Morgunblaðið - 17.02.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1917, Blaðsíða 1
^augard. 17. febr. 1917 H0B6DNBLADID 4. argangr 105. tölublað Ritstjórnarsími nr 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isaíoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 Dansleikur verður haldinn i Bárunni laugardaginn 17. febriiar. — Agóðinn rennur til Samverjans. — Sjá nánar á götuauglýsingum. Aðalfundur Kaupf él. Hafnarfjaróar verður haldinn í Bíóhúsinu laugardaginn þann 24. þ. m. kl. 12 á hádegi, D a g s k r á samkvæmt félagslögunuro. Hafnarfirði 16. febr. 1917. Stjórnin. Fyrri æfi konunnar hans. Fáséður og góður sjónleikur í 3 þáttum. 1. þ: Móðurlausa heimilið. 2. þ.: Vegna barnsins. 3. þ: Barnaballið. Myndin er sænsk, efnið er svo fagurt, að það hlýtur að hrífa alla. Aðalhlutverkin leika af mik- illi snild hinir góðkunnu leik- arar Lili Bech og Rich Lund. _________________________________ Frá landssímanum. 2. flokks landssímastöð verður opnuð í dag, 16. febr., á Höfnum í Hafnahreppi. Forberg. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn. 16. febr. Bretar hafa sótt fram hjá Beaucourt. 125skipum varsöktfyrstu viku hafnbannsius. Kína heflr slitið stjóru- málasambandi við I»ýska- land. Bandaríkjamenn hafa Veitt 369 miljónir dollara til flotans. Danir eru nú að semja Við Bretastjórn um það, að brezk herskip verði látin fylgjaþeim dönsku skipum, s©m flytja póst og matvör- hr til Bretlands og sæki kol þaugað til Danmerkur. Siglingar hafa iagst nið- ^ með öllu. Sjómenn fara ^®m á kauphækkun og ^ærri vátryggingu. Bæjarstjórnarfundur 15. febrúar. Hækkun aukautsvara. Vegna þess að það er fyrirsjá- anlegt að ýmisleg útgjöld fara á næsta ári langt fram úr áætlun sökum kauphækkunar og fleira, ætlar bæjarstjórnin að fá heim- ild stjórnarráðsins til þess að hækka aukaútsvarsupphæð þá, sem ákveðin er í fjárhagsáætlun- inni. Skýrði borgarstjóri frá því að eftir lauslegri áætlun hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að hækkunin mundi nema rúmlega 71 þús. krónum. Var því sam- þykt að hækkunin skyldi nema 75 þús. krónum og var málinu að því búnu vísað til 2. umræðu. Verður kvatt til aukafundar í bæjarstjórninni í næstu viku til þess að útkljá þetta mál, svo að starf niðurjöfnunarnefndar þurfi eigi að truflast að neinu ráði fyr- ir það. Dýrtí ðarráðstafanir. Að undirlagi landstjórnarinnar hefir dýrtíðarnefnd gert tillögu um það að takmörkuð verði notk- un rúgmjöls með því að blanda það með maismjöli, takmörkuð notkun hveitis með því að banna kökugerð, takmörkuð sala á sykri með því að gefa út sykurkort og banna brjóstsykur og konfektgerð, að bönnuð sé sala á gufuskipa- kolum nema til innlendra skipa og iðnaðarstofnana og bunker- kolum til erlendra skipa, sem hingað flytja nauðsynjavörur. — Frekari tillögur gerir hún ef til vill bráðlega. Rannsókn sú er landsstjórnin lét fram fara á ýms- um nauðsynjavörum hér í bæ, leiddi það í ljós að hér voru til 63 sekk- ir af rúg, 3100 sekkir af rúgmjöli, 36130 kg af hrisgrjónum, 2892 kg af haframjöli, 1394sekkiraf hveiti, 25530 kg af maismjöli og nokkuð af heilum mais. Af kolum bæjarstjórnar hafa verið seldar um 500 smálestir og eiga því enn að vera eftir af þeim um 1000 smál. Endist það nokk- uð frameftir. Um kolin í bark- skípunum á Rauðarárvík, er það að segja, að Ungerskov skipstjóri ætlar að það muni eigi borgasig að ná þeim upp. En borgarstjóri skýrði frá því að hafnarnefnd hefði hugkvæmst nýtt ráð til þess að ná þeim kolum, en vildi þó eigi skýra það neitt nánar. Dýrtíðarnefnd hefir enn fremur falið borgarstjóra það. að fá lands- stjórnina til þess að gera að lög- um frumvarp það um hámark húsaleígu sem samþykt var í bæj- arstjórninni i haust. Fyrverandi sttórn vildi eigi gera það að lög- um vegna þess hve skamt var að bíða þings, en hvorki hún né neinn annar lagði fram frumvarpið fyr- ir þingið. Hefir dýrtíðarnefnd gert breytingar á frumvarpinu frá því sem það var, er það fór úr hönd- um bæjarstjórnar. Nefndin telur það æskilegt að stjórnin beiti lagaheimild sinni til þess að taka eignarnámi matvæli og eldsneyti hjá kaupmönnum, framleiðendum og öðrum. Fisksölumálið hefir eigi komist neitt lengra en það var komið á siðasta fundi, en borgarstjóra hef- ir verið heimilað að leigja fisk- sölutæki bæjarins um stuttan tíma. Rafnmirnsstööin. Áætlun og uppdrættir hafa komið frá »Forenede Ingeniör- kontorer* í Kristjania, um raf- magnsstöð fyrir Reykjavík hjá Elliðaánum. Stöðin á að geta framleitt 3000 hestöfl og kostn- aðaráætlunin um það er 2 milj. og 400 þús. krónur og auk þess 250 þús. krónur sem seinna þarf 774/777 BÍÓ &rógram samfiv. goftiaug lýsingum. g. F. U, M. A morgun kl. 10: Sunnudagaskólinn. Fbreldrar! Hvetjið börn yðar að koma þangað. til þess að stækka stöðina um 1500 hestöfl. — Álit rafmagns- nefndar á málinu kemur eigi fram fyr en á fundi bæjarstjórnar 1. marz. Framlenging Aöalstrætis. Svo sem kunnugt er hefir staðið deila um það í bæjarstjórninni hvernig skyldi haga götum á upp- fyllingunni fyrir framan Hafnar- stræti. Hafnarnefnd vildi að þver- gata kæmi fyrir austan hús O. Johnson & Kaaber, en svæðinu fyrir austan V. B. K. yrði haldið óbygðu fyrst um sinn. Byggingar- nefnd, sem einnig hefir haft málið til meðferðar, vildi að Aðalstræti yrði framlengt þannig, að fram- lengingin yrði hornrétt við stefnu hafnarveggsins og 15 metra breið. Samþykti bæjarstjórn tillögu bygg- ingarnefndar, þrátt fyrir það þó hafnarnefnd legði í móti því, og jafnframt var ákveðið að taka bryggjuhús H. P. Duus eignar- námi nú þegar og rífa það. Eimskipafólagið ogliafnar- lóðin. Hafnarnefnd lagði eindregið á móti því að Eimskipafélaginu yrði seld lóðin hjá höfninni og hélt fast við hina fyrri tillögu sína um það, að leigja því. Sveinn Björnsson skýrði frá því að stjórn Eimskipafélagsins hefði haldið fund um þetta mál og hefði þar verið samþykt með öllum atkvæð- um að stjórn félagsins legði mikla áherslu á það að fá lóðina keypta. En til þess að bæjarstjórnin skyldi eigi tapa verðhækkun lóðarinnar vildi stjórnin ganga að því að selja bænum hana aftur með sama verði og nú væri á henni, og að hann keypti þá jafnframt hús þau og mannvirki sem á lóð- inni væru, gegn matsverði. Lét

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.