Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Mánudag

20.

ágúst 1917

4. árgangr

286,

tölublað

Ritstjórnarsimi nr. 500

Ritstjóri:  Vilhjálmur Finsen

ísafoldarprentsmiðja

Afgreiöslusimi nr. 500

\

Blöl    Reykjavíkur

Biograph-Theater

Talsími 475

Ófriðardraumur

Stórkostlegur sjónl. í 3 þáttum

leikinn af ágætum amerískum

leikurum.

Efni myndarinnar er gott og

afarspennandi  og  svo framúr-

skarandi vel með það farið að

allir hljóta  að verða hrifnir af

I þessari ágætu mynd.

A! u m í n í u m-b r o n z e

nýkomið.

Daniel Halldórsson

Uppsölum.

Erl. símfregnir.

Fri fréttaritara ísafoldar og Morgunbl.

Khöfn 18. ág.

Bretar neita því að I»jóð-

verjar hafl tekið Lange-

marck aítur, segjast sœk ja

fram þar fyrir norðan.

Bráðabirgðastiórnin í

Rússlandi viðurkennir að

Ukraine-stjórn hafl völdiu

í Utla-Rússlandi.

Orusta er nú háð á 100

mílna vígvelli og virðist

svo sem Rússum og Rú-

menum veiti betur.

Símfregnir.

Seyðisfirði í gær

Kolin sem fundist hafa hér þykja

4gæt, en ilt er að vinna þau og ekki

hefir fundist nema lítið, enn sem

komið er — aðeins þunn lög. Verð-

ur ekkert um það sagt ennþá, hvort

hér muni vera um nokkra verulega

kolanámu að ræða.


Frá alþingi.

Úr neðri deild f fyrradag.

1.  Frv. til fjáraukalaga fyrir árin

1914 og 1915; 3. umr.

Frv. simþ. óbreytt í einu hljóði

og afgr. til efri deildar.

2. Frv. um samþykt á landsreikn-

ingunum fyrir árin 1914 og 1915;

3. umr.

Frv. samþ. óbreytt í einu hljóði

og afgr. til efri deildar.

3. Tillögur út af athugasemdum

yfirskoðunarmanna landsreikninganna

fyrir árin 1914 og 1915; síðari umr

Tillagan samþykt i einu hljóði og

afgr. til efri deildar.

4.  Frv. um heimild fyrir stjórnar-

ráð ístands til að setja reglugerðir

um notkun hafna o. fl., 3. umr.

Frv. samþykt í eiuu hljóði og

afgr. til stjórnarráðsins sem lög frá

alþingi.

5. Frv. um breyting á lögum um

sjúkrasamlög; 2. umr.

Frv. samþ. i einu hljóði og visað

til 3. umr.

6. Frv. um breyting á lögum um

manntal i Reykjavik; 2. umr.

Brtt. við 1. gr. samþykt með öll-

um greiddum atkv. gegn einu. 1.

gr. þar með faliin. 2. gr. samþykt

með öllum greidd atkv.

Frv. visað til 3. umr. með öllum

greiddum atkv. gegn einu.

7.  Frv.1 um sölu á þjóðjörðinni

Höfnum í Hiinavatnssýslu með hálf-

um Kaldrana; 2. umr.

Frv. tekið aftur af flutningsmanni

(Þór. ].).

8.  Frv. um samþyktir um korn-

forðibiir til skepnufóðurs; 2. umr.

Brtt. við frv. feldar og teknar

aftur. Frv. samþ. grein fyrir grein

með miklum atkvæðamun og visað

til 3. umr. með 13:3 atkv.

9.  Tillaga til þingsályktunar um

uppeldismál; ein umr.

Tekin út af dagskrá.

10. Frv. um heimild fyrir stjórn-

ina til að taka að láni 20 miljónir

króna til þess að^ kaupa og hagnýta

fossa; 1. umr.

Frv. vísað til 2. umr. í einu hljóði

og til fjárhagsnefndar.

11. Frv. um bráðabirgðahækkun á

burðargjaldi;  I. umr.

Vísað til 2. umr. í einu hlj.

12.  Frv. um bráðabirgðahækkun

á útflutningsgjaldi af sjávarafurðum;

1. umræða.

Tekið út af dagskrá.

13.  Frv. um breyting i og við-

auka við lög um tekjuskatt; 1. umr.

Vísað til 2. umr. i einu hljóði.

14.  mál (um forkaupsrétt á jörð-

um), 15. mál (um forðagæzlu), og

16. mál (um breyting á lögum um

forðagæzlu) tekin út af dagskrá.

Fundi slitið kl. 4,10.

Frá kvöldfundinum

á fösludaginn.

Eins og getið var í Mbl. var

fundi frestað á föstudaginn, þá er

umræður um dýrtiðaruppbót handa

embættis og sýslunarmönnum land-

sjóðs höfðu staðið um hrið. Var

umræðunum haldið áfram kl. 8,

þegar fundur var settur aftur, og

stóðu þær fram til kl. hálf tólf. Þá

var gengið til atkvæða og fór at-

kvæðagreiðslan svo, að flestar til-

lögur meiri hluta bjargráðanefndar

voru samþyktar. Frv. svo breyttu

vísað til 3. umr.  með 20 : 2 atkv.

Seinustu rnáiin þrjii (heimild fyrir

landsstjórnina til að selja nauðsynja-

vörur undir verði; almenn hjálp

vegna dýrtíðar og frv. um dýrtíðar-

styrk) voru tekin út af dagskrá.

Fundi stitið kl. 11,52.

Hvað líðtir skólahaidi

voru á komandi vetri?

í Morgunblaðinu þ. 11. júní þ. á.

birtist grein með fyrirsögninni:

»Ætlar skólastjórn vor að leggja árar

{ bát?« Var þar sýntfram á, hversu

óholt það mundi verða fyrir börn

þessa bæjar að ganga -sjáifala og

fræðslulaus frá því vorið 1917 og

fram á haust 1918 eða ef til vill

lengur, svo og hvernig það mundi

gefast að setja flestalla nemendur,

er sækja skóla og mentastofnanir

vorar hér í bæ, aftur um 1—2 ár

sakir kolaskorts og dýrtíðar. Rit-

stjóri Morgunblaðsins gat þess þá,

að bezt færi á að að menn ræddu

mál þetta alment, með því að skoð-

anir manna á því væru ærið skiftar,

en vér minnust'ekki að þvi hafi sið-

an verið hreyft i Morgunblaðinu eða

i nokkrum öðrum blöðum vorum.

Af hverju er deyfð manna og

áhugaleysi á þessu máli sprottið?

Skiftir það litlu eða engu bæjarféag

vort og þjóðfélag, hvort svo að segja

öll fræðsla hér í bæ legst niður um

eitt ár eða enn lengri tíma? Sumir

munu segja: Vér lifum ekki núna

í dýrtiðinni á skólnm og skólahaldi.

Satt er það! En hve lengi hafa

menn ráðgert að láta skólana hætta

að starfa? Ætla menn að það blási

byrlegar, ef ófiiðurinn helzt, að taka

upp skólahald að einu eða tveimur

árum liðnum, en nú þegar í haust?

Sumir skírskota til þess, að skólar

Norðmanna hafi síðastliðinn vetur

hætt starfi sínu vegna kolaleysis og

dýrtiðar og skólar vorir eigi ekki

meiri rétt á sér en skólar þeirra.

Það er nú svo. En menn eru beðn-

ið að athuga það, að norsku skól-

arnir  lögðu niður  starf sitt út úr

nQm BÍÓ

Astamál Petersens.

Sprenghlægilegur gamanleikur

i einum þætti.

Regnhlífin,

Þar leika þeir aðalhlutverkin:

Fred. Buch,

Oscir Stribolt og Lauritz Olsen.

Þegar þeir leggja saman ganga

menn ekki að því gruflandi, að

góð skemtun er í boði.

stökustu vandræðum og að eins unt

hdljs mámðar tima, og urðu samt

fyrir ékki litlum ámælum bæði inn-

an lands og utan. Menn sögðu sem

svo: »1 alfrjálsu landi, þar sem

þjóðin ræður ein úrsliðum allra mála,

má hinn uppvaxandi æskulýður sízt

við því, að vera fákunnandi og þekk-

ingarsnauður, hver skólamánuður og

vika er miklu meira virði en marg-

ir ætla í skammsýni sinni. Spak-

mælið »ment er máttur« er nú orð-

"inn óskeikull sannleikur á hverju

sviði lífsins sem er, þekkingarsnauðir

menn og kunnáttulausir bera hver-

vetna lægra hlut frá borði. Það eru

kunnáttumennirnir (Fagfolk), sem

heyja ófriðinn mikla, það verða

kunnáttumennirnir, sem á sínum

tíma verða yfirsterkari, og það eru

loks kunnáttumennirnir, sem eru

þegar farnir að leggja höfuð sín í

bleyti um það, hvernig löndin eigi

að koma sér fyrir og halda, áfram

samkepninni að ófriðnum loknum.

Eigum vér að leggjast til svefns, þar

til ófr ðurinn er um garð genginn,

og vakna svo með andfælum, þegar

árvakrari og ötulii keppinautar taka

að seilast til reitna vorra?« Með

svofeldum ummælum tók eitt hið

merkasta blað bræðraþjóðar vorrar

tillögunni um að taka fyrir skóla-

hald.

En svo að vér snúutaa oss nú aftur

að vorum högum, þá er hætt við

að margur maðurinn kunni að segja:

»Eigum vér Reykvíkingar, sem trauðla

getum haft i oss eða á, að vera að

draga að oss nemendur utan af

landi til þess að éta mat vorn og

taka upp husrúm vort, sem er ekki

einu sinni nóg handa sjálfum oss?<

Og þó munu það, ef rétt er álitið,

einmitt vera skólarnir og aukin

þekking og táp, sem er ávöxtur af

fræðslu þeirra, er hefir styrkt oss

mest og bezt hingað til, til þess að*

vera af oss skelli dýrtíðarinnar. Hvar

mundi sjómensku vorri og útgerð

bera komið nú, ef Markús sál.

Bjarnason hefði ekki varið æfi sinni

til að koma hér upp sjómannaskóla?

Hvort mundi búskapur vor hafatek-

ið þeim framförum, sem hann óneit-

anlega hefir tekið á síðari árum, ef

Torfi sál. Bjarnason og ýmsir aðrir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4