Morgunblaðið - 25.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1917, Blaðsíða 1
Laugard. 25. ágúst 1917 H0R6UNBLABIÐ 4. árgangr 291. tðlublað Ritstiórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiója Afgreiðsinsimi nr. 500 g|Qj Reykjavfkur j(j Bioaraph-Theater l*"1"* Talsími 475 Attunda boðorðið Þessi framúrskarandi góða og velleikna mynd verður sýnd i kvöld í siðasta sinn. Það er mynd sem allir munu hafa gleði og gott af að sjá. Hvert barn, hver fullorðinn ætti að sjá myndina. Innilegt þakklæti vottum við öllum, nær og fjær, sem auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför okkar elskulega sonar, Óla P. Finsen. Ingibjörg Finsen. Ölafur Finsen. ErL simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kmhöfn 23. ágúst. Austurríkismenn hðrfa undan á Carso-hásléttu, hjá Lorite og Beíg. ítalir hafa handtokið 10500 menn. Frakkar hafa unuið á hjá Verdun og hafa nú alls handtekið þar 6700 menn. Kanadamenn eru komn- ir að útjððrum Lens. hjóðverjar hafa skotið á Dover, Margate og Bams- gate (i Englacdi). hjóðverjar yflrgefa mðrg þorp í Flandern. Kohlmann utanríkisráð- herra hjóverja lýsir utan- ríkispólitík þeirra svo, að þar fari saman máttur og réttur. Bnssar og Bnmenar hafa hðrfað nofekuð undan. Bretar gera áhlaup á flmm kílómetra svæði hjá Ypres. í skeytinu í gær var prentvilla. Þar var talað um »stjórnarfund« í Lundúnum, en átti að vera »sjó- mannafundur.* Skólshðld I vetur. Tvær nefndir i neðri deild, fjár- hags- og fjárveitinganefndir, flytja svo látandi tillögu til þingsál. um skólahald í vetur. Alþingi ályktar að heimila stjórn- inni: 1. að láta háskólakenslu falia niður næsta vetur, þó þannig, að nem- endur, sem ætla að taka fyrri eða siðari hluta embættisprófs i vetur eða vor, fái til afnota 2—3 kenslustofur i mentaskól- anum, til þess að kensla fari þar fram. 2. að láta falla niður að ölln leyti kenslu í hinum almenna menta- skóla og í gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þó skulu nemend- ur hafa leyfi til að ganga undir vorpróf á venjulegan hátt, enda skulu þeir einskis missa fyrir aldurs sakir. 3. að láta kenslu við kennaraskól- ann og stýrimannaskólann falla niður. 4. að láta kenslu í bændaskólunum falla niður, nema verklegt nám að vorinu. 5. að greiða ekki skólum þeim, sem styrktir eru af landsfé, meiri styrk en nemur venjulegu kaupi fastra kennara og tímakennara, enda komi þar í móti fé ann- arsstaðar frá í sama hlutíalli og krafist er í núgildandi fjárlögum. 6. að láta enga breytingu verða á yfirsetukvennaskólanum né vél- stjóraskóianum. 7. að greiða öllum kennurum lands- skólanna, jafnt stundakeonurum sem öðrum, full laun eftir þvi sem verið hefir. Útflutningsleyfi frá Ameríku. Eiraskipafélaginu barst í gær 8Ímskeyti frá erindreka félagsin^ í Ameríku þess efnis, að stjórn- arvöldin þar væru nú farin að gefa kaupmönnum útflutnings- leyfi á ýmsum vörum. Lagarfoss væri nú verið að ferma og hefði útflutningsleyfi þegar fengist fyrir 500 smálestir af vörum til kaup- manna. — Þetta eru mikil gleðitíðindi því margir voru orðnir hræddir um að taka mundi fyrir flutninga hingað frá Ameríku, að einhverju leyti. Hafnsögumenskan í Reykjavík. Með þessari yfirskrift skrifar dansk- ur skipstjóri í Morgunblaðið 22. ág. síðastliðinn. Langar mig undirrit- aðan að leiðrétta dæmi hans sem hann tekur, þá hann kom hér 29. júlí frá Danmörku og Svíþjóð, þar af frásögn hans lítur þannig út, að við hafnsögumenn höfum ekki verið til staðar, ekki vegna veðurs að við hefðum ekki komist út í skipið, heldur af einhverjum ástæðutn öðrum. Hann, eins og aðrir skipstjórar á seglskipum, dró upp hafnsðgumerki um eftirmiðdaginn þann 28. s. m. 8—10 km. vestur af Gróttu, slagaði sig inn flóann með litlum seglum úm qóttina — eins og þeirra er siður — og fær hafnsögum. um morguninn vestur af duflinu á Akureyjarrifi. Það fanst okkur nógu langt fatið, eins og honum fanst einnig, þar hann spurði hafnsögum. er þeir höfðu heilsast, hvað gjaldið væri mikið, svaraði hafnsögum. því hvað lögin mæltu fyrir í því efni; þótti skipstj. það mjög lítið þar hann hefði komið svona langt. Þetta er það rétta. Sama er að segja urn aðra skipstjóra er hingað hafa siglt í þau ár er eg hefi verið hafnsögu- maður. Þeir brosa að eins að hvað gjaldið er lítið, og aumka okkur hvað iitil farartæki við höfum þegar misjafnt veður er. Sagan er sú, að útlendingar sem hingað sigla eru vanir i útlöndum að mæta hafn- sögum. á annaðhvort vélbát eða seglbát og það ekki inn við farvatn- ið heldur langt fyrir utan, er því eðlilegt að þeira bregði við er þeir koma hingað. Það er því öllum ljóst, sem einhverja hugmynd hafa um hafnsögumensku, hvað mikla nauðsyn ber til, að við fáum traust- an og góðan vélbit til að mæta skipum á, þegar þau koma hér inn flóann, hvort heldur er gott eða slæmt veður. Og þegar Reykjavík- urbær hefir nú fengið svona góða höfn, eins og litur út fyrir að hún verði, þá er það vart sæmandi hlutaðeigendnm að hafa 2 hafnsögu- menn, og láta þá eitki hafa betri farattæki. Þeir eru nógu lengi bún- ir að berjast við að nota þau og er sérstakt að aldrei hefir orðið slys að. Og meðan hafnsögugjald er ekki hærra en það er nú, gengur oft full mikið úr okkar vasa til þess að kaupa menn til að komast út í skip er hafa merki uppi, þegar eitthvað er að veðri, á okkar litlu bátum. Fleira skal eg ekki segja um þetta að sinni, en vonast eftir að réttir hlutaðeigendur taki mál þetta að sér og komi þvi í framkvæmd það fyrsta. Þakka eg svo danska skipstjóran- núm bíó cTiýtt prógram í fiv&lé! um f yrir það, að hann hefir vakið máls á þessu, og vonast eftir að það beri þann árangur að hann ekki þurfi að bíða lengi ef hann kemur hér aftur. Ráðagerði 24. ágúst 1917. Öddur Jónsson hafnsögum. Frá alþingi. Nýungar. Bijreiðar. Svolátandi framhaldsnefndarálit er komið um það mál frá allsherjar- nefnd Nd. »Hv. Ed. hefir samþykt þessar efnisbreytingar á frv.: 1. Að hraðamælir skuli veraaðeins á Jjórhjóla bifreiðum. 2. Að ökuhraði megi vera 12 kílóm. á klst. í stað 10. 3. Að framan á einkennishúfu bif- reiðarstjóra skuli standa skrá- setningarstafir þess umdæmis, þar sem hann hefir fengið skirteini, svo og tölumerki ökuskirteinis hans. Nefndin fellst eftir atvikum á breytingar þessar, og ræður því hv. deild til að samþykkja frv. óbreytt*. Landsbankaútibú í ^Arnessýslu. Síðastl. miðvikudag var frv. um heimild til að stofna Landsbanka- útibú í Árnessýslu visað til stjórn- arinnar með þeim rökum, að heim- ild væri til þess samkvæmt gildandi lögum. Nú hafa þeir, er frumvarp þetta flnttu (í Nd ), Einar Arnórsson, Sigurður Sigurðsson, Gísli Sveiusson og Einar Jónsson, borið fram svo felda þingsál.till. »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að hlutast til að útibú frá Landsbanka íslands verði sem' allra fyrst sett á stofn i Árnes- sýslu«. Verð á landssjóðsvðru. 15 þingmenn í neðri deild flytja svolátandi tilögu til þingsályktunar um verð á landssjóðsvöru: »Alþiugi ályktar að skora á lands- stjórnina að selja vörur landsverzl- unarinnar sama verði i öllum kaup- stöðum og kauptúnum landsins*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.