Morgunblaðið - 10.10.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1918, Blaðsíða 1
'Fimtudag 10 okt. 1918 MORGDNBLADID 5. argaugr 333. Ritstjórnarsírm nr. 500 Ritstión: VilhjAlmar Fmsen ísafoldarprentsmiója Afgreiðsinsimi nr. ^00 Erlendar símfregnir. Fri fréttaritara Morgunblaðsins. Austnrrikismenn ganga að öllum kröfum Wilsons. Khöfn, 8. okt. Fiá Budpest er simað, að Tisza hafi lýst þvi yfir, að Austurriki gangi að þeim 14 friðaiskilyrðum, sem Wilson forseti setti í ræðu sinní 8. janúar s. 1., að það sé reiðu- búið að fá þjóðflokkum Ungverja lands sjilfstjórn, láta af hendi við Italíu þau héruð Austurríkis, sem áður hafa verið tekin af Ítalíu og við Pólland þess hluta af Galizíu. Störþjöðverjar óánægðir. Þýzk blöð eru áónægð með að- gerðir kanzlaran0, nema blöð Stór- Þjóðverja, sem spyrja hvort pessi niS■ urlœginq hafi vertð nauð^ynleg. Búlgarar og bandamenn. Brá Berlín er símað, að Þjóðverj- ar hjfi horfið burtu úr Búlgariu. Búist er við að Biílgarar gangi i lið Við bandamenn. Bretar hafa tekið Fresnoy. Þjóð- Verjar halda enn undan. Ur loftinu. Þióðverjar og Anstnrrikismenn yflrgefa Búlgaiíu. Paris 8. okt. Frá Berne er simað, að Neue ^teie Presse birti þá fregn frá Soffia, stjórnin í Búlgarín hafi gefið út skipun, að allir borgarar mið- Veldanna, sem staddir eru í Búlgaríu, skuli verða þaðan á burtu innan ^Íögra vjkna. Austurríkismenn, sem !*ir vcru, eru flestir farnir þaðan ertoleiðis um Lopilanka. Þjóðverj- ,röir fóru frá Sofia 4 okt. í Parfs 8. okt. kl. 3. bótt var stórskotaliðsorusta fyrir atr St. Quentin. A Suippsvig_ stöðvunum eru Frakkar komnir að Condé, hafa ruðst inn i Ilessur- Suippe og náð Bazancourt á sitt va!d, þrátt fyrir áköf gagnáhlaup Þjóðverja, sem öll hafa orðið árang- ursiaus. Svars Wilsons er beðið með eftirvæntingu. Berlín 8. okt. Frá Prag er símað, að fundarhöld- um tschechiskra stjórnmálamanna, sem ákveðin höfðu verið á morgun, hafi verið frestað, þangað til svar Wilsons við friðarumleitunum Mið- veldanna sé komið. Ferdínand kominn til Kobnrg. Berlin 8. okt. Frá Koburg er simað, að Ferdin- and fyrv. Búlgarakonungur, hafi komið þangað í dag ásamt Cyril syni sínum og miklu föruneyti, og ætli að setjast þar að. Frakkar í Beyrouth, París 8. okt. Hermálaráðherrann hefir fengið svo- hljóðandi skeyti frá Varney sjóliðs- foringja: »Flotadeild Frakka við Sýrland kom 7. þ. m. kl. 6 árdegis inn í höfnina í Beyroúth«. Fögn- uði borgarbúa verður eigi rneð orð- um lýst. Fara blöðin mörgum fögr- um orðum um þetta og telja þetta mjög mikilvægt spor. T. d. bendir blaðið »Petit Journal* á að þetta sýni, að auk þess sem Gyðingaland sé unnið, sé nú i raun réttri Sýrland alt á valdi bandamanna. Það er fioti Fraáka sem hefir þann heiður að hafa tekið Beyrouth og hrifið með þessu Libauon sjálfan undan oki Tyrkja. Er næsta eðlilegt að sjó- liðarnir frakknesku miklist og gleðj- ist af þessu. í þessari hafnarborg eru um 200,000 ibúar og vegur Frakka þar mikill og frakkneska þar ein kunn af erlendum tungum og í hávegum höfð. Hafa og Sýrlend- ingar jafnan talið Frakka verndara sína og snúið sér til Frakkastjórnar, er þeir hafa í vandræði ratað vegna kúgunar Tyrkja. Frakkar vinna á París 9. okt. í nótt hafa Frakkar tekið stöðvar Þjóðverja í héraðinu fyrir suðvestan St. Quentin, milli Harly og Neuville St. Amand og farið inn i það þorp að norðan. Fyrir sunnan Oise og á Suippe-vígstöðvunum hefir staðið stórskotahríð. Fyrir norðan Arnes reyndu Þjóðverjar að taka aftur það, sem Frakkar náðu í gær. Frakka'- tóku i gær rúmlega 600 fanga í or- ustunni hjá Arnes. Annarsstaðar hefir ekkert markvert borið við. Herlán Bandarik’anna. New York í gær. A einni viku hafa menn skrifað sig íyrir j miljorðum dollara i hinu uýja heriáni Bandarikjanna. Svar Wilsons. París* Miðrikin bíða með óþreyju svars Wilsons. þjöðverjar og Bulgarar. Berlin i gær. Simasambandi er nú lokað milli Þýzkalands og Búlgariu. »Berliner Tageblatt« tilkynnir, að fyrst um sinn — þangað til öðruvísi verði ákveðið — verði ekki tekið á móti simskeytum til Búlgariu. Svar Wilsons. Hann krefst þess að Þjóðverjar verði þegar á brott úr Belglu og Frakklandi. Khöfn 9. okt. (Frá fréttaritara Morgunbl.). Reuter-frétta^tofa segir að svar Wilsons við friðar- uraleitunum f»jóðverja sé það, að haun krefjist þess, að Þjóðverjar yflrgefi her- tekin löud áður en farið sé að tala um vopnahlé. Illviðri á Austurlandi. Maður verður úti. Seyðisfirði i gær Hér hafa verið látlausar stórrign- ingar síðan á laugardag, en hrið á fjöllum. Er ákaflega erfitt að kotna sláturfé til kaupstaðanna og gengnr afarilla. Hefir það oft komið fyrir, að rekstrarmenn hafa orðið að yfir- gefa fé á Fjarðarheiði, en hafa sjálfir komist til bygða við illan Ieik, þrek- aðir og nær dauða en lifi. Einm maður varð úti á heiðinni, Sigurður Runólfsson frá Viðastöðum. Var komið með lik hans hingað i gær- kvöldi.------------ Þegar á sjó gefur, er hér nægur afli. F r i ð u r. Það má vel vera að það sé hebt til of snemt að tala um frið meðan eigi eru komnar fregnir af því hverjn Wilson Bandaríkjaforseti svarar hinni ákveðnu friðarbeiðni Miðríkjanna. — Það má ganga að því vísu, að for- setinn svari ekki fyr en aliar banda- mannastjórnirnar hafa borið sarnan ráð sín. Um sérfrið af hálfu einnar eða einhverja bandamannaþjóðanna getur ekki verið að ræða. En vist er það, að aldrei siðan ófriðurinn hófst í ágúst 1914 hefir útlitið verið friðsamlegra en nú, og allur heim- urinn biður með eftirvæntingu svar- skeytisins frá »hvíta húsinu« í Was- hington. Það er auðséð á þvi, sem fram hefir farið siðustu vikurnar, að ófriðn- tftn getur ekki lyktað nema á einjj veg. Hann hlýtur að enda með al- gerum ósigri Þýzkalands og Austui- ríkis og burtrekstri Tyrkja úr Norð- urálfu. Allar vonir Þjóðverja hafz brugðist. Öll hin stóru orð keisar- ans og hershöfðingja hans eru einkis- virði orðin við það sem fram hefir farið á vesturvígstöðvunum síðusm vikurnar. Kafbátahernaðurinn hefir v algerlega mishepnast. Bandameon missa vitanlega einstaka kaupfar, ea þeir hafa farið allra sinna ferða með herflutninga og vistir -til hersins i Frakklandi. Amerikumönnum hefir fjölgað á hverjum degi á vígvellin- um — og Þjóðverjar vita það að þeir munu halda áfram að koma i óaflátanlegum straum handan nm haf. Það er ekki fjarn þvi, að um- mæli Þjóðverja um þátttöku Banda- rikjauna í ófriðnum séu beinlinis kátbrosleg. Þýzka herstjórnin fulí- vissaði þjóðina um að þýzku kafbát- arnir skyldu skjóta niður öll her- flutningaskip. Þeir yrðu ekki margír, aumingja Amerikumennirnir, sem lentu i Frakklandi, og þá að eins til þess að verða strádrepnir af hinum hraustu, ósigrandi sveitum þýzk.t hersins. Það er dilítið annað hljóS komið i strokkinn^núna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.