Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Mánudag
17.
febr. 1919
fflORGUNBLADIÐ
0. ar&angr
96.
tBlnblat
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen
ísaíoldarprtntsmiCj*
Áfgrrdðfkuími ur. 500
Erl simfregnir.
Frá fréttaritara Morgunblaðsins
Khöfn, 15,'febr.
Friðarímidurinn hefir samþykt
lög um alþjóðasamband.
Michelsen hefir gefist upp við að
mynda nýja stjórn í Noregi.
Mamierheim hefir orðið veikur í
Stokkhólmi og heimsókn hans til
Kaupmannahafnar er frestað. v
Gengi erlendrar myntar.
100 krónur sænskar    107.85
100 krónur norskar    105.10
Sterlingspund          18.26
100 dollarar          383.50
Á sextugsafmæli
Jóns Magnússonar f orsætisráð-
herra (16. jan.) flytja „Berlingske
Tidende" um hann alllanga grein
með mynd. Segir í þeirri grein svo,
meðal annars: „Það mun tæplega
iinnast varkárari og þöglari stjórn-
málamaður á Norðurlöndum held-
ur en Jón Magnússon.....Hann
kann að starfa; hann fiefir víðtæka
þekkingu, er gagnkunnur Dana-
málum, og hann er sá „diplomat'',
sem hinir æstu samþingismenn hans
hafa jafnan treyst á þegar vanda
bar að höndum. Þess vegna var
líka leitað til hans þegar deilan
milli Dana og íslendinga harðnaði
í fyrravetur, jafnframt því sem ís-
lenzku flokkarnir voru hver öðrum
andvígari en nokkru sinni fyr.
Hann greip stjórnvöliim með
traustri hönd, þögull, gætinn en þó
stefnuvissari en fyrri stjómmála-
menn íslands. Og hann setti stefn-
una þegar á fullveldi íslands.
Flokkana fékk hann fljótt með sér
Og sama trausts og hann naut ;'. ís-
landi af laði hann sér i Kaupmanna-
höfn. Nú komst skriður á málið og
því lauk með sambandslögunum
nafnkunnu.
Það er Jóni Magnússyni framar
öllum öðrum íslendingum að þakka
að hinum vandasömu samningum
lauk svo friðsamlega. Jón Magnús-
son skilur danskan hugsunarhátt.
Friðsamlega, gætilega og diploma-
tiskt greiddi hann iirwvandræðun-
um jafnan. Hin yfirlætislausa og
bjartanlega gestrisna hans og konu
b-ans gerði dönsku nefndarmönnun-
am dvölina í Reykjavík ánægju-
Kaupirðu góðan hlut,
$á mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson,
lega og viðkunnanlega. Danir þeir,
sem voru á íslandi í sumar, fengu
þá skoðun á Jóni Magnússyni, að
þótt hami sé fyrst og fremst Is-
lendingur og ekkert annað en ís-
lendingur, þá eigi þó Danmörk og
dönsk menning, þar sem hann er,
tryggau og vitran vin, sem vill
leggja alt kapp á drengilega og
góða saittvinnu milli íslands og
Damnerkur undir hinum nýja sátt-
mála."
ÍsSand — Færeyjar.
Samband við Noreg.
Sum norsk blöð eru ná aö ræða
um það að Færeyjar og Tsland eigi
ekki lengur að vera í sambandi við
Danmörk, heldur saineinast móður-
landinu Noregi. Þannig skrifar t.
d. „Nationen" :
— Land vort á því láni að fagna,
að það þarf ekki að gera síórar
kröfur þá er ferið verður að breyta
Norðurálfukortinu.....Það ætti
enguin að koma á óvart, þótt Dan-
mörk tæki til athugunar afstöðu
sína gagnvart íslandi og Færeyj-
um, um leið og suðurjózka málið
er tekið til meðferðar. Vér skulum
láta ósagt, hvort nokkur sérstakur
áhugi sé fyrir því hér i landi, en á
hiun bóginn er það trúa vor, að
íbúarnir í þessum útkjálkalöndum
ættu að fá að láta uppi álit sitt nú,
þá cr þ.ióðernisskiftÍQgin á að verða
grundvöllur hinna miklu land-
breytinga í álfunni.
En hvað sem öðru líður, þá er
sú grafþögn, sem hvílir yí'ir íslandi
og Færeyjum, ekki í samræmi við
pólitík tímans yfirleitt. Hér er |>ó
ckki um að ræða nein viðkvann mál,
cða þýðingarmikla viðskiftahags-
muni, heldur er um að niiða að fá
ráðið hreint fram úr þjoðasifjiuu,
og'nú cr einmitt tíminn til þess að
ræða þetta blátt áfram og öfga-
laust.-------
1 blaðið „Nidaros" skrifar ein-
hver Johs. Ekker:
•— í blaðinu „Nidaros" hefir
hvað eftir aimað vcrið mælt fram
með því, að þá er farið verður að
gcra upp álfubúið, verði þcssi
gömlu norsku lönd (ísland og Fær-
eyjar) gefin Noregi aftur. Þetta er
fullkomlega réttmætt og einkemii-
legt, að engimi skuli hafa minst á
það fyr. Þó má eigi gefa Noregi
þessi lönd aftur nema því að eins
að þau vilji sjálf ganga í konungs-
Kaupirðu göðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pótursson.
samband við Noreg4 Um þessa
kröfu ættu allir Norðmenn að sam-
einast og vér væntum þess af stjórn
vorri, að hún láti nú málið til sín
taka. Nú eða aldrei. Vér höfum
ekki ráð á því að missa þami menn-
ingarlega hagnað, sem vér hefðum
af nánara endursambandi norræna
Ivynstofnsins.-------
í „Moss Avis" ritar einhver E.
R. grein um Suðurjótland og ís-
land. Er það aðallega skammagrein
til „Politiken" í sambandi við það
sem hún hefir sagt um grein eftir
þennan rithöfund um Suður-Jót-
land. En í því sambandi tekur hann
upp þessa klausu úr „Politiken' * :
„Norðmenn hafa enga þjóðernis-
kröfu til íslands. Auk þess hafa
íslendingar nú, í samræmi við
grundvallarregiuna um sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðaima, samþykt
það með yfirgnæfandi meirihluta,
að halda sambandinu við Dani." —
Sama lýgin upp aftur og upp aftur,
segir E. R. Enn hafa íslendingar
aldrei fengíð tækifæri til, að greiða
atkvæði á grundvelli sjálfsákvörð-
unar um þjóðernisstefnuna. Með
þjóðaratkvæði því, er 113'lega var
greitt, hefir ísleiidingum gefist
tækifæri til þess að láta í ljós vilja
sinn í stjórnskipun inn íx við, en
þeim hefir ckki geíist kostur á að
kjósa um það, samkvæmt þjóðern-
isreglunni, hvort þeir vilji fylgja
Dönum eða Norðmomium. Og þótt
íslendingar hafi með þessari at-
kvæða greiðslu sameinast um sjálf-
stætt og óháð konungsríki og ætla
að nota Danakonung sem ríkishöi'-
uð, þá sýnir þetta alls eigi neitt
sérstakt fylgi við Dani og jná alls
eigi takast sem sönnuu fyrir þverr-
andi rækt íslenzku þjóðariunar \i(x
sitt gamla móðurland, en að sama
skapi aukna rækt við Danmörk.
Ef „Politiken" vill fræða nor-
ræna alþýðu um það, að íslendiug-
ar hafi æskt nánara bandalags við
Danmörk, þá hefði hann átt að
velja til þess heppilegri stund en
þá cr ísland hefir slitið ríkistcngsl-
um við Danmörk og drcgur upp
þjóðfána sinn í fögnuði út af því,
að vera nú laust undan hinni höt-
uðu Danastjórn. — —
Þessari grein er aftur svarað
seinna í sama blaði og þar scgir
meðal annars svo, að fæstir Norð-
menn mmii sakna þess að ísland og
Færeyjar gengu undan Noregi fyv-
ir 100 árum. Og að Noregur cigi
að fá ísland aftur, sé mest mulir
því komið, að fslcndingar sjálfir
vilji slíkt samband, því að mót vilja
þeirra sé það ekki hægt. En sann-
Kaupirðu góðan hhit,
þá mundu hvar þú fékst hann.
Sigurjón Pétursson.
leikurinn muni vera sá, að íslend-
ingar kæri sig ekkert um það^ að
komast undir Noreg. Þeir vilji ráða
sér sjálfir (með Kristján 10. sem
konung) og að miklar líkur séu til
þess, að þeim muni takast það vel.
Vér getum f allist á að það sé rétt,
sem segir í þessaiú síðustu grein, að
íslendingar muni ekki kæra sig um
það, að komast í samband við Nor-
eg. Að minsta kosti höfum vér eigi
heyrt neiuar raddir um það hér
heima. Sjálfstæðisbarátta vor hefir
ckki stefnt að því að losna við Dani
til þess að komast uudir einhverja
aðra þjóð, heldur höfum vér jafnan
stefnt að því, að fá fullveldi í öll-
um vorum málum. Nú mun það eigi
vaka fyrir þeim Norðmönnum, sem
um þetta mál rita, að Island eigi á
nokkurn hátt að vera „undir'' Nor-
egi, heldur að ehis í konungssam-
bandi við Norðmemi. En vér sjáum
eigi enn, hver hagur okkur ætti að
vera að því, fremur en vera í kon-
ungssambandi við Danmörk, eins
og nú er.
Kirkjulifið
á Seyðisfirði.
Af því að eg er einn af kaupend-
um Morgunbl., ætla eg að senda
því dálítimi pistil um kirkjulíf
vort, Seyðfirðinga; og framtíðar-
horfur þess. Er ])að eigi ófróð-
legt fyrir biskup og kirkjuvöld að
heyra um það. Og eg skal ekki
þreyta nieim með mikilli mælgi.
Eigi þarf að lýsa staðháttum hér.
Flestir vita, að bærinn skiftist í tvo
aðalhluta. Aðalbærimi er Aldan og
Búðarc.vrin, samvaxin. Þar eru tæp-
lega % íbúanna, en Vestadalseyr-
in, með rúmlega V8 íbúanna, er
næstum hálfa mílu út með firðin-
um og eigi sem greiðfærastur veg-
ur á milli, síst á vetrardag. Nú vseri
eigi ó'sanngjarnt að kirkjan væri
þar sett í bænum, er flestir eru íbií-
arnir. En það er síður en svo sé.
Hún stendur einmaua og oftast tóm
úti áVestdalseyri, því varla er hægt
að scgja að bæjarbúar, hér iniiau
að, ræki kirkjugöngu nema einu
siimi á ári, þ. e. þegar fermt er.
Hygg eg eigi ýkt, þótt fullyrt sé, að
% allra bæjarbúa konii eigi í kirkju
þcssa nema í ])etta eina sinn, allan
ársins hring. Af hverju kemur nú
Kaupirðu góðan hlut,
þá mundu hvar þú fékst hamv
Sigurjón Pétursson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4