Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						I»riðjudag
jwlí 1918
5. argangr
263.
tðlnbíað
Rustjórnarslgn nr. 500
Ritstjón:  Vúhjilmur Finsen
ísafoldarprent;
Afprriðsiusimi nr. 500
Gamla Bió
Banatilræðiö
við ráðherrann.
Anarkistasjónleikur i 3 þáttum.
Mynd þessi er falleg, viðburða-
rik^og sérlega vel leikin.
jGan'.adanerlioiðl
ÉÉ f^ í Frakklandi.
Erl. simfregnir
(Frá fréttaritara MargunM.).
Khöfn 28. júli.
Frakkar hafa nú algerlega náð aft-
ur hinum gömla vígstöðvum sínum
í Champagne.
Manneklu er tekið að verða vart
i her- Þjóðverja.
Bandamenn  hafa broúð mótstöðu
Þjóðverja  tnilli  Ourcq Og Marne á
;bak aftnr og fylgja sigrinuta eftir.
Deilur Búlgara og Tyrkja magnast.
¦ Fyrv. forsætisráðherra og heraiák-
ráðherran í Ukranie hafa verið rmept-
;ir í varðhald.

Isiandsmál
í Danmörku.
Khöfn 28. júlí árd.
Politiken talar nm hinar stuttu at-
hugasemdir íhaldsmanna og óbeint
lof þeirra um sendimennina. Blaðið
segir, að langt sé siðan nokkur
ilokkur hafi sýnt jafn hörmulegt
merki um stjórnmálalegt getuleysi
og íhaldsmenn nú, þar sem þeir hafi
neitað að t?ka þátt í samningum
vepna þess hve viðfangsefnið var
"nðkið og óvist um árangur. Social-
-demokraten og Hovedstaden mæla
eindregið fram með frumvarpinu.
SCristeligt Dagblad heldur þvi fiam
að sameiginlegn málin ;séu enn þá
¦of mörg. Vort Land mjög hrygt.
Köbenhavn segir að ekki sé hægt
að taka ljósara fram en gert sé i
fmmvarpina, að rikiseiningin sé rof-
in. Dagens Ekko segir að stefna
Skúla Thoroddsens hafi meir en
unnið sigur. Island verði fjórða
Tikið á Norðurlöndum. Dagens
-Nyheder  segja,  að  ekki  sé  mikill
raunverulegur munur á nýja frum-
varpinu og gamla frumvarpinu (1908).
Dönsku nefndarmennirnir leggi
áherslu á það að íslendingar hafi
samþykt jafnrétti þegnanna og því
geti Danir öruggir samþykt samn-
inginn.
Khöfn 28. júlí síðd.
Socialdemokraten segir að dansk-
islenzki samningurinn ætti að verða
ófriðarþjóðunum fyrirmynd, þegar
til friðarsamninga kemur.
Knud Berlin er tekinn að rita í
Köbenhavn í sama anda og áður.
Síldin á Sigiufirði.
Þær góðu fréttir komu frá Siglu-
firði í gær, að þar er kominn land-
burður af síld og gengur hún upp
undir landsteina, svo að skamt er
að fara eftir henni og ósköpunin
öll að gera.
Skip og bátar hafa komið inn
með hlaðafla og horfurnar ágætar,
ef gott veður helzt. Ef stutt verð-
ur að sækja síldina, eins og nu, þá
má búast við, að ekki hafist undan
að silta. Það er mikið ucnið á
Siglufirði nii, nætur og daga Og gleði
og fjör yfir ölln.
Rotturnar.
Þær eru að verða hreinasta plága
í bænum. Á hverju kvöldi sjást
rottur á hlaupum i tugatali niður við
geymsluhúsin á uppfyllingunni, sum-
ar á stærð við væna ketlinga, og
rllir kjallarar og mörg hús í bæn-
um erfl »full af rottunu. Eru þær
sumar orðnar svo spakar, að þær
hræðast ekki fólk sem gengur rétt
hjá.
Það verður að fara að gera eitt-
hvað til þess að útrýma þessum dýr-
nm, sem gera afskaplegt tjón á vör-
um og húsum. En auk þess tjóns
sem rotturnar gera, eru þær einnig
mjög hættuleg dýr, þvi þær flytja
með sér allskonar smitandi sjúkdóma.
Erlendis verja ríkin, bæjarstjórn-
irnar og ýmsar stofnanir stórum
fjárupphæðum árlega til útrýmingar
á rottum. Það er eitrað fyrir þær
og þær eru veiddar í gildrur alstað-
ar þar sem' því verður við korrið.
Eru gefin verðlaun fyrir hverja rottu,
sem veiðist og hefir það ráð gefist
vel.
Eitthvað má til að gerast til þess
að útrýma rottum hér. Það þarf að
byrja alment stríð gegn rottunum —
og það ættl'að byrja þegar í stað.
Síldveiðin.
ísafirði í gær.
Bezta veður hér nú og ágætur
afli. Margir bátar komu inn í morg-
un með 200—400 tunnur af síld
hvor. Útlit ágætt ef veðrið helzt,
því næg síld er úti fyrir.
Skipið >VioIac er á leið til Reykja-
víkur til þess að sækja vörur.
Símamaðnr bjargar skipi.
Á fundi Marconi-félagsins i Lon-
don var skýrt frá þvi, að loftskeyta-
maður nokkur hefði bjargað skipi
með hugprýði sinni, en sjálfur látið
lífið. Skipið var um 140 mílur
undan landi, þegar kafbátur réðst á
það með skothríð; Loftskeytamað-
urinn stóð í símaherberginu og
komst í samband við stöð á landi
meðan skothríðin stóð sem hæst, og
haíði skipstjórian þó ráðlagt hon-
um að forða sér. Lika náði hann
sárnbandi við herskip frá Bandarikj-
unum, en rétt á eftir þaut kúla
gegnum klefa hans og varð honum
að bana. Honum hafði aðeins enst
tími til að taka við skeyti herskips-
ins áður en hann dó, og það skip
kom i tæka tíð til þess að bjarga
hinu.
Frá vesturvígstoðvunum
Þau tiðindi, sem orðið hafa á vestur-
vigstöJvunum þessa siðustu viku,
meiga heita mjög merkileg. Sókn
Þjóðverja hefir eigi að eins stöðv-
ast með öllu, heldur hefir aðstaðan
breyzt svo, að Þjóðverjar eru á undan-
haldi og áköf sókn af hálfu banda-
manna.
Þegar Þjóðverjar hófu siðustu sókn-
ina, var alment búist við þvi, að nú
ætluðu þeir sér að gera siðustu til-
raunina til þess að komast til Parísar.
Þeir munda standa nokkuð öðru-
vísi að vigi þegar til friðarsamninga
kæmi, ef þeir þá hefðu hina ríku og
fögru höfuðborg Frakka á sínu valdi.
En það gefur að skilja að Frakkar
og bandamenn þeirra voru eigi að-
gerðalausir milli sókna Þjóðverja.
Þeir tefldu fram óhemjutiði til varn-
ar höfuðborginni. Ameríkumenn
komu í tuga þúsunda tali á degi
hverjum til Frakklands og mun það
hafa riðið baggamuninn.
Það er ekki unt aö svo stöddu
að segja neitt um þáð hve langt
Þjóðverjar verða reknir aftur í þess-
ari sókn bandamanna. En samkvæmt
skeytunum þá eru þeir þegar komn-
ir töluvert langt  austur  fyrir  þær
• Nýja 8:o.
Prógram
samkvæmf
götuaugí.
stöðvar, sem þeir höfðu tekið i sókn-
nni á undan. Varalið þeirra er mik-
ð farið að minka og að öllum  lik-
ndum hugrekki hermannanna einnig.
Það  er ekki ós^nnilegt  að  búast
megi við miklum tiðindum frá vestur-
vigstöðvunnm næstu daga.
Síðustu símfregnir.
Khöfn 29. júlí.
Frá Paris er símað að Frakk-
ar séu komnir að Ourcq og að
veginum milli DormansogRheims.
Það er búist við því að Þjóð-
verjar muni halda undan alla
leið að Vesle.
Burian hefir lofað Pólverjum
því að samþykkja ekki Ukraine-
ófriðinn.
Búist við orustum á hverri
stundu milli Þjóðverja og banda-
mannaliðsins á Murmanströndinni-
Blöð afturhaldsmanna í Dan-
mörku eru ekki sammála um
sambandssamninginn. Eru »Vort
Land« og »Dagens Nyheder«
ósammála um ýms atriði.

Kona Michaels stórfursta
handtekin.
Frá Moskva var dönskum blöð-
um simað nýlega, að kona Michaels
stórfursta hafi verið tekin höndum
í Moskva. Réðust »rauðliðarc inn í
herbergi írúarinnar og höfðu hana á
burt með sér.
Kona M'chaels er dóttir þektast,a
málfærslumannsins í Moskva. Var
hún fyrst gift lögreglustjóranum í
Petrograd, en skildi við hann og
giftist stórfurstinum. Varð Nikulás
keisari svo reiður út af því, að hann
rak Michael úr landi, en þeir sætt-
ust eftir að ófriðurinn hófst.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4