Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðv.ðag
24.
apríl 1918
H0R6ONBLADID
5  t re-ftngr
168.
tiUublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjón:  Vilhjálmor Finsen
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslnsimi ar. ^oo
Gamla Bió
sýnir í k>öld
hina  fallegu  og afarspennandi
mynd Paladsleikhússins
Hermaðnrinn
nr. 216.
(Slægtens Ære)
ágætur  amerlskur  sjónleikur 1
4 þáttum.
Efni myndarinnar er fagurt og
afarspennandi, áhrifamikið og
sérlega vel leikið.
Erh simfregnir.
frá fréttaritara Morgunbl.Y
Khöfn, 22. april.
Frá Paris er símað, að búist sé
við nýrri sókn af hálfu Þjóðverja
í Picardie.
í ráði er . í Bandarikjunum að
gera alla menn á aldrinum r8 til
50 ára herskylda.
Þjóðverjar  eru  komnir til  Krím.
Þjóðþingskosningar fara fram í
Danmörku i dag.
Khöfn, 22. april.
Senatið í Bandaríkjunum hefir
veitt  1312  milj. dollara til flotans.
Óánægja fer vaxandi i írlandi
og horfir til óeirða. Hervörður
hefir verið settur við járnbrautir,
póst- og símastöðvar.
Deilnr eru að risa milli Biilgara
•og Tyrkja.
¦t!3-"It-5>J1
Söngskemtun
frú Finsen
i fyrra kvöld tókst prýðilega eins
«og við var að búast. Frú Finsen
syngur- látlaust og smekklega, enda
vita þeir fyrirfram, sem til hennar
hafa heyrt áður, að hvert lag, smærra
eða stærra, muni fara afbragðsvel i
hennar meðferð og smekkvisi. í
þetta sinn mátti kenna ofurlítillar
þreytu i söngrödd hennar á hæztu
tónunum, en það var nú eðlileg af-
leiðing af nýafstaðinni kvefsótt og
mun horfið næsta sinn.  Yfir höfuð
fóru þau öll ágætlega sönglögiu
friiarinnar og frú Asta Einarson lék
prýðilega undir, t. d. i »Ingalilc
eftir Rosenfeld. Eg man ekki, að
eg nokkru sinni hafi heyrt betur og
hljóðarleikið undirspilog var anun að
heyra hvað þar fór vel saman leikur
frú Einarson og söngur frri Finsen.
Nýstárlegt var að heyra nri i fyrsta
sinn ungan efnilegan söngmann, Hr.
Benedikt Arnason. — Röddin er mikil
og hreimfögur á köflum, sérstaklega
millitónum og dýpri tónum. Eftir
því sem mér heyrðist í fyrrakvöld,
mætti helst álita að hann væri tenor
baryton, og það umfangs mikill i
meira lagi. Söngvarinn er svo ung-
ur og nýr á nálinni, að ekki er gott
að sjá hvað úr honum getur orÖi&;
sennilega verður hann eftir frekari
nám og tamningu afbragðs söngvari
því hæfileikarnir eru miklir. Þó
vildi eg ráðleggja honum að leggja
nii að svo stöddu minni áherzlu á
»dramatiskan« söng, og vinna fyrst
að því að æfa röddina, temja hana
og ná í hana festu á lægri sem bærri
tónunum. Bezt tókst honum með
»Donna e mobilec úr Rigoletto og
aukalag eitt sem hann söng eftir
margitrekað og dypjandi lófaklapp
áheyrenda. Þarna eru vafalaust mik-
il skilyrði fyrir höndum og þyrfti
sðngvarinn sem allra fyrst að kom-
ast til útlanda til frekari náms og
fullkomnunar.         A, Th.
Alþing.
í efri deild var enginn fundur í
gær, en í neðri deild voru 6 mál á
dagskrá.
1.   Frv. til laga um bæjargjöld í
Reykjavik. Því var umræðulítið vis-
að til 2. umræðu.
2.   Bæjarstjórn á Siglufirði. Þvi
máli var sömuleiðis visað til 2.
umræðu og allsherjarnefndar, eftir
litlar umræður.
3.   Mótak. Um það mál urðu
talsverðar umræður. Töluðu þeir
tvisvar sinnum hvor, framsögum.
og Pétur Ottesen. Menn höfðu og
skiftar skoðanir um það, hvert
frv. skyldi vísað til athugunar og
álits. Vildu sumir senda það til
bjargráðanefndar, aðrir til alsherjar-
nefndar, og enn aðrir til landbún-
aðarnefndar. En svo fór að málinu
var visað til 2. umr. og allsherjar-
nefndar.
4 —6. Þingsályktunartillögur um
bankaútbú i Siglafirði, nenfd til þess
að athuga verzlunarframkvæmdir
landsins, og að fjárhagsnefnd athugi
Nýja Bíó
ÆTERNA
EÐA
FRIÐUR Á JÖRÐU.
verður sýnd i kvöld og næsti kvöld.
Aðgöngum.  má  panta í síma 107 og kosta fyrstu sæti 2.00,
önnur sæti 1.50, þriðju sæti 1.30.
NB.  Allar pantanir verða afheutar í N ýj a
B í ó frá kl. 7—8 daglega---------------------
fjárhagsástand  landsins
ein umræða um hverja.
ákveðin
Sala Olafsvalla.
Landbúnaðarnefnd, sem haft hefir
málið til ihugunar, hafir komið fram
með eftirfarandi álit:
»Nefudin hefir athugað þetta mál
og leyfir sér að benda á þessi atriði:
1.  Jörðin Ólafsvellir, ásamt hjáleig-
unum, er ekki í ábúð þess manns,
er æskir kaupanna, og getur sýni-
lega aldrei orðið það, þar sem
hann er gamall maður og löngu
hættur búskap. Það getur þvi
naumast komið til máia, að hann
/nái kaupum á jörðinni.
2.  Nefndinni hafa borist upplýsing-
ar um það, að komið hafi til
tals að nota jörðina til skóla-
seturs, enda er henni vel í sveit
komið til þess. Hér er því um
almenningsnot að ræða, og er
sú ástæða ein út af fyrir sig
nægileg til þess að fyrirbyggja
sölu.
3.  Þegar Skeiðaáveitan er fullger,
fær jðrðin mjög stórt svæði af
landi sinu undir áveitu, og er
það að mcstu véltækt engi. Það
er þvi sjáanlegt, að hér er um
mikla framtiðarjörð að ræða og
mjög dýrmætaeign fyrir landssjóð.
4.  Skoðun viðkomandi sýslunefnd-
ar á þessu máli virðist vera svo
mjög á reiki, að naumast er hægt
að byggja neitt á henni, þar sem
sýslunefnd nær einhuga leggur á
móti sölunni árið 1916, [en nú
fyrir skömmu samþykkir sölu
með 8 atkv. gegn 5.
Af framantöldum ásæðum^ræður
nefndin hv. deild til að* samþykkja
tillöguna óbreyttac
Dómsmálafréttir.
Yfirdómnr 22. apríL
Málið: Andr. Figved gegn
Gunnari Ingimundarsyni.
Mál þetta var rekið á Austur-
landi, út aí fiskkaupum. Gunnar
Ingimundarson lögsótti þar A. F. og
taldi hann hafa skuldbundið sig.til
þess að kaupa af honum fisk all-
mikinn, sem fluttur var til Eski-
fjarðar. Er þangað kom, neitaði
A. F. að taka hann, og kvað sig
aldrei hafa undirgengist kaupin.
G. I. seldi síðan fiskinn öðrum og
krafði hinn skaðabóta (verðmismun).
Fyrir undirrétti féll dómur þannig,
að A. F. var dœmdur til pess að
qreiða G. I. skaðabatur fyrir van-
efndir á kaupunum. Hann áfrýjaði
siðan þeim dómi til yfirréttar, sem
komst að þeirri niðurstöðu, að alls
eigi væri sannað, að áfrýjandi hefði
keypt (a: skuldbundið sig til að
kaupa) umræddan fisk, og ýmislegt
benti til, að svo hefði ekki verið
um samið.
Dómurinn sjknaði því áfrýjanda
algerlega af kröfum G. I., en lét
málskostnað ýaUa niður fyrir báðum
réttum (undir- og yfirdómi).
Kaupirðu goðan hlut      r
bá mundu hvar þú fekst hann.
Smurningrsolia: Cylínder- & Lager- og 0xulfeiti
ers áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá  Slgurj ni
Hafnarstræti 18.
2^ Sími 137.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8