Morgunblaðið - 09.04.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1919, Blaðsíða 1
Miðvikudag 9 apríl 1919 6. árgangur 147. tölublaQ Ritstjómarsími nr. 500 (| Eitstjóri: Yilhjálmur Finsen j ísafoldarprentsmiSja Afgreiðslusími nr. 500 b|| Viljum kaupa sem fyrst 60—100 tonna kúttev með eða án mótors, Ca. 30 t. mótorskip, 10—15 t. mðíorðáf. CspHoíin @o. Akureyri. Tljatfi S. Espfjotin á Skjaldbreið kl. 4—6 ■ Erl. símfregnir. (Frá fréttaritara Morgunblaðsins). Khöfn, 6. apríl. Frá Bayern. Prá Miinchen er símað, að Bolsh- víkingastjórn hafi verið komið á í Bayern. Erlendur g-jaldeyrir. 100 krónur sænskra .. kr. 106.90 100 krónur norskar .. — 102.65 Sterlingspund ........... — 18.47 100 dollarar............. — 396.50 Ur IsftinB, London, 8. apríl. Bolzhewikka-ósigur. Hermálaskrifstofan tilkynnir, að skeyti hafi komið frá Arkangel um það að á laugardagsmorgun hafi óvinirnir ráðist á stöðvar vor- ar hjá Shredmerhenga, eftir að hafa skotið á þær alla nóttina. A- hlaupinu var hrundið og hiðu óvin- írnir mikið manntjón. Lágn val- kegtir fallinna Bolzhewikka um- hverfis húsin. Tókum vér þar hönd- um stórfylkishöfðingja, aðstoðar- foringja hans og 100 menn aðra og náðum 5 vélbyssum að herfangi. Yér biðum sjálfir ekkert manntjón. Saar-dalurinn. „Daily Mail“ segir að það sé álitið í París, að meira eða minna samkomulag hafi orðið um Saar- dalinn og um það, að Þjóðverjar greiði bandamönnum „tekjuskatt“ af iðnaði sínum í 30 ár til skaða- hóta. Di zleikur Háskólastúdenta verður haldinn þriðjudaginn 15. april í Iðnó. Aðeins stúdentar eldri og yngri og dimittendar hafa aðgang. ve ður auglýst nánar. Síðar Lloyd George á förum heim. • Fregnir, sem kornu til London í gærkvöldi herma það, að Lloyd friðarráðstefnunni í París í lok George birist við að fara lieim af þessarar viku. Hann vonast til þess að geta gefið neðri deild þingsins skýrslu tim bráðabirgða-friðarskil- yrðin, áður en þingið tekur sér páska-frí, en það verður sennilega í næstu viku. Bretakonungur og páfinn. Páfinn liefir fengið hréf frá Curzon lávarði, þar sem honum er innilega þakkað í nafni Georgs kon- ungs fyrir hina drengilegu meðal- g'öngu hans við tyrknesku stjórn- ina, þar sem major Cree og aðrir brezkir liðsforingjar úr Mesopota- miahemum áttu í hlut. Tyrkir höfðu tekið þá höndum og átti að skjóta þá sem stigamenn (frane- tireurs), en þeim dómi var hreytt vegna milligöngu páfastólsins. Rauðikrossinn, sem áfkastaði svo frámunamiklu starfi í ófriðnum, mun bráðlega verða settur til þess að berjast gegn farsóttum á friðartímum. Nefnd manna, sem situr í Cannes (fransk- ur bær við Miðjarðarhaf), vinnur nú að því að gera tillögur um starf- semi Bauðakrossins framvegis. Verða þær tillögur lagðar fyrir hina miklu ráðstefnu Rauðakross- ins í Genf, sem haldið verður mán- uði eftir að friður er saminn. Hefndin í Cannes ræddi á laugar- daginn Um nauðsyn þess að stofna sem allra fyrst heilbrigðismiðstöð, sem verði milliliður allra Rauða- kross-félaga í heilbrigðisstarfsemi þeirra í framtíðinni um víða ver- öld. Fekk þessi ráðagerð óskift fylgi allra. Sóttvarnir í Englandi. Til þess að verjast þeirri hættu, að næmar farsóttir berist frá meg- inlandinu, verður farið fram á það við þingið, að það auki vald heil- hrigðisstjórna í hafnarborgum, til þess að þær hafi rétt til að ann- ast heilbrigðisskoðun á öllum út- lendingum undir eftirliti heilbrigð- isráðuneytis. Dtlendir ferðamenn og Island. Búast má við því, að útlending- an hef ji nú þegar í sumar kynnis- ferðir til Islands. Og telja má víst, að straumurinn hingað verði miklu meiri á komandi árum en var fyrir stríðið. íslaud er orðið kunnara úti nm heim en áður var, það hefir komið fram gagnvart umheimin- um sem sjálfstæður aðili og fengið .ríkisviðurkenningu á pappírnum að minsta kosti, og fer eigi hjá því, að þetta hafi beint hingað huga margra, sem áður mundu varla eft- ir að ísland var til. Bn ástæðurnar eru bágar til þess, að veita gestum viðtökur. Hér eru engin skilyrði frá mannanna hendi til þess að gera útlendingum greið ferðalög til landsins. Ekkert gisti- iiús, sem þeir gera sig ánægða með, hvorki hér í borginni né á fjöl- förnustu leiðum uppi um sveitir. Engin npplýsingaskrifstofa fyrir ferðamenn, nema ef vera skyldi að Cooks-ferðamannaskrifstofan kefði hér nmboðsmann enn þá. Engir nýtilegir leiðarvísar, til þess að kynnast helztu leiðum og merkustu stöðum. Að vísu hefir smáköflum um ísland verið hnýtt aftan við ferðaleiðarvísira fyrir Danmörku, en bæði eru þeir ófullkomnir og alls eigi á réttum stað, því fæstir, sem ferðast til Danmerkur, fara þaðan til íslands. Sumum kann ef til vill að þykja álitamáí, hvort vert sé að sækjast eftir að fá liingað strauma af út- lendu ferðafólki, og eru jafnvel f jandsamlegir því. Færa þeir það til síns máls, að það hafi óholl áhrif á landsmenn og íslenzkt þjóðerni, baki fólki óþægindi og tafir, eink- um í sveitunum að sumarlagi, og mundi horfa til vandræða, ef því fjölgaði að mun. Þetta er satt að vissu leyti. En óþægindin stafa mest af því, að ferðafólkið hefir hingað til verið svo fátt, að það hefir eigi svarað kostnaði að reisa gistihús á fjölförnustu leiðunum, og gestiniir því lént á sveitaheim- ilum, sem eigi gera sér hýsingu ferðafólks að atvinnu, og stundum eru alls eigi um það fær, að taka á móti fólki, síst svo vel sé. Önnur lönd, sem skilyrði liafa frá náttúrunnar hendi til þess að draga að sér útlendinga, hafa undantekn- ingarlaust tekið þann kostinn, að reyna að auka sem mest ferða- mannastraimiinn inn yfir landa- mæri sín. í Noregi og Sviss liefir fjöldi manns atvinnu af ferðalög- um útlendinga og er þannig beinn peningahagnaður að þeim. Þó eigi sé á það litið, er samt önnur megin- ástæða til þess að gefa máli þessu gaum. Það er viðurkent bæði a£ einstaklingum og- hinu opinbera, að oss sé það nauðsynlegt að önnur lönd hafi sem mest og bezt kynni af oss. Vegurinn milli Islands og umheimsins hefir legið um Dan- mörku, hæði í efnalegu og andlegu tilliti, og vér höfum verið óþarf- lega einangraðir. Nú er mál til kom- ,ið að geta litið í allar áttir. Og fátt er það, sem betur getur aukið þekkingu á landinu og högum, þess en eiumitt það að útlendingarkynn- ist landinu af eigin reynd. En eins og nú er ástatt, er þess tæplega óskandi, að útlendingar komi hingað. Vér erum algerlega óviðbúnir og það er lítt hugsandi, að ókunnir gestir fái fagurt hug- boð um framkvæmdir og myndar- skap landsbúa. Hér þarf mikið að gera, svo að hægt sé að láta ferða- mönnum líða viðunanlega. Einn og eigi veigaminsti þáttnrinn í því er auðvitað gistihús í höfuðborginni, sem vonandi lætur ekki lengi híða héðan af, því að til þess er orðin svo knýjandi þörf frá annari lilið. Full þörf er orðin á því, að myndað verði félag hér í hænum með því markmiði, að greiða götu litlendinga, sem hingað koma. Fyrst þarf að búa alt í haginn, og að því loknu vekja atliygli ferða- langa á landinu. Þeir mnnu ekki láta standa á sér, tmdir eins og þeir í'á vitneskju um að gott sé hér að vera. En nú munu margir líta líkum augum á íslandsför, eins og vér á Grænlandsför. PAGBOI' ! Hrognkelsaveiði er nú orðin allgóð hér í Reykjavík og eins í Skerjai'irði. Má daglega sjá ekið fullum vögnum a£ rauðmögum um göturnar og flýgur rauðmaginn út, þó dýr þyki — 60 aura hver. Vegabætur. Jafnframt því sem nú er verið að gera við Tjarnarveginn og setja brú á hann, er hlaðinn upp grjót- garður framaní Frí kirkjuveginum,þang- að suður. Verður þá og sjálfsagt einn- ig borið ofan í Fríkirkjuveginn og veg- ina vestan Tjarnarinnar, svo sem Skot- liúsveg og veginn neðan við íshúsið. Enn fremur er nú verið að gera veg hringinn í kring um tjarnarbotninn. og er hann gerður úr ösku og rusli, sem sorplirei 1 simarmemi aka þangað dag- lega. Melkot hefir verið rifið og standa nú að eins eftir rústirnar. Fer þeim nú að fækka torfbæjunum hér íReykja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.