Morgunblaðið - 04.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1918, Blaðsíða 1
6. argangr Miðv.dag 4. des. 1918 ■OKGUNBLABIÐ 24 tðlublað Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen [| ísafoldarprentsmiðja__________( 1 ' ---------------------- Ritstjórnarsimi nr. 500 . ---- ------------------== Úf loftinu. London, 2. des. Friðarsamningarnir. Aðalverkefni þeirra Clemeneeau og Foch marskálks í Lundúnaför þeirra, verður ásamt öðrum stjórn- málamönnum bandamanna, að búa trndir undirbúnings-friðarfund- inn, sem bráðlega verður settur í París. Það mundi létta mikið starf þeirrar ráðstefnu, ef stjórnir stærstu bandamannaþjóðanna gætu komið sér saman um aðalatriði friðarsamninganna fyrir fram. Fyrsti fundur fulltrúa Breta, Frakka og ítala var haldinn í bú- «tað forsætisráðherrans í Down- ingstreet 2. des. Ríki Suður-Salva. Fréttaritari „Times“ í Belgrad skýrir frá því, að sambandsríki Buður-Slava sé nii stofnað, 26. nóv- ember komu fulltrúar frá öllum löndum Suður-Slava, sem lotið hafa Austurríkismönnum, á fund í Neu- Stadt í sunnanverðu Austurríki og «amþyktu þar ályktun um að sam- eina þessi lönd við Serbíu og Mon- tenegró undir konungsstjórn Kala- georges- konungsættarinnar. Vilhjálmur keisari og sonur hans. Fréttaritari Times í Haag skýr- ir frá því, að Vilhjálmur keisari og elsti sonur hans séu ósáttir orðn- ir. Hafði ríkisérfinginn fyrverandi haldið því mjög að föður sínum, dagana áður en stjórnarbyltingin hófst, að segja af sér. Ætlaði hann síðan að segja af sér sjálfur, en gerast síðan forráðamaður sonar síns, sem þá hefði átt. að taka við keisaratign. Á þennan hátt gerði ríkiserfinginn sér vonir um að varðveita einveldið í Þýzkalandi og kennir nú föður sínum um það, að stjórnarbyltingin brauzt út. Samkvæmt þessum fregnum á öllu sambandi milli þeirra feðga að hafa verið slitið fyrstu dagana í nóvember. Elsass-Lothringen. Forseti Frakka ásamt forsætis- ráðherranum og öðrum ráðherrum og fulltrúum, mun halda innreið sína í Elsass-Lothringen 7. des. Næsta dag verður haldin hátíðleg samkoma í Metz til þess að fagna sigri bandamann, en á mánudag- inn halda þeir innreið sína í Strass- burg. Bandamenn í Þýzkalandi. Ameríkumenn eru komnir til ^reves og tóku íbúarnir á móti þeim með þögn. Lögreglulið verka- manna og hermannaráðsins hélt vörð á strætum borgarinnar og gengu um vel vopnaðir. Fréttarit’- ari Times, sem kom þangað með hernum, símar að fólkið líti vel út, það væri í góðum holdum, og það væri ekki sjáandi að það vantaði neitt. Mataræði sé betra þar en í Luxemborg og víðar í Frakklandi. Þjóðverjar eyða. Það er tilkynt frá Sofia, að áður en Þjóðverjar fóru á burt úr Dob- rudsja, hafi þeir eyðilegt allar vél- ar og stolið öllum matvælunum sem þeir gátu hönd á fest. Kosningar í Þýzkalandi. Fulltrúar þýzku þjóðarinnar hafa ákveðið að kosningar til þjóð- arráðsstefnunnar í Þýzkalandi skuli fara fram 16. febrúar, ef her- inanna- og verkamannaráðið hefir ekkert við það að athuga. Sri. simfregnir (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Khöfn, .2. des. 300 íslendingar í Kaupmanna- höfn héldu fullveldisdagimi hátíð- legan og fór hátíðin prýðilega fram. Hún hófst með því að sungið var „Ó, guð vors lands“, og lék hljóð- færasveit undir. Síðan flutti Finn- ur prófessor Jónsson erindi um sjálfstæðisbaráttu fslendinga. Jón Magnfisson mælti fyrir minni kon- ungs. Símskeyti voru send kon- ungi, Zahle, Kriegér, Haage og Jóhannesi Jóhannessyni forseta sam. Alþingis. Þá var sezt að kvöldverði og etið smurt braut. Kristján Alberts- son mælti fyrir minni íslands. Thor. Tulinius fyrir minni Dan- merkur og Sigfús Blöndal fyrir minni Norðurlanda. Síðan var sezt að drykkju, dans stiginn og margar ræður haldnar. Að lokum var stofnaður sjóður til hjálpar sjúkum og bágstöddum á íslandi og söfnuðust um 3000 krónur. Einkennileg ráðstöfun. Eins og flestum mun kunnugt, var heilbrigðisfulltrúastarfið hér í bænum veitt með því skilyrði að fulltrúinn yrði ekki látinn hafa Önnur störf á hendi. Var það sjálf- sögð ákvörðun og sýndi vilja bæj- arstjórnarinnar á því, að starfið yrði vel nnnið. Að eins hefði hún mátt sýna vilja sinn enn betur með því að launa starpið sóma.unnlegar en hún gerir. Eigi er langt síðan að núverandi heilbrigðisfulltrúa var veitt stað- an, en samt virðist bæði hann og bæjarstjórnin hafa gleymt miklu á þeim tíma. Því að aðalskilyrðið fyrir veitingunni hefir verið brot- ið og það er meira að segja bæjar- stjórnin sjálf eða framkvæmdar- vald hennar sem á sökina. Heil- brigðisfulltrúinn er tekinn til þess að gegna ráðsmannsstörfunum í barnaskólanum, bæði á sjúkra- og barnahæli, en hver sjáandi mun sjá, að það hlýtur að verða eigi að eins aukastarf heldur aðalstarf hvers manns, sem það hefir á hendi. Það mun því ætlunin að heil- brigðisfulltrúastarfinu verði gegnt í frístundum spítalaráðsmannsins og sama stjórnin, sem fyrir mælti svo fyrir að heilbrigðisfull- trúinn gæfi sig allan við starfi sínu, á nú sök á því að hann getur það ekki. En til hvers er verið að setja reglur og brjóta þær? Er það til þess að géfa bæjarbúum dæmi til eftirbreytni, eða hvað? Verið getur, að þessi ráðstöfun sé að eins gerð til fárra daga, og að einhvern daginn verði settur varafulltrúi, ef enginu getur haft á hendi ráðsmenskuna í Barnasól- anum nema Ágúst Jósefsson. En ef það er hyggja bæjarstjórnarinn- ar að láta spítalaráðsmanninn hafa fulltrúastarfið í hjáverkum, þá væri ekki úr vegi að sýna fram á það með dæmum víðsvegar að úr bænum, að það er ýmislegt, sem heilbrigðisfulltrúinn getur fundið sér til að gera, jafnvel þó að hanu hefði engin aukastörf. En við sjáum nú hvað setur. Hjálparsjóðurinn. Vér birtum hér lista yfir þær gjafir, sem afhentar hafa verið Morgunbl. í Hjálparsjóðinn. Það er, svo sem menn sjá, allálitleg upphæð, og vonum vér að fénu verði þannig úthlutað, að það komi að tilætluðum notum. Styrkur til fátækra og sjúkra, til þeirra, sem verst hafa orðið úti af völdum far- sóttarinnar. Þá væri tilgangi Morg- unblaðsins með f jársöfnuninni náð, og allra þeirra hjálpfúsu lesenda þess, sem gefið hafa. Afgreiðslnslmi nr. $oo Um leið og vér nú tilkynnum að vér hættum að veita móttöku fé í sjóðinn, viljum vér færa gef- endunum kærar þakkir. H. P. Duusverzlun kr. 10000.00, N. N. 10.00, Tómas Tómasson öl- gerðarmaður 50.00, Pálmi Vil- bjálmsson 10.00, Bjarnhéðinn Jóns- son 150.00, G. og G. 15.00, Margrét Pétursdóttir, Árbæ (Barnahæli)' 20.00, Jörgen og Mogens 10.00, Eyj- ólfur Pálssonn, Njálsgötu 11, 5.00, Guðm. Jóhannsson, Brautarholti, 20.00, 3 börn Finnboga Finnboga- sonar stýrimanns 50.00, Jón beykir Jónsson 5.00, Birgir, Helga og Dysta 15.00, skipverjar á „Frances ITyde“ (G. Sigurðsson skipstjóri) 110.00, T. Klingenberg konsúll 200.00, Jón Sveinsson trésmíða- meistari 500.00, Marteinn Einars- son & Co. 200.00, N. N. 50.00, Þor- valdur Eyjólfsson (Barnahælið) 25.00, O. J. E. 20.00, Gunnar, Axel, Sveinn, Ásta og Nanna Kaaber 500.00, Gunnar Gunnarsson kaupm. 1000.00, C. Proppé kaupm. 100.B0, N. N. 200.00, N. N. 5.00, Magnús Guðmundsson Grettisgötu 8, 50.00, S. Kampmaim og frú (Barnahæl- ið) 100.00, Guðm. J. Breiðfjörð 500.00, Jón Kristjánsson, Vg. 50, 5.00, G. L. 6.00, Ninni 2.00, Drengur 2.00, A. A. 30.00, Foreldr- ar og 7 börn á Grettisg. 19 A 10.00, M. G. 5.00, Kristján Ó. Skagfjörð stórkaupm. 100.00, Jakob Havsteen stórkaupm. 100.00, Martin, Else Ole og Alfred Nielsen (Barnakæl- ið) 20.00, Nv N. 5.00, Þorsteinn Jónsson járnsmiður 100.00, O. Johnson & Kaaber 1000.00, E. J. 20.00, Sölvi Vígliuidsson 10.00, S. og H. 35.00, Guðrún Guðjóns- dóttir, Frakkast. 19 (Barnahælið) 10.00, Morten Hansen skólastjóri 200.00, Jón Gestsson 10.00, Einar Erlendsson byggingameistari og frú 100.00, Sigurður Áigeirsson 25.00, Hf. Hankur 1000.00, Loftur Loftsson 500.00, Jóhs. Kr. Jó- hannesson 105.00, E. A. 100.00, Ásm. Gestsson 10.00, Stoftnur 20.00, N. N. 100.00, Einar H. Kvar- an 10.00, 3 systkini 15.00, B. P. 200.00, Gömul kona 5.00, N. N. 2.00, Nikulás Þorsteinsson 10.00, Árni Árnason 10.00, Sigurður Kristjánsson bóksali 300 00, Nýja Bíó 225.55, Thora Melsted 50.00, N. N. 10.00, Fjölskylda á Baldurs- götu 3 40.00, P. og S. 20.00, G. Th. 25.00, Ásta, Sonja og Ragna 200.00, Marsíbel, Hafnarfirði, 5.00, Há- kansson fyrir skemtun 600.00. — Símastarfsfólkið í Rvík 200.00. —< Samtals kr. 19512.55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.