Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudag
20,
okt.  1918
MORGDNBLAÐID
5. argangr
343.
tdiuMað
RÍKtjórnarsitru nr. 500
Rifstjón:  Vilhiiímar rmsen
lsafoidarprentSftiiiMa
Afgreiðsiusimi nr  500

Símfregnir.
Ostende íallin.
Belgisku konungshjónin koma þangaO.
London 19. okt.
Brezka flotaráðuneytið birtir skýrslu
írá unjirflotaformgja Dower um
viðureignina bjá Ostende.
Hann segir að morguninn 17.
október hafi verið mjög óijóst um
hernaðarástandið milli Nieuport og
Ostende.
Flotadeild tundurspilla fór þá rann-
sóknarför meðfram ströndinni og
voru flugvélar henni til aðstoðar.
Kom þessi floti til Ostende klukk-
an ellefu fyrir hádegi og lenti þá
ein flugvélin á ströndinni, þar sem
fjöldi af ibúunuui hafði safnast
saman.
»Eg sigldi inn í hðfnioa á hvala-
báti og lenti þar uro kl. ii1/^ og
fékk þar stórfenglegar móttökur.
Uiri þetta leyti hö ðu óvinirnir
ekki alveg yfirgefið borgina fyrir
fult og alt og tóku nú að skjóta á
skipin með léttum failbyssum frá Le
Coq. Komu tvær kúlurnar niður á
ströndina rétt þar hjá, sem íbúarnir
höfðu safnast saman.
Fallbyssuvígi með fjórum stórum
fallbyssum, sem voru skamt frá
Zeebrögge, hófu nii skothríð á tuod-
urspillana og þar sem líkur voru til
þess, að skotið yrði á Ostende og
íbúarnir, sem gengu um göturnar,
drepnir, þá var það ákveðið, að
halda á brott með flotadeildina svo
að óvinirnir hefðu enga afsökun, ef
þeir skytu á borgina.
Þess vegna gekk eg aftur á skip
og héldu tundurspillarnir undan.
Urðu þeir fyrir ákafri skothríð fram
yfir hádegi. Varðlið var skilið eftir
i landi vegna þess að ibúarnir ótt-
uðust það, að Þjóðverjar mundu
koma aftur.
Belgísku konungshjónin léta nú í
ljós ósk um það að fara til Ostende
annað hvort sjóleiðis eða i loftinu.
Fóru þau svo á tundurspillinum
»Termagant« og var siglt inn nnd-
ir höfnina i Ostende. Liðsforingi
Breta i landi, skýrði þá frá því að
althefði verið þar með kyrð í nokkrar
klukkustundir.
Konungur og drotning gengu þá
á land og héldu til »Hotel de Ville«.
Var þeim tekið með slikum fögn-
uði að orð fá eigi lýst. Klukkan
tíu um kvöldið héldu þau aftur til
Dunkirk.
Flotadeild Breta varð eigi fyrir
öeinu tjóni og mistu Bretar engan
Wann.«
Enginn friður.
Blöð bandamanna gera kröfur sínar.
Berlín, 18. okt.
Frá Bern er simað: Almenningur
í Bandaríkjunum vill undantekning-
arlaust að stríðinu sé haldlð áfram,
og dag eftir dag flytja blöðin grein-
ar um það, að hvorki komi til mála
að semja vopnahlé né frið. Er þeim
fregnum tekið með fögnuði þar, að
hvorki England né Frakkland vilji
semja frið.
Helztu blöð Englands eru alger-
lega á móri vopnabléi. FJytja þau
ótal greinar og flugrit, þar sem þess
er krafist, að Þýzkaland gefist upp
skilyrðislaust, eða gefi tryggingu fyrir
því, að eigi verði gripið til vopna
aftur.
Sem friðarskilyrði nefna flugrit
»Times« það, að Frakkar fai Elsass-
Lothringen, Englendingar fái Helgo-
land og Kílskmðinn, Þjóðverjar sleppi
ö'ílum nýlendum sínum og greiði
bandamönnum  hernaðarskaðabætur.
Archibald Hurd ritar í »Daily
Telegrapht og segir að pýzki flot-
inn hefði leikandi getað sigrað flota
Rússa og Frakka. 1914, en brezki
flotinn hefði haldið hinum þýzka i
skefjum. Þess vegna ættu Bretar að
fá allan þýzka flotann þegar friður
er saminn, og ennfremur ættu Þjóð-
verjar að afhenda alla kafbáta sína.
Milner talar.
London í gær.
Milner lávarður, hermálaráðherra,
sagði í viðræðu við blaðamann:
Fullkominn sigur vor er mjög ná-
lægur, og það er skylda allra stjórn-
málamanna bandamanna að gera það
sem hægt er til þess að friður kom-
ist á sem allra fyrst.
Hann telur það fullkominn sigur
ef hervald Prússa er drepið niður.
Hann sagði að þýzka þjóðin væri
eigi hlynt hervaldi. Áður en ófrið-
urinn hófst, hefði risið upp í Þýzka-
landi alda gegn hervaldinu og nii
sér þýzka þjóðin að það býður full-
kominn ósigur. Þýzka þjóðin mun
vera eins fús á það að ganga á milli
bols og höfuðs á því, eins og banda-
menn. Það er því um að gera að
bandamenn geti sem allra fyrst sýnt
þýzku þjóðinni að hernaðarvélin er
farin í mola. Þessu takmarki er
hægt að ná, annaðhvort með full-
komnum sigri, þannig að Þjóðverjar
gefist  upp  skilyrðislaust,  eða  með
vopnahléi, þar sem trygging sé fengin
fyrir því, að hernaðaryfitbuiðirTbanda
manna verði eigi minni heldur meiri.
Milner lauk máli sinu á þessa
leið:
»Vér meigum ekki gleyma rétt-
lætinu, en ef bægt er að liika ófriðn-
með fullri viðurkenningu þýzku þjóð-
arinnar um það, að bmdamenn hefðu
haft á réttu' að standa þá er þeir
héldu því fram, að Priissar væru
ó?inir Þýzkalands eigi síður en
bandamanna, þá væri það allra best.
En þýzka þjóðin verður að gefa
fullkomnar sannmir fyrir þeirri skoð-
un sinni áður en vér trúum hennit.
"Hvers Yegna bnðn þjóðierjar frið?
London 19. okt.
Fréttaritari »Manchester Guard'an«
í London segir:
Eg hefi fengið ótvíræða vitneskju
um það, að Foch marskálkur skýrði
Sir Douglas Haig frá þvi sjálfur fyr-
ir nokkrum dögum, að það væri
því að þakka að Bretar hefðu rofið
Hindenburg-línuna, að Þjóðverjar
buðu frið.
Fjárveitingar
til fjölskylda hermanna.
London, 19. okt.
Hinn 18. október var tilkynt
hækkun á fjárframlögum, til fjölskylda
þeirra manna sem eru í her og flota.
Er búist við þvi, að aukin útgjöld
af þessu muni nema 16 miljónum
Sterlingspunda.
Sprenging i Lyon.
Berlin, 18. okt.
Frá Bern er símað að í Onissieux
hjá Lyon hafi orðið ógurleg spreng-
ing. Þorpið lagðist algerlega i auðn
og fjöldi manna hlaut meiðsl. Sá
hluti Lyons, sem næst liggur, varð
fyrir miklum skemdum.
011 Belgínströnd á valdi
bandamanna.
London, 19. okt.
Það er talið áreiðanlegt að öll
Belgíuströnd verði tekin í dag og
að hægri herarmur Þjóðverja muni
ekki lengur ná að sjó fram, heldur
að landamærum Hollands.
Það er sagt að Zeebrugge standi í
björtu báli.
Biiist var við því i morgun, að
Turcoing mundi falia þá og þegar,
og eins Roubaix.
Með áhlaupum vorum 17. okt.
náðum vér þýðingarmiklum sigri og
tókum hæðirnar hjá Oise-dal.
Sókn  Frakka  hefir neytt óvinina
til  þess  að  byrja," nýtt  undanhalá
milli Oise og Serre.
Opinber tilkynning Þjóðverja segir:
íSíðustu dagana höfum vér yfirgefið
nokkurn hlutaaf Flandern og Norður-
Frakklandi, þar á meðal borgirnar
Östende, Turcoing, Roubaix, Lille og
Douai, og höfum tekið stöðvar í
efti herlínum.«
Svar Wilsons
tll Austurrikis komiO en ekkl birt.
Frá fréttaritara Morgunblaðsins.
Khöfn 18. okt.
Frá Wien er simað, að birt hafi
verið keisaraleg yfirlýsing um, að
Austurríki muni framvegis verða
keisaraveldi, og að konungsrikin
Boehmen, Halcis og Illyria verði
sameinuð því.
Frá Berlín er símað, að Banda-
ríkin og England muni hafa sam-
þykt þetta ný-ja skipulag í Austur-
riki og er það bygt á þv', að svar
Wiisons sé komið, en hafi ekki ver-
ið birt.
Voiwarts segir, að tillagan um
þessa fyrirhuguðu breytingu komi of
seint, því að Ungverjar, Suður-Slav-
ar og Checkar hafi þegar upphafið
trúnaðareiða sína til Austurrikis.
Khöfn 18. okt.
Frá London er símað, að Bretar
hafi tektð Lille og sett her á land
í Ostende og hafið nýja sókn á
Boham-Le Cateau vígstöðvunum með
góðum árangri.
London, 18. okt.
Utdráttur.
í ræðu sem Balfour utanríkisrað-
herra flutti í London n. október,
mintist hann á áskorun þýzku stjórn-
arinnar til Wilson. Sagði hann að
Þjóðverjar væru nú að reyna að gera
hjá sér stjórnskipunarbreyting, en
það virtist svo, sem þeir hefðu eigi
gert sér það ljóst, að bandamenn
kiefðust þess eigi svo mjög, að
breytt yrði um stjórnarfyrirkomulag,
heldur hitt, að breytt yrði um and-
ann, sem stjórnin léti leiðast af.
Hann mintist á það, er »Leinster«
var sökt. Hefði það enga hernaðar-
þýðingu haft, heldur að eins verið
»villumannlegt hryðjuverk, framið af
ásettu ráði.« Og Baifour benti á
það, að um sama leyti og Þjóð-
verjar æsktu friðar, þá fremdu þeir
hin grimdarfylstu niðingsverk við
ósjálfbjarga borgara, og enn meir
ósjálfbjarga herfanga. »Eru verk
þessi framin i augsýn alls mannkyns
og fordæmd  heimsendanna i milli*.
Hann kvaðst eigi ætla að fara að
dæmi Þjóðverja með það að kenna
öllu mannkyni einhverja sérstaka
siðmenningu, og þó að altaf yrði
einhver  skoðanamunur milli  hinna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4