Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						r

Miðv.dag

29.

^ágúst 1917

UNBLA

4. árgangr

295.

tðlublað

Ritstjómarsfmi nr. 500

RtstjÓTÍ:  Vilhjalmur Finsen

ÍSflfoldaTprentsmiftja

Afffreins'usimi rr.  $00

Gamla Bio

Baráiian

um

gullnámuna

Afarspennandi sjónl. i 3 þáttum

leikinn af fyrsta flokks ítölskum

leikurum.

Myndin  er  efnisrík,  framtir- i

skarandi  vel leikin,  og ein af

þeim myndum sem allir munu

hafa gaman af að sjá.

Jarðarför mannsins míns sálaða, Helga

Runólfssonar, fer fram fðstudaginn 31. þ.

m. frá heimili okkar, Klapparstig 15, og

byrjar með húskveðju kl. II.

Það var ðsk hins látna, að ef einhverir

befðu ætlað að gefa blómsveig, yrði verð

þeirra látið ganga til Landspitalasjóðsins.

Ástriður Erlendsdóttir.

2—3 menn geta fengið

far með bíl

á  fimtudagsmorgun  til Ölfusár eða

Þjórsár.

'Upplýsingar  í síma  202  og 488.

ErL simfregnir.

frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.).

Kaupm.höfn 27. ágúst.

Ríkisráðstefna   sett   í

Moskva.

Kerensky hefir varað

afturhaldsmenn og Maxi-

malistana við því, að berj-

ast á móti stjórninni.

Forseti finska þingsins

hefir kallað sainan þingið

29. ágúst.

Hin nýja stjórn Rúss-

lands er þrisvar sinnum

dýrari en gamla stjórnin.

Korniloff og Kerensky

hafa orðið ósáttir út af því,

að dauðahegning helir aft-

ur verið innleidd í Rúss-

landi.

ítalir sœkja fram og hafa

tekíð Monte Santo.


Sjóhraknmgai

Islenzkur styrimaður segir frá.

Norsku gufuskipi, sem »Solbak-

ken« hét, var sökt í vetur. Á

því var íslenzkur stýrimaður, 0-

feigur Guðnason, ættaður af Skeið-

um. Hann er nú kominn hingað

fyrir skemstu og hefir sagt Morg-

unblaðinu svo frá því er á daga

hans dreif þá er skipinu var sökt:

— Við létum í haf frá Buenos

Aires hinn 3. janúar í vetur og

var förinni heitið til Cherbourg

á Frakklandi. Höfðum við með-

ferðis 4200 smálestir af hveiti.

Gerðist nú ekkert sögulegt tiðinda

fyr en um miðjan dag hinn 4.

febrúaf. Þá vorum við um 60

mílur frá Brest. Er þá skotið á

okkur viðvörunarskoti, en kaf-

báturinn sem skaut, var svo langt

í burtu að við gátum eigi séð til

hans neinar merkjabendingar. —

Litlu síðar kom annað skotið og

fór rétt yfir skipið. Hafði þá kaf-

báturinn nálgast okkur svo að við

sáum hann gefa merki um það,

að hann vildi fá að sjá skipskjöl-

in. Gekk þá skipstjóri á bát og

reri til kafbátsins með skipskjölin.

Var þá þegar ákveðið að skipinu

skyldi sökt. Voru sendir tveir

foringjar af kafbátnum yfir i skip-

ið með tvær sprengjur, en okkur

var gefinn 20 mínútna frestur til

þess að komast frá borði og hafa

með okkur vistir og föt. Rétt

eftir að við vorum lausir við skip-

ið urðu í því sprengingar, en það

sökk þó eigi. Skaut þá kafbát-

urinn á það 11 skotum, sem flest

hittu, enda sökk nú skipið.

Kafbáturinn tók nú bátana tvo

í eftirdrag og lofaði að draga þá

þangað til eigi væru nema 5 míl-

ur til lands. Veður var allgott

þegar »Solbakken« var sökt, en

tók nú óðum að hvessa af norð-

austri. Kafbáturinn dró okkur

gegn veðri og sjó þangað til ura

miðnætti, eu þá var komið af-

spyrnurok. Þá lét hann okkur

lausa og sagði að við ættum 20

mílur ófarnar til Brest og ættum

að stefna A.N.A. En til Brest

var ófært vegna veðurs og stór-

sævis. Við settum nú upp segl

og ætluðum að reyna að halda

bátunum saman. En eftir litla

stund hvarf bátur skipstjöra okk-

ur. Voru á honum 13 menn og

hefir ekkert til þeirra spurst síðan.

Við vorum 14 í hinum bátnum.

Var hann s\o hriplekur að altaf

urðu þrír menn að standa i austri.

Og vegna þrengsla urðum við að

varpa fatapokum okkar fyrir borð.

Eá

|>  Tlíjia Btð.  <

Dáleiðsluáhrif

Stórfenglegur sjónleikur í 3 þáttum.  Aðalhlutverkin leika

Hr. Gunnar Tolnæs

(frá þjóðleikhúsinu í Kristjaníu), sem talinn er að vea einhver

fallegasti leikari Norðurlanda,

Frú Fritz Petersen og Hr. Philip Beck.

Tölusett sæti.

YJA LAND

Herrar Reynir Gíslason

og

Theodór Arnason

hafa

t)íjóm(eika í kvöíd

og  eítirleiðis  alla  virka daga kl. $lf%—tllfa og sunnudaga kl. 4—s1/*

og kl. 9V2— 11V2 síðd-

Sjálfur sat eg við stýrið og ætl-

aði að reyna að komast eins langt

og unt væri inn i Biskayiskafló-

ann, en vindstaðan breyttist og

gekk í suðaustur. Þá var eina

vonin að halda út flóann aftur og

reyna að komast til Spánar. Tók

nú kuldi mjög að sverfa að okk-

ur. Á öðrum sólarhring lézt dansk-

ur kyndari úr kulda og vosbúð

og á þriðja sólarhring lézt annar

rnaður, finskur háseti. Urðum við

þá að kasta líki kyndarans fyrir

borð.

Vistir okkar voru hart brauð,

vatn, ofurlítið af niðursuðu og

nokkrar flöskur af víni. Vatnið

gekk til þurðar fyr en varði og

sótti þá á okkur óbærilegur þorsti.

Voru sumir farnir að drekka sjó

og mikið að þeim skyldi ekki ríða

það að fullu. Dró nú mjög kjark

úr mönnum og örvæntu sumir um

það að við mundum nokkru sinni

ná landi, enda vorum við átta-

vitalausir. Sex mennirnir voru

þó sérstaklega duglegir, 3 sænskir

hásetar, danskur vélstjóri og 2

kyndarar, norskur og sænskur.

Sjálfur sat eg við stýrið í fjóra

sólarhringa.

Hinn 8. febrúar kl. 5 að kvöldi

sáum við gufuskip skamt frá okk-

ur. Þá voru allir svo þrekaðir,

að enginn treystist til þess að rísa

á fætur til þess að gefa merki.

Varð eg þá að sleppa stýrinu

suöggvast. Tókst mér með miklum

erflðismunum að standa upp við

siglutréð og gefa merki, en skip-

ið sá okkur ekki. Litlu síðar sá-

um við annað skip, en þá var

farið að dimma svo að það sá

okkur eigi heldur. En fimm mín-

utum síðar sáum við innsigling-

arvitann hjá Gijon á Spáni. Réðst

eg þá um við menn mína hvort

við ættum heldur að reyna að ná

landi upp á líf og dauða eða haf-

ast við úti fyrir um nóttina. Var

það afráðið að leita lands, enda

er eg viss um það að enginn okk-

ar hefði lifað af næstu nótt úti

á sjó.

Landtakan reyndist góð. Kl.

12 um nóttína komumst víð upp

i sandvik rétt hjá Gijon. Var þá

allmikið brim, en það skolaði okk-

ur upp á sandinn. Vorum við

hepnir að þessu leyti, því að þetta

var eini lendingarstaðurinn þarna

á löngu svæði.

Við komumst 4 upp úr bátnum

og inn í aðalgötu borgarinnar,

sem var skamt þaðan. Hittum

við þar lögregluþjón og gátum

gert honum skiljanlegt að við

vildum finna norska ræðismann-

inn. Kom ræðismaðurinn rétt á

eftir og margt annað fólk.  Vor-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4