Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Mámidag
jtilí 1918
H0R6DNBLAÐIÐ
5. argangr
olah að
Kitstjórnarstmi nr.  500
R.tstjón:  Vilhjiiuuir Finsen
Isafoldarprefitsrtiiftja
Afgretðslnsími nr. 500
Gamla Bió <J
Bjargað úr sjávarháska
Fallegur og átakanlegur sjónleikur i þrem þáttum,
leikinn af ágætum dönskum leikurum.
Aðalhlutverkin leika:
Herm, Florentz og LIII Jansen.
Myndin er viðburðarík og snildarlega vel leikin.
Nýkomio!
Mikið úrval af dtlendum nótum
i Bókaverzlun Fr. Hafbergs
Hafnarfirði.
Fyrsta flokks bifreiðar
ávalt til leiga.
(f'

St. Einarsson.  Gr. Sigurðsson.
—s^Simi 127.        Sími 581.
iXa*pié tfflorgunBl.
Erl. simfregnir
(Fri frittaritara MorgunM.).
Khöfn 20. júlí.
Blöðin hérna láta í ljósi ein-
dregna ánægju með það að sam-
komulag skuli hafa komist á meðal
samninganefndanna og er fregnin
um það á hvers manns vörum og
er meir.a um það talað heldur en
^trlðsfregnir.
Frakkar sækja á milli Aisne og
Rheims og hafa sótt fram um 15
milur hja Chandnn Belleauline Og
handtekið 16000 menn.
Þjóðverjar hafa í hyggju að senda
herdeild tit Moskva. Maximalistar
mótmæla því og hafa i hótunum
um  að  skera upp herör í landinu.
Robert Cecil lávarður er orðinn
aðstoðar-utanrikisráðherra.
ErL símfregnir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni i London.
London ódagsett.
Af opinberam skýrslum tólf mán-
að3, fram til 30. júní, má sjá það
að Bretar hafa skotið niður á vestur-
vígstöðvunum eimim 3856 þýzkar
flugvélar. 1186 brezkar flugvélar
hurfu á sama tíma. A vigstöðvun-
um í Italíu, hjá Saloniki, i Egypta-
landi og Gyðingalandi voru 246
óvinaflugvélar skotnar niður á þessu
ári. En á þeim vígstöðvum mistu
Bretar 26 flugvélar. Þvi er opinber-
lega lýst yfir, að brezki flup,flotinn
muni bráðlega fá fjöida margar nýj
ar .fldgvélar, sem þegar hafa reynst
á^ætlega. Þær flugvélar bera stýri-
mann, mann til þess að taka ljós-
myndir og athuga fyrirkomulag óvin-
anna, miklar btrgðir af sprengjum
og einnig vélbyssar og anmn út-
búnað og komast með alt þetta upp
i rúmlega 20 þúsund feta hæð á
ótrúlega skaaiti stundu. Og á tveim
klukkustundum geta þær gert árás
s'em venjulegar eldii flugvélar þyrftu
tii jafnvel margra daga undirbúning.
Yfirburðir þessara flugvéla hafa þeg-
ar komið i ljós á þann hátt, að Þjóð-
verjum hefir eigi enn tekist að
skjóta niður eina einustu áf þeim,
þrátt fyrir marqítrekaðar tilraunir.
Breytingar hafa orðið í stjórninni.
Sir Worthington Evans er orðinn
hafnbannsráðherra i stað lord Ro-
berts Cecils, sem nú er orðinn að-
stoðarráðherra í utanrikisrá^uneyt-
inu. Seely hershöfðingi er orðinn
fulltrúi hergagnaráðuneytisius í þing-
inu og sömu stöðu gegnir Major
Waldorf Astor fyrir matvælaráðu-
neytið.
Hughes forsætisráðherra Astraliu
sagði i ræðu sem hann hélt i Lon-
don um friðinn, að skoðun Ástralíu-
manna væri sii, að þeir hvorki
þyrðu né gætu lofað Þjóðverjum að
fá aftur eyjar þær, sem af þeim
hefðu verið teknar. Ástralia yiði að"
vera frumherji Monroe-kenningar i
Suðurhöfum.
Fulltrúar Breta og Þjóðverja kom-
ust að bráðabirgðnsamkomulagi í
i Haag um það að skiftast á öllum
herföngum, sem hafa verið 18 mán-
uði eða lengur í haldi.
Clynes matvælaráðherra lýsti yfir
þvi hinn 18. júlí að nú væri svo
komið að varabirgðir Breta af hveiti
væra algerlega trygðar. Fyrir nokkru
hefðu 70 °/0 af kjöti því, sem etið
er í landinu komið frá útlöndum,
en 30% hefðu verið framleidd í
landinu sjálfu. Því ætlaði stjórnin
að fá þessu hlutfalli breytt.
Það er opinberlega tilkynt, að á
mánuðunum april, mai og júni hafi
637.929 amerikskir hermenn ver-
ið fluttir til Evrópu og þar af hafi
330.956 menn verið fluttir á brezk-
um skipum.
„Gullfaxa" sökt.
Frásögn Jóns Collins.
Meðal farþega á Botniu voru skip-
veijar af »Guiif?xa«, vélbátnum sem
sökt vsr fyrir skemstu á leið hingað
til lands. Morgunblaðið naði tali af
Jóni Collin, sem var einn bátverja
Og bað hann segja ferðasöguna og
sagði hann frá á þessa Ieið:
Við lögðum á stað frá Kaupmanna-
höfti hinn 13. júní og héldum norð-
ur með Noregi. í Kopervik lágum
við 3 daga um kyrt og héldum svo
innanskerja norður til Masten. Þar
var lagt út á hafið.
Skamt undan landi mættum við
skipaflota — 47 kaupförum og fylgdu
þeim 5 herskip. Vélbáturinn dró
upp danska fánann en herskipin létu
sem þau sæu hann ekki.
Var nú haldið áfram óg var altaf
jafn mótvindur og gekk heldur stirð-
lega. En föstudaginn 5. þessa mán.
kom logn og góðviðri.
Laugardagsmorgun, klukkan há!f-
fjögur var eg vakinn og mér skip-
að í bátinn. Þóttist eg þegar vita
að nú væri kafbátur kominn til sög-
unnar, enda kom það á daginn.
Skn.ut hann á okkur hvað eftir ann-
að, en meinlaus skot voru það,
púðurkerlingar eða »rakettert. Fóru
nú 3 okkar í bátinn og rerum að
kafbátnum og lögðum að honum.
Sölvi Víglundarson skipstjóri gekk-
upp á kafbá'tinn með skjöl vélbáts
ins og reyndi að gera kafbátsfor-
ingjanum það ljóst að við kæmum
frá hlntlausu landi og værum á leið
til hlutlauss lands. Yfirforinginn vildi
eigi lita á íkjölin, nema skipshafnar-
skrána og ritaði hann hjá sér nafn
bátsins og ef tii vill oskar nöfn lika.
Siðan segir hann skipstjóra að »Gull-
.Nýja Bió<
Spiíafífíin.
Ameríkskur  sjónleikur  i 50
atriðum.
Aðalsöguhetjanx er:
John Farrar, lögreglustjóri.
Lifandi fréffablað.
Nýungar hvaðanæfa.
Bíll
fer tii Ægissíðii
kl.  12—1  í  dag.  Einn til
tveir menn geta fengið far.
Sími 133.
faxa« verði sökt. Skipstjóri mót-
mælti þvi og benti á það, að bátur-
inn væri fyrir utan hafnbannssvæðið,
en það hafði enga þýðingu. Kallaði
svo foringinn á undirforingja sinn
og nokkra háseta. Komu þeir upp á
þiljur með poka fullan af sprengj-
um, álika stórum og úttroðinn sjó-
vetlingur og var nii haldið með
þetta yfir á »Gullfaxa« og settu þeir
sprengjurnar í hann hingað og þang-
að.
Undir/oringinn var mesta lipur-
menni og virtist okkur sem hon-
um væri það mjög í móti skapi að
sökkva bátnum. Gaf hann okkur
ýms heilræði um það hvað við skyld-
um hafa með okkur í bátnum og
og minti okkur á ýmislegt svo sem
vatn, áttavita, sjókort o. s. ftv. og
hjálpaði okkur til þess að koma
þessu í bátinn. En báturinn var svo
lítill að við gátum eigi baft með
okkur annað en hið bráðnauðsyn-
legasta og allan farangur okkar, föt
og þess háttar, nrðum við að skilja
eftir.
Liltu eftir að við skildum við »Gull-
faxa« varð sprenging framan í hon-
um, en eigi gerði hún annað en
brjóta nokkurn hluta af þilfarinu, en
flaut eigi að síður. Þá skaut kaf-
báturinn tveim skotum og varð það
ærið til þess að koma »Gullfaxa«
í kaf.
Við höfðum engin segl á bátnum
nema gaffaltoppinn af vélbátnum,
sem við ristum niður og gerðum úr
rásegl og höfðum ár fyrir siglutré
og aðra fyrir rá. Með slíkum segl-
um er eigi bægt að sigla nema beint
undan og varð því vindur að ráða
för okkar, en það var eigi nema um
tvent að gera, annaðhvort að fara
til Færeyja, en þangað voru um 40
sjómilur, eða þá til Hjaltlands, en
þangað voru 100 sjómilur. Við höfð-
um  allan  timann haft mótvind, en
Kauplrðu góðan hlut
ba mundu hvar bú fekst hann.
Smurningsolia! Cylínder- & Lager- og 0xulfeit|
ers áreiðanlega ódýrastar  og beztar  hjá  Sigurjónl
Hafnarstræti 18
Simi 137.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4