Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						87. árg.
Þriðjudaginn 22. október 1957
248. tbl.
Eiim íslenzkur bátur á
síld austur í hafi.
Yalþér frá Sigiufiroi hefur fengib þar
um 1000 tn. í haust.
Vélbáturinn Val'liór frá
Seyðisfirði er eina íslenzka
skipið, sem í haust hefir verið*
á síldveiÖum austur í Siafi eftir
að sumarsíldveiði lauk fyrir
Norðurlandi og Austurlaíidi.
Valþór hefir farið þrjár veiði-
ferðir og fengið um 1000 upp-
saltaðar tunnur.
Báturinn er nú hættur síld-
veiðum. Tekjur sjómannanna
af þessum veiðiferðum eru' all-
góðar, því auk hins venjulega
aflahlutar fá þeir söltunarlaun.
Langsótt er á síldarmiðin þar
eð Valþór hélt sig á sömu slóð-
ura og Færeyingar, Norðmenn
og Rússar. Valþór er ekki nema
100 smál. bátur og þyi nokkru
minni en flest þau erlend skip,
Fundur Varð-
ar í kvöld.
Landsmálafélagið     Vörður
jieldur 2. fund sinn um framttð
JBeykjavíkur i kvöld kl. 8.30 í
Sjálfstæðishúsinn.
Á dagskrá eru tillögur skipu-
lagsnefndar um skipulag bæjar-
ins, umferðarmál o. fl. Fram-
sögumenn verða: Gísli Hall-
dórsson verkfræðingur, Thorolf
Smith fréttamaður, Valdimar
Kristinsson viðskiptafræðingur.
sem veiði stunda á þessum slóð-
um.
Undanfarin sumur hefir vinna
við síldarmóttöku og verkun
hennar verið mikill þáttur í at-
hafnalífi Seyðisfjarðar. Stækk-
«m síldarbræðslunnar var tíma-
bær, en þrátt fyrir bætt skil-
yrði til síldarmóttöku var ekki
nóg aðhafzt. Skortir tilfinnan-
lega mjölgeymslu, stærri lýsis-
tanka og stærri síldarþrær og
er nú í ráði að hefjast þegar
handa um byggingu þessara
mannvirkja.
Nýlega hófst hér framleiðsla
á ís í hinu nýja frystihúsi
Seyðisfjarðar sem er búið hinu
fullkomnasta kælikerfi. ísfram
leiðslan er 15 til 18 lestir af ís
á sólarhring. Þurfa skipin þyí
ekki að leita annarrar hafnar
til að fá ís.
Saltsíldin frá í sumar er hér
öll enn, einnig eru hér birgðir
af lýsi og mjöli, en nokkuð af
framleiðslu síldarverksmiðj-,
unnar var flutt norður til
geymslu.
Mikil atvinna er hér við
ýmsar framkvæmdir. Til dæm
is er byrjað á byggingu fjöl-
býlishúsa á vegum Seyðis-
fjarðarkaupstaðar. Er gert ráð
fyrir því að bærinn geri þau
fokheld og væntanlegir eigend
ur ljúki síðan byggingu þeirra.
Mikið var um dýrðir í Bandaríkjunum þá daga, sem Elísabet og maður hennar voru þar á ferð.
Myndm hér að ofan er tekin af ökuferð þeirra um helztu götur Washingtonborgar, og eru þau
í fremstu bifreiðinni með Eisenhower forseta, en á eftir koma bifreiðir með vasklegum mönn-
um, lífvörðum, sem eru viðbúnir, ef eitthvað óvænt kemur fyrir.
i
lanaslys af völdum
umferðar
morgun.
Hjólrefðarma&ur varB fyrír strættsvagni
uni um
i morgun
og belð bana.
Fyrsfi snjorinn kominn.
Nokkrar umferðartruflanir á Hellisheidi
og í Kömbum fyrst í morgun.
Kafaldshríð geroi víðsvegar
nm land í nóít og morgun og
gerði víðasthvar talsvert föl, en
liegar leið á morguninn breytt-
ist vindurinn til suðausturs a.
m. k. hér sunnanlands og tók
Jiá um leið að hlána.
Nokkurum umferðartruflun-
um olli snjókoman á Hellisheiði
í morgun en ekki stórvægileg-
um. Höfðu komið skafladrög í
Kamba í ef ri Skíðaskálabrekk-
una pg í Svínahrauni. Mjólkur-
bílarnir sem voru á leið frá
Selfossi til Reykjavíkur höfðu
sig ekki keðjulausir upp Kamba
í morgun og töfðust lítilsháttar
í sköflum.
Sömuleiðis sátu litlir bílar
fastir uppi á Hellisheiði í
morgun einkum fyrir ofan
Skíðaskálann, en Vegagerðm
sendi veghefla. upp á heiðina
strax þegar vitnesja barst um
skafla þar, og áttu þeir að
hreinsa veginn. Var talið að
ekkert yrði til fyrirstöðu fyrir
hvaða bíla sem væri að kom-
ast yfir Hellisheiði í dag, því
auk þess sem vegheflarnir áttu
að ryðja leiðina var tekið að
hlána uppi á heiðinni.
Austur á Selfossi var kominn
öklasnjór um áttaleytið í morg
un, en allar samgöngur með
eðlilegum hætti á láglendinu.
Um níuleytið var vindur geng-
inn meir til suðurs og komin
hláka.
í Borgarfirði var vont veður
í nótt, snjókoma og hvassviðri
fram eftir nóttu en breyttist í
rigningu þegar leið undir morg
uninn. Talsvert snjóföl var kom
ið í uppsveitir héraðsins í gær-
kveldi, þó ekki til trafala fyrir
samgöngur.
Á Akureyri var hríðai-mugga
en hægviðri í morgun um átta-
leytið. Þá var þar 2ja stiga
frost, en hafði komizt niðurí 5
stig þegar kaldast var í nótt.
í Reykjavík var talsvert föl
og hálka á götum og áttu sum-
ar bifreiðir erfitt með að hafa
sig upp brekkur, enda flestar
keðjulausar.
í morgun varð banaslys af
völdum umferðai- í Keykjavík.
Hjólriðandi maður, tæplega
sextugur að aldri, varð fyrir
strætisvagni um sjöleyíið í moi-g-
un á mötum Nóatúns og Borgar-
túns og beið hann þegár bana.
Þegar Vísir átti tal við um-
ferðardeild rannsóknarlögrégl-
reglunnar í morgun var rann-
sókn málsins að hef jast og ver-
ið að yfirheyra fyrstu vitnin.
Samkvæmt framburði fyrsta
vitnsins hafði strætisvagnúm
sem orsakaði áreksturinn, verið
á.leið vestur Borgartún en hjól-
reiðarmaðurinn á austurleið.
Slysið skeði meS þeim hætti
að framangreindur strætisvagn
var  að  fara  fram  úr  öðrum
VöruLsJojptiii:
Ohagstæð um 45
miííj. kr. í sept.
Vöruskiptajöfnuðurinn í
septemher varð óhagstæður um
45 millj., eia 7,1 millj. í sarna
mánuði í fyrra.
Hins vegar var óhagstæður
vöruskiptajöfnuður á tímabil-
inu 1. jan. til 1. okt. 214.8
millj., en var 241.7 millj. í
fyrra.
f september var flutt úr fyr-
ir 87.5 millj. (80.8), innflutt
fyrir 132.6 (88), þar af skip
fyrir 32.9 (19.5).
Útflutt alls til 1. okt. 700.8
millj. (683), innflutt 915.5
(924).
Tölur innan sviga frá í fyrra
til samanburðar.
strætisvagni og fór þá inn á
hægri jaðar akbrautarinnar.
Rétt í því rakst vagninn á hjól-
reiðarmanninn og virtist vitn-
inu sem maðurinn hefði lent á
hægra framenda bilsins. Bif-
reiðarstjórinn snarhemlaði og
við það rann vagninn út af
hægri vegbrún að framan og lá
þá reiðhjólið móts við miðja
hægri hlið bilsins. Skyggni var
mjög slæmt og færi einnig vont
vegna snjófölsins sem gerði I
nótt.
Maðurinn, sem varð fyrir
bilnum, var tæplega sextugur að
aldri, en vegna fjarstaddra
skyldmenna þykir ekki rétt að
svo komnu máli að birta nafn
mannsins.
í gærkveldi varð umferðar-
slys á Kársnesbraut í Kópavogi,
er tveir di'engir, annar 4 og
hinn 5 ára urðu fyrir bil. Annar
drengurinn, Sveinbjörn Garðars-
son, meiddist það mikið að hann
var fluttur í sjúkrahús og liggur
þar enn.
Vísir fékk þær fréttir í
morgun, að. litli drengurinn
Sveinbjörn Garðarsson úr
Kópavogi væri á batavegi.
Meiðsli hans eru ekki talin al-
varleg.
Nýlega lét af störfum, sem
ýfirmaður bandarísku upp-
lýsingaþjönustunnar Arthur
Larsson til þess að taka við
starfi sem ráðunautur Eisen-
howers forseta í alþjóðamál-
um. Við fyrra starfi Iians tek-
ur George V. Allen sendi-
herra Bandarikjanna í Grikk-
taaði.
Engiit síid og
lítiil þorskafli.
Frá fréttaritara Visis.
Akranesi, í morgun.
Reknetabátarnir föru út í
gœr, en er líða tók á kvöldið
fór veður að versna og var
veðurspáin mjög óhagstœð. —¦
Flestir lögðu ekki netin en
snéru við.
Bátarnir voru að koma frá
kl. 11—1 í nótt og nokkrir
komu seinna. Þeir sem lögðu
urðu ekki varir, og engin síld
fannst á dýptarmæla.
Keflavíkurbátar fóru líka
út og leituðu allt suður í
Grindavíkursjó og fengu enga
síld. í morgun var komið versta
veður og mikill sjór.
Togurum gengur illa. Tíðar-
far hefir verið slæmt og lítill
fiskur á miðum togaranna hér
við land. Akurey, sem fór út.
fyrir hálfum mánuði og -er
væntanleg næstu daga. Skipið
er ekki búið að fá nema 150
smál. á rúmum hálfum mán-
uði. Bjarni Ólafsson sigldi með
afla sinn til Þýzkalands og sel-
ur líklega í dag.
Enga samúð
23. október!
Innanríkisrdðherra Tékkó-
slóvakíu segir bójaflokka vaða
uppi í landinu.
Kvað hann öryggislögregl-
una hafa fengið fyrirskipun
um, að uppræta þá. Hann kvað
þá m. a. hafa gert illt af sér í
Prag.
í vestrænum löndum hefir
vaknað grunur um, að hér- sé
í rauninni um öryggisráðstaf-
air að ræða, til þess að koma
í veg fyrir, að ungverskum
frelsissinnum verði sýnd samúð
á morgun, 23. okt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8