Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						'Fimtudag
6
febr.  1019
0. »rgar gr
85
tðlublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjórij Vilhjálmur Finsen
tsafoldarprentsmiðj*
Afgreíðsíy*Í»L! nr, 500
Úr loffinu
London, 5. febr.
Þ,jóðabandalagið.
Wilson forseti hefir gert nefnd
þeirri á friðarráðstefmmni, sem á
að f jalla um þjóðabandalagið, grein
fyrir því, hvert hlutverk hann ætl-
ar þjóðabandalaginu að vinna.
Hugmynd hans er í f áum orðum sú,
að bandalagið verði í raun og veru
eins konar yfirríki.
Frá Rússlandi.
Frá Libau er símað, að her Fmna
¦ og Eistlendinga haldi suður á bóg-
inn frá Dorpat og hafi unnið þýð-
ingarmikla sigra á „rauðu" her-
sveitunum. Hami hefir náð á sitt
Yald borginni Wark, sem er á vega-
.öiótum járnbrautanna frá Riga til
Pleskau og frá Riga til Reval, og
með því tept aðal-samgönguleið
Maximalista í Livlandi og Kur-
landi.
Herskipabyggingar Japana.
Það er símað frá Tokio, að lokið
touni verða byggingu tveggja
stórra herskipa í Japan í júlí og
°któber. Þau heita Naguto og
¦Astu, — verða 40 þús. smáfcstir og
,VoPnuð með 16 þuml. fallbyssuni.
Bráðlega verður byrjað á byggingu
tvegg-ja stórskipa annara.
i'.                                             '   í
Kröfur Grikkja.
Nefnd verður skipuð á friðarráð-
&tefnunni til þess að rannsaka kröf-
^ þær, sem Venizelos hefir gert
^l landa í Litlu-Asíu fyrir hönd
^fikkja. í nefndinni verða fulitrú-
'** BandaTÍkjanna, Breta, Frakka
°S ítala, tveir af hverri þjóð.
^fndin á að gera tillögur um rétt-
atan úrskurð og henni er heimil-
aS að leita álits hlutaðeigandi þjóð-
flokka.
Frá Þýzkalandi.
"^partacus'' -menn hafa náð völd-
* Königsberg.
aQiiaerstein  hershöfðingi  er
1 aour f ormaður vopnahléssamn-
^PirSu góðan hlut,
*Qundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
inganefndarinnar þýzku í Spa, í
stað Winterfeldts kershöfðingja.
Símskeyti frá Kaupmannahöfn
hermir það, að áköf orusta hafi ver-
ið hafin að kvöldi hins 3. febrúar
skamt frá Bremen. Annars vegar
voru hersveitir stjórnarhmar, en
hins vegar Spartakistar. Úrslitin
eru ókunn, en það er sagt, að her-
liðið hafi komist inn í borgma á
ýmsum stöðum.
1000 Belgar,
sem urðu landflótta í byrjuu stríðs-
ins, og hafa dvalið í Liverpool síð-
an, héldu heim til Antwerpen í
gær. Voru þeir leiddir út með gjöf-
um úr nýjum samskotasjóði-
Farmgjöld.
Herra ritstjóri!
Út af grein í heiðruðu blaði yðar
h. 3. þ. m., um lækkun flutnings-
gjalda, vil eg leyfa mér að gefa
eftirfarandi skýringar, þar scm al-
menningur, sem ekki er kunnugur
máli þessu, getur álitið að hér á
landi sé haim féflettur með háum
flutningsgjöldum.
Að kolaflutuingsgjaldið til Dan-
merkur, sem getið er um, er svo
lágt, stafar af því, a§. hér um bil
öll dönsk skip sigla fyrir nefnd,
sem kölluð er „Fragtnævnet".
Nefnd þessi greiðir iitgerðarmöim-
mn skipanna sanngjarnt flutnmgs-
gjald með skipunum, og er þetta
flutningsgjald töluvert meira en
það 4 0 kr. flutningsgjald
fyrir smálestina, sem kola-
innflytjendur greiða nefndinni.
Greiðir ríkissjóður mismnninn milli
flutningsgjalds þess sem útgerðar-
menn fá og þess sem kolainnflytj-
endur greiða. Þau dönsk skip, sem
ekki sigla fyrir nefndina, verða að
greiða ákveðið afgjald af flutn-
ingagjöldum sínum til nefndarinn-
ar, og á það að vera hlutdeild í
mismuninum milli þess sem nefndin
greiðir titgerðinni og fær hjá kola-
innflytjendum. Með þessu fyrir-
komulagi fær almenningur ódýrari
kol og útgerðarmenn skipanna
síftmgjarnt flutningsgjald.
Um kolaflutningsgjaldið hingað
til landsins er það ao segja, að þau
skip landsins, sem hafa flutt kol,
hafa alt af siglt fyrir sama flutn-
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
ingsgjald og ömmr skip hafa i'eng-
ist til að sigla fyrir, og lækkað
flutningsgjöldin í sama hlutfalli og
önnur skip, þrátt fyrír það, að þau
hafa þurft að sigla aðra leiðina
með íslenzkar afurðir, svo sem fisk,
síld og ull fyrir 90 shillings smá-
lestina, samkvæmt samningum við
bandamenn. Flutningsgjöldin milli
Bnglands og íslancK bæði fyrir kol
og aðrar vörur, eru nú Mi lægri
en þau voru, þegar ]>aii voru hæst
hingað til landsins.
Að ]dví er snertir Ameríkuflutn,-
ingsgjöldin, er oss gjarnt á að bera
saman smáskipin okkar og úthafs-
skipin, þó að „Gullfoss" taki að
eins 800 smálestir af vörum og
„Lagarfoss" tæpar 1000 smál., en
þau aftur á móti 10—20,000 smá-
lestir. Stórskipin sigla fullfermd
fram og til baka, en okkar skip
verða að sigla með möl og grjót í
aukakjölfestu, sem kostar 10 krón-
ur smálestin komið um borð, og ef
ekki er hægt að kasta því fyrir
borð vegna óveðurs, kostar það oss
2 0 k r. s m á 1 e s t i n, að iosna
við það aftur. Hér eftir verða skip-
in að sigla tóm vestur, því að eftir-
spurn er engin lengur eftir íslenzk-
imi afurðum í Ameríku. Stóru haf-
skipiu fá ódýr kol til allror ferðar-
innar frá Englandi til Ameriku.
Skip vor verða þar á móti að taka
um 150 smálestir af kolum í hverri
ferð hérna, með því verði, sem' vér
allir þekkjum. Litlu ka-nurnar okk-
ar verða að greiða 150 dqllara á
dag í bryggjugjald í New York, og
stóru 10,000 smál. skipin greiða hið
sama, þar e.ð bryggjurnar eru eign
járnbrautarfélaganná, og leigan er
alveg jafn há, hvort sem skipiu eru
smá eða stór. Hafnsögugjald og
dráttargjöld hér um bil hin sömu,
tollhúsgjöld jafn há, o. s. frv. o. s.
frv.
Um lækkun flutnmgsgjaldamia
hér, leyfi eg mér að vekja athygli
á því, að Eimskipafélag íslands hef-
ir þegar lækkað flutningsgjöld með
skipum sínum, þrátt fyrir það, að
engin útgjöld, nema stríðsvátrygg-
ingargjaldið hafa lækkað, og er
það lækkaði, var þegar felt burt
aukagjald það, 22 krónur á smá-
lestinni, sem var bætt við f lutnings-
gjöldin, þegar iðgjaldið hækkaði,
vegna þess að Bandaríkin lentu í
ófriðnum. Umhverfis Ameríku hef-
ir aldrei verið neitt hættusvæði, og
má því ekki búast við eins mikilli
lækkun flutningsgjalda hér, þótt
stríðsvátryggingargjaldið falli nið-
ur, og með skipum sem sigla til
Stóra-Bretlands.  Flutningsgjöldin
Kaupirðu góSan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
milli Ameríku og Norðurlanda hafa
ekki lækkað meir en sem svarar
því sem stríðsvátryggingariðgjöld-
in hafa lækkað.
Eimskipafélag Islands lækkar mi,
frá 5. febrúar, flutningsgjöld sín
um 10 c/o, þó að engin útgjöld, að
undanskildum kolunum h é r, séu
lægri. Kolin í New York hafa
hækkað í verði eftir að vopnahléð
komát á og vimiulaun hafa eihnig
hækkað töluvert eÖir það, og nú
aftur eftir verkfallið. Bryggju-
gjöldin hafa hækkað vegna þess að
áætlanaskipin hafa tekið upp fast-
ar ferðir sínar. Aiik þess ha£a ölx
útgjöld hækkað, vegna þess hve
gangverð ameríkskra peninga hef-
ir hækkað, og þegar bætist við alt
þetta, að skipin verða að fara aðra
leiðina tóm, má sjá að í raun og
veru eru engar ástæður til þess að
lækka flutningsgjöld hingað til
landsins. Dýrtíðaruppbót til skips-
hafnarinnar hefir ekkert lækkað,
og ófriðaruppbót heldur ekki, og
fæðið er jafn dýrt.
Þrátt fyrir þetta, fór Eimskipa-
félag íslands þegar í stað að lækka
flutningsgjöldin, og íigmur þessi
lækkun því, að hvert skip fær nú
k r. 2 0,0 0 0 minna í flutnings-
gjald í hverri ferð, og verðlækkun
kolanna hér vegur ekki nándar
nærri upp á móti verðhækkun kola
og annars í Ameríku.
Eimskipafélagið hefir alt af haft
flutningsgjöld með skipum sínum
sanngjörn, og haldið þeim lægri
en aðrir, og hefði verið fróðlegt
að vita, hversu há flutningsgjöld
vér hefðum þurft að greiða, hefði
Eimskipafélag Islands ekki verið
til og landið hefði engin skip átt.
Til samanburðar vil eg geta þess,
að flutningsgjald til Færeyja með
e.s. „Minsk'' var 7 0 k r ó n u r
fyrir hverja steinolíu-
tunnu, og hið sama fyrir smurn-
ingsolíu, en með okkar skipum var
flutningsgjaldið um sama leyti 4 0
krónurfyrir tunnuna, f yr-
ir benzíntunnuna 100 krónur,
en hér 50 krónur fyrir tunn-
una, fyrir kaffi 4 7 0 k r. s m á-
1 e s t i n, en hjá Eimskipafélaginu
232 krónur smálestin, f yrir
hveiti 210 kr. smálestin, en
hjá Eimskipaf élaginu 19 7 k r.
smálestin o. s. frv. Þetta skip þurfti
ekki að greiða neitt hærra stríðs-
vátryggingargjald þar sem það
sigldi heldur ekki á hættusvæðinu.
Eimskipafélag íslands mun alt af
vera viðbúið að lækka flutnings-
gjold sín, eftir því sem útgjöldin
lækka, og maður má ekki kenna
fiutningsgjöldunum meira um dýr-
tíðina, en þau eiga skilið.
Reykjavík, 5. febr. 1919.
Emil Nielsen.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4