hans er ein skýringin ;á því, hversu langan starfsdag jhann átti í völundarhúsi stjóríi- i málanna. 1 Þegar þriggja flokka stjórn var mynduð 1939, varð Jakob fjármálaráðherra. Þegar um- ræður fóru fram í Sjálfstæðis- flokknum um þátttöku í þeirri stjórn, var mér kunnugt um, að hann hafði ekki í huga og því síður sóttist hann eftir, að verða ráðherra í væntanlegri þriggja flokka stjórn. En margir af vin- um hans óskuðu eindregið eftir því, að hann tæki sæti í stjórn- inni ásamt formanni flokksins, Ólafi Thors, og lét hann að lok- um undan fortölum þeirra. Minnist eg á þetta sökum þess, að eg hygg að trúnaðarstörfin hafi sjaldan verið að honum rétt fyrir atbeina hans sjálfs, því hann var að eðlisfari hlé- drægur og lét lítið yfir sér. Þegar samsteypustjórnin lagði niður völd 1942, myndaði Ólafur Thors fyrsta ráðuneyti sitt. í því ráðuneyti, sem starf- aði í sjö mánuði, var Jakob einnig ráðherra og fór með fjár- mál og dómsmál. Jakob lét af þingmennsku 1945 og hafði hann þá setið á 28 þingum eins og áður er getið. Hann hafði átt langan vinnu- dag á þeim vettvangi, sem hug- ur hans stóð til þegar á æsku- árum. Hann fór úr bardagan- um með fullri sæmd og með hreinan skjöld. Og þegar hann kvaddi stjórnmálin átti hann fleiri vini en þegar hann tayrj- aði. Þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum, var honum falið að gegna sendiherrastörf- um í Danmörku. Var hann fyrsti sendiherra íslenzka lýðveldis- ins hjá okkar fyrri sambands- þjóð, sem þá hafði ekki enn sætt sig við sambandsslitin. Gegndi hann því embætti í fimm ár en kom heim aftur, þegar hann var sjötugur að aldri. Eg hef getið aðeins fárra af störfum Jakobs Möller en sér- staklega þeirra, sem snerta stjórnmálaferil hans. Svo fjöl- hæfur, gáfaður og góðgjarn maður hlaut að fá mörg og vandasöm verkefni hjá með- borgurum sínum, enda varð hann ekki. afskiptur í því efni. Þeir, sem með honum störfuðu og vel þekktu hann, kunnu bezt að meta mannkosti hans og ^hyggindi. Við vorum nánir samstarfsmenn um tuttugu ára skeið. Það, sem að mínu áliti einkenndi hann mest, var góð- vild hans og hlýleiki, vitsmunir hans og óvenjulegur hæfileiki til að sjá fljótt aðalatriði hvers máls. Það var ríkur þáttur í eðli hans, að rétta hlut þeirra sem á var hallað. Hann var greiðvikinn mjög og jafnan reiðubúinn að leysa hvers manns vandræði, ef þess var kostur. Jakob Möller var kvæntur Þóru Þórðardóttur Guðjohn- sens á Húsavík. Andaðist hún 1922. Börn hans, sem öll eru á lífi, eru þessi: Gunnar, lögfræð- ingur, Ingólfur, skipstjóri, Baldur, lögfræðingur, Þórður, læknir, Helga, gift Thor R. Thors. Jakob Möller verður lengi minnisstæður þeim, sem þekktu hann. Hann setti r?ip á samtíð sína, sem hann á.4 þátt í að móta. Hann stóð hátt upp úr fjöldanum, þótt hann væri hié-• drægur að eðlisfari. Hann unni þjóð sinni af heilum hug og fyrir hana starfaði hann, en ekki vegna valdsins og veg- semdarinnar. Björn Ólafsson. t Þeir, sem í ‘virðulegri elli geta litið yfir farinn veg og séð jákvæðan árangur verka sinna, hafa ekki til einskis lifað, en margir til mikils. Svo var um Jakob Möller. Á ungum aldri var hann eldheitur hugsjóna- maður, sem skipaði sér þar i flokk, er harðast var barist ifj’rir sjálfstæði þjóðarinnar, Miðaldra háði hann oft harða baráttu fyrir margskyns menn- ingarmálum, en á efri árum naut hans þess trúnaðar, sem þjóðin gat sýnt honum mestap. Farsælt starf leiddi til fyllsta trausts. Jakob Möller taldi ekki allá viðhlæjendur vini og var frek- ar dulur maður og fáskiptinn. Hann var orðfár að jafnaði, c-n rökfastur í ræðu og sá oft þóer ■ hliðar málanna, sem aðrir greindu ekki og mun því hafa komið mörgum í opna skjöldu á orðþingum. Lundin var ör og skapið mikið, en svo vel tamið á efri árum, að slík$ gætti Mtt eða ekki. Hann var gæddur ríku listamannseðli, og vildi í opinberu starf sínu glæða listir og vísindi, en þar gnæfir starf hans í þágu Þjóðleikhússins hæst og er óbrotgjarn minnis- varði. Samstarf okkar varaði í rösk 20 ár, en þannig var til þess stofnað að við vorum í nokk- urri andstöðu. Allt jafnaðist það, enda var Jakob Möller samvinnuþýður maður, sem hver og einn hlaut að meta meir við meiri kynni. Árangur af því samstarfi reyndist ánægjuleg- ur og fögnuðum við því báðir af heilum hug. Jakob hóf á sínum tíma dagblaðið Vísi til mikilla áhrifa, og fyrir mér átti það að liggja, að njóta ávaxt- anna af því starfi hans sem ritstjóri blaðsins um 15 ára skeið, auk þess, sem hann efldi blaðið með ráðum og dáð þarfn tíma allan. Frá æviatriðuni hins látna merkismanns munu aðrir greina. Mér er hitt Ijúft og skylt að þakka á krossgötunum miklu lángt og gott samstarf, jafn- framt því, sem eg votta börnum hans hluttekningu mína. Kristján Guðlaugsson. ! Jakob Möller yar fyrstur óskyldra, fullorðinna manna, sem eg kynntist að nokkru ráði. Hann og faðir minn höfðu alizt upp ekki fjarri hvor öðr- um norður í Húnavatnssýslu, þar sem þeir voru fæddir báð- ir, munu hafa fermzt saman og komu um mjög svipað leyti til ( Reykjavíkur um aldamótin. Með þeim tókst einlæg vin- átta, meðan þeir voru ungling- ar, og hún entist, meðan þeir lifðu báðir, enda taldi faðir minn hann ævinlega tryggastan og ráðhollastan vina sinna. Jakob var tíður gestur ú ; heimili foreldra minna, og æv-»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.