Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						A

Sunnudag

14.

okt.  1017

MORGUNBLABIÐ

4. árgangr

341.

tðlublað

Ritstjórnarsimi nr. 500

Ritstjóri:  Vilhjálmur Finsen

ísafoldarprentsminja

Aff?rei'*isiiisírni nr. 500

J>  Gamía Bíó

Lðgregliistjérinn « árizona

Sjónleikur i 2 þáttum.

Falleg mynd, fagurt efni, afarspennandi. Leikin af fyrsta flokks

amerískum leikurum. Það er ein ff þeim myndum sem h'ifur

áhorfendur með sér frá byrjun til enda.

Ford Sterling áetfaxigirm.

Afarskerrtílegur gamanleikur.

—  Tökisett sæti að  ðlluni sýningum.  —

l

Váínjgging.

Tf)e Bri(isf) Domittiotts Getterai Ittsurance Cotnpamj,

Lfd..

tekur  s é r 31 a k i e g a að sér vátrygging á

innbúum, vörum og öðru lausafó. — lögjöld..jivergi lægri.

Sími 681.             Aðalumboðsmaður

Gairdar Gíslason.

Giffeffe.

Rakvélarnar heimsfrægu, og blöð i þær, eru nú aftur komnar í

verzlun mina. Ágæt tækifærisgjöf, t. d. jólagjöf. Sendist mót eftirkröfu

hverjum sem óskar, meðan birgðirnar endast.

Haíídór Sigurdsson.

Talsimar: 94 og 512.   Iogólfshvoll, Reykjavik.

Póslhólf 34.

Erl. simfregnir

frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.

Kaupmannhöfn, 12. okt.

• Meiri hluti þýzka rikis-

þingsins krefst þess að þeir

Capelle og Helfferich verði

að fara írá.

Widen íorseti neðri deildar

sænska þingsins, hefir verið

kvaddur til þess að mynda

frjálslynda stjórn, en. aítur-

haldsmenn og jatnaðarmenn

hafi í henni íulltrúa sína.

Lansing hefir * komið því

upp að Þjóðverjar hafi gert

samtök um það, að ónýta

járnbrautir í Kanada og Banda-

ríkjunum.

Landsbókasafnið.

Lestrarsalur Landsbókasafnsins

á að vera lokaður í vetur. Munu

líklega flestir á eitt sáttir um það

að slíkt sé neyðarúrræði, en mörg-

um mun virðast ráðstöíunin harla

óheppileg ef ekki alveg óverj-

andi.

^Eftir því semjjárin hafa liðið,

hafa námsmenn hér í bænum æ

betur lært að hagnýta safnið og

til þess er það stofnað að menn

hafi not af því. Þeir sem hafa

komið á safnið undanfarna vetur,

munu hafa veitt því eftirtekt, að

þar sitja námsmenn við hvert

borð. Sparar það þeim mikið

hita og bókakaup, að fá að sitja

á safninu og fá lánaðar fræði-

bækur þess. Og allir vita það,

að fæstir námsmenn þeir, er hing-

að sækja, eru svo efnum búnir

að þeir geti veitt sér öll þægindi.

Flestir brjótast hér í gegn um

skólann með tvær hendur tómar.

Ogf þar sem það er nú á allra

vitorði, að aldrei heflr verið dýr-

ara né verra að lifa hér í Reykja-

vik heldur en í vetur, þá mundi

það hafa orðið efnalitlum náms-

mönnum óbein en góð og hag

kvæm dýrtíðarhjálp, ef Lands-

bókasafnið hefði verið opið. Og

fyrst að flestir skólar starfa í

vetur, þá þyrftu námsmenn eigi

síður einhverja dýrtíðarhjálp held-

ur en allir aðrir. Minni gat hjálp-

in varla orðið heldur en þeim

hefði verið gefinn kostur á því

að spara sér ljós, hita og bóka-

kaup.

Með því að loka Landsbóka-

safninu hafa yfirvöldin því sýnt

hugsunarleysi um hag þessara

manna. En lokonin sýnir fleira.

Hún sýnir það, — þótt ótrúlegt

sé — að jafnvel æðstu valdhaf-

ar í landinu hafa eigi gert sér

grein fyrir því hverja þýðingu

söfnin hafa fyrir menning þjóð-

arinnar og hið andlega líf í land-

inu. Sii skoðun að bókvitið verði

eigi látið í askana, er fyrir löngu

orðin úrelt, og ætti sízfe' að fara

að vekja hana upp á þessum

tímum, þegar menn fá dags dag-

lega áþreifanlegar sannanir fyrir

því að þekkingin er eitthvert

æðsta og öflugasta valdið í heim-

inum. Aukning andlegs þroska

er fyrsta og æðsta skilyrði þess

að þjóðirnar eigi tilverurétt. Og

áf ekki Landsbókasafnið að vera

einhver helzta fræðslulindin hér

í landi í sambandi við skólana?

Er sá fróðleikur, sém tugir manna

gætu aflað sér þar í vetur eigi

jafn mikils virði og nokkrar smá-

lestir af kolum?

Byrði -betri

berrat maður brautu at

en sé mannvit mikit.


Brot úr grein.

(Kafli þessi er þýddur úr grein

í Berl. Tidinde >Krig og Aandc eftir

Helge Rode).

Dag nokkurn i ágústmánuði kom

eg inn á blaðamiðstöðina á Ráðhús-

tDrginu. Fyrir utan gekk þyrping

manna í bylgjam framjog aftur, flykt-

ust menn um skeytin, sem fest voru

upp í gluggunum, utan um blaða-

drengina og manninn, sem seldi spá-

dóma Madame de Thébes. Inni i

hinum litlu stofum var alt fult af

fólki, en allir voru hljóðir. — Það

var hijótt þann dag, menn bjuggust

við miklum tíðindum og æsandi hvik-

sögur læddust um borgina meðfram

hliðum húsanna. Enginn talaði hátt

þann dag, en'allir skiftust á orðum'.

Eg hafði átt  hljóðskraf við  mann

Splritisfinn,

Sjónleikur í  50 atriðum vJtbú-

inn á leiksvið af

Holges? Mtidsen.

Aðalhlutv. leika:

Marie Dinesen,   Carl A'.strup,

Robert Schyberg.

nokkurn og hann sagðí: »Eg held

að nú gerist einhver tiðindi«. Eg

rétti honum höndina tilkveðju. Hönd

hans var þvöl og köld.

í insta herbergi miðstöðvarinnar

var skeyti lesið upphátt, og um leið

og því slepti, ráku nokkrir ungir og

töturklæddir menn upp húrrahróp

og ruddu sér veg út úr salnum. Eg

minnist enn þá þess, er fyrir þe'm

var. Hann var þrekvaxinn og út-

limamikil!. Honum var að spretta

grön og hann var í röndóttri skyrtu,

kragalausri. Eg minnist hvatleika og

klunnaskapar í fari hans. Og á svip

hans mátti sjá að nú var eitthvað

mikið í aðsigi, hér var alvarleg hátíð

og nú var þörf fyrir hann og krafta

hans. Hann rétti upp hendina, stóra

og klunnakga og hrópaði húrra, mitt

á meðal hinna fínu og þögulu manna,

Hann hefir þózt vita að við þetta

tækifæri mætti hann láta t';l sin heyra.

Við tókum eigi undir hróp hans.

Við litum öðrum augum á horfurn-

ar og þóttu þær ekki hátíðlegar. Hér

var um misskilning að ræða. Menn

héldu að ófriðurinn stæði rétt fyrir

dyrum. Eg sá að kona nokkur leit

óttaslegin til þess, er næstur henni

stóð: »Þetta er voðalegtf, mælti

hún. »Það er allsherjar liðsamköllunc,

svaraði hann og allir voru bleikir.

Við vorum nógu hygnir til þess að

blikna.

En jafnframt dáðist eg að þessum

ungu mönnum, sem voru svona

glaðir og hughraUstir og hrópuðu

húrra. Eg óskaði þess heitt að við

gætum tekið undir með þeim, sýnt

það að við værum með þeim og

tilfinningar okkar væru hinar sömu

og þeirra. En að hrópa húrra á

þessari stundu — nei, það var ekki

hægt.

Hinir ungu menn ruddu sér

braut gegn um mannþyrpinguna.

Þögli var á báða bóga og áhyggju-

svipir. Ef til vill sá enginn þennan

litla hóp og að minsta kosti skildi

enginn hann. Mér sýndist eg sjá

hik á foringjanum. Hvað? Hvers

vegna var enginn fögnuður? Var

þetta þá eigi hátíðisdagur ? Maður

gat tárast út af þvil Og enn þá,

þrem árum síðar, fær maður sting í

hjartað er manni verður hugsað til

þessara  æskumanna  mitt i hinutn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8