Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Þriðjudag
15.
okt. 1018
MORGUNBLADID
5. argangr
338.
tðlnMað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri:  Vilhjáimur Finsen
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusimi nr. 500
Friðarhortur.
Svar  Þjöðverja  komið*
Keisaraveldi
Austurríkis  i  hnignuiu
(Fri frittaritara Morgunbl).
Kaupmannahöfn 13. okt.
Þjóðverjar haia svarað Wilson og fallast að ölln
leyti á skilmála þá, er hann bar fram í þingræðu
sinni 8. janúar og í síðari íæðum. Vilja Þjóðverjar
aðeins ræða ítarlegar ýmislegt sem við kemur friðar-
samningunum í framkvæmdinni. Vonast þeir til þess
að bandamannaþjóðirnar allar gangi að skilyrðum
Wilsons.
Miðríkin ern ffcs ti! þess að yfirgefa hertekin
lond og fara iram á það að forseti Bandaríkjanna
kjósi þegar alþjððanefnd til þess að gera nauðsyn-
legan nndirbúning að friðarráðstefnnnni.
Hin núverandi stjórn Þýzkalands ber ábyrgð á
friðarumleitununnm í samráði við meiri hluta þings-
ins.  Kanzlarinn hefir talað i nafni stjórnarínnar og
þýzku þjððarinnar.
Undir svarið hefir dr. Solf utanrikisráðherra ritað.
Austurrikismenn *tinga upp á því að Miðríkin
dragi her sinn til landamæranna en að bandamenn
haldi kyrru fyrir í hinum núverandi vígstöðvum sin-
um. En á meðan á samningum stendur verði Hol-
lendingum og öðrum hlutleysingjum falið að láta her
gæta svæðis þess er þannig verður auttmilli herjanna.
Reuter segir að Þjóðveriar hafl yfirgefið Plandern-
strönd.
»Times« segir f á því að trtðsanileg stjórnarbylt-
ing hafl farið fram í Austurríki og keisarinn sé að
naissa vald sitt í hendur flokkastiórnanna.
Kötlugosið.
I fyrrakvöld og fyrrinótt sáust eng-
ar eldingar héðan úr Reykjavik, vegna
dimmviðris af öskufalli. En þegar
á leið nóttina tók vindáttin að breyt-
ast og gekk meira til norðurs er á
leið daginn. Tók öskumökkurinn
þá að fjarlægjast og var bjart veðar
hér í allan gærdag. En frá Vest-
mannaeyjum er simað að þar hafi
bytjað öskufall i gær.
Austan úr Vík.
Vér áttum í gær siðdegis simtal
við Gísla Sveinsson sýslnmann i Vik.
í fyrradag sendi hann menn upp á
fjall þar i nánd, til þess að reyna
að komast að raun um, hvernig og
hvar um Mýrdalssand flóðið hafi
fallið. Mennirnir komu aftur ífyrra-
kvöld, en höfðu litið getað séð út
yfir Sandinn. Vatnið var þó held-
ur að fjara að vestanverðu á sandinum,
en isjakar miklir og urðaröldar víðs-
vegar um hann, alt frá jökli fram
að sjó. Flóðið hefir að líkindum
verið mest austast á sandinum, og
kvað sýslumaður menn í Vík vera
mjög hrædda um, að tjón og siys
kunni að hafa komið fyrir í Álfta-
veri, og vafalaust skemdir á jörð í
Skaftártungu af öskufalli eftir fyrsta
daginn. Dimt var til fjalla, og ekk-
ert sást frá Vik fyrir svartri móðu
yfir jöklinum. Dynkir og læti mikil
heyrast við og við, og má því telja
víst að gosið haldi áfram enn. Glær-
ingar hafa menn séð yfir móðunni
við og við, en þó eigi eins miklar
og fyrsta daginn.
Sýslumaður kvaðst hafa fengið
skeyti úr Hornafirðinum, og þar
væri sagt frá því, að öskufall væri
byrjað þar. Mun það sennilega vera
eftirstöðvar frá fyrsta depi gossins.
Fólk er nú alveg rólegt orðið i
Vik, og biða menn með óþreyju
eftir fregnum ur Skaftártungu og
Álftaveri. En stjórnarráðið hefir látið
senda hraðboða austan rir Horna-
firði í Skafráhtfneum til þess r.ð fá
fregnir þaðan. Öðruvísi er ekki unt
að komast i samband við þær sveitir.
Úr Borgarflrðl.
Morgunblaðið átti tal við Þórð
Pilsson héraðslæknir í Borgamesi i
gær. Hann var á ferð frá Svnrfhóli
til Borgarness á laugardaginn og eftir
þvi, sem hann lýsti eldunurrs, hafa
þeir sézt enn greinilegar úr Borgar-
firðinum heldur en hér. Mun vind-
staflan hafa valdið, því að hdn rak
öskumökkinn  i áttina hiogað,  en í
Borgarfirði mun hann ekki hafa skygt
eins á og hafði það verið furðulega
Ulkomumikil sjón að sjá gosið þaðan.
Engin aska hefir fallið í Borgar-
firði enn, því að vindurinn hefir bægt
henni frá.
>Skaftfellingur< teptur
Þegar gosið hófst, var vélskipið
»Skaftfellingur< staddur austur í Vík.
Flutti hann þangað tunnur og átti
að taka kjöt. Þar var og annar vél-
bátur frá Vestmannaeyjum, sem átti
að sækja nýtt kjöt. Báðir bátarnir
höfðu sig á brott, þegar gosið hófst
og héldu til Vestmannaeyja. Er nú
•Skaftfellingur teptur þar vegna
dimmviðris og eins hins, að alt er
orðið fult af rekís milli lands og
Eyja.
Bngir  ferðamenn á Mýr-
dalssandi.
Um þetta leyti árs er venjulega
mikið um ferðamenn á Mýrdalssandi
vegna þess, að fjárrekstrar til Vikur
standa þá sem hæst. En að þessn
sinni stóð svo á, að tunnulaust var
í Vik og hafði svo verið lagt fyrir
bændur að þeir skyldu eigi koma
með fjárrekstra fyr en tunnur væru
komnar. »Skaftfel!ingur« var ný-
komin með tunnur til Vikur þeg-
ar gosið hófst, en boð munu ekki
hafa verið kominn um það austur i
sveitirnar, að fjárreskstrar mættn
byrja aftur.
Aí Snæfellsnesi
sást Kötlugosið mjög greinilega.
Ólafur Eyjólfsson stórkaupmaður,
sem hingað kom að vestan í fyrri-
nótt, kvað dynki mikla hafa heyrs
allan daginri og um nóttina varð
fólti  eigi svefnsamt fyrir dynkjum.
Eldurinn sézt á NorðnrlandL
Oskufall iByjafjarðarsýslu
og Þingeyjar.
Akureyri í gær.
Á laugardagskvöld sáust eldbloss-
arnir i Kötlu héðan og í nótt tók
að falla hér aska. Pollinn lagði í
nótt og nú er ísinn grár af ösku,
og þvottur, sem hefir verið úti í
gær, hefir orðið svartui af gjallkend-
um sandi.
Frá Reykjahlið i Mývatnssveit sist
eldurinn mjög vel; eins frá Breiðu-
mýii, Húsavik og sveitunum þar
fyrir austan, Kelduhverfi og Oxar-
firði. I dag hefir verið mikið ösku-
fall i Mývatnssveit og Bárðardal.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4