Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Snrtnudag
lan. 1919
DNBLADID
6. argangr
74.
tdlublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen
fsafoldarprentsmiðja
Afgreioslusími nr. 500
Úr loftinu
Friðarftmdminn.
London, 25. jan.
í dag- verður haldinn opinber
fundur þar sem allir fulltrúar frið-
arráðstefnunnar verða saman-
komnir og liefst þá friðarstarfið
fyrir alvöru viðvíkjandi endur-
sköpun Norðurálfu og framtíð al-
heims, sem byggist á þremur aðal-
gremum:
1. AS þeim, sem bera ábyrgð á
upptökum stríðsins, sé hegnt og
skaðabætur greiddar fyrir það tjón,
sem hernaðurinn héfir valdið.
2. Að stofnað verði alþjóðafélag
og komið í veg fyrir ásælnisstrð.
, 3. Alþjóðalöggjöf í atviimumál-
.wm og alþjóðaeftirlit með höfnum
og siglingaleiðum, svo sem Rín og
Hellusundi.
'Mr. Lloyd George niun hefja um-
ræður um alþjóðafélagið. Verður
skip^ð nefnd í það mál og á Wilson
fp'seti að vera formaður hennar
: sauikvæmt uppástungu „Erho de
Paris".
Stjórnarbylting í Portogal
Fvi ungssinnar í meiri hluta?
Það er mjög á huldu enn, hverii-
ig ástandið er í Portúgal. Sumar
fregnir herma það, að stjórnin hafi
enn tögl og hagldir, en símskeyti
frá Vigo, dagsett 24. janúar, segir
að meginþorri setuliðsins í Liss'a-
b*m hafi gengið í lið með konungs-
sinnum og að konungsveldi hafi
verið hylt í Lissabon. Það er mælt,
. að flötinn, sem heldur trygð við
lýðveldisstjórnina,  haí'i  skotið  á
Oporto, en að nær allur landher-
inn hafi gengið í lið með konungs-
sinnum.
Bolzhewikkar svara ekki.
Bkkert svar hefir komið frá
Bolzhewikkum í Rússlandi við
þeirri uppástungu bandamanna að
halda réðstefnu í Marmarahafi.
„Petit Parisien" býzt við þvi, að
Petrograd muni bráðlega falla og
,að  veldi  Bolzhewikka  muni líða
í£aupir8u góðan hlut,
<s& mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
undir lok, og fullyrðir að "Wilson
forseti sé við því búinn hvað gera
eigi, ef samningar takist ekki.  •
Fangabúðir Þjóðverja.
Nefnd sú, sem skipuð var til þess
að íhuga meðferð hertekinna
manna, tilkynnir það, að stjóm
Þýzkalands hafi fullvissað sendi-
herra Hollendinga í Berlín um það,
að engar leyni-fangabúðir séu í
Þýzkáíandi né hafi nokkuru sinni
verið þar. Seridiherra Hollendinga
hefir sjálfur lýst yfir því, að hann
viti ekki heldur til þess, að neitt
sé hæft í sögusögnum um slíkar
fangabúðir.
Kolaskortur í Berlín.
„Berliner Zeitung am Mittag"
segir frá því, að yfirvöldin í Ber-
lín 'séu að hugsa um að loka öllum
leikhúsum vegna kolaskorts. Kvik-
myndahúsum verður þó haldið
opnum, vegna þess að „þau eru
leikhús alþýðunnar". Það er enn
fremur gert ráð f'yrir því, að loka
öllmn kaffihúsum og veitingahús-
um og draga úr gatnalýsiugu eftir.
klukkan hálftíu á kvöldin.
Skipatjón Breta.
„Exehánge  Telegraph"  skýrir
frá því, að bráðlega verði birt ná-
kvæm skýrsla um herskipatjón
Breta í ófriðnum. Um kafbátatjón
Breta, sem einnig verður innifalið
í þessari skýrslu, segir „Exchange''
að Bretar hafi mist 59 alls. Þar af
gl'önduðu óvimrnir 39, kyrsettir
voru 3, í Eystrasalti fórust 7 á
sþrengjum, 4 fórust af slysum og
5 fórust við árekstur en 1 strandaði.
Þjóðverjar hafa mist 203 kaf-
báta í stríðinu. Þeir eiga að af-
henda bandamönnum 185, þar á
meðal 5, sem kyrsettir hafa verið á
Spárii, Hollandi og Noregi. Þeir
hafa þegar skilað 135, en 50 eru
enn eftir.
,H@rsir' tatinn af
Það er nú taHð víst, að vélbát-
urinn „Hersir" frá Sandgerði muni
hafa farist í rokinu á þriðjudagimi.
„Geir" og fleiri skip hafa leitað
hans um flóann, on hvergi hefir
hans orðið vart.
A bátnum voru 5 menn.
KaupirSu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
Pormaðurinn hét Snæbjörn
Bjarnason og átti hann heima á
Hverfisgötu hér í Reykjavík. Læt-
ur hann eftir sig ekkju og 4 börn.
Ólafur Sigurður Ólafsson, nýlega
kvæntur maður, og bróðir hans,Sig-
urbjörn Ólafsson, ókvæntur. Áttu
þeir bræður heima á Hólabrekku
á Grímsstaðaholti, og er þar móðir
þeirra hrum af elli.
Fjórði maðurinn hét Ölafur
Gíslason, ókvæutur, og átti heima á
Grrettisgötu 37.
Fimti maðurinn hét Sveinn eða
Sveinbjörn og var frá Sandgerði.
Alt voru þetta dugandi menn á
bezta aldri.
Það er ætlun maima, að bátimi
hafi fylt undir þeim, sjór gengið
yfir hann meðan þiljugáttin var
opin. Klukkan fjögur á þriðjudag-
inn hafði annar bátur tal af
„Hersi", og var hann þá að draga
lóðina og átti eftir f jögur bjóð ó-
dregin. En þá var komið j versta
veður og skafrok.
Bátinn áttu þeir Jón Guðjóns-
son, Daníel Magnússon í Lykkju á
Kjalarnesi og Snæbjörn Bjarnason,
formaðurimi.
Ranghverfa
bæjarlífsins.
Hneixlismál eitt mikið er nú sem
stendur á döfirini, og gefur það ó-
fagran vitnisburð um síðferðis-
ástandið í bænum. Svo ófagrau, að
vonandi verðiir ekki hætt fyr en
grafið er til fulls fyrir rætur þeirr-
ar háskalegu meinsemdar, sem náð
hefir að biia um sig í bænum. Og
afdrif málsins ráða íniklu um það,
hvort höfuðborgin getur framvegis
heitið siðaður bær eða hlýtur sess
með sjóarþorpum eða skuggahverf-
um stórborganna.
Sum blöðin hafa undánfarið ver-
ið að tala um hvíta þrælaverzlun
í þessu sambandi og nefnt þetta mál
því nefni. Þetta er eigi rétt, því
hvít þrælaverzlun táknar það er-
lendis, að stúlkunum sé rænt og
þser neyddar til saurlifnaðar. Hér
snýst málið um annað. Það hefir
komið-fram, að stúlkur hafa selt
sig, og grunur leikur á því, þó eigi
sé það fullsannað enn, að menn hafi
hafí gert sig seka um að leyfa
sam-Iifnað í Inísum þeim, er j^eir
hafa umráð yfir, og aðrir verið
milligöngumeim milli \itlendra sjó-
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
ara og innlendra drósa, en þetta
varðar hvort tveggja við lög. Kven-
fólki, sem lifir á saurlífi, má aftur
á móti ekki refsa, nema það hafi
fengið áminningu áður.
Fúllifnaður hefir stórum aukist
hér í bænum síðan erlend seglskip
fóru að venja komur sínar hingað.
Þau liafa legið hér, stundum mán-
uðum saman, og óþjóðalýður sá,
sem þau hafa innanborðs, vaðið hér
uppi, óhindraður að miklu leyti. í
fyri-avetur bar töluvert á ólifnaði
í skipunum, eri eftir að farið var
að hafa gætur á samgöngum við
skipin, hefir hann færst á þurt
land.
Upphaf málsins er það, að í haust
kemst lögreglan á snoðir um ó-
sæmilegt athæfi í hiisi einu hér í
bænum, sem selur möimum gist-
ingu. Við rannsókn, sem hafin var
í þessu, flæktust tvö hús önnur og
nokkrar kvensniptir inn í málið,
og eim einn maður, sem grunaður
var um milligöngu milli stúlkna og
útlendingá.Málinu varvísað til bæj-
arfógeta 23. okt. og skrifar hann
þá þegar stjórnarráðinu og biður
það um að skipa sérstakan rann-
sóknardómara í málinu, með því að
fyrirsjáanlegt sé, að það verði svo
umfangsmikið, að hann anni því
ekki, í oí'análag á öll þau störf, sem
fyrir hendi séu. — Má í þessu sam-
bandi geta þess, að bæjarfógeti hef-
ir sýnt stjórnarráðinu fram á það
með rökum, sem eru deginum ljós-
ari,  að  skiftingin, sem fram fór
í  fyrra  á  bæjarfógetaembætinu
gamla, er að ýmsu leyti sérlega ó-
hentug og að störf þau, sem lögð
eru á bæjarfógetaskrifstofuna, eru
óhæfilega mikil,  miðað  cið  þann
mannafla,  sem hemii er ætlaður.
Mun síðar minst nánar á það hér
í blaðinu. — Stjórnarráðið svarar
ekki þessu bréfi fyr en 6. des., að
inflúenzan var um garð gengin, og
kveðst  ekki  geta  iitvegað  neinn
lögfræðing til að taka að sér starf-
ið  og  verður  það  úr,  sjálfsagt
vegna þess meðfram, að sumt fólk-
ið, sem eklri kom hvað minst við
málið, var dáið, farið úr bænum
eða veikt, að stjórnarráðið ákveð-
ur að láta málið ekki fara lengra,
en leggja fyrir lögreglustjóra að
láta framvegis hafa sérstakar gæt-
ur á fólki því, er við málið var
riðið. En 11. jan. lætur stjórnin
taka málið upp á ný og eftir að
bæjarfógeti hefir fengið,, nauðsyn-
legar  upplýsingar  hjá  lögreglu-
stjóra 17. þ. m., byrja prófin (á
þriðjudaginn  var).  Viljum  vér
rekja sögu málsins svo ítarlega sem
KaupirSu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4