Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ILaugardag
8
marz 1919
QRGUNBLAÐ
6. arffangv
115
tðtabl* *
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjalmur Finstn
tBafold«rpr«nttmi8i«
A3%T*í9#ím&ím~ m  89#
í
Bæjarstjörnarfundur
6. þ. mán.
Baraaskólinn.
Samkvæmt ákvörðunum skóla-
nefndar heldur kensla áfram í
barnaskóla Reykjavíkur að þessu
sinni til maíloka og próf verða
haldin í júní.
Laun stundakennara við skólann
*ru ákveðin kr. 1.20 fyrir hverja
kl.st., auk dýrtíðaruppbótar.
Skólahald standi yfir frá kl. 9—
12 árd. og kl. 1—5 síðd. Örfáar
kenslustundir kl. 12—1.
Matgjafir verða ekki í skólanum
það sem eftir er vetrar, en í stað
þess hefir nefndin ákveðið, að verja
nokkurri upphæð til styrktar Sam-
verjanum, til þess að láta skóla-
börnum mat í té.
Endurskoðun reikninga.
Lagðir voru fram reikningar yfir
tekjur og gjöld Blómsveigasjóðs
Þorbjargar Sveinsdóttur (jafnað-
arreikningur yfir 6 þús. kr.), og
Sjúkrahússjóðs Reykjavíkur (eign-
ir sjóðsins taldar urn áramót síð-
ustu tæpar 40 þús. kr.). Til að end-
urskoða reikninga þessa voru kos-
in Inga L. Lárusdóttir ug Guðm.
Ásbjarnarson.
Bráðabirgðarlán.
Samþykt að taka alt að kr. 200
þús. bráðabirgðarlán handa bæjar-
sjóði, er endurgreiðist af tekjum
bæjarsjóðs á yfirstandandi ári.
Seljaland og Votivöllur.
Samþ. var við aðra umræðu að
bærinn skildi kaupa Seljaland og
Votavöll. J6n Þorláksson talaði
einn á móti því, að bærinn keypti
þessi lönd, og færði til þess ýmsar
ástæður, svo sem að bænum yrðu
þessar eignir frekar til byrði en á-
góða, leiga fengist ekki upp í árs-
rentur af peningum þeim, er fyrir
þær ættu að látast. og að opinber-
ar eignir sættu yfirleitt verri með-
ferð en eignir einstaklinga, jafn-
vel svo, að menn teldu það skyldu
sína, að níðast á þeim fyrir augna-
blikshagnað o. s. frv.
Hjálparstöð fyrir berklaveikt fólk.
A síðasta bæjarstjórnaríundi var
lagt fram erindi frá hjákrunarfé-
laginu „Líkn", þess tfnis, að beið-
. ast styrktar til að koma upp hjálp-
Xaupirðu góðan hlut,
íiá mundn hvar þú fékst hann
Sigurjón Pétursson.
leikfétaa Hetfkfavíkur.
Skuggar
leikrit i 4 þátturo, eftir Pál Steingrfm8«on,
verður  leikið  simnndaginn 9. marz  fel.  8  í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir i Iðnó i dag frá kl. 4—7 með hækkuðu verði
og á morgun frá kl. 10—12 og eftir 2 með venjulegu v-rðt
arstöð fyrir berklaveikt fólk. Var
erindi þessu þá vísað til farsóttar-
nefndar, og voru tillögur hennar
lagðar fyrir bæjarstjórnina og sam-
þyktar. Þær voru þess efnis: Að
beilbrigðisfulltrúa sé falið að af-
henda hjúkrunarfélaginu „Líkn"
það af '-timfatnaði jg handklæðum,
er bærinn á og ekki þarf að nota
nú við sóttvarnir, og: að veita fé-
laginu 1000 kr. styrk úr bæjar-
sjóði í ár, er teljist til óvissra út-
gjalda.
Islenzkir rithöfundar,
Það heyrist oft kvartað yfir því,
hve margir séu skáldmæltir meðal
þjóðar vorrar. Það virðist sem
mörgum falli það illa; það beri vott
um yfirlæti og mont, að yrkja.
Menn gera lítið úr flestum, sem við
það fást, og reyna með hrakspám
og óvingjarnleik að bindra flesta á
þeirri braut. Rithöfundabrautin
hér er alt annað en glæsileg. Svo
að þeir, sem leggja á hana gera
það ekki af monti, Leldur af sterkri
þrá eða löngun. Fáir eða engir rétta
nýgræðingnum liðsyrði eða hjálp-
arhönd. Gott þegar ekki er bein-
línis spilt fyrir þeim. Hér eru engir
sjóðir eða félagsskapur til styrktar
rithöfundum eða rithöfundaefnum.
Algengir verkamenn fá 10 krónur
á dag og þar yfir. En það mætti
^era afkastamikill rithöfundur hér,
sem fengi fæ8i fyrir handrit gÍQ
Svo lágt er verðið á andlegum af-
urðum. Er það hlægilegt) að heil
þjóð skuh veita öllnm skáldum, rit-
höfundum, myndhöggvurum, mál-
urum, söngvurum, yfir höfuð öllum
listamönnum til samans, 13 þústuid
krónur, sem er ekki meiri upphæð
en margir embættismenn þjóðar-
innar, hver um sig, hefir í laun yfir
árið. „Svo fjölmörg perlan hrein
sem geislans glit var grafin djiiþt
í  hafsins  leyndardóm,  hve  fjöl-
Kanpirðu góðan hlut,
þ& mundn hvar þú fékst bann
Sigurjón Péiuraaon.
margt blómið átti ilm og lit á öræf-
in að sóa, dauð og tóm,'' segir Ein-
ar Benediktsson. Hann segir enn
fremur: „Ei þekkin^ birtu ber við
þvílík kjör, né breiðir fyrir siíka
djásn síns auðs; tóm, ísköld neyð
lét fjötra þeirra fjör og frjósa
þeirra andans lind til dauðs." Og
þetta er satt. Hæfileikar margra
fá ekki að njóta sín vegna erfið-
leika og fjárhagslegra vandræða.
Margir listhneigðir og skáldmæltir
menn leggja strax árar í bát og
landið tapar við það stundum sín-
um beztu efnum. Mér virðist, að
það œtti að gleðja menn, að sem
flestir helguðu listum, skáídskap
og vísíndum krafta sína að meira
eða minna leyti. Það ber vott um
ríkt andlegt líf qg mikinn þroska.
En hið gagnstæða sýnir hnignun
og vaxandi heimsku.
Hér á landi er bóka- og blaða-
útgáfa mikil samanborið við fólks-
fjölda. En blöðin eru of mörg og
smá, og of mikið af þýddum sög-
um. Blöðin og tímaritin flytja til-
tölulega lítið af frumsömdum sög-
um og bókaútgefendur taka ut-
lendu sögurnar fram yfir þær ís-
lenzku, að mér virðist. Það er nóg
efni í leikrit og sögur í íslenzku
þjóðlífi. Það er margt, ef að er gáð,
sem um er þörf að skrifa hér meðal
þjóðarinnar. Eg fyrir mitt leyti vil
heldur íslenzkar sögur, þó að þær
séu ver samdar, he'ldur en útlendar
sögur. Og fleiri munu skrifa, ef þeir
vissu, að til einhvérs væri að vmna.
Það eru ekki margir, sem skrifa
nokkuð að ráði hér á landi. Margir
yrkja fáein ljóð, og -^f til vill nokkr-
ar smásögur. Menn sjá mörg nöfn,
einkum undir eftirmælum, og halda
svo að sandur af skáldum sé alt af
yrkjandi og fyllandi markaðinn.
Efnahagur þjóðarinnar hefir mjög
batnað hin síðari árin. Margir orð-
ið stórríkir, sem áður voru blá-
snauðir. Er það gleSilegt, að þjóð-
inni tekst nú betur og betur að ná
auðæfum hafsins, hagnýta betur
.jörðina og náttúruöflin. En þetta
KanpirCn goíSan hlnt,
þ& mundn hvar þú fékst hann
Sigurjón Pétursson.
alt var lengi illa notað, eins og
hæfileikar þjóðarinnar. Það var
vegna skorts á andlegum þroska og
víðsýni, að efnahagurinn var lengi
þröngur og auðsuppspretturnar
illa notaðar. Það var vegna þess,
að íslendingar .lögðu of litla rækt
við vísindi og listir. Fyrir utan hið
beina gagn, sem þjóðin hefir af vís-
inda- og listamönnum, er það sómi
út á við, að eiga menn, er slá ljóma
á land og þjóð. Það er í mínuin aug-
um eins dýrlegt að hafa átt Hall-
grím Pétursson, Jónas Hallgríms-
son, Jón Sigurðsson og aðra slíka
ágætismenn, eins og þó að við hefð-
um haft ráð á að byggja nokkra
skýjaskafa (stórhýsi) og önnur
mannvirki.
Þó að illa sé í haginn búið fyrir
skáld og listamenn hér á landi, er-
um við þó svo hepnir, að eiga
nokkra, sem standa framarlega
hver í sinni grein. Er það algengt,
að menn bendi á þá, er nm er að
ræða hæfileika íslenzku þjóðarinn-
ar. En margir þessara manna hafa
komist áfram með tilstyrk útlend-
inga. Hefðu ekkert orðið heima.
Er nóg að nefna Jónas Guðlaugs-
son í þessu sambandi. Einnig mætti
minna á þá Jóhann, Gunnar og
Kamban 0. fl. þessu til sönnunar.
Af rithöfundum, sem semja nokkuð
að ráði, er fátt búsett hér á landi.
Það eru 3—5 menn, sem eg get
talið. Eru það þeir Einar H. Kvar-
an, Guðm. Priðjónsson og Guðm.
Guðmundsson, sem hægt er að telja
stóra rithöfunda. Hinir hafa marg-
u skrifað smá pésa. En flestir sama"
og ekkert fyrir það fengið. Styrks
njóta ekki úr landsjóði önnur skáld
en Kvaran, Guðmundarnir fyr-
nefndu, Heiðdal, Jak. Thor., Ben.
Þ. Gröndal og Jóhann Sigurjóns-
son. Það er enginn f jöldi. Og flestir
fá sama óg ekkert, þetta 3—600
krónur. Mat í 2—3 mánuði.
Til ætti að vera nefnd manna,
sem hefði það starf með höndum,
að lesa rit nýgræðinga, greiða götu
þeirra og gefa þeim leiðbeiningar.
Pé ætti líka að vera til, sem sú
nefnd hefði ráð á, til að styrkja
efnilega menn með. Ætti það bæði
að vera úr landsjóði og frá ein-
staka efnamönnum. Sumir eru
lagnir á að safna fé, en geta ekki
lagt til neinar nýtilegar hugmyndir
eða hugsjónir til þjóðþrifa. Þeir
eiga að fá hugsjónamonnunum fé
til starfa. Rithöfundar eiga líka að
mynda félag með sér og styrkja
hverir aðra innbyrðis. Allir ný-
græðingar, að minsta kosti. Eg býst
Kaupirðu gððan hlut,
þa mundu hvar þú fékst hantt,
Sigurjon Pétursson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4