Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Koma Lagarfoss.
Viðtökurnar í Reykjavík.
Stjórn Eimskipafélagsins þótti það
viðeigandi að fagna sem bezt hin-
um nýja »fossi«. Hún hafði fengið
botnvörpunginn »Earl Herefordc til
þess að sigla á móti honum, og
bauð fjölda manns með. »Earl Here-
ford« átti að leggja frá austurbryggj-
unni kl. 8 og söfnuðust þá þangað
allir þeir, sem boðnir voru og vakn-
að gátu. Er þar fyrst og fremst að
telja stjórn Eimskipafélagsins; fjár-
málaráðherra og atvinnumálaráðherra,
bankastjóra og kaupmenn, borgar-
stjóra og bæjarfulltrúa og margt var
þar annað stórmenna og góðmenna,
sem oflangt yrði upp að telja. Var
nú haldið á stað á tiltekinni stund,
og skreið »Earl Hereford* fánum
skreyttur stafna á milli út af höfn-
inni. Veður var hið bezta; rjóma-
logn og ládeiða svo að hvergi sá
öldu, sólskin hið efra, en móða til
hafs. Veitingar voru nógar, öl, gos-
drykkir, vindlar og kaffi eins og
hver vildi hafa. — Hornaflokkurinn
»Harpa« var með í förinni og hóf
að leika þá er komið var út úr
höfninni. Fyrir utan Akurey náði
»Earl Hereford« franskri fiskiskútu,
sem var að sigla héðan og var þá
»Marseillesen« leikinn, til heiðurs
við Frakka.
Nú var siglt enn um stund, út í
lognmóðu Faxaflóa, en ekki bólaði
á Lagarfossi. Var og sýni slæmt
fram til sjávar og var það nær jafn-
snemma að maður sá »Lagarfoss«
og báta þá, er voru að veiðum vest-
ur á Sviði.
Lagarfoss beið — og hafði beðið
mikinn hluta nætur eftir »Earl Here-
ford«. Nú var siglt þangað er hann
lá og þá er komið var svo nærri,
að heyra mátti rrrilh' skipanna, lék
hornaflokkurinn »Eldgamla ísafold«.
Þa var svo skamt í milli, að menn
gátu séð hvar á hlið hins nýja skips
voru máluð þrjú »Dannebrog« og
orðin »Lagarfoss. — Danmark*. En
þegar enn nær dró, sást aftan á skut
skipsins letrað: »Lagarfoss, Reykja-
vík«.
Gullfoss sigldi hingað til lánds
með dönsku merki á hliðunum. En
þau voru þó þvegin af áður en
skipið kom hingað, til þess að vér
Reykvíkingar skyldum ekki hafa þá
raun að horfa á þau. Siðan höfum
vér þó séð hverja vernd danski fán-
inn getur veitt okkur, en »Lagar-
foss« siglir umhverfis landið hálft
og hampar því hvarvetna framan í
menn að dönsku einkennin séu
»skjöldur vor og skjól«. A þetta
lengi svo að ganga, að vér siglum
undir fölskum fána, villum á okkur
heim ldir, okkur sjálfum til stórtjóns
— ef til vill? Og svo vona eg að
menn hneikslist eigi á þessum útúr-
dúr frá ferðasögunni. Hann er fram
kominn vegna þess, hve illa lét í
eyrum að fagna dönsku skipi, sem
vér eigum þó sjálfir, með »Eldgamla
Isafold* — þar sem segir um Dan-
mörk að hiin sé sem neflaus og
augnalaus ásýnd þar sem heimsking-
inn hlæi að »mörlandanum«. Ein-
lægari og innilegri hefðu kveðjurnar
orðið ef »Lagarfoss« hefði nú siglt
hingað undir islenzkum fána og eigi
hefði þeim þá heldur fylgt neitt
biturt þel í garð Dana — kynbræðra
vorra.
En hverfum nú aftur að efninu.
»Earl Hereford« lagðist sibyrt við
»Lagarfoss« og gengu þá gestir allir
yfir á hið nýja skip. Síðan var snú-
ið við og haldið til Reykjavíkur
með liiðraþyt og hátíðabrag.
»Ceres« veik frá austurbryggj-
unni, svo »Lagarfoss« gæti komist þar
að. Ótölulegur grúi fólks kom fram
að höfninni til þess að sjá hið nýja
skip og fagna því. En er það hafði
slegið landfestum, gekk fram Sveinn
Björnsson, formaður Eimskipafélags-
ins, og hélt ræðu þessa:
Það var dapurt yfir okkur flestu-
um skammdegisdagana í vetur þegar
við fréttum að við hefðum mist
»Goðafoss«. Hugur margra Islend-
inga hvarf þá að Straumnesi, og
þangað voru sendar margar hug-
heilar óskir um að skipinu yrði
bjargað. Því miður brugðust þær
vonir og óskir.
En sjaldan hafa kjarkmeiri orð
hljómað um landið þegar mótlæti
hefir borið okkur að höndum, heldnr
en einmitt þá. Þeir vantrúuðustu
hafa hlotið að finna til þess þá. að
stofnun Eimskipafélagsins var engin
rótlaus augnabliksvíma, heldur lá á
bak við alvarlegur, staðfastur vilji
allrar þjóðarinnar, vilji, sem ekkert
óhapp eða mótlæti vinnur bug á.
»Ekki skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði.« Þessi hreystiorð
miðalda-kvenskörungsins, er lýsa
sem leiftur um nótt í margra alda
deyfð og dáðleysi íslenzku þjóðar-
innar, voru þau orð, sem flestum
duttu í hug þá. Það var engih til-
viljun að þessi orð bárust sem eggj-
unarorð frá ýmsum mönnum úr
öllum landsfjórðungum, án þess að
hver vissi af öðrum. Og það var
ekki látið standa við orðin tóm. Það
vat safnað liði.
Við erum svo lánsamir að á þess-
um tímum, er flestar þjóðir heims
safna liði sínu til víga, að geta þá
safnað okkar liði til giftusamlegra
friðarstarfa.
Fyrsti árangnrinn af liðssöfnun
okkar er nú hér komin í sýnilegri
mynd, »Lagarfoss«. Það hefir tek-
ist á þeim erfiðustu timum, sem enn
hafa komið, til skipakaupa að bæta
»Goðafoss«, svo, að tæpu missiri
eftir að hann lagði hér frá bryggjunni
í síðustu ferðina sína, liggur »Lagar-
foss« hér í hans stað. Skipastóll
okkar er jafnstór, sem hann var áð-
ur eri við mistum »Goðafoss« —
af því að við tókum okkur í munn
orð Olafar — og breyttum sam-
kvæmt þeim.
Skipið er að vísu ekki eins og
»Goðafoss«. Farþegaþægindin eru
t. d. minni. En hver hirðir um það
núf »Lagarfoss« hefir þann kostinn,
sem mest er um vert nú.  Hann er
Nýjar
vðrur
í
,Edinborg'
i
Al
navara,
| Dragtatan, mikið nrval |
Léreít
einbr. tvibr.
Aiklæflt
BorOd. og
serviettur
Oheviot
Jí'lauel
margir litir
Javi
einbr.,  tvibr.
Reiðfetatan
Sokkar a börn
osr fullorðna
Stnbbasirz
(iardinutau
mikið úrval
Sllki
fleiri tetr
HöfnOsjöl
Lasting
sv. oer TJiial
TvistUu
Morgun-
kjólatan.
Dakadregill |  Barnabattar  |  Silkibönri
Pakkstngi o. m. fl.
I
Glervara.
BKmistnrpottar | Matarstell
Disknr   [  Pnntnpottar  |  Tebottar
Bollapor  | Vatnsilóskur | Blómstar-
50 teg.  |    og glös       vasar.
Syknrker  |  Barnakonnnr |   Skalar
Sunlíght  j   Sunlight   |  Mjólkur-
handsápa  |  þvottasápa     könnnr
-ÞvottaBiell | iflggjabikarar | Leirkrnkkr
I Piparkallar | Pearq-sápa |
Og tnargt fleira
I
Edinborg
Hafnarstr. 14.
ágætur til vöruflutninga. Hanu ber
meira en »Goðafoss«. Hann flutti
nú frá útlöndum á 12. hundrað smá-
lestir af nauðsynjavörum sem hann
er nú búinn að skifta á Norður-
og Austurland. Hann er allgang-
góður og kolaspar. — Útgerðarstjóri
og skipstjóri eru mjög vel ánægðir
með skipið.
Þótt oss vanti enn mikið til þess
að geta fullnægt flutningaþörfinni,
þá er það svo, að »Gullfoss« og
»Lagarfoss« geta, ef þeir halda si-
felt uppi Amerikuferðum, flutt að
landinu alt það, sem vér þurfum af
nauðsynlegustu matvælum árlega.
Svo þýðíngarmikið er það að hafa
fengið hingað þetta skip, þótt betur
megi enn ef duga skal.
Fyrir tveim mánuðum, áttum við
ekkert skip hér og áttum ekki von
um að sjá skipin hér fyrst um sinn.
Nú liggur »Gullfoss« i New York
og fermir vörur, en »Lagarfoss« er
hingað kominn. Gleðjumst yfir því!
Og þökk sé hverjum þeim, er lagði
sinn skerf þar til.
Tvo þriðju hluta af hlutafé þvi,
sem um var beðið er vér mistum
»Goðafoss« hefir þjóðin lagt fram.
Eigum við nii ekki að stíga á stokk
og strengja þess heit, að úr því með-
læti forsjónarinnar og dugurogdreng-
skapur landsmanna hefir fært okkur
þetta skip heilt að landi á þessum
alvörutímum, þá skulum vér áður en
sól stendur hæst á lofti á þessu sumri
vera búnir að leggja fram þau 200
þiisund, sem á vanta, að við getum
byrjað að afla oss priðja skipsins?
Fallega væriþá »Lagarfossi« heilsað.
Þetta er í þriðja skifti sem vér
heilsum nýkomnu skipi Eimskipa-
félagsius á rúmum tveim árum. Slíkt
hefði einhverntíma þójt draumur, sem
ekki væri líklegur að rætast. En
hann hefir ræst.
Mér þykir vænt um þessa mót-
tökudaga skipanna okkar, þegar
þau koma hingað fyrst. Það er
svo sjaldan, sem við íslendingar
komum saman mannmargir. Og
enn sjaldnar að um hópinn leiki
þessi notalegi ylur, sem ekki er
framleiddur með dýrkeyptu erlendu
eldsrieyti, heldur sknpist'af sam-
stiltum slögum ótal íslenzkra hjartna.
Þenna yl finst mér eg hafa orðið
var við við öll skiftin. Og mér finst
eg verða var við hann engu síður
nú.
Nú heilsum við með gleði þess-
ari viðbót við lith skipaflotann
okkar.
Við heilsum þér »Lagarfoss« sem
fögrum sýnilegum vott um islenzk-
an dugnað og vilja.
Vio óskum að sjá þig sem lengst,
af þvi þú ert fyrir okkur tákn þess,
sem okkur íslendingum ríður svo
tpikið á og er svo mikils virði í
framsóknarbaráttunni — vér þu.fum
að sýna einmitt nú á þessum tim-
um, að vér
»látum ei æðrast
þótt inn komi sjór.«
Og þii átt að minna oss á það,
að vér eigum aldrei ftamar að gráta
Björn bónda, heldur að safna hði —
of sigra.
Fylqi lukkan *La%arjossiU
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8