Morgunblaðið - 06.07.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1914, Blaðsíða 1
Mánudag 1. argangr 241. tölublaö Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðsiusími nr. 140 Bio Biografteater Reykjavíknr. Tals. 475 Hin mikla kvikm. Paladsleikh. E v A þýzkur sjónleikur i 4 þáttum framúrskarandi vel leikinn. Aðalhlut^erkið leikur frægasta leikmær Þýzkalands Henny Porten. Sýningin stendur yfir á aðra klukkustund. Pantið aðgöngumiða í síma 475. NÝJA BÍQ Gullpeningurinn. Sjónleikur í 3 þátt. og 50 atr. Aðalhlutverk leika: jgfr. Gerd Egede Nissen, Ebba Thomsen, og hr. V. Psilander og T. Roose. Gnllpeningurinn er hreinasta gull! Skrifsíoja Eimskipafélags Ísíands Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12x/2—2 og 4—5^/3. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. ir ir-ili 11 1 jii. j Bio-Kafé er bezt. ' Sími 349. HartYig Nielsen. ’ fcm.—'IKi jr.. Kartöfíur ódýrastar og beztar hjá P e t e r s e n frá Viðeij, Hafnarstræti 22. Vöruhúsið. Nikkelhnappar kosta: <1 O: 3 a u r a tylftiu. < OS *i Öryggisnælur kosta: -s Z cr S cr Ö' 32 G aura tylftin. Ö' W 0» O* V ö r n h ú s i ð. Nýr flskur fæst daglega í Bankastr. 14. Talsími 128. Nokkrar konur hafa komið sér saman um að halda Ólöfu skáldkonu Siguröardóttur frá Hlöðum samsæti í Iðnaðarmannahúsinu miðvikod. 8. júlí kl. 8 e. h. Þær sem taka vilja þátt í samsætinu vitji aðgöngumiða í Bókverzlun ísafoldar fyrir næstkomandi þriðjudagskvöld. Et JafMrfiarlar-Mlliif heldur uppi reglubundnum ferðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og verður áætlun hans fyrst um sinn að forfallalausu, sem hér segir: Frá Hafnarf. kl. 10 f. h. — — 12V2 e. h. — — 4V2 e. h. ---------------— 8 e. h. Frá Rvík kl. 11V4 f. h. — — — 3 e. h. — — — ð1/^ e. h. — — — 10 e. h. Farseðlar verða seldir í Hafnarfirði í »Hótel Hafnarfjörður*. Tal- sími 24. En í Rvík í »Reykjavíkur Conditori« Austurstræti. Talsími 367. Fargjaldið er 1 króna hvora leið. Ennfremur má senda smábögla alt að 25 pd. að þyngd, með bílnum, gegn fyrirframborgun. Böglarnir verða að afhendast greinilega merktii, og sækjast á viðkomustaðina. Með þessu á að gera tilraun til að koma í veg fyrir alla þá tímatöf og vonbrigði, er eflaust allir, er hingað til hafa notað »bílana«, hafa orðið fyrir, þetta: Að vera aldrei viss um hvenær maöur fær far. Virðingarfylst. Stjórnin. Ráðherraskiftin. Sigurður Eggerz valinn. Á fundi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í gær síð- degis var Sigurður Eggerz sýslumaður Skaftfellinga einum rómi kjörinn ráð- herraefni þess flokks. Morgunblaðið varð fyrst til þess að flytja fregnina víðsvegar um bæ- inn með fregnmiða, er það gaf út. Pósthúsið. Þess hefir áður verið getið í Morg- uöblaðinu að bögglaafgreiðsla póst- húss höfuðstaðarins væri að eins opin 5 stundir á dag og að slíkt fyrirkomulag væri almenningi til mikilla óþæginda. Það er satt að slíkt er gersamlega óhafandi og á Morgunblaðið þakkir skilið fyrir að hafa vakið máls á þessu hneyksli og er vonandi, að því verði bráðlega kippt í lag. Því það er ekki nóg með, að þetta fyrirkomulag, sem nú er, sé óviðunandi sakir óþæginda þeirra, er það bakar almenningi, heldur er það blátt áfram lagabrot og það svo skýlaust lagabrot, að furðulegt er, ef það er satt, að stjórnarráðið hafi lagt samþykki sitt á það. í fjárlögunum fyrir árin 1914 og 1915, nr. 40, 10. nó/. § 13 stend- ur svo: »Pósthúsið í Reykjavík sé opið 10 stundir samfleyttar hvern virkan dag og 4 stundir hvern helgan dag.« Bögglaafgreiðslan er nú að eins opin í 5 stundir virka daga og þær ekki samfleytt heldur í tvennu lagi, frá 12 til 2 og frá 4 til 7, svo þetta ákvæði fjárlaganna er brotið í tveim atriðum, tíminn styttri en lögin mæla fyrir og ekki samfleytt afgreiðsla. Sagt er að stjórnarráðið hafi eftir tillögu póstmeistara úr- skurðað að þessu skyldi hagað þannig. Fróðlegt væri að vita hvaða vald stjórnarráðið hefir til að veita slika undanþágu. Heyrst hefir að úrskurðurinn sé bygður á því, að bögglaafgreiðslan sé í sérstöku húsi og verði því eigi talin falla undir otð fjárlagagreinarinnar »Pósthúsið í Reykjavík*, en auðvitað eiga þau orð við póstsfgreiðsluna í Reykjavík í heild sinni hvort sem hún er í fleiri eða færri deildum og hvort sem þær deildir eru allar undir sama þaki eða eigi. Eftir þessum skilningi, sem stjórnarráðið á að hafa lagt í greinina væri því heimilt að hafa t. d. frímerkjasölu pósthúss- ins opna t. d. 1 stund á dag ef hún væri flutt i annað hús, en það sem hingað til hefir verið kallað »pósthúsið«. Vonandi er að úr þessu verði bætt sem fyrst. Væri ástæða til þess að þingmenn bæjarins hreyfðu tuáli þessu á þinginu ef með þarf og kæmu í veg fyrir að bæjarbúar yrðu lengur beittir þessu órétti. X. Svar póstmeistara við framanskráðu : Ritstjóri Morgunblaðsins hefir sýnt mér þá velvild, að gefa mér kost á að gera athugasemdir við grein um bögglaafgreiðsluna í Bárubúð, og kann eg honum þakkir fyrir, en þær verða hvorki margar né langar, þó vil eg taka það fram: 1. Að eg er eigi hinurn háttv. höf. samdóma um, að athugasemd fjárlaganna um pósthúsið í Reykja- vík gildi einnig um bögglaafgreiðsl- una í Bárubúð. 2. Þar sem þingið færði fjár- veitingu til húsaleigu fyrir Báru- búð niður úr því sem heimtað var í leigu fyrir hana, áleit eg eigi rétt að leigja stærri húsakynni og fleiri fyrir bögglapóstinn, sem væri óhjá- kvæmilegt, ef afgreiðslan þar ætti vera jafnlengi opin og pósthúsið. 3. Auk þess þyrfti að fjölga starfsmönnum, en þingið hefir eigi veitt fé til þess.. 4. Hingað til hefir engin kvört- un komið til mín um óþægindi við það fyrirkomulag, sem nú er á af- greiðslu bögglapóstsins f Bárubúð, önnur en sú, að starfsmennirnir séu eigi nógu margir til afgreiðslu þeg- ar opið er. 5. Vilji þingið veita nægilegt fé til þess, að hafa bögglapóstafgreiðsl- una lengur opna, þá skal eigi standa á mér, enda þótt hún ætti að vera opin nótt og dag. Reykjavík 4. júlí 1914 S. Briem. Aðalfundur íslandsbanka. (Hr. bankastjóri Sighvatur Bjarna- son heíir látið Morgunblaðinu í té eftirfarandi útdrátt úr fundargerð ís- landsbanka.) Ár 1914 fimtudaginn 2. júli var haldinn aðalfundur í Islandsbanka. Fundurinn var haldinn i húsi bank- ans í Reykjavík og var settur af for- manni fulltúaráðsins, ráðherra Hann- esi Hafstein og hófst kl. 10 f. h. Fundarstjóri var kjörinn Halldór Daníelsson, yfirdómari, en fundar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.