Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Talsími
500
(Ritstjórn)
MORGUNBLABÍD
Talsimi
48
(afgreiðsla)
Reykjavík,  n. nóvember 1913.
Ritstjóri:  Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
1. árgangur,  10. tölublað
I. O. O. F. 9511149
Bio| nSÍHtSíi: |Bio
7fsf Pierroís.
Sjónleikur í 3 þáttum.
;.      Aðalhlutverkin leika:
Frú Edith Psilander.
Hr. Einar Zangenberg.
Fögur og hrífandi ástarsaga.
Bio-kaffifyúsiö
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismát,
Nokkrir rnenn geta, fengið
fult  fæði.
Tíarfpig Tlieísen
____             Talsimi 349.
Nýja Bíó
HraðboðinnfráLyon.
Frakkneskur sjónleikur
eftir hinni frægu skáldsögu:
»Póstvagninn frá Lyon«.
Reykið
Godfrey PhiIIips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaiiur
og tvær silfurmedalíur
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Sælgætis og tóbaksbúðin
í=   LANDSTJARNAN
á Hótel Island.
S&rifsfofa^
EimskipaféíaQS ísfands
Austurstræti 7
Opm kl. 5_7.        Talsimi 409.
HvaF verzía menn
helzt?
Þar sem vörur eru vandaðastar!
Þar sem úr mestu er að velja!
*>ar sem verð er bezt eftir gæðum!
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
Óefað
Vöruhúsið
Reykjavlk.
Haínargerðin.
Kirk verkfræðingur og forstjóri
hafnarbyggingarinnar, bauð blaða-
mönnum og bæjarstjórn í gær að
skoða mannvirki þau, sem þar hafa
verið gerð.
Kl. 11 l/a var laS£ a stað ffa
bæjarbryggjunni, á stórum flutnings-
fleka, sem notaður er við hafnar-
gerðina og var mótorbát beitt fyrir.
Fleki þessi vegur 15 smál. en fleyt-
ir 60. Hann má taka sundur í fjóra
hluta og er þá fjórir bdtar.
Sigldu menn nú út að Örfirisey,
þangað sem hafnargarðurinn endar.
Þar er fleki mikill og fallhamar,
1800 punda þungur, sem rekur nið-
ur staura þá, sem brautarteinarnir
hvíla á. Staurarnir eru ca. 5,5—6
stikur frá botni þar sem þeir eru
hæsur, og er garðurinn jafnhár.
Neðst í þessum garði er möl og
sandur, þá smjágrjót og efst gríðar-
stór björg. Eru þau sum svo stór
að þauvega um og yfir 10 smá-
lestir.
Þessir stóru steinar eru fluttir á
pallvögnum sem eru svo breiðir að
þeir ná út fyrir þvertré þau, sem
brautarteina nir liggja á. Það er
gert til þess að björgin lendi ekki á
stauraendunum og sporðreisi þá.
Grandagarðurinn er hlaðinn að inn-
an, en ytri hliðin líkist skeri. Þeg-
ar garðurinn er orðinn eins hár og
þurfa þykir, verður efstu björgunum
hlaðið saman eins þétt og hægt er.
Til þess er notuð sérstök vél, heljar-
bákn eitt mikið sem tekur upp
þyngstu björgin eins léttilega, eins
og maður tekur sykurmola.
Auk þess eru þarna niður við
höfnina enn fleiri verkfæri, sem
óþarft væri upp að telja. Þó nri
geta þess, að þar er vatnsmælir, sem
mælir mesta flóð og minstu fjöru.
Bæjarstjórnin gaf að vísu Monberg
þær upplýsingar, sem hún gat þessu
viðvikiandi, etr aldrei er of varlega
farið.
Stundu síðar kom járnbrautarlest-
in, 22 vagnar talsins, hlaðnir grjóti
og mðl sunnan úr Öskjuhlíð. Voru
þeir skildir eftir niður á garðinum,
en tveimur sætavögnum, sem ætlað-
ir voru áhorfendum, hnýtt aftan í
gufuvagninn og fengu þeir nafnið
sfyrsta pláss«..
Nú var ekið á járnbtautinni suður
í Öskjuhlíð. Tók sú ferð 10 mín-
útur, en nú var maður bæði blaut
ur og kaldur, því krapahríð var á.
Suður í Öskjuhlíð er grjótnáma
sú, er efni miðlar í hafnargarðaua.
Hefir nú þegar verið höggvið stórt
skarð í hæðina, en nokkuð er þó
eftir I
í vinnu er nú við hafnargerðina
stórt hundrað manns, og auk þess
nokkrir menn undir yfirstjórn Herm.
Daníelssonar. Vinna þeir að grjót-
upptöku á melunum, en eru að öðru
leyti óháðir Monberg.
Inni í Öskjuhlíð hittum við Einar
Finnsson verkstjóra, sem meiddist
um daginn, er hann var að ferma
grjótvagnana. Var hann nú heill
heilsu að öðru leyti en því, að hann
hafði glóðarauga eigi all-lítið. Grjót-
sprengingar voru undirbúnar þar syðra,
gestunum til skemtunar. Var kveikt
í 10 pd. af sprengitundri í einu, en
sökum  bleytunnar kviknaði ekki  [
því öllu. Þó sá maður nokkuð af
því gamni. Flugu stór björg i
háa loft, og varð loftið svart af
reyk og gufu. Þarna er og önnur
hleðsluvél, jafnoki þeirrar sem niður
frá er. Tekur hún grjótið og legg-
ur á vagnaua, en mölin er tekin i
stórum járnkörfum og látin í kassa-
vagna. — Ofar í blíðinni eru smá-
kofar, hingað og þangað. Þar er
geymdur tundurforði og sprengi-
púður.
Niður við Hafnarfjarðarveginn er
»járnbrautarstöðin« og smiðaskálar.
Þangað var nú haldið næst. Sindr-
aði þar af glóandi járni á alla vegu
og var maður á milli margra elda.
Frú Kirk tók þar á móti gestum og
leiddi þá til stofu. Var þar etið
og drukkið eins og hver gat torgað.
Frúin gekk sjálf um beina, og
örfaði það listina eigi lítið. Matthías
skáld, sem var elztur þeirra blaða-
manna er þarna voru samankomnir,
hélt gamni kryddaða ræðu fyrir
minni þeirra hjóna og þakkaði skemt-
unina og viðtökurnar. Klukkan var
nú farin að ganga fjögur og því
haldið heimleiðls. Skoðuðu menn
á leiðinni möl og sandnámu, sem er
norðan við Hans póst, og fóru svo
hver til síns heima.
Þessi hafnarbygging er hið mesta
mannvirki sem gert hefir verið hér
á landi til þessa, og eru því öll
vírkfæri stærri og fullkomnari en
maður hefir séð áður. Gengur verk
ið skjótt fram og fyr en búist var
við. Mun það góðri stjóm og ötul-
um verkalýð mest að þakka.
Ríkisráðsákvæðið
Bréf kouungs.
Þareð Vér höfum nú ákveðið að
nýjar alþingiskosningar skuli fara
fram, viljum Vér ekki láta hjá liða
að tilkynna kjósendum, að svo fremi
að frumvarp það til stjórnarskrár er
síðasta aiþing samþykti, verður end-
ursamþykt á næsta þingi, verðum Vér
um leið og Vér undirskrifum frum-
varp þetta til staðfestingar, að taka
þær ákvarðanir í eitt skifti fyrir öll,
viðvíkjandi 1. grein: að íslenzk lög
og mikilsvarðandi stjórnarráðstafanir
skuli hér eftir sem hingað til verða
borin upp fyrir Oss í ríkisráðinu af
raðherra íslands. A þessu getur
engin breyting orðið, nema þvi að
eins að Vér verðum að undirskrifa
lög um ríkjasamband íslands og
Danmarkur, staðfest bæði af Alþingi
og ríkisþingi Dana.
Christian R.
Símfréttir.
Akranesi, mánud. kl. 6 síðd.
Hlutavelta Ungmennafélagsins og
Bárufélagsins var í gær í Báruhús-
ínu, og gekk vel.
Afli er hér dágóður; hafa menn
fengið um 30—40 í hlut á opin skip.
Veðrátta: milt veður og mikill
snjór.
Gift voru hér í gær Gísli Einars-
son sjómaður og ungfrú Halldóra
Þorsteinsdóttir.            Gisli.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Bezta svarið:
Góður eiginmaður er nærgætinn
við konu sina og reykir þvi að eins
á^ætis vindla þá, sem fást í
Landsstjörnunni á Hótel ísland.
Góður ei^inmaður hugsar ekki að-
eins um sjálfan sig, heldur kaupir
hann þar um leið sælgæti handa
konunni. Þannig eiga góðir eigin-
menn að vera.
Sími 389.
Síra Matthías
78 ára.
Svei mér ef eg lýg!
Slika fullyrðingu mundi þurfa, að
minsta kosti við alt ókunnugt fólk
sem sœi sira Matthías, ef fá ætti til
að trúa þvi, að hann væri 78 ára í
dag.
Ganghraður, snarlegur, orðglettinn'
og hláturmildur, gáskafenginn og spil-;
andi fjörugur.
Svona er hinn arum aldni skáld*
þulur, sem nú skilur 78 árin að baki
sér.
Vér Reykvíkingar erum svo hepn-
ir að hafa hann meðal vor í dag, og
ættum að láta hann sjá, að hann er
oss meira en »ndll og nichte*.
í gær var Matthías í hópnum, sem
boðið var að skoða hafnarvirkin —
hann er einhver elzti islenzki blaða-
maðurinn (næstur J. ÓL), og þótt
veður væri stirt, bleytu-kafald, og
vond færð, var enginn borubrattari
en Matthías, nema ef vera skyldi að
Tryggvi gamli hafi staðið honum þar
jafnfatis
Inni í Öskjuhlíð rákumst vér á
skáldið, göslandi snjóinn upp að
knjámt.
»78 ára á morgun! Er það satt?«
»Já«, svaraði skáldið, KOg er það
fyrsta sinni í mannsaldur eða meira
sem eg á afmælisdag hér í bænum«.
»Það eru orðin stakkaskifti á höf-
uðstaðnum síðan n. nóv. fýrir meira
en mannsaldri?*
»Já, mikil ósköp og skelfing. Eg
þekki nærri ekkert frá þeirri tið,
»kvikt né dautt«.
»Kunnið þér þá eigi við vður í
Vik?«
»Jú, blessaðir verið þér. Hér kann
eg ágætlega við mig, og að mörgu
leyti væri langhentugast fyrir mig að
vera hér — en —«.
í því kom gamli Tryggvi og hvisl-
aði einhverju að honum. Þeir
hlupu báðir á stað og sáum vér
það síðast til þeirra, að þeir höfðu
hlaupið af sér alla hersinguna, og
skutust inn um smiðjudyr hafnar-
gerðarinnar, en allir hinir lafmóðir
eftir árangurslausan eltingaleik við
gömlu mennina!!
Comes.
1=1   DAGBÓIflN.   C
Afmæli II. nóv.
Álfheiður Briem ekkjufrú.
Ólafia V. Þórðardóttir.
Matthias JochumsBon 78 ára.
Erlendur Árnason trésmiðnr 65 ára.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48