Vísir - 14.07.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1958, Blaðsíða 1
13. árg. Mánudaginn 14. júlí 1958 201. tbl. Hryllilegt slys nyrðra: Þrjú börn drukkna í bíl í Akureyrarhöfn. Fjórða barnið og fvær kon- ucr björguðusf. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Það hörmulega slys vildi til á Akureyri í gær að þrjú börn drukknuðu í höfninni, er bifreið var ekið fram af hafnarbakkanum. SlysiS vildi til laust eftir hádegið. Kona var við stýnð og í bílnum hjá henni var önnur kona og fjögur börn. Ekki er vitað með hvaða hætti bifreiðin rann fram af bakkanum en konunum var báðum bjargað og emu barninu. Hm þrjú börmn voru látin þegar þau náðust. Menn sem sáu þegar bíllinn fór fram af bakk- anum, gerðu lögreglunni þegar aðvart og kom hún strax á vettvang, Einn lögregluþjónanna, Valgarður Frímann stakk sér til sunds þegar í stað og fékk hann bjarg- að báðum konunum og elzta barninu, sem var 12 eða 13 ára gamallt. Valgarður fékk einnig komið böndum á bifreiðina þarna á sjávarbotni, og þykir ' hann hafa sýnt með þessu frábæran dugnað, þar | sem hann var ekki í kafarabúnmgi. Hins vegar varð að fá kafara til þess að leita að yngsta barnmu, sem var 2ja eða 3ja ára, gamalt, og tók það kafarann um hálfa klukkustund unz barnið fannst. 3lorðið i Eshihltð: Morðinginn dæmdur i 16 ára fangelsi. Geðrannsókn leiddi í Ijós sakhæfi mannsins. í morgun var lcveðinn upp í sakadómi Beykjavíkur dómur í rmorðmálinu i EskihHð, er Guð- jón Magnússon Guðlaugsson stakk unnustu sína SigTÍði H. Sigurgeirsdóttur til toana með hnif. Það var Þórður Björnsson settur sakadómari « forföllum Valdimars Stefánssonar sakadóm ara sem kvað dóminn upp og dómsorð eru svolátandi: „Ákærður, Guðjón Magnússon Gtrðlaugsson sæti fángelsi í 16 ár en gæzluvarðhaldsvist ákærða frá 3. marz 1958 komi til frádi’áttar. Ákærði skal frá birtingu dóms þessa sviftur kosningarétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun sækjanda og verj anda þeirra hæstaréttarlög- mannanna Sveinbjörns Jónsson ar og Egils Sigurgeirssonar, kr. 5 þúsund til hvors. Dómi þessum skal fullnægt með aðför að lögum.“ Framh. á 5. síðu. ___ jr Bylting er hsfin í Irak Þetta eru þau Ágilsta Þorsteins- dóttir og Guðmundur Gíslason, sem hafa verið á unglingasund- móti Norðurlanda í Kalmar í Svíþjóð og staðið sig með mikl- um ágœtum. Myndin er tekin daginn áður en þau fóru utan. Sjá fregn á öðrum stað í blað- inu. (Ljósm. R. Vignir). Áfengi tekið í 8 leigubílum Um niiðnættið aðíaranótt siumudagsins gerði iögreglan í Reykjavík allsherjar áfeng- isleit á þremur bifreiðastöðv- um hér í bænuni. Leitin var gerð samtámis á öllum þrem stöðvunum og tók hópur lögreglunianna þátt í henni. Leitað var í fjölmörgum bif reiðum og faiuist áfengi í 8 íeigubílum, og i einum þeirra fannst allmikið magn, sam- tals 13 flöskur. Mál viðkomandi bifreiða- stjóra hefnr verið afhent saka dómaræmbættinu til frekari rannsóknar og meðferðai'. F r amfærzluvisitalan nálgasí Er gerð af Síðsforingjum, sem eru hlynntír Arabíska sambandsfýðveldfnu.. ói-sssn Biess tirliisj Foisftis Is*)etuttfj v fttjf 3uri t>s Saitis é’nrssríisrtsðitomi Útvarpsfregnir frá Kairo og Damaskus í nctt hermdu, að bylting væri hafin í Irak, sem er eitt Bagdadbandalagsrikjanna og eitt mesta olínframleiðsluland heims. Byltingártilrai’nin var hafin, er Feisal konungur II., scm er 23ja ára, var í þann veginn að leggja af stað tii Istanbuls, á mikilvægan fund bandalags- ríkjanna, þar sem m.a. mun hafa átt að ræða um aðstoð við Chomoun forseta í Iibanon. Forsætisráðherra Iraks er hinn aldni Nnri es Said. í útvarpi á sömu öldulengd og Damaskus var sagt, að byltingarmenn hefðu lýst yfir viðurkenningu á Arabiska sam- bandslýðveldinu, og í útvarpi frá Irak, að því er virðist, kom hið sama frarn. Af þessum fregnum má þá sjá, að víst er, að liðsforingjar í hernum eru forystumenn byltingarmanna, og segjast þeir neita að selja sig þeim, sem vinna fyrir erlenda heimsvaldasinna. Skorað hefur verið á almenn- ing að styðja byltingarsinna, m. a. taka þátt í árásum á stjórnarbyggingar. Fréttir hafa ekjki oorizt um mÍKla bardaga, en í einni fregn í útvarpi frá Bagdad, sem heyrzt hefur í frá kl. 5 í morg- un, segir m.a. að á götunum liggi lík tveggja manna, sem hafi talið sig hafna yfir allan fjöldann. Kunnugt er, að landamærum Iraks hefur verið lokað. Nánari fregna af þessum at- burðum er beðið með mikilli óþreyju víða um heim, þar sem. það, sem nú er að gerast í Irak, getur haft gifurleg áhrif á úrslit átakanna milli austurs og vesturs um olíulindasvæðin í nálægum Austurlöndum. Framtíð Bagdadbandalagsins virðist í stórhættu. ef bylting- armenn sigra, og gæti það jafn- vel riðið því að fullu. Öllum er ljóst, að það sem hér er að gerast kann að hafa mjög víðtækar afleiðingar. Seinustu fregnír herma, að byltingarmenn hafi myndað stjórn, en tilkynningin er úr útvarpi þeirra sjálfra. Óvissa er um Feisal konung og Nuri es Said. Framh. á 5. síðu. Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar Beykjavík hinn 1. júlí slv og yndist hún vera 199 stig. Ágætur árangur af bor- uninni á Klambratúni. Heitasta vatn á mestu dýpi til pessa við lorun hér - hiti 110 stig - rennsli 5-6 sekúndulítrar Að undanförnu hefur verið unnið að staðaldri að borun eft- ir heitu vatni á Klambratúni og hefur þar verið í notkun Gufuborinn mikli, en eins og kunnugt er var ákveðið að fá reynslu af honum hér í bœnum við borun á nokkrum stöðum eftir heitu vatni. Þegar Vísir grennslaðist eftir árangri af boruninni í Raforku- málaskrifstofunni s.l. laugardag fengust þær upplýsingar, að komið væri niður á 580 metra dýpi og enginn árangur og mundi verða haldið áfram bor- un þar til í dag, en þá hætt. í gær fékk Vísir fregnir um, að komið væri upp mikið og heitt vatn, og fékk blaðið stað- festingu á því í morgun hjá hr. Gunnari Böðvarssyni verkfræð- ingi, sem veitir þessum borun- um forstöðu, að rétt væri. Kvað hann vatnið úr 630 metra dýpi. Rennslið er a. m. k. milli 5—6 sekúndulitr- ar og a. m. k. 110 stiga heitt. Þetta er heitasta vatn, sem fengizt hefur við borun í Reykjavík og á mestri dýpt. Er þetta að ýmsu leyti mjög athyglisverður árangur, sagði, Gunnar Böðvarsson. Búið. er að grafa 640 metra og verður graf - ið niður á 650 metra dýpi, en dýpra verður ekki grafið með bornum, nema með aukaútbún- aði, sem ekki er fyrir hendi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.