Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimtudag
23
Jan.  1919
MORGUNBLAÐIÐ
6. arjmögr
71
tniublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðsluaími nr. 500
Úr loftinu.
London, 22. jan.
Kosningar í Þýzkalandi.
Fréttir eru komnar af þingkosn-
ingunum í Þýzkalandi. Eru þær að
vísu ekki fullkomnar né opinber-
ar, en þó virðist svo sem meiri-
hluta jafnaðarmenn muni verða í
yfirgnæfandi meirihluta.
Það er tilkynt, að í hinu nýja
. þýzka ríki verði 8 sérstæð lýðveldi,
sem öll mynda til samans eitt sam-
bandslýðveldi, sem einnig nær yfir
hið þýzka Austurríki. Verður því
stjórnað af forseta.
Pólverjar hjálparþurfa.
Yfirráðuneyti bandamanna, sem
á að sjá um hjálp við bágstaddar
þjóðir og matsendingar, hefir sent
Foch marskálki bréf og farið fram
á það, að ráðstafanir verði gerðar
þeg^r í stað til þess að hægt sé að
flytja matvæli til Póllands yflr
Danzig.
Paderewski hefir símað stjórn-
um bandamanna beiðni um það, að
þeir taki Pólland í bandalag sitt.
Hann hefir einnig sent Lloyd
George sérstaka áskorun. um það
að Pólverjum verði hjálpað til þess
að berja niður stjórnleysið, sem
ríkir á landamærum þeirra.
Ráðstafanir hafa þegar verið
gerðar til þess að hjálpa Finnum
um matvæli.
Ófriöur í Gali?íu.
í Galizíu hafa orustur hafist enn
einu sinni og Lemberg er í hættu
. af her, sem kemur að norðan.
Fluglistin.<
Seely hershöfðingi og aðstoðar-
flotamálaráðherra sagði í ræðú,
sem hann flutti í gærkvöldi í
veizlu sem flugmálanefnd brezka
ríkisins hélt í tilefni af yfirburð-
um Breta í loftinu, að flugmála-
ráðnneytið mundi gera alt sem í
þess valdi stæði til þess að greiða
loftsiglingum veg í fram.tíðinni og
að komið verði á föstum flugferð-
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
um milli allra hluta hins brezka
ríkis.
Seinustu flugskipin, sem Bretar
hafa smíðað, geta flogið samfleytt
í öæstum því níu daga og fara 45
mílur á klukkustund hverri. Geta
þau því flogið 34 sinnum lengra
heldur en nýjustu flugskip Þjóð-
verja.
Nýr iðnaður.
Smjörlíkisgerð Reykjavíkur.
Þeim er smám saman að fjölga
iðnaðarfyrirtækjunum hjá okkur
íslendingum. Það er ótvírætt fram-
faravottur. Bn í hvert sinn sem
nýtt iðnaðarfyrirtæki rís upp er
það allra skylda að styðja það til
góðs gengis. Það er borgaraleg
skylda allra nianua, að taka ís-
lenzkan iðnað fram yfir útlendan,
eins og það er auðvitað skylda
þeirra,  sem  að  fyrirtækjunum
standa, að vanda sem bezt til alls.
Og yfirleitt þykjumSt vér mega
íullyrða, að íslenzkur iðnaður
stendur ekki að baki sams konar
iðnaði erlendum, enda þótt hér hafi
margt verið af vanefnum gert. Og
að sá iðnaðnr, sem hér verður sagt
frá, smjörlíkisgerðin í Reykjavík,
standi ekki að baki erlendum verk-
smiðjum um gæði framleiðslutmar,
það mun'nokkurn veginn áreiðan-
legt.
Stofnun verksmiðjunnar.
Það var snemma í fyrravetur,
að þeir Jón heit. Kristjánsson pró-
f essor og Gísli Guðmundsson gerla-
frœðingur komu sér saman um að
setja hér á stofn smjörlíkisverk-
ámiðju. Um líkt leyti höfðu þeir
heildsalarnir Friðrik Magmisson
og Friðrik Gunnarsson í hyggju að
koma a fót smjörlíkisverksmiðju
og höfðu fengið í félag við sig ung-
frú Önnu Friðriksdóttur, sem um
all lángt skeið hefir unnið í danskri
smjörlíkisverksmiðju. En svo varð
það úr, að fyrirætlanir beggja voru
sameinaðar og var þá stofnað hluta-
félagið* Smjörlíkisgerðin. Er hluta-
f járupphæðin 60 þús. krónur, og í
stjórn félagsins eru þeir Gísli Guð-
mundsson gerlafræðingur (form.),
Friðrik Magmisson heildsali og
Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri.
En ráðskona verksmiðjnnnar er
ungfrú Anna Friðriksdóttir.
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
Voru þá góðar horfur á því, að
hægt mundi að fá ódýr hráefni til
framleiðslunnar, frá Ameríku.Voru
því vélar keyptar til verksmiðjunn-
ar og konui þær hingað í vor sem
leið.
, En þá hófust örðugleikarnir.
Baudaríkin bönnuðu úíflutning á
hráefnum; þó tókst Landsverzlun
eftir misseri að útvega 10 smál.
af jurtaolíu, en storkin feiti fékst
ekki. Varð því-að grípa _til þess
ráðs, að hafa tólg í smjörlíkið og
með því móti gat verksmiðjan tekið
til starfa núna eftir nýárið, og
er smjörlíki hennar þegar komið á
markaðinn.
Verksmiðjan heimsótt.
I fyrrádag bauð stjórn verk-
smiðjunnar blaðamönnum í heim-
sókn til þess að líta á fyrirkomulag,
vinnubrögð og vélar.
Sótti Friðrik Magnússon blaða-
menn í bifreið — nýrri tegund, sem
firma hans hefir einkasölu á og
liann segir að eigi að verða fram-
tíðarbifreiðarnar hér á landi.
Var nú haldið rakleitt inn í Slát-
urhús, en þar er verksmiðjan, sem
áður var beykisvinnustofan.' Er
húsröímið að "vísu ekki hið ákjós-
anlegasta, en þó vel viðunandi.
Gísli Guðmundsson, forstjóri
verksmiðjunnar, sýndi mönnum.mí
vélarnar og skýrði frá því, hvert
verk hverri þeirra væri ætlað
að vinna og hvernig smjörlíjíið
væri framleitt.
•— Fyrst er tólgin og jurtafeitin
brædd við gufu og því næst bland-
að saman við soðna mjólk, er sýrð
hefir verið með kyngóðum súrgerl-
\tm. Að því búnu er mjólkinni
hleypt í stóran strokk og strokkuð
á venjulegan hátt. Eftir strokkun-
ina er smjörlíkið kælt með ís, sem
gerður er úr Gvendarbrunnavatni
í kælirúmi Sláturfélags Suðurlands.
Smjörlíkið er hnoðað í þar til
gerðri vindu, því næst mótað í eins
punds kökur og vafið innan í papp-
ír. Með þeim áhöldum, sem mi eru,
getur verksmiðjan framleitt 500
kg. af smjörlíki á, dag og helmingi
meira ef bætt er við öðrum sams
konar strokk og þeim sem fyrir er.
íslenzka tólgin dýrust.
Það er einkennilegt, en satt er
það samt, að það er íslenzka tólgin,
sem hleypir fram verði smjörlíkis-
ins. Var mikið k^pp í mönnum i
haust að kaupa tólg, og var verðið
sprengt upp meira en góðu hófi
gegndi. Sá galli er og á tólginni,
að í henni er mikið af reikvilum
feitisýrum og gera þær hið sterka
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
1 ísl. kvenfélag
heldur 25 ára afœælisfagnað, þriðjn-
dagion 28. þ. m. kl. 8 síðd. í Iðnó.
Allar félagskonur bcðnar. Þær vhji
aðgöngumiða í Lækjargötu 4 i sið-
fsta lagi fyrir kl. 7 síðd. laugardag-
inn 25. þessa mánaðar.
Stjórnin
ikit
íí
Aðalfundur félagsins ~er í kvöld
kl. 8V_.
tólgarbragð. Að vísu má hreinsa
tólgina með sérstökum vélum, en
þær hefir verksmiðjan eigi enn þá.
Hepnist nú að ná í hráefni frá Ame-
ríku, trey^tir yerksmiðjan sér til
þess að keppa við erlendar verk-
smiðjur, bæði hvað terð og gæði
snertir.*
— En verður þá hætt við að nota
tolg?
— Nei, eg tel sjálfsagt, að þá er
vélar lækka í verði fáum við okkur
1
þær vélar, sem til þess þurfa að
hreinsa tólgina svo, að ekkert tólg-
arbragð finnist að smjörlíkinu.
Er það sjálfsagt, að vinna
úr þeim innlendum efnum, sem fá-
anleg eru.
Gísli rómar það hvern styrk
Hannes Thorarensen forstjóri Slát-
urfélagsins, hafi veitt þeim til þess
að koma verksmiðjunni svo fljótt
á laggirnar. Og það er eigi að eins
að verksmiðjan hafi fengið hvisa-
skjól hjá Sláturfélaginu, heldur fær
hún ís hjá því — eins og fyr er
sagt — og afl frá hreyfivél Slátur-
félagsins tíl þess að reka með 'vél-
ar sínar-
Það hafa margir fundið til þess,
að erlent smjörlíki, sem hér er selt,
er verra heldur en það smjörlíki,
sem menn fá erlendis. Hyggja víst
flestir að það stafi af því, að hing-
að flytjist ekki nema lökustu teg-
undir smjörlíkis. En þetta er ekki
rétt ályktun. Um smjörlíki gildir
hið sama og um smjör, að það er
bezt meðan það er nýtt af strokkn-
um, en það þolir þó enn ver
geymslu heldur en smjörið. Það
smjörlíki, sem hingað flyzt frá útl.,
er því alt af meira og minna skemt,
samanborið við það hvernig það er
meðan það er glænýtt. Þeir, sem
þetta vita, sækjast því alt af eftir
því að fá nýtt smjörlíki.
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4