Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudag
3.
águst 1917
MORGUNBLADID
4. árgangr
269.
tölublað
Ritstiórnarsími nr. 500
Ritstjóri:  Vilhjálmur Finsen
Isafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusimi nr. 500
Reykjavíkiir
Biograph-Theater
Talsími 475
öiilf ást.
Sjónleikur í 4 þáttum
eftir Boland Talbor.
Tekinn og leikinn í Englandi af
frægum amerískum leikurum.
Myndin er falleg, áhrifarriikil og
afarspennandi frá byrjun til enda.
Konráð R. Konráðsson
lækuir
Þinghoksstræti 21.   Sími 57j.
-12 og 6—7.
Heima 10-
ErL simfregnir*
frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.).
Khöfn 1. ágúst.
Áköf áhlanp af hálfu
Frakka og Breta hjá Yser
og Lys. Hafa þeir sótt íram
2 kílómefra og handtekið
4000 menn.
TJndanhald Rússa virðist
nú stöðvað og heraga kom-
ið á aftur í liði þeirra.
Frá alþingi.
Nýungar.
1.  Veðurathuganastoð í Reykjavik.
Frv. um veðurathuganastöð í Rvík
flytja^ þeir Jörundur Brynjólfsson og
Benedikt Sveinsson.
Veðurathuganastöð skal setja á
stofn í Reykjavík eða þar í nánd,
svo fljótt sem við verður komið. —
Stöðin skal rannsaka veðráttu og
veðrabrigði að þvi er ísland varð-
ar, svo sem föng eru á, og gefa
daglega út skýrslu um það, hverra
veðra sé von. — Fastir starfsmenn'
skulu vera tveir, forstjóri og að-
stoðarmaður. Ákveður stjórnar-
ráðið laun þeirra. Forstjóri skal
skyldur að flytja nokkra fyrirlestra
við háskóla íslands skólaár hvert
um almenna veðurfræði og veðr-
áttu á Islandi. — Forstjóri skal
með ráði landsstjórnar fá gerðar
veðurathuganir þar er þurfa þykir
á landi voru; skulu þaðan veður-
skýrslur sendar daglega. — I öll-
nm verstöðum landsins, er hafa
hraðskeytasamband, kaupstöðum og
kauptiinum. skal setja viðvörunar-
stöðvar, er birti daglegar veður-
skýrslur stöðvarinnar í Reykjavík,
og gefi glögg merki þegar snöggra
veðrabrigða er von.
Ast æður:
Veðurathuganastöðvar eru fyrir
löngu settar á stofn i öllum menn-
ingarlöndum heims nema íslandi.
Þörfin þó engu minni hér en ann-
arsstaðar, heldur jafnvel meiri, sakir
þess, hve atvinna landsmanna er
veðráttunni háð. Ef veðrátta lands-
ins væn visindalega rannsökuð og
athuganastöðvar settar á ýmsum
stöðum, einkum á útjöðrum lands-
ins, mundi oft mega segja fyrii
veður með nokkrum fyrirvara og
vara við snöggum felliveðrum, sem
oft gera hinn mesta skaða. Mundi
mega bjarga eignum með þeim
hætti, svo að tugum þusunda næmi,
og forða mörgu mannslífinu.
Enn er á það að Iíta, að ekki
er annað samboðið virðing þjóð-
arinnar en að haldið sé uppi í
landinu svo sjálfsögðum og mikil-
vægum vísindarannsóknum, sem
hér er um að ræða.
2.   Stimpilqjald.
Fjárhagsnefnd  Nd.  gerir  enn þá
breytingartill. við stimpilgjaldsfrv., að
stimpilgjald af víxlum og áv'ísunum
(nema  tékkum,  setn  eiga  að  vera
stimpilfrjálsir) sé:
Af 200 kr. eða minna  með 10 au.
—  200— 400 kr.      —  20 —
— 400— 600 —      —  3° —
— 600— 800 —      —  40 —
—  800—1000 —      —  So —
Sé  upphæðin hærri, skal stimpla
skjöl þessi með 50 au. af þúsundi
eða broti dr þúsundi.
3.   Bráa- og vitasmlði.
Fjárveitinganefnd  Nd.  flytur till.
til þingsályktunar um smíði brua og
vita úr járni og stofnun smiðju i
Reykjavík svo látandi:
•Neðri deild alþingis ályktar að
skora á stjórnina að taka til rann-
sóknar, hversu hagfeldast verði
komið fyrir smíð brúa og vita úr
járni og hvort eigi muni tiltæki-
legast að reisa eina smiðju i Reykja-
vík, er framkvæma mætti þau verk
og jafn vel smíði járnskipa, — gera
áætlun um kostnað og fyrirkomu-
lag slikrar smiðju og leggja fyrir
næsta aðalþing*.
4.   Starjrœksla simstöðva. »For-
gangshraðsamtöl* talin ófaefa.
Um frv. Þórarins á Hjaltabakka um
að Iétta viðhaldskostnaði símstöðva
af sveitarfélögum er komið álit frá
samgöngumálanefnd Nd.
Nefndin hefir að fengnum tillög-
um landssimastjóra, fallist á
»að naumast muni rétt að lands-
sjóður taki að sér allar stöðvarnar
i einu,  þar eð það mundi verða
allmikil utgjöld, sem eins og lands-
símastjórÍDn tíkur fram, mundi
koma niður þannig, að draga yrði
úr framkvæmdum á lagning nýrra
simalina og öðru, er að þeim mál-
um lýtur. En nefndinni dylst þó
ekki, að ýmislegt óréttlæti og ó-
samræmi á sér stað í kostnaði við
rekstur stöðvanna, sem kemur
mjög misjafnt niður á ýmsum
hreppum og héruðum á landinu.
Til þess að jafna þetta, leggur því
nefndin til að gera landssjóði að
skyldu að greiða vissan hluta af
reksturskostnaði stöðvanna, eftir
því hvers flokks stöðin er. Léttir
það að nokkru byrðina á þeim
sveitarfélögum, sem erfiðast eiga
með að halda stöðvunum uppi.
En sérstaklega verður að treysta
því að simastjórnin geri sér
að skyldu að haga samn-
ingum við stöðvarnar eftir þvi,
hversu kostnaðarsamt er að starf-
rækja þær, hvaða þýðingu þær hafa
i simakerfinu og hversu miklar
tekjur þær veita landssjóði.
í sambandi við þetta mál rann-
sakaði nefndin það, hversu mikið
fé hefði verið lagt fram til síma-
iagninga á landinu af einstökum
hreppum og héruðum. Dylst nefnd-
inni ekki, að þar kennir einnig
mikils ójafnaðar, og litur hún svo
á, að þegar timar liða og síma-
kerfi landsins er komið í viðunan-
legt horf, þá verði það að vera
stefna þingsins að endurgreiða fé
þetta smám saman, þó hún, eins
og nú standa sakir, vilji ekki gera
það að tillögu sinni. Má taka það
fram um óréttlæti í þessu atriði,
að einn hreppur i Suður-Múlasýslu
hefir lagt fram 6 þús. kr. til sima-
Iagningar og kostar auk þess sima-
stöð að mestu eða öllu leyti.
Þá vill nefndin loks geta þess
i sambandí við þetta símamál, að
henni þykir það mjög óviðeigandi,
að simastjóri af einræði einu sam-
an setji yfirtaxta á simasamtöl, sem
geta orsakað það að koma t. d. 3.
flokks stöð alveg dt úr simasam-
bandi. Virðist að athygli sima-
stjóra og framkvæmdir ættu frekar
að beinast að þvi að fjölga JygjjJ^
á línunni, svo að stöðvar, sérstak-
lega 3. flokks stöðvar, gætu frekar
notið sin og aukið tekjurnar eins
og þær i eðli sinu geta. Nefndin
tekur það sterklega fram, að hiin
álitur óviðeigandi og óheimilt að
þröngva svona kosti manna, og
eyðileggja með þessu símanot al-
mennings að meira eða minna leyri.
Nefndin vill leggja til að gerðar
verði á frumvarpinu þessar
Breytingar:
Frumvarpsgreinin orðist svo:
Þegar samningar  þeir falla lir
gildi, sem nii eru milli simastjórn-
arinnar og sveitarstjórna um greiðslu
^ostnaðarins við rekstur símastöðva
TiQm bíó
Gimsteinaþjófar.
Leynilögreglusjónleikur
i 3 þáttum.
Leikinn af Nord. Films Co.
Aðalhlutverkin leika:
Ebba Thomsen-Lund,
Th. Lund,  Robert Dinesen,
Henr. Seemann,  Johs. Ring.
Mynd þessi  er frá  upphafi til
enda jafnspennandi,
— Tölusett sæti. —
K. F. P. M.
VALUE.  Æfing í kvöld
kl. IV,.        Fjðlmennið!
greiðir landssiminn af kostnaði
þessum ekki minni hluta en hér
segir:
Af kostnaðinum við rekstur sím-
stöðva: I. flokks B % II. flokks
B »/. og III. flokks B »/••
Rekstur eftirlitsstöðva og skifti-
stöðva kostar landssíminn að öllu
leyti, en einkastöðvar hlutaðeig-
andi stöðvarstjóri eða hreppur.
Sömu ákvæði gilda um stöðvar
þær, sem stofnaðar kunna að verða
eftir að lög þessi öðlast gildi.
Framsögumaður er Þórarinn Jóns-
son.
5.   ^Alidýrasjúkdómar.
Alit landbúnaðarnefndar um afnám
laga um skjhrslur um alidýrasjúkdóma,
er á þessa leið:
Þó að það sé skoðun nefndarinn-
ar, að frf^ðlegt væri að hafa sann-
ar skýrslur um helztu alidýrasjúk-
dóma, hefir nefndin orðið sammála
um, að skýrslurnar, sem safnað er
til, samkv. lögunum, muni vera
litils virði. Er þvi lagt til, að frv.
þetta sé samþykt.
En til þess að einhverjum áreið-
anlegum skýrslum verði þó safnað,
ætlast nefndin til, að landsstjórnin
leggi fyrir dýralækna landsins að
afla sér upplýsinga um helztu ali-
dýrasjúkdóma í umdætnum sínum,
og hlutist til um, að þeir sendi
hagstofunni skýrslur árlega um
heilbrigðisástand og sjúkdóma ali-
dýranna.
6.   Framkvœmd eignamáms.
Allsherjarnefnd neðri deildar hefir
gert nokkrar breytingartillögur við
frv. stjórnarinnar um framkvæmd
eignarnáms, en ræður að öðru leyti
til að það verði samþykt.
Framsögum. nefndarinnar: Magnús
Guðmundsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4