Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						12 síður
12 síður
•7. árg.
Mánudaginn 28. október 1957
253. tbl,
Ynsir f jallvegir þungfærir
vegna snjóa.
Mjólkurbílar fóru Hellisheiði
í morgun, en voru lengi á leiðinni.
Hellisheiði varð ófær litlum
bifreiðum í fýrradag, og er það
ennþá, en stórir bílar hafa brot-
izt yfir heiðina og mjólkurbilar
fóru hana í morgun.
1 fyrradag snjóaði það mikið
og skóf á Hellisheiði að vega-
málastiórnin sendi út aðvörun til
bifreiSarstjóra á litlum bílum, að
leggja ekki á heiðina að óbreytt-
um aðstæðum. Beindist því um-
ferð litla bíla um Krýsuvíkur-
veginn og komust hann allir'bil
ar í gær. 1 nótt og í morgun var
búizt við að eitthvað hefði bæzt
þar við af snjó, en varla svo að
til verulegra trafala væri fyrir
bíla.
Mjólkurbílarnir lögðu hinsveg-
ar upp Kamba og á Hellisheið-
ina í morgun. Þar var samt
þungfært, jafnfallinn snjór og
ákaflega blint. Og einkum það
síðastnefnda mun mjög hafa taf-
ið för bílanna, enda voru þeir
enn um 9 leytið í morgun uppi
á Hellisheiði.
Aðrar leiðir í námunda við
Reykjavík munu enn vera færar
en mjög er kvartað undan, hálku
á Hvalfjarðarvegi og þar fer eng
inn bíll keðjulaus eins og sakir
standa.
Eina leiðin fyrir utan hina
hærri fjallvegi — sem frézt hef-
ur að teppt sé með öllu, er öxna-
dalsheiðin. Búist er við aðvega-
málastjórnin láti ryðja hana
strax og einhver tök verða á því,
en vafasamt að af því geti orðið
í dag.
ir höfðu ekki borizt þaðan í morg
un.
Tuítugu stúdeníar í A-Berlút
er vikið var úr Humbodl-há-
skólanum þar, hafa flúið til
V.-Berlínar.
Sýning á meðferð og notkun R.F.D. gúmmíbjörgunarbáta fór
fram í Sundhöll Reykjavíkur í gær. Nemendur úr Stýrimanna-
skólanum sýndu hvernig bátarnir eru notaðir. Þola bátarnir að
stökkið sé ofan á þá úr mikilli Iiæð. Maðurinn, sem stendur á
bátnum stökk í hann af brettinu. Félagar hans eru þegar
komnir í bátinn.
Lézt af slys-
förum.
Maðurinn, sem varð fyrir
bílnum og slasaðist á Borgar-
túni aðfaranótt laugardagsins
19. október, lézt af völdum
meiðslanna í fyrrakvöld.
Maður þessi, Kristján Guð-
mundsson til heimilis að Hóls-
Þungfært var orðið yfir Bröttu ' veg 15 í Reykjavík, var fæddur
brekku fyrir helgina.en þar mun 9- 3Úní 1899 og því 58 ára að
hafa verið rutt og lagað til að aldri. Hann var starfsmaður í
auðvelda bílum að komast leiðar Rúgbrauðsgerðinni.
sinnar.                     j  Kristján heitinn komst aldrei
1 gærkveldi bbárust fréttir um til meðvitundar eftir slysið en
aðbílar hafi átt í einhverjum erf- lifði samt í rúma viku eftir að
iðleikum  með að komast  yfir Það skeði.
Holtavörðuheiði, en nánari fregn-1
Lítil humarveiði frá Eyr-
arbakka í sumar.
Tók fyrir humarveioma í júlí.
Frá fréttaritara Vísis.
Eyrarbakka i gær.
; Humarveiðarnar hafa gengið
verr i sumar, en á siðasta siunri.
Heildaraflinn var milli 50 og 60
lestir og því talsvert minni en i
fyrra.
Fjórir bátar voru gerðir út til
humarVeiða i sumar. Afli var
sæmilegur framan áf sumri, en
þegar komið vár fram i júlí, tók
fyrir humarveiðina og fannst
hann hvevgi á hinum venjulegu
humarslóðum. Vertíðin varð því
endaslepp, því það er venjan að
humar veiðist út ágústmánuð og
fram í september. • i:'",-_
Humarinn selst vel. Er hann
frystur og fluttur út til Banda-
ríkjanna, þar sem hann þykir á-
gætis vara. Neyzlan innanlands
hefur einnig vaxið og hefur því
talsvert verið selt á innanlands-
markaði.
2000 f jár slátrað.
1 1 haust var hér slátrað um
2000 fjár, aðallega frá bændum
úr Biskupstunprum og Hreppum?
í fyrra var rlátrað hér 1300 fjár.
Þeir bændur, sem reka fé sitt til'
slátrunar á Eyrarbakká, eru
gamlir viðskiptavihír Eyrbekk-j
inga og kæra sig: ékki uin að
skipta uni vei'zlunarstað.
Peningaskáp
stolið.
Tvö innbrot voru framin hér
í bænum um helgina og af öðr-
um staíbum var hafður á brott
peningaskápur, 70—80 kg. á
þyngd.
Inhbrot þetta var í Vinnu-
fatagerðina, Þverholt 17, og var
ekki öðru stolið þaðan en pen-
ingaskápnum. Mikið var af
ýmiskonar skjölum í skápnum
en lítið af peningum.
Þá var brotizt inn í búsá-
haldaverzlun Jes Zimsen í
Hafnarstræti 21 og stolið þaðan
á að gizka 150 krónum í pen-
ingum, en ekki varð greint að
neinu öðru hafi verið stolið.
Sprengd var upp hurð til þess
að komazt inn í verzlunina.
Alger évissa um framtil Zukevs eftir að
hann hefir Eáti5 af embætti.
Hálka og
árekstrar*
Síðustu dagana, eða eftir að
snjóa tók, Iiafa ökuskilyrði
versnað til stórra muna í bæn-
um vegna jhálku og slæms
skyggnis.
Talsvert hefur orðið af á-
rekstrum vegna þess arna og
bílar skemmst talsvert, en sem
betur fer hafa meiðsli ekki
orðið á fólki hvorki í gær'eða
fyrradag.
Lögreglan beinir þeim til-
mælum til ökumanna að fara
sérstaklega gætilega í umferð-
mni, hreinsa vel bílrúðúr sínar
og hafa farartækin í fullkomnu (
lagL                       i
Eftir að kunnugt varð í
fyrrakvöld, að Æðsta ráSið
hefði leyst Zhukov marskálk
frá störfum, en Malinowski
marskálkur tekið við þeim, eru
uppi getgátur um það víða um
lönd hvað við taki fyrir Zhu-
kov. Fréttaritari Reuters í
Moskvu og aðrir fréttaritarar
haliast helzt að því, að honum
muni annað starf ætlað, æðra
en vaidaminna.
Getur þá ekki verið nema um
tvennt að ræða, að hann verði
forsti Ráðsjórnarríkjanna eða
forsætisráðherra. — í blöðum
víða hafa einnig kpmið fram til-
gátur um, að Krúsév hafi notað
sér fjarveru Zhukovs til. þess
að grafa undan honum, og losna
við eina keppinaut sinn, er hann
þurfti að óttast.
Zhukov var að eins fyrir
skammri stundu heim kominn
úr ferðalaginu til Júgóslavíu
og Albanru, er tilkynning var
birt, fáorð og án greinargerðar.
Malinowski er 58 ára og einn
af kunnustu hershöfðingjum
Rússa. Hann og Zhukov voru í
flokki fimm frægustu hershöfð-
ingja Ráðstjórnarríkjanna í
heimsstyrjöldinni. Malinowski
var m. a. frægur fyrir gagn-
sóknina gegn Þjóðverjum við
Stalíngrad.
Ahafnir skipa
með inffáenzu.
Inflúenzutilfellum fjölgar á is-
lenzkum skipum. Á tveimur tog-
urum Bæjarútgerðarinnar hafa
verið sérstaklega mörg veiMnda-
tilfellí.
Nokkrir skipverjar af Þor-
steini Ingólfssyni hafa orðið eft-
ir í landi vegna veikinda. Þá eru
allmörg veikindatilfelli meðal
skipverja á Ingólfi og Hallveigu
Fróðadóttur.
Eins og skýrt var frá í Vísi á
laugardag varð Hvalfell að koma
íhöfn vegna þess að helmingur
áhafnar hafði veikzt af inflúenzu
Inflúenzan hefur einnig stung-
ið sér niður í kaupskipaflotan-
um. Allmörg veikindatiifelli hafa
verið  áskipum Eimskipafélags
Islands.
Álit brezkra blaða.
Flest þeirra ræða um Zhu-
kov. Times segir augljóst, að
sú hreyfing sem kom til sögunn
ar, er Stalín lézt, á æðstu stjórn
landsins, hafi greinilega ekki
stöðvazt. Daily Telegraph vek-
ur athygli á því, að Malinowski
sé ekki kunnur að öðru en her-
mennsku, a. m. k. miklu síður
eða ekki af stjórnmálaafskipt-
um, en öðru máli hafi verið að
gegna um Zhukov. — Blaðið
segir einnig um Zhukov, að
hann njóti ákaflega mikilla vin-
sælda, og breytingin hafi
greinil. þær afleiðingar, að hinn
vinsæli keppinautur Krúsévs
um æðsta vald, hafi ekki leng-
ur þann bakhjarl, sem hann.
hafði (herinn), en sá sem nú
ráði yfir honum muni ekki
keppa við Krúsév — og raun-
verulega kunni Krúsév nú að
hafa það einræðisvald, sem
hann hafi keppt að, og sé það
íhugunar- og áhyggjuefni, ef
hann noti aðstöðu sína til á-
framhaldandi hótana og trufl-
unar. Manchester Guardian og
News Chronicle ræða nauðsyn
aukinnar samvinnu vestrænu
þjóðanna.
Engar nýjar'fregnir
frá Moskvu.
Frá Moskvu hafa engar nýjar
fregnir borizt um Zhukov og
ekkert verið sagt af Rússa
hálfu, sem gefur neitt til kynna
um framtíð hans.
Unita,
ítalska kommúnistablaðið,
sem í gær hugði, að Zhukov
mundi fá annað embætti, dreg-
ur það í efa í morgun, — Annað
ítalskt blað hefur það eftir
fréttaritara sínum, að „hin
samvirka stjórnarforysta" sé
algerlega andvíg allri persónu-
dýrkun, og hallast einnig að
því, að Zhukov sé ekki æðra
embætti ætlað.
msiEjoni punna
stríostjén.
Viðræður Breta osr Egypta,
sem hófust í Róm fyrir skömmu
hafa legið niðri um hríð.
Suez-félagið, sem Egyptar
stofnuðu á sínum tíma, hefur
tilkynnt, að það hafi tapað tæp-
lega 34 milljónum punda vegna
innrásar Breta og Frakka.
Lítill aílí hjá
toguruniom.
Afli togaranna undanfarnar
vikur hefir verið sáralítil, sakir
fiskitregðu á miSunum og
slæmra gæfta.
Frá 14. þ. m. hafa þessir tog-
arar landsð í Reykjavík: Nept-
unus 156,1 lest, Hvalfell 171,8,
Jón Þorláksson 163, Pétur Hall-
dórsson 164, Askur 202,6, Marz
206,5. Einnig höfðu lagt afla á
land fyrir síðustu helgi Geir og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12