Vísir - 21.06.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 21.06.1958, Blaðsíða 1
48. árg. Laugardaginn 21. júní 1958 132, tbl. Mynain sýnir manntjöldann á útifundinum í gær. Frá iBÉifiindiuiBin ú Lækjjai'áorgi: iversk leppstjórn hefur unnið margfaft níðingsverk". Kommúnisminn er allsstaðar eins, sagði ungyerski stúdentinn. Cífurlegur mannfjöldi safn- aðist saman á Lækjartorgi síð- degis í gær, til þess að votta frelsisbaráttu Ungverja saniúð sína og hlýða á ntál ræðumanna á útifundi beim, sem stúdentar, menntamenn og fulltrúaráð lýðræðisflokkanna höfðu boðað til, vegna morðanna á ung- versku frelsishetjunum á dög- unum. Stúdentar stóðu heiðurs- vörð við ræðupallinn og héldu, auk ungverskra og íslenzkra fána, á svörtum borðum, sem á voru letruð hvítum stöfum nöfn Nagys, Maleters og blaða- mannanna tveggja. Virðuleika- blær hvíldi yfir fundinum og kom hluttekning fundarmanna glögglega fram við bær ágætu undirtektir, sem allir ræðu- menn fengu. Það er óhætt að tala hér. Séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor, tók fyrstur til máls og sagði m. a.: „Þetta litla torg og þetta land, sem góðu heilli er fjarri vettvangi þeirra atburða, sem eru mesta blygðunarefni þessarar kynslóðar, hefur m. a. eitt fi-am yfir sum önnur meiri torg og víðari lönd: Það er ó- hætt að tala hér. Það má segja það hér, sem víða annars staðar er dauðasök.“ Þá gat ræðumað- ur þess líka, að á „því stóra, rauða torgi“ myndi „rikja alger Og dauðadjúp þögn um þetta af- rek hins sigrandi sósíalisma, meðan sleikt er út um innan veggja Kremlar vfir því sæla lófataki, sem berst frá þinghús- inu i Búdapest.f' Þvínæst drap Sigurbjörn á afhjúpanirnar eftir lát Stalíns, þegar „þvi var lýst yfir og það birt öllu mannkyni, að í þessum ríkjum, sem höfðu tekið upp stjórnarháttu, er skyldu útrýma ranglæti og skapa hinn fyllsta jöfnuð manria í milli og hið full- komnasta öryggi, hefði ekkert verið tíðara á liðnum árum en að taka menn af lífi fyrir litlar sakir eða engar, auk rakalausra fangelsana og margs konar ó- jafnaðar annars og siðlausra of- beldisverka a-f hálfu valdhafa, og að ekkert hefðí auðkennt þessi mannfélög fremur en öryggis- leysi þegnanna, sér í lagi þeirra manna, sem eitthvað höfðu að ma-rki látið til sín taka um fram kvæmd þeirra hugsjónamála, er greypt eru í skjöld þessara ríkja.“ Þessar afhjúpanir kvað hann hafa verið merkastar fyrir það, að af þeim hefði mátt ráða, að frá slíkum stjórnarháttum yrði horfið, en „þeir sem vonuðu að slík tímamót væru orðin, voru blekkt'r — ein blekkingin í við bót í sögu Rauða-Rússlands. Það er ekki tutla eftir nú af því æru- fati, sem þessir valdamenn færð ust í á kostnað Stalíns," sagð' ræðumaður. Og siðar í ræðu sinni sagði sr Sigurbjörn: „Ungversk leppstjórn hefur þegar unnið margfalt niðings- verk og ber fyrir sig leynilegan dómstól. Þessi dómur ei' véfengd ur. Þetta verk er fordæmt af þeim leynda dómstóli, sem býr i barmi hvers heilbrigðs manns.“ , I lok ræðu sinnar lagði ræðu- maður áherzlu á nauðsyn þess að menn gæfust ekki upp í bar- áttunni gegn ofbeldisöflunum, þvi þegar hún hefði verið leidd til sigurs, yrði það „ekki sigur einnar stefnu yfir annarri eða vissra þjóða yfir öðrum, heldur sigur mannkynsíns." Griðníðingar. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, kvað drápsmenn ungversku frelsissinnanna ekki aðeins morðingja — heldur griðníð- inga, og minnti á það, að yfir- lýsingin um aftökurnar hefðu verið gefnar út samtímis í Moskvu og Búdapest. Þær mætti því rekja alla leið heim í föðurtún kommúnismans, sjálft höfuðbólið. Þeir, sem hér hefðu verið að verki væru verri en dýr írumskógarins, sem dræpu sér til matar, þeir dræpu af grimmd. „Heimurinn þarfnast krossferðar gegn kommúnismanum,“ sagði ræðu- maðiir, og taldi að þeim, sem honum fylgdu héðan af yrði ekki fyrirgefið, af því að þeir vissu nú hvað þeir gerðu. handhelgi heimilanna. Þá tók Guðmundur G. Haga- in, rithöfundur, til máls og íinntist ákvörðunar íslendinga un útfærslu fiskveiðalandhelg 'nnar, sem einungis vami tekin ,í þeirri björtu trú, að þjóðir, ;em öndverðar oss standa, séu svo gagnteknar af réttlætis-, frelsis- og mannhelgishugsjón- um, að þær geti ekki fengið sig til þess, þegar á hólminn er komið, að traðka á rétti vorum til lífsins og frelsisins“. Undir slíkum hugsjónum væri farsæl framtíð allra þjóða komin. Síðan varaði ræðumaður við falsi þeirra, sem undir rauðum fána hamars og sigðar hrópuðu hæst á frið og frelsi, og sýndi með áhrifaríkum hætti fram á hvílíkar blekkingar þar væri um að ræða, eins og bezt hefði komið fram í Ungverjalandi. Undir lok ræðu sinnar sagði hann síðan: ,.Og góðir íslend- ingar. minnumst þess, gleym- um því ekki, hvað sem á bjátar og hvað sem í boði er, að' án þess að vér verndum og verj- um landhelgi heimila vorra og einkalífs. hugsana vorra, orða og athafna, viljans til þess að lifa eins og frjálsir og sjálfstæð ir synir og dætur íslands og íslenzkrar sögu og menningar- erfða, er oss öll fiskveiðaland- helgi einskis virði.“ „Vottum hinni ungversku þjóð samúð vora, vottum minn- ingu hinna látnu frelsishetja dýpstu virðingu vora og hjart- ans þökk og vottum handhöfum blóðveldisins réttláta reiði vora og djúpa vanþóknun.“ Hið rétta eðli kommúnismans. Birgir ísl. Gunnarsson, stud. jur., rakti í stuttu en skýru máli meginþætti frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar og jafnframt kúgunar og ofbeldis Rússa og leppa þeirra, sem nú að lokum hefðu „fullkomnað glæp sinn með því að myrða þá forystumenn, sem heitið hafði verið griðum í alþjóða áheyrn.“ Þessir síðustu atburðir sýndu „ef til vill betur en allt annað hið rétta eðli kommúnismans: Loforð skal svíkja, eiða skal rjúfa, mannslífum skal fórna, aðeins ef það er í þágu þeirrar valdaklíku, sem með völdin fer á hverjum tíma“. Ræðu sinni lauk Birgir á þessa leið: Ungverjar hafa oft áður háð sina frelsisbaráttu til sigurs. Þegar þeir háðu frelsisbaráttu sína 1848 orti íslenzkt skáld, Gísli Brynjólfsson kvæði um þá baráttu. Hann endar kvæðd sitt með þessum orðum: Þjóðin þín er vakin, þá fer eftir hitt, og senn mun harðstjórn hrakin heim í hæli sitt. Við viljum hafa að leiðarljósi hugmyndir um lýðræði, frelsi og mannréttindi, trúum því og vonum að senn muni harðstjórn hrakin heim í bæli sitt.“ Reiðarslag. Jón Skaftason kvað fregnina um morðin hafa komið sem reið- arslag yfir heiminn, því margir hefðu verið farnir að vona, að rússneskir stjórnarhættir væru orðnir breyttir frá dögum Stal- íns. Ástæða væri fyrir ríkisstjórn ina að mótmæla kröftuglega. Kommúnisminn allsstaðar eins. Ungverski stúdentinn, Miklós Tölgyes, flutti þvínæst ræðu á móðurmáli sínu, en að henni lokinni las fundarstjóri íslenzka þýðingu af henni. Kom þar fram margt, sem okkur fslend- ingum mætti að kenningu verða. Hann sagði m.a.: ,,Þær þjóðir, sem ekki búa við kommúnistiska stjórnarhætti, mega aldrei sofna á verðinum. Hættan er ekki eins fjarlæg og margur hyggur. Kommúnism- inn á íslandi er ekkert frá- brugðinn kommúnismanum eins og hann leit út í heimalandi mínu fyrir valdarán konnnún- ista. Þeir vita vel, hvenær þeim er óhætt að kasta grímunni, og þá gera þeir það líka svikalaust. Þá er of seint fyrir sakleysingj- ana að iðrast þess að hafa veitt þeim brautargengi, vegna þess að þeir trúðu fagurgala þeirra. Sá, sem gætir ekki að sér, er eins og varðmaður, sem sefur meðan fjandmennirnir búast til þess að drepa og brenna. Eng- inn skyldi lifa í þeirri blekk- ingu, að kommúnistar séu frá- brugðnir eftir því hvaða landi þeir búa í. Gefið þeim tæki- færi, og þeir munu alls staðar hegða sér á sama hátt og einsk- is svífast. Valdamennirnir í Kreml kunna að notfæra sér Framhald á 12. síðu. Ályktun fundarins. Fjölmennur fundur, haldinn í Re.vkjavík hinn 20. júní 1958 að frumkvæði stúdenta, menntamanna og hinna þriggja lýðræðislegu þingflokka, lýsir sárum harmi yfir þeim hryðjuverkum, sem enn á ný hafa átt sér stað í Ungverja- landi, þar sem leynilegur dómstóll hefur verið látinn standa að morðum fjögurra föðurlandsvina. Verður ekki hjá því komizt að lýsa meginábyrð á þessum hörmulegu atburðum á hendur Sovétstjórninni, sem með hervaldi braut niður frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar og heldur henni í heljargreipum. Ennfremur skorar fundurinn á alla Islendiriga að láta jafn voveiílegt dæmi urn pólitískt siðleysi og mannkyns- fjandskap verða sér ævarandi varnað gegn hvers konar til- lánssemi við ríki og stjórnarstefnur, sem sitja á svikráðum við frið og frelsi og eiga allt vald undir samvizkulausum ofbeldisaðgerðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.