Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Mánudag
28.
•¦©kt.  Í9Í8
BLABID
5. argrangT
351.
tolnMað
K. tstíóraarsfa
nr  5«
||    Rístjón:  Vilhjá5naar ¥msm
faafo darprentsmiaja
Afgreiðslnslmi nr. 500
Samningur Dana
við Bandaríkin.
Síðast i septembermánuði varsamn-
ingur milli Danmerkur og Bandarikj-
anna undirskrifaður i Washington.
Gekk sá samningur í gildi i miðjum
siðastliðnum mánuði og er Dönum
með honum fengin full vissa fyrir
þvi, að bandammnaþjóðirnar skamta
þeim nægilegt af þeim vörum, sem
Dani sjerstaklega vanhagar um, bæði
matvörur og iðnaðarvömr.
Það er nógu fróðlegt að sjá, hvað
og hve n»ikið Dönum hefir verið
lofað litflutningsleyfi á. Þeir eiga
m. a. að fá 33 þús. smál. af áburð-
arefni, 16 þús. smál. af kaffi, 600
smál. af te, 2000 smál. af kókó, 80
þus. smál. af steinolíu og smurn-
ingsolíu, 400 smál. af sápu, 3 500
smál. af kopar, 150 þús. smál. af
járni og stálvörum til skipasmíði,
70 smá!. af rafmagnstækjum, 7000
smál. af ávöxtum, afarmiklar birgðir
af vefnaðarvöru, bómull o% ull óunn-
inni, 5700 stál. af tóbíki o. s. frv.
o.s.frv. Meðöðrumorðum: Danirhafa
fengið alt sem þeir þarínast, en verða
að skuldbinda sig til þess, að flytja
ekkert af þessum vörum til annara
landi. Dönsk skip, sem nú eru í
siglingum fyrir aðrar þjóðir, verða
leyst frá öllum skuldbindingum, til
'þess að Danir geti sjálhr flutt vör-
¦urnar heim, en það sem afgangs
verður skipastóls Dma fá bandamenn
á leigu gegn ákveðuu gjSldi.
Þegar Dönum var það Ijóst, að
þeir komust ekki af án þess að
semja við bandamenn um aðflutn-
inga, þá völdu þeir ötulustu og
reyndustu menn sina i verzlunar-
málum, og sendu þá til London og
Wasbington. Þeir dvöldu að eins
skamma stund í borgum þessum,
*en þeir koma beim með þann árang-
ur, sem algerlega heíir komið Dön-
um úr þeim vandræðum, sem þar
voru að verða i landi. Að eins beztu
mennirnir voru nógu góðir og þeir
gerðu sér far um að semja, en láta
ekki þröngva sér til neins.
Þegar maður sér þann árangur,
sem orðið hefir af samningaumleit-
unum Dana við bandamannaþjóðirn-
ar, verður manni ósjálfrátt á, að bera
þeirra samning saman við þann samn-
ing, sem íslendingar gerðu við Breta,
Maður getur ekki að því gert, að
maður spyr sjálfan sig að því, hvort
ekki mundi hafa verið hyggilegra
að biðja Dani að semja fyrir okkar
liönd, í stað þess að vera að pukra
með samninga sjálfir.
Það þarf enginn maður að skamm-
ast sin fyrir það, að biðja annan að
komast að samningum við einhvern
íyrir sig, ef líkindi eru til þess að
samingurinn  vsrði  hagkvæmari við
það. Og maður getur ekki komist
hjá þvi að ætla, að það hefði verið
hagkvæmara fyrir íslendinga, ef
ástæður þeirra hefðu verið teknar til
athugunar um leið og Danir og hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar gerðu samn-
inginn við bandamenn.
Erl simfregnir.
Austurríkismenn leggja
niður vopn.
Khöfn 26. okt.
Frá Vínarborg er simað, að und-
irbúningur hafi nú verið gerður til
þess að afvopna allan herinn. Aust-
urrikiskeisari og keisarafrúin eru flutt
til Budapest.
Kroatia sjaifstæð.
Khöfn 26. ckt.
"'Kroatar  hafa^lyst  yfir  sjáffstæði
sinu og hafa látiðjansn alla serbneska
fanga.
Stjörn Pólverja.
-"¦¦¦ ¦¦"'  ^liKhöfn 26. "okxT
Ný frjálslynd stjórn er komin til
v.ilda í Póllandi.^
2000 fangar enn.
Khöfn 26. okt.
Bretar hafa enn tekið 2000 Þjóð-
verja höndum á vesturvígstöðvunum.
Nýtt svar
væntanlegt frá fjóðverjum.
Berlín 26. okt.
Þó að Wilson forseti hafi ákveðið
að leggja friðarumleitanirnar þessu
næst fyrir bsndamenn sina, þá telur
þýzka stjórnin þó nauðsynlegt nú
þegar að skora á hann að láta uppi
vopnahlésskilmálana. Orðalag svars-
ns er enn óákveðið.
Foltaið Þingrœði í þýzkalandL
Kanslarinn á að bera ábyrgO á öllum
stjórnarathöfnum þirgsins.
Berlín 26. okt.
Votwaerts skýrir frá efni frum-
varpa þeirra, sem fyrir þinginu liggja,
um breytingar á stjórnarskipunarlög-
um ríkisics, og þar á meðal eru
ákvæði um, að rikiskanslarinn skuli
hafa traust þingsins og bera ábyrgð
gagnvart þinginu á öllum stjórnarat-
höfnutn keisarans. Kanslarinn og
umboðsmeun hans bera ábyrgð á
öllum stjórnarathöfnum sínum gagn-
vart sambandsráðinu og þinginu.
Kanslarinn skal meðundirrita skipun
og afsetningu ailra sjóliðsforingja og
annara embættiitnanna flotans. Her-
málaráðherrann meðuudirritar á sama
hátt skipun allra embættismanna
Iandhersius og ber ábyrgð gagnvart
þingi og sambandsráði.
Verður þannig alt framkvæmda-
vald rikisins í höndum stjórnar, sem
ber fulla ábyrgð, og þar með einnig
skipan og afsetning æðstn herfor-
ingja.
Sökn bandamanna.
London 26. okt.
Her Breta hefir umkringt Valen-
ciennes að norðan og sunnan. Þar
fyrir sunnan hafa Bretar náð járn-
brautinni milli Valenciennes og Aves-
nes á sitt vald á 8 milna kafla. I
miðvikudags- og fimtudagsorustun-
um tóku Bretar 9000 fanga.
Frakkar hófu í gær áhlaup gegn
fieyí? þýzka hersins milli Oise og
Sene. Þeir sóttu fram á 8 mílna
svæði við Souche og 17 mílna svæði
við Aisne og tóku 3500 fanga og
ruddu sér braut inn í Hundinglínu
Þjöðverja á ýmsum þýðingarmiklum
stöðum. Milli Sissonne og Chateau
Porcien var barist alla nóttina og
náðu Frakkar þar öflugum stöðvum,
sem Þjóðverjar gerðu 1917 og sóttu
fram um 3 kílómetra á 7 kílómetra
svæði. Þar fyrir austan hafa Frakk-
ar einnig sótt talsvert fram.
Pjóðverjar tilkynna,
Berlin í gær.
Viðvikjandi itölskum fregnum um
að flugmenn hafi ráðist á kafbát
Austurríkismanna, tilkynnir flota-
málastjórnin, að henni sé ókunnugt
um atvik það. 20. okt. voru nokkrir
óvinatundurspillar á sveimi við
Dvina-ósa. Einn þeirra nálgaðist
mjög hafnarmynnið í Medua, skaut
3—4 skotum og einu tundurskeyti,
en varð siðán að hverfa á burt vegna
skothriðar úr landi. Tjón varð bók-
staflega ekkert.
^ýzka herstjórnin á foindi.
Berlín í gær.
Herstjórnin hélt fund i gærkvöldi
í  Berlín.  Var  þar rætt  um  svar
Þjóðverja til Wilsons og hið vænt-
anlega svar frá honum.
Frakkar tilkynna.
París í gær.
Frakkar hafa sótt nokkuð fram
milli Oise og Serre. Þjóðverjar
veita mjög öflugt viðnám, en hafa
samt orðið að hörfa úr mjög ram-
gerðum varnarstöðvum. Frakkar
hafa tekið mörg þorp.
£rL símfregitir
Opinber tilkynning frá brezku utan-
ríkisstjórninni i London.
London^ ódagsett.
Svari Wilsons hefir verið tekið
með mikilli ánægjn meðal banda-
manna. Brezku blöðin skoða það
sem »siðasta orðið« til Þjóðverja,
Wilson segir þýzku þjóðinni hrein-
skilnislega, að hann trúi forystumönn-
um hennar svo illa, að hann og
bandamenn Bandarikjanna muni ekki
semja vopnahlé nema svo sé full-
víst, að Þjóðverjar geti aldrei" gripið
til vopna aftur.
Balfour talaði í London 23. okt.
og sagði, að undir engum kringum-
stæðum væri það samrýmanlegt ör-
yggi og sameiningu brezka ríkisins,
að Þjóðverjum væri skilað aftur ný-
lendum þeirra. Þetta spursmál snerti
jafnt allan hinn mentaða heim sem
hagsmuni Bretaveldis. Hér væri um
tvent að velja: að heimsþjóðirnar
tengdust æ betur í verzlun, sam-
göngum og viðskiftum, eða eiga yfir
sér vofandi vald þjóða, sem ekki
væri neinum samningum bundin,
léti sér ekkert fyrir brjósti brenna
og virti að engu loforð sin né mann-
úðarreglur ílifriði.
Skipatjón.
Skipatjón I september var minna
heldur en í jdní, en þann mánuð
hafði það verið minst á þessu ári
og minna heldur en meðaltjón á
mánuði árið 1916. Bretar mistu
skip, sem baru samtals 151.593 smá-
lestir. í ágúst mistu þeir 176.434
smál., i júli 182.524 smál. og i júní
165.550 smál. Bandamenn Breta
og hlutleysingjar mistu 239.600 smál.
f september, 328.172 smál. i águst,
374.000 smál. í júli og 200.799
smál. i juni.
LofthernaQur.
Ósigur Þjóðverja í Belgiu hefír
breytt mjög hernaðarstöðu þeirra i
loftinu til hins verra. Nýlega drógu
Þjóðverjar mikinn flugher saman í
Eisass-Lothringen til þess að verjast
árásum bandamanna, en höfðu Htið
upp dr þvi. Þessu flugliði var ætlað
að verja Essen, Elberfeld, Krefeld,
Barmen og Berlin, sem hafa til
þessa komist hjá flugárásum banda-
manna að mestu leyti. En með
framsókuinni í Belgíu hafa banda-
menn tekið rúmlega tylft af þýzk-
um flugstöðvum, þar sem voru 942
flugvélaskýli og margar stórar flug-
stöðvar- umhverfis Ghent eru einnig
í hættu. Árangurinn af sigrum
bandamanna er sá, að þeir geta gert
árásir á nýjan hluta Rínarlanda og
þýoingarmiklar hergagnaverksmiðjur.
í septemberlok höfðu Bretar einir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4