Morgunblaðið - 11.04.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1914, Blaðsíða 1
Laugard. 11. apríl 1914 NBLADID 1. árgangr 157. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 Bio Biografteater I Djn Reykjavlkur. Tals. 475 Nýtt ágætis prógram annan páskad. Bio-Kafé er bezt. ' Slmi 319. Hartíig Nielsen. ' A I m-air i Nýja Bíó: | Sarnasýning i dag (laugardag) ® kl. 4-5. Aðgöngumiðar kosta að eins I io oo i; aura. ód \ inolia raksápa er bezt. Hvert stykki í loftþéttum ________nikkelbauk._______ Skrifsfoja ^ Eimshipaféíags Isíancfs Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Bulls Eye kerti eru þau ódýrustu, björtustu og beztu. Biðjið ávalt um þau. Notið sendisvein frá sendisveínaskrifstofunni. ____________Sími 444. Lifandi plðntur komu með Ceres. Maria Hansen, Lækjarg. 12 (uppi bakdyramegm). MáHarkasýning Ásgríms Jónssonar er opin dagl. MJl. 11—ö í Vmamiimi. Er bezta uppspretta fyrir alls konar, góðar og ódýrar nýlenduvörur. Umboðsmenn: Sæmundsen, Liibbers & Co. Tllbertsfrasse Í9—2Í. Uamburg 15. ísafoíd Ramur ekki ut í ðag (U. apríí). tSíœsia Éíað á miðviRuóag. Jónas Sfepbensen. Jiveðja frá vinum fjans. í skýjaborg vonanna sköpum við höll, sem skyggir á himi’nn og gnæfir við fjöll, svo hrynja þær, höllin og borgin. Við geislaskrúð vorsins og vetrarins húm, hjá vöggunni barnsins, við öldungsins rúm, þar dyljast þau, dauðinn og sorgin. Er sumar á blómvængjum svifið er hjá, við sættum oss við það að fölnandi strá sér halli í hjarnfaðminn auða, en visni þau, blómin, í vormildum þey, hver veit þá um tilgang? Vér skiljum þá ei það ættarmót æsku og dauða. Hvort deyr hún þá, æskan, svo einörð og sterk? Er örlaganornanna fullkomnað verk og hætta þær sköp þín að skrifa? Það fregna svo margir, sem fá ekki svar, en framtið er tilgangur alls þess sem var, þú hlýtur, þú hlýtur að lifa. Vér felum þig, vinur, i framtíðarskaut, nú fylgi þér örlagadisirnar braut og óhultan bústað þar búi, sem björtustu vonirnar báru þig hæst; svo breiði þér ljósfaðminn vordísin glæst og vermandi vorsól þér hlúi. Vér rekjum ei harma, því hugur þinn bjó við huggandi gleði og bjargfasta ró og aldrei við kveinstáfi og kvíða, en drengurinn góði mun geymast hjá þeim, sem ganga í anda á leið með þér heim og síðari samfunda bíða. Gunnar Siqurðsson. (frá Selalæk). í, Á! Blessað kindarbrjóst, sagði Hjálmar Tuddi, sté fram á tót- inn og gaut hýrum augum til disks, sem stóð á borðinu. Á disknumvar dilksbringa úrhinu ágæta frystihúsi hf. Isbjörninn, og þó komið væri að páskum var hún eins hvít og girni- leg, sem af nýskornu lambi væri. Slíkan hátíðamat þurfa allir að fá. Mötorbátur ferst. Fimm menn drukna. Um síðustu helgi kom hingað til Reykjavíkur mótorbátur frá Borgar- nesi. Var formaður hans Teiiur Jónsson og hafði hann í hyggju að fara þegar uppeftir aftur. En veður hömluðu og komst hann ekki á stað fyr en á skírdag. Veður var þá gott og hlóðu þeir félagar bátinn með kolum og ýmsu fleiru. Sást til þeirra er þeir sigldu fram hjá Akra- nesi og nokkuð inn eftir Borgar- firði. En síðan hefir ekkert af þeim frézt og hefir báturinn því án efa farist og allir druknað. Sonur Teits, Jón að nafni, var vélstjóri bátsins, ungur maður og gerfilegur; systir hans var hin þriðja og vinkona hennar úr Borgarfirðin- um. Ætlaði hún að dvelja í Borg- arnesi fram yfir páska, sér til gam- ans. Hinn fimti maður á bátnum hét Andrés Gilsson, af Borgarnesi. Þeim getum hefir verið að leitt, að báturinn muni annaðhvort hafa rekist á sker eða ísjaka, þvi nokkuð er af rekís á Borgarfirði og er það framburður úr Hvítá. Boroarnesi í gcer kl. 7,20 siðd. Lík finst. Þegar er menn voru' orðnir hrædd- ir um, að eitthvað hefði orðið að bátnum, sendu nokkrir menn vélbát héðan út í fjörð, til þess að leita bátsins. Kom sá bátur að fyrir nokkrum minútum síðan og flutti með sér lík annarar stúlkunnar, sem á bátnum var. Var það dóttir Ólafs Vigfússonar að Lækjarkoti. Líkið fanst skamt fyrir innan Þjófakletta, í fjörunni þar. — Ekkert annað fanst af þvi, sem á bátnum hafði verið. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.