Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						7  árg.,  73. tbl.
Þriðjudag: 3  febrúar 1920
I*mfoldarprentgmiðlj»
GAMLA BIO
í eldhafi
ásfariBinar
AFrifamikili sjónl. 1 5 þáttum.
Aðalhl.v. leikur
Asta Nielsen
af frábærri snild.
Það  mun gleðja marga að sjá
þessa frægu leikkonu aftur.
A;ta Nielsen er frægust allra
danskra  leikkvenna,  og frægð
hennar  heíir  flogið  um allan
heim.
Sýning i kvðld kl. 8»/i
Nýkomið:
Crraphophone-plötur með frönsk-
iim textum til að læra af franska
tungu. Texta-bœkur fylgja. Að-
ferðin er viðurkend nm allan
'beim. fullkomið kerfi sendist
hvert á land sem er gegn póst-
kröfu.
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali a íslandi.
Erl. símfregnir.
(Frá fréttaritara Morgunblaðsins).
Khöfn 31. jan.
Ráðherra-stefna
Norðurlanda verður haldin í Krist-
janiu dagana 1.—4. febrúar.
Rússar og Pólverjar.
Frá Warshcau er símað, að Rúss-
ar hafi afturkallað friðartilboðin
til Pólverja og hafíð sókn gegn
þeim þegar í stað.
f slandsf ör konungs.
Ríkiserfinginn og Knútur prins
verða með í íslandsferðinni að
sumri.
Suður Jótland.
Atkvæðagreiðslan um samein-
'inguna fer fram í syðra beltinu þ.
7. mars.
Khðfn 1. febr.
Rússar og Pólverjar.
Brussilov hershöfðingi, sem stýr-
ir her Bolzhevikka, ræður yfir 2
miljónum inanna, og hefir sá her nú
hafið sókn gegn Pólverjum á öllu
svæðinu frá Vilna og austur í G-ali-
ziu.
Ukrainingar
hafa hertekið Odessa.
JHaŒfdlag ^layRjaviRur:
Sigurður Braa
eftir
Jobcm Bojer
verður ieikinn í Iðnó Miðvikudaginn 4. febr. kl. 8 síðd.
Aðg.m. seldir i Iðnó í dag og á morgun
Kolalaust
Þá er nú svo komið að Reykjavík
er orðin 'kolalaus í höndum lands-
verzlunarinnar. Menn se mkomu a
laugardaginn og ætluðu að fá kol
keypt f engu afsvar. Og í gær var
baðhúsinu lokað vegna kolaleysis.
Það var auðséð, að þá er kola-
veralunin var gefin frjáls aftur,
«ð það var gert af sömu lástæðum
eins og þegar sykurverzlunin var
gefin frjáls. Kol höfðu hækkað mik
ið í verði og erfitt að fá skip til
ilutninga. Þess vegna var ekkert
einfaldara til þess að halda við
blindri trú manna á einokunarfyrir-
komulaginu, en það, að gefa kola-
verzlunina frjálsa og segja svo á
eftir: „Nú sjáið þið muninn! Svona
fer þegar cinkasölunni er hætt og
lcaupnienn eiga að sjá landinu fyrir
birgðmn! Þá verður kolalaust!"
En 'hefði ekkj orðið kolalaust var
samt altaf hægt að gylla landsein-
okimina og sýnaágæti hennar í því,
að hún seldi kol ódýrar en aðrir,
því að landsverzlunin 'hafði fest
kaup á kolabirgðum með lægra
verði en komið var á kolin, þegar
verzlun þeirra var gefin frjáls. Og
þeim, sem halda fram ágæti lands-
einokunarinnar, t. d. „Tímanum"
og „Dagsbnin" sálugu eða „Alþýð-
uhlaðinu", befði tæplega velgt við
því, að bera fram fyrir almenn-
ing siíkar röksemdir, í þeirri von,
tð einhverjir mundu þó svo auð-
trúa, að gleypa við þeim.
Hver ber nú ábyrgðina á því, að
Reykjavík (og alt landið?) er kola-
laus? Það blandast víst engnm hug-
ur um, að það er landsverzlunin.
Hún ber auðvitað fyrir sig vand-
ræðin með það að fá 'kol í Eng-
landi, og vísar til þess, að bæði
Borg og Villemoes hafa nú legið
tímunum saman í Leith og beðið
þar árangurslaust eftir kolum. En
þetta er ekki nóg afsökun. Vér höf-
um t. d. sannfrétt, að landsverzlun
var fyrir nokkru boðinn kjolafarm-
ur og skip, en hún hafnaði boðinu.
Þykir oss sennilegt að það hafi ver-
ið vegna þess að henni hafi þótt
verðið of hátt, enda þótt vér vit-
um ekkert um það með vissu.
Það er ekki glæsilegt fyrir Reykj
avík að vera kolalaus um hávetur,
allra helst þar sem allur f jöldi bæj-
arbúa mun ekki hafa búið sig undir
það í sumar að slíkt kæmi fyrir.
Það eru því ekki nema tiitölulega
fáir, sem hafa eldsneyti meðan á
kolaleysinu  stendur.  Menn  vita
hvernig húsin hérna eru bygð, að
þau eru grindahjallar flest, og köld
En kuldi er verri en hungur. Og
hvernig fara menn að komast af
þangað til næsti kolafarmur kemur.
Og hvenær kemur næsti kolafarm-
ur?;
1                 11  1
Arminiisgliinan
Sigurjón vinnur skjöldinn.
Það var fjölment í Iðnó í fyrra-
dag þegar kept var um skjöld
glímufélagsins Armann. Er víst ó-
b.ætt að segja að nógu margir hefðu
komið til þess að fylla húsið þó það
hefði verið helmingi stærra.
Liðin voi'ii rétt fimm ár frá því
að síðast var kept um skjöldinn. 1
bæði skiftin, sem kept var um
skjöldinn áður, vann Sigurjón
Pétursson hann, en þrisvar átti að
vinna hann til fullrar eignar.
Keppendur um skjöldinn voru 15
als, og mun sjaldgæft, að jafn marg
ir hafi tekið þátt í opinberri kapp-
glímu hér á landi. „Ármann" var
vakinn af svefni í haust og hefir
starfað ötullega í vetnr, fyrir for-
göngu margra glímufúsra manna,
og hafa félagsmenn verið með lang-
flesta' móti í vetnr.
Af því að glímur hafa verið svo
lítið iðkaðar hin síðustu árin eru
flestir glímumennirnir nýir á sjón-
arsviðinu En þeir eiga vonandi eftir
f,ð sjást oft og mörgum sinnum með
glímubeltin, því segja mátti undan-
tekningarlaust um a'lla glímumenn-
ina, að þeir glímdu laglega. í hópn-
um vorn þeir tveir glímumennirn-
ir, sem fra^gstir eru frá fornu fari,
nefnilega Sigurjón, sem áreiðanlega
mnn hafa iðkað glímu lengst allra
s<'iii keptu, og voru þó engin „elli-
mörk" að sjá á honum, og Tryggvi
Gunnarssoo, sem í vor sem leið
v;i]!ii sigur é Sigurjóni. Þóttust
nenn þes fullvissir, að úrslitaglím-
an mundi standa ú iniili þeirra og
varð líka sú raunin á. Allir sem tók-
nst fangbrögðnm á við þá urðu að
hita í laagra haldi Og einn hinna
uýju gerðist einnig ska>ður mjög,
Eggert Kristjánsson fré Dals-
niynni. Pór saman li.já honiím kraft
ar og fimi og má telja hann vænlegt
glímukonungset'ni. Þá má enufrem-
ur minnast  Ágúst  Jóhanussonar
sem glíinumanns, sem gaman er að
horfa á.
Úrslitin urðu þau, að Sigurjón
lagði alla sem hann glímdi við og
vann þar með Armannsskjöldinn
fyrir fult og alt. Varð úrslitaglím-
an milli þeirra Tryggva snubbótt,
og féll hann á fyrsta bragði. Pekk
Sigurjón því 13 vinninga en
Tryggvi 12, Eggert Kristjánsson
varð þriðji maður í röðinni með 10
vinninga, en næstir voru: Magnús
Stefánsson með 9, Sigurjóii Féld-
sted 8, Gísli Rafnsson 8, Ágúst Jó-
haimsson 7. Ails voru glímdar 95
glímur en hefðu átt að vera 105,
en einn p'^mumaðurinn, Jóhann
Guðmundsson, veiktist og varð að
ganga úr leik er hann hafði glímt
4 glímur, og vann hann þrjár þeirra
Var skemtun hin bezta að horfa
:x kappglímuna. Hiin fór prýðilega
fram og var órækur vottur þess,
að „Ármenn" hafa iðkað íþrótt
sína af kappi í vetur.
Fisksalan í bænunt.
Engar lífsnauðsynjar hér í
bæ hafa stigið eins afskaplega í
verði síðasta ár eins og fiskurinn.
í fyrra var hann seldur hér í borg
inni dýrast á 30 aura kg. Nú er
liaiin seldur á 60 aura kg.
Þetta væri mí ekki svo uiidar-
legt, ef þeir sem fiskinn selja hér
í bænum væru nauðbeygðir til að
setja þetta verð á hann, vegna þess
að þeir yrðu að kaupa hann svona
dýran. En það er ekki ástæðan. Hér
liggur ekkert annað til grundvallar
en beint okur. Það er víst, að mest
af þeim fiski, sem seldur er hér,
er keyptur úr veiðistöðvum hér
sunnan að á 22—26 aura kg.
Hér er því svívirðileg álagning,
sem kemur niður á fátækustu bæj-
arbúum og ekki hefir við nokkra
sanngirni að styðjast.
Til samanburðar má geta þess,
að fullsaltaður fiskur mun nú ekki
vera í meira verði hér en 80 au.
kg. Er þó búið að leggja mikla
vinnu í að koma honum í salt og
þar iá ofan eyða salti í hann, sem
nú er dýrt. Þó «r ekki nema 20
aurum dýrara kg. af honum en nýj-
um fiski, sem seldur er með haus,
slógi og délki og fuilur þriðjungur
gengur því úr.
Þetta er íhugunarvert athæfi.
Vitanlega þurfa þeir, sem við
þessa atvinnu fást, fisksalarnir, að
fá eitthvað fyrir fyrirhöfn sína,
því þetta er köld og ónæðissöm
vinna. En góð daglaun gætu þeir
haft þó þeir legðu ekki nema 100%
á fiskinn, og er það þó rán.
Þetta er iitlu betra en aðferð
Sláturfélagsms, sem seldi kjötið í
bæian í haust með okurverði og
þóttist gera það vegna þess, að
það hefði vissu fyrir þessu verði
erleudis. En uii liggur það með alt
NÝfA BÍÓ
Alþýðuvinur
Sjónl. i 5 þittum
eftir
Ole Olsen og
Sophus Michaelis.
Myndin er tekin undir eftirliti
Holger-Madsens og sjálfur leik-
ur hann eitt aðalhlutverkið.
Önnur stærstu hlutverkin leika
þau
Gunnar Tolnæs,
Lilly Jacobsson og
Fr. Jacobsen.
Til marks um ágæti mynd-
ar þessarar er það, að lýðvalds-
stjórain í Þýzkalandi fyrirskip-
aði að sýna hana i öllum kvik-
myndahúsum landsins.
Ur ummælum blaBanna:
Efni myndarinnar er hin sivaxandi
stéttabarátta og hún er rothögt; á
skoðnnina að máttur sé réttur. Kjarni
hennar er íriöarbarátta inn á við.
Alþýðuvionr prédikar baráttn gegn
Bolzhewismanum en framþrónn og
framfarir eftir vegnm laga og rétt-
l»ti8. — Gunnar Tolnæs leikur aðal-
hlntverkið — hinn sanna alþýðnvin
— af framúrskarandi sniid.
Hljómleikar
Undir sýningu leikur hljóðfæra-
flokkur undir stjórn hr. Thea-
dórs Arnaðonar — sami flokk-
urinn sem lék þegar »Friður á
jörrðuc var sýnd.
Sýning kl. 8»/i
Pantaðir  aðg.miðar  afhenth
í Nýja Bíó kl. 7—8, eftir þann
tfma seldir öðrum.
Fyrirlggjandi hér á staðnum:
ARCHIMEDES land-mótorar, %,
% og 3 hestafla, fyrir bensin. —
Verðið óbreytt.
G. EIRÍKSS, Reykjavík
Einkasali á íslandi.
Þurkuð
Bláber
fást i
Verzlan 0. AmnndasoDar,
Sími 149 — Laugavegi 24.
kjötið óselt, sumt hér, sumt erlend-
ís og hefir getað selt fyrir hrak-
verð 700 tunnur. Og er nú farið,
að sögn kunnugra manna, að
fleygja kjötinu fyrir skemdir.
Þetta er giæpsamlegt athæfi.
Verður þetta kjötmál ef til vill rætt
frekar hér í blaðinu.
Fisksaiamir ættu að gæta hófs í
álagningu sinni. Svo getur farið,
að einhvern góðan veðurdag neiti
bæjarbúar að kaupa af þeim fisk-
inn með þessu ránverði. Eða bæjar-
félagið sjái einhver ráð til þess
að losna við okur þeirra. FIqjjtí
ieiðir ættu að vera til þess að afla
bænum þessa nauðsynlega matar,
en þær, sem nú eru farnar, og öll-
um mönnum eru að verða ófærar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4