Morgunblaðið - 05.12.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1918, Blaðsíða 1
X'imtudag 5 des. 1018 H0R6ÖNBLA0ID 6. argangr 25 tölubiað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 tír loftinu. London, 4. des. Fyrst um sinn saman hinar tvær stóru Asíu-her- deildir brezka ríkisins. BrunL verðnr skrifstofiitími undirritaðra styttur um einu klukkutíma á dag, þannig að lokað verður kl. 5 síðd. 0, Johnson & Kaaber. GarOar Gisiason. Nifhin & Olsan. H. Bsnakiktsson. TjóniS í Belgíu. Nefnd sú, sem falið hefir verið nð meta tjón það, sem þýzki lier- inn hefir valdið í Belgíu, hefir lát- Íð uppi, að það muni nema 6560 milj. franka. Þar með eru tald- ar vélar og hráefni, sem Þjóðverj- ar hafa tekið. Ætla bandamenn að leggja Þýzka- land undir sig? Frá Berlín er símað, að Foch marskálkur hafi afhent vopnahlés- samninganefndinni þýzku nýja úr- slitakosti og að liann kref jist þess nú, að Þjóðverjar innan ákveðins tíma afhendi allar beztu og sterk- Ustu eimreiðar sínar. Erzberger aftekur þetta með öllu og liefir krafist frests. En frestnr sá, sem Foeh hafði ákveð- ið, var á enda 2. desember kl. 10 árdegis, en engar fregnir hafa hor- ist um úrslitin. Mörg þýzk blöð, og þar á meðal „Vorwaerts“, halda því fram, aS bandamenn ætli að leggja Þýzka- land undir sig,- „Vorwaerts“ seg- il’: „Það er fyrir löngu kunnugt orðið, að Foch marskáikur hefir staðráðið að hætta ekki fyr 'en haim er kominn til Berlínar. — Ef til vill ætlar hann nú að koma þeirri fyrirætlun sinni í fram- kvæmd, að leggja Þýzkaland und- ir sig. En eins og nú er komið mun honum veitast það allerfitt.“ Vínarblaðið „Reichspost“ full- yrðir að ítalir ætli að hertaka Vín- arborg og senda þangað allmikinn her og til ýmsra annará staða í Austurríki. Undirbúnings friðarráðstefmmni lokiS. Störfum undirbúnings-friðarráð- stefnunnar í Lundúnum var lokið 3. desember. Mannfjöldi mikill safnaðist sam- an í Downingstræti þá um morgun- nn og hylti þá Clemenceau og Foch öiarskálk. ítölsku ráðherrunum Sonnino og Orlando var einnig vel fagnað. FramtíS keisarans. Meðal stjórnmálamanna í Haag búist við því, að ráðherrar ^andamanna muni mjög bráðlega * sameiningu gera fyrirspurn til ^ollensku stjórnarinnar um dvöl ■keisarans og krefjast þess að hann Verði framseldur þeim. Wilson talar. Wilson forseti flutti ræðu í sam- einuðu þingi Bandaríkjanna 2. des. Ræða hahs var mestmegnis kveðjn- orð^til þingsins áður en hann fer a stað til Norðurálfu. Hann mælt-i: „Vér hverfum nú að því að koma á friði, öruggir fyrir ábyrgðar- lausum þjóðhöfðingjum. Vér vilj- um koma á allsherjar rétti en eigi einungis öryggi heima fyrir.“ Hann vonaðist til þess að fullkom- inn friður yrði kominn á í vor. Haun mintist nokkuð á hina misk- unnarlausu viðskiftastyrjöld. Þeg- ar vopnahlé hafi komist á, hafi Bandaríkjastjórn þegar í stað los- að um útflutningshannið á vörum. Hráefni er leyft að flytja út og iðnaðarfyrirtæki, sem stjórnin hafði tekið við vegna hernaðarins, liafa verið afhent eigendunum aft- ur til frjálsrar iðnaðárframleiðslu. A7iðvíkjandi kjörum heim kominna hermanna sagði forsetinn að um 300 miljónir ekra af landi væru til taks til ræktunar, ef fylkin vildu leggja saman. Eftirlit með sigling- um kvað hann mundi haldast all- lengi. Wilson til Þýzkalands. Lokal Anzeiger segir frá því, að þýzka stjórnin liafi afráðið að bjóða Wilson forseta að koma til Þýzkalands eða að minsta kosti koma við í þýzkri liöfn meðan hann dvelur í Norðurálfu. London, í gær. Brezku fangarnir. Það er búist við, að brezka flota- deildin, undir forustu Brownings aðmíráls, komi til Wilhelmshafeu í kveld, 4. desember. 24 vagna járn- brautarlest með vistum frá Bret- landi, er farin suður yfir dönsbu landamærin, en yt'ir 50 þúsund brezkir herfangar og kyrsettir menn eru komnir heim frá Þýzka- landi síðan vopnahléið komst á. Skaðabæturnar. í ræðu, sem Bonar Law hélt í Bootle, skýrði hann frá því, að stjórnin hefði sett nefnd til þess að komast að því með vísindalegri raunsókn, hve miklar skaðahætur Þjóðverjar væru færir um að borga. Mundi það verða lagt til að nefnd, skipuð fulltrúum allra bandaþjóðanna, verði sett til að rannsaka málið til hlítar og þegar hún hefði iirskurðað hve mikið hæg’t vferi áð fá, þá mundu verða gerðar ráðstafanir til þess að tryggja sér horgunina. Clemenceau forsætisráðherra, Focli marskálk- ur, Orlando forsætisráðherra og So3inino barón fórn liéðan í dag á- leiðis til París. Á flugi. Salmond yfirhershöfðingi flug- hersins, Borton hershöfðingi og Ross Smith herforingi fóru ásamt tveim flugvélafræðingum frá Cairo 29. nóv. í farþegaflugvél og komu til Damaskus seinni hluta sama dags. Næsta dag héldn þeir áfram frá Damaskus kl. 7.25 árdegis og flugu til .... í Mesopotamiu, en þangað komu þeir 1. des. kl. S1/?. Þannig heimsóttu þeir á þremur dögum þrjii lönd, Egyftaland, Sýr- land og Mesopotamiu og tengdu Eldur í húsi landlæknis. í gærkvöld klukkan um 6 var hrnnaliðið kallað til þess að slökkva eld, er kviknað hafði í liúsi Cuðmundar Björnson landiæimis. Mættu brunamenn þegar á staðn- um, komu þangað með slöngur og langa stigann og loks með mótor- dæluna. Reykur allmikill var þá komiim i efri hæð suðurhluta hússins, en elduy sást enginn. Aroru nú slöng- ur lagðar inn um gluggana og vatni veitt inn í húsið, án þess þó að menn liefðu fengið vissu fyrir því, hvar eldnrinn var. Við og við sáust þó blossar inni í húsinu og reykjarmökkur stóð út um glugga og þak hússins. En vatnsaflið var mikið — og eldurinn var slöktur áður en honnm tókst að læsa sig mjög um Irásið. Um upptök eldsins vita menn ekkert með vissu. Hvorugt land- læknishjónanha voru heima þegar eldurinn kom npp. En menn hyggja helzt að kviknað hafi í klæðaskáp uppi á efsta lofti, eða að minsta kosti sagði einn hrunamanna, sem fór þangað upp á loftið, oss svo frá í gær. Skemdir munu vera allmiklar á húsinu uppi. Og niðri mun vatn hafa skemt. mjög hiisgögn og ann- að. Bæknr landlæknis og skjöl hans eru þó mestmegnis óskernt, eða virtust vera það við fljótlega athngun í gærkvöld. Það hefir komið fyrir nokkrum sinnum áður á undanförnum 2—3 árnm, að kviknað hefir í þessu sama húsi. Hefir æfinlega tekist að slökkva eldinn áður en hann breiddist lit, en aldrei hefir það staðið eins tæpt og í gær, að húsið brynni alveg. Er það því að þakka hve fljótt brunaliðið kom á vett- vang. En óneitanlega er þetta grun- samlegt að oft skuli kvikna í sama liúsinu. Dettur manni ósjálfrátt í hug, að hér sé einhver brunavarg- nr á ferðinni, sem einhverra hluta vegna vill hrenna hús landlæknis. Er vonandi að lögreglan rannsaki þetta grandgæfilega og reyni að komast fyrir orsakir þessara sí- feldu bruna í þessu húsi. BrunaliSsmenn og lögreglumað- ur héldu vörð við húsið í nótt til þess að vera til taks ef eldurinn. fkyldi leynast einliversstaðar milli þilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.